Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 64

Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA jr <ö> NÝHERJI S: 569 7700 tfgttnMiifeifr PÓSTURINN kí r. Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.ls ] ÁSKRIFT-AFGREÍDSLA 5691122, NEmN^fmjmBLIRAKUREYRÍKÁUPVANG^fF^flf10’ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. BANDARÍSKUR auðkýfingur, Timothy Mellon, hefur tekið Hótel Holt á leigu um áramótin og ætlar hann að fagna aldamótunum ásamt ættingjum sínum og vinum. Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri sagði að þetta væri í íyrsta skipti sem einstaklingur tæki hótelið á leigu. 42 herbergi eru á hótelinu og tekur Mellon þau á leigu í þrjá daga. Auk þess tekur hann 10 herbergi á Hót- el Loftleiðum á leigu undir áhöfn einkaþotu sinnar og aðstoðarfólk. Mellon hefur komið reglulega til íslands á einkaþotu sinni á leið yfir Atlantshafið og hefur hrifist af landi og þjóð. Hann hefur alltaf gist á Hótel Holti og er að sögn Eiríks sérlega ánægður með matinn og veitingaþjónustuna þar, sem hann segir að sé á heimsmælikvarða. Hann spurðist fyrir um það fyrir um tveimur árum hvort hann gæti leigt 30 herbergi á hótelinu um ára- mótin 2000/2001. Litlu síðar óskaði hann síðan eftir að fá allt hótelið leigt í þrjá daga. Gestirnir koma með einkaþotu Eiríkur sagðist strax hafa tekið vel í óskir Mellons. Hann væri afar þægilegur og viðkunnanlegur mað- ur. Hann hefði áhuga á að fagna aldamótunum með vinum sínum og ættingjum á eftirminnilegan hátt. Gestir hans kæmu flestir frá Bandaríkjunum en nokkrir kæmu einnig frá Evrópu. Fólkið kemur á einkaþotu sem bíður í þá þrjá daga sem fagnaðurinn stendur yfir. Eiríkur sagði að Mellon hefði að mestu leyti séð sjálfur um að skipu- Ieggja áramótafagnaðinn. Það kæmi hins vegar í hlut Hótels Holts að sjá um matinn enda væri Mellon að hluta tii að koma hingað til lands vegna hans. Eiríkur sagði að gengið hefði verið frá matseðli og vínlista í vor. A matseðlinum væri m.a. hreindýrasteik, graflax og humar. íslenskir tónlistarmenn sæju um tónlist fyrir gestina. Eiríkur sagði að Mellon hefði m.a. óskað eftir að hótelið útvegaði Dom Perignon-kampavín árgerð ■ Jólasveinarnir/39 1990 fyrir áramótaveisluna. Hann sagði að mjög lítið væri til af þessu kampavíni í heiminum og það hefði tekið hótelið eitt og hálft ár að út- vega nægilegt magn fyrir þessa einu veislu. Eiríkur sagði að ráðgert væri að hópurinn færi í Bláa lónið en það færi eftir veðri hvort horft yrði á flugeldasýninguna á gamlárskvöld frá hótelinu eða öðrum stað. KtRt A5N/K1R Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Stundin nálgast AÐFANGADAGUR verður senni- lega iengi að liða hjá mörgu baminu í dag þvi tiihlökkunin yfir komu jólanna er mikil. Agnes Sól- mundsdóttir, 3 ára, sýndi jólasveini, sem kom í heimsókn á Þingeyri, fal- legan pakka, sem á eftir að gleðja einhvern f kvöld. Kviknaði í út frá jólatré ELDUR kom upp í kjallara á Sóleyjargötu 23 í Reykjavík um klukkan sex í gærmorgun. Slökkvilið var kallað að hús- inu, sem er tveggja hæða, og tókst að slökkva eldinn um klukkan 6:30. Upptök elds- voðans má rekja til þess að jólatré í kjallara varð alelda og náði eldurinn að breiðast út um stofu og yfir í annað herbergi. Miklar skemmdir urðu í kjallaraíbúðinni af völdum elds, reyks og sóts. Þá teygði eldurinn sig út um glugga í gardínur í íbúð á hæðinni fyrir ofan. Einhverj- ar skemmdir urðu þar af völdum reyks. Fimm manns voru í húsinu þegar eldur varð laus, að sögn lögreglu, meðal annars hjón með barn. Einnig voru þrír hundar í húsinu. Allir, menn og dýr, komust út án teljandi vand- ræða. Jólafagn- aður Vernd- arogHjálp- ræðishersins JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræð- ishersins og Verndar verður haldinn í dag í Herkastalanum Kirkjustræti 2 í Reykjavík og hefst með borðhaldi kl. 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir á jólafagnaðinn. Morgunblaðið/Gugu Lada flutt inn á ný HAFINN er innflutningur á ný á v.'arfjada-bifreiðum frá Rússlandi. Lada hafði mikla markaðsstöðu hér á landi fyrir nokkrum árum og voru bflarnir þá fluttir inn af Bif- reiðum og landbúnaðarvélum. Þeir hurfu síðan af markaði en nú hefur nýtt fyrirtæki, Lada-umboðið, flutt inn 40 bíla af gerðinni Niva, sem einnig eru þekktir undir heitinu Lada Sport. Á næsta ári hefst síð- an innflutningur á öðrum gerðum Lada. ■ Lada-umboðið/Dl MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út fimmtudaginn 28. des- ember. Yfir jólahátíðina verður fréttaþjónusta á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Bandarískur auðkýfíngur ætlar að fagna nýrri öld á íslandi Tekur Hótel Holt á leigu í þrjá daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.