Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 11
*T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2.11 sjer, þrátt fyrir það að yfirvöldin höfðu andúð á þessu. Og ekki fanst Magnúsi Stephensen tilgangur þessa f jelagsskapar merkilegur, því að hann væri ekki annað en „át og rabb, tóbaksreykingar og drykkjusamset- ur“. Fara og allar lýsingar á klúbbn- um í þá átt að sanna þetta, og ekki þótti har.n bæta reglusemi í bænum, sem þó var ærið ábótavant áður. Klúbburinn fekk fyrst inni í „Skálanum“ við Grjótagötu hjá Grími Laxdal en fluttist eftir nokk- urn tíma í Scheelshús og var þar upp frá því. Þarna voru veislur haldnar og dansleikar, og þar dans- aði Jörundur hundadagakóngur. Hef- ir hann teiknað skopmynd af því og má á henni sjá hvernig dans§alur- inn hefir verið. Annars eru til í ferða- bókum útlendinga lýsingar á húsa- kynnum og venjum þar. Hooker, sem var hjer um sama leyti og Jör- undur, segir frá því að hann hafi verið þar á dansleik. Segir hann að sjer hafi verið vísað inn í lítið og lágt herbergi, þar sem nokkrir karl- menn voru fyrir . Kvenfólkið hafi setið í öðru herbergi og biðið þess að það væri sótt. Þarna hafi verið sargað á eina fiðlu og barið undir á hálfslitna bumbu. Sjest á mynd Jörundar að þetta er satt, því að þar stendur fiðluleikari og bumbu- maður. Scheol andaðist 1827, en kona hans helt áfram veitingum fyrir klúbbinn um sinn. En síðan voru margir, er veitingarnar önnuðust. Arthur Dillon var hjer veturinn 1834—35 og dvaldist í klúbbnum. Þá stóð Sire Ottesen fyrir veitingum þar. Hann segir svo frá daglegum venjum þar, að um kl. 6 á hverju kvöldi hafi um 12 kaupmenn komið þar saman og setið við dfykkju, spil og reykingar í sex klukkustundir. Mun þetta eiga við um starfsemi klúbbsins frá upphafi. Dillon segir frá dansleik þar. Var dansað í stæxsta herberginu og var það lýst með 50 kertaljósum, svo að það hefir verið kölluð góð birta. Samsætisherbergi voru tvö, lítil og lágt undir loft. Lít- ið herbergi var á milli þeirra og þar drukku karlmenn púns ótæpt, en í næsta herbergi var kvenþjóðin, drakk kaffi og sagði hneykslissögur um ná- náungann. Þeir, sem kunnu ekki að dansa, fóru upp á loft til að reykja og spila. Þessi klúbbstarfsemi mun svo hafa verið rekin með litlum breytingum. En svo er að sjá, að klúbburinn hafi ekki haft húsið á leigu, heldur aðgang að herbergjum þar, en veitingamenn hafi verið húsráðendur. Að minsta kosti hefir svo verið 1843. Þá var Th. Thomsen veitingamaður þarna. Kom upp misklíð milli hans og klúbbsins og lauk henni með því, að Thomsen rak klúbbjnn út. Varð hann þá húsviltui- og leystist upp, enda þótt um 50 af helstu mönnum bæarins væri í honum. Sjálfsagt hefir þetta leitt til mik- illar lífsvenjubreytingar hjá mörgum af þessum mönnum, og ekki sem æskilegastrar að þeirra dómi. Nú höfðu þeir hvergi samastað á kvöld- in til að drekka og spila, nema hver hjá öðrum. „Meinið þið hvað, að þessir það þoli lengi svona“, kvað Sigurður Breiðfjörð í Númarím- um um Rómverja, en það hefði alveg eins getað átt við kaupmennina í Reykjavík á þessurn tíma. Enda fór svo, að þeir þoldu þetta ekki nema fáein ár. Þá fóru þeir að lxugsa um að koma sjer upp klúbbhúsi og skyldi það jafnframt vera gistihús fyrir út- lenda ferðamenn, en þeim fjölgaði nú með hverju ári og urðu aðallega að koma sjer fyrir í húsum einstakra manna á meðan þeir dvöldust hjer, vegna þess að hjer var ekkert gisti- hús. Um þessar mundir fór fram stækk- un dómkirkjunnar. Hjet sá Schiitte, danskur verkfræðingur, sem fyrir verkinu stóð. Fóru nú einhverjir af kaupmönnum til hans og báðu hann að gera uppdrátt að húsi, sem hæfa mundi fyrir klúbbstarfsemi, veiting- ar og gistingu. Schútte gei'ði sjer hægt um hönd og dró upp mynd af stórhýsi, sem hann vildi kalla „Hotel du Nord“, og ætlaði því stað norðan við Konungsgarð, annað hvort þar sem Hverfisgata er nú, eða þá á Arn- arhóli. En þegar til kom gugnuðu klúbbmenn á því að reisa slíka bygg- ingu, þótti hún alt of dýr, því að áætlað var að hún mundi kosta 6000 —7000 ríkisdali. Nú gengust þeir kaupmennirnir M. W. Biering, P. C. Knudzon og C. Fr. Siemsen fyrir stofnun hlutafjelags til þess að koma upp klúbb- og veit- ingahúsi. Fengu þeir inai'ga aðra i lið við sig, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Hlutafjelag þetta nefndu þeir ,,Bræðrafjelagið“ og var hluta- fje þess 5000 rdl. og allt greitt fyrir- fram. Keypti fjelagið nú Scheelshús, eða gamla klúbbinn og árið 1850 reistu þeir fyrir norðan hann hið svonefnda „Klúbbhús Reykjavíkur“. Þótti það hið fríðasta hús og veglegt mjög á þeirra tíma mælikvarða. Var það ferhyrnt og drógst þakið að sjer á allar hliðar upp í topp. Vegna þessa óvenjulega lags kallaði „Þjóð- ólfur“ húsið í skopi „Okakerið“, þar scm það líktist því íláti, er Skaftfell- ingar kölluðu svo. Fjelagið rjeði for- stöðumenn til þess að standa fyrir veitingum og sjá um rekstur húss- ins. En þetta blessaðist ekki, og eftir fimm ár varð Bræðrafjelagið gjald- þrota. Höfðu og verið einhverjar erj- ur milli hluthafanna, meðal annars út af því, að maddama Bagge, fylgi- kona Henrichsens lögregluþjóns, hafði fengið veitingar í gamla klúbbnum. Þótti þar ærið sukksamt með köflum, og fór það orð af gamla klúbbnum, að enginn, sem var vand- ur að virðingu sinni, vildi koma þar inn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.