Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2fí0 1863 til þcss að komast fyrir um upptök sullaveikinnar. Dr. Krabbe slátraði hundum víða til þess að rannsaka innýfli þeirra og leita þar að bandormum. Þetta þótti fólki fár- ánleg rannsóknaraðferð og gerði ótæpt gys að því, að læknirinn, sem mtti að rannsaka mannamein, byrj- aði á því „að fara í hundana“. Hjaltalín reyndi eftir mætti að fræða fólkið, en hitt var honum þó enn meira áhugamál, að hjer gæti risið upp læknaskóli. Hann lielt því fram, að hjer væri ýmsir sjúkdóm- ar, sem varla þektust annars stað- ar, og læknar, sem kæmi frá Kaup- mannahafnarháskóla, þektu þá alls ekki. Þtss vegna væri það nauðsyn- legt að læknafræðslan færi fram hjer á landi. Varð honum það ágengt, að laust fyrir 1860 fekk hann leyfi til þess að kenna læknaefnum, og 1863 útskrifaði hann fyrsta læknirinn. Var það Þorvaldur sonur Jóns Guð- mundssonar ritstjóra, og var hann seinna um langt skeið læknir í ísa- firði. Hjaltalín hamraði þó stöðugt á því að hjer væri stofnaður lækna- skóli og fekk því seinast fram gengt að sá skóli var stofnaður með lög- um 1876. MANNFJÖLDI í Reykjavík er um 1200 þegar Hjaltalín tók við land- læknisembættinu. Mun hann eflaust fijótt hafa fundið til þess hve baga- Jegt það var, að hjer skyldi ekki vera til neitt sjúkraskýli, þar sem hægt væri að hlynna að sjúklingum og þar sem meiri háttar læknisaðgerðir gæti farið fram. Nú varð hver að liggja þar sem hann var kominn og innan um annað fólk, enda þótt um bráð- smitandi sjúkdóm væri að ræða. Er líklegt að hann hafi bent Reykvík- ingum á þetta hvað eftir annað og reynt að brýna þá að hefjast handa um að koma hjer upp sjúkraskýli. En svo liðu 8 ár, að ekkert varð úr fram- kvæmdum. A þessum árum var það siður Jón Hjaltalín. broddborgaranna í Iteykjavik að hafa mannfagnað mikinn á afmælis- degi konungs. Og nú var það á af- mæli konungs hinn 6. okt. 1863, að embættismenn og kaupmenn ákváðu að stofna með sjer fjelag til þess að koma upp sjúkrahúsi í bænum. Sann- aðist þar að hátíð er til heilla best. Aðal forgöngumaður þessa fjelags- skapar er talinn Árni Thorsteinsson lænd- og bæjarfógeti, en auðvitað hefir Hjaltalín staðið þar á bak við og verið driffjöðrin í þessu. Fjelagsmenn skuldbinda sig til þess að leggja fram 5 rdl. hver á ári í 5 ár. En jafnframt leituðu þeir sem- skota meðal bæarmanna og kom þá í ljós, að mál þetta átti miklu fylgi að fagna meðal almennings. Sjest það best á þyí, að eftir eitt ár er sjúkrahúsasjóðurinn orðinn 1316 rdl. og samsvsrar það því, að hvert mannsbarn í bænum hefði lagt fram einn ríkisdal (2 krónur). Snemma á næsta ári (1865) efndu svo for- göngumenn sjúkrahússins til hluta- veltu til ágóða fyrir sjúkrahússsjóð- inn. Og enn bárust honum gjafir og framlög, svo að í lok þess árs var hann orðinn 3300 rdl. Hjer voru einstakir menn að vinna það verk, er ríkissjóðurinn hefði átt að láta framkvæma. Forgöngumönn- um fanst því, að ekki roætti minna vera en að hið opinbera styrkti sjúkrahúsmálið. Fóru þeir þess á leit við stjórnina að hún veitti fyrirtæk- inu 600 rdl. styrk á ári í 5 ár úr hinum íslenska læknasjóði, og 1000 rdl. að gjöf úr ríkissjóði til áhalda- kaupa. Stjórnin svaraði því, að það kæmi ekki til neinna mála að veita sjúkra- húsi þessu styrk úr ríkissjóði, en hanshátign, konunginum, hefði allra mildilegast þóknast að fallast á, að l'jelaginu mætti lána 1000 dali gegn fullu veði úr læknasjóði, en vaxta- laust í 5 ár, og þar að auki 400 rdl. styrk á ári í 5 ár. Þetta var að vísu talsverður styrk- ur fyrir fjelagið. En nú barst því alveg óvænt miklu gagnlegri og höfð- inglegri styrkur frá einum kaup- manni bæarins, Carl H. Siemsen. Hann gaf fjelaginu klúbbhúsin tvö við endann á Aðalstræti, gamla og nýa klúbbinn. Með því var þetta sjúkrahúsmál komið í höfn. Þykir nú rjett að staldra ofurlítið við og gera grein fyrir þessum hús- um, sem áttu að verða fyrsta sjúkra- hús Reykjavíkur. FYRIR endanum á sjávargötunni frá Vík og kippkorn sunnar en Ullar- stofan og kirkjugarðurinn, var á sín- um tíma reist eitt af verksmiðjuhús- unum. Var það litunarstofa og bygð úr torfi og grjóti. Þegar eignir verk- smiðjanna voru seldar, keypti Hen- rich Scheel, fyrrum tugthúsráðsmað- ur, litunarstofuna, reif hana og bygði þar snoturt timburhús. Þetta mun hafa verið 1791. Rak liann þarna bakaraiðn og veitingasölu, og var húsið þá jafnan nefnt Scheejs- hús. En síðar átti það fyrir sjer að verða nafnkunnugt í sögu bæarins sem „Gamla klúbbhúsið“. Árið eftir að Latínuskólinn lagð- ist niður hjer í bænum og var flutt- ur suður að Bessastöðum, reis upp önnur „menningarstofnun“ hjer í bænum, hinn svonefndi klúbbur.Voru það hinir dönsku lögregluþjónar, Ole Björn og Henrik Kragh, sem stóðu að stofnun hans og fengu flesta kaup- menn bæarins í þann fjelagsskap með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.