Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Maðurinn sjálfur und- ur stærst“ Jólaleikrit Þjóðleikhússins er gríski harm- leikurinn Antigóna eftir Sófókles í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Grétars Reyn- issonar. Frumsýning er að kvöldi annars jóladags. Eins og svo oft áður leikstýrir Kjartan sjálfur leikgerð sinni og Hávar Sig- urjdnsson ræddi við hann um verkið og er- indi þess við nútímann. GOÐSÖGNIN um Antigónu sem fómar lífi sínu til að mega greftra bróður sinn hefur orðið lífseig í leik- riti Sófóklesar. Líklega er Antigóna eitt þekktasta leikrit heimsbók- menntanna, hreinn og tær harmleik- ur, þar sem tekist er á um ást, heið- ur og sæmd. Kreon, konungur Þebu, hefur sigrað í borgararstríði þar sem bræður Antigónu voru í and- stæðum fylkingum en féllu báðir. Kreon úrskurðar að Eteókles, sem barðist með honum, skuli greftraður með sæmd og viðhöfn en líki Pól- íneikesar skuli fleygt út fyrir borg- armúranna og leggur Kreon dauða- refsingu við að honum sé sýndur nokkur greftrunarsómi eða viðhöfn. Antigóna og ísmena systir hennar voru dætur Jóköstu og sonar hennar Ödipúsar en Eteókles og Pólíneikes voru synir Jóköstu, hálfbræður þeirra systra. Jókasta var systir Kreons. Sonur Kreons, Hemon, er heitbundinn Antigónu og gifting þeirra stendur fyrir dyrum. Þannig eru þau tengd sterkum og flóknum fjölskylduböndum og saga þeirra er blóði drifin nokkrar kynslóðir aftur. Antigóna er staðráðin í að hafa bann Kreons að engu og veita bróður sín- um hið rétta veganesti inn í eilífðina og gerir sér ekki far um að leyna gjörðum sínum. Kreon dæmir hana til dauða og hefur að engu þrábeiðni Hemons um að þyrma lífi hennar. Allt snýst þetta í höndum hans og þegar yfir lýkur situr Kreon einn eftir rúinn tengdadóttur, syni og eiginkonu. Harmur í húsi Þebu - Þrátt fyrir að leikritið beri nafn Antigónu er hún ekki eina harm- ræna persóna verksins. Kreon á ekki síður samúð skilda í lokin. „Já, þau eru bæði harmrænar persónur en Kreon gengur í gegnum hvörf sem leikpersóna. Hann stend- ur hátt í upphafi og fall hans er mik- ið. Örlög Antigónu eru hinsvegar ráðin strax í upphafi, hún hefur valið sér braut og víkur ekki frá henni.“ - Það er freistandi að bera saman uppsetningu þína á Antigónu og uppsetningu Guðjóns Pedersen á Lé konungi í Borgarleikhúsinu fyrr í haust. í báðum uppfærslum er áherslan lögð á vald og fjölskyldu- bönd, umgjörð beggja verkanna er færð í nútímalegt horf, í búningum og sjónrænum tilvísunum. Þar ræð- ur eflaust miklu að Grétar Reyn- isson er höfundur útlits beggja sýn- inganna. Einhvem veginn fannst mér Antigóna falla betur að slíkri túlkun en Lér þrátt fyrir að á verk- unum sé 2000 ára aldursmunur. „Antigóna er einfaldara verk. Miklu einfaldara. Lér konungur er flóknara leikrit og á vissan hátt heimspekilegra. Við lestur Antigónu finnst mér nánast eins og það hafi verið pantað af Amnesty Internatio- nal. Það hefur svo mikla vísun í alla umræðu um samviskufanga, hvað valdsmönnum leyfist og hvað þeir geta farið fram úr sinni eigin mennsku. Svo er alveg ljóst í mínum Morgunblaðið/ Sverrir Halldóra Bjömsdóttir leikur Antigónu. Leikarar og listrænir sljórnendur Antígóna: eftirv Sófókles í ís- lenskri þýðingu Helga Hálf- danarsonar Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Gretar Reynisson Leikendur: Halldóra Björns- dóttir, Arnar Jónsson, Edda Amljótsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Erlingur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Sigmund- ur Öm Amgrímsson, Stefán Jónsson, Valdimar Öm Flyg- enring, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir Tónlist: Tryggvi Baldvinsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Þómnn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Leikstjóri: Kjartan Ragnars- son Fmmsýning á Stóra sviði 2. jóladag kl. 20. huga að leikritið um Lé konung er innblásið af Antigónu Sófóklesar. Shakespeare hefur ömgglega lesið það. Granntemað um hinn blinda sem sjáanda, og hinn sjáandi sem blindan. Það er höfuðtema í Lé.“ - Fjölskyldutengsl og blóðbönd em sterkt þema í báðum verkunum. „Já, Antigóna er systurdóttir Kreons og væntanleg tengdadóttir hans. Hún hefur verið fósturdóttir hans á köflum." Tengsl við nútímann - Tilvísanir í nútímann em aug- Ijósar og þið Grétar vísið beint í Morgunblaðið/ Sverrir Systumar fsmena og Antígóna. Edda Arnljótsdóttir og Halldóra Björnsdóttir. Morgunblaðið/ Svgrrir Amar Jónsson í hiutverki Kreons konungs í Þebu. Valdimar Orn Flygenring og Randver Þorláksson í hlutverkum fylgispakra konungssinna. átökin á Balkanskaganum með útliti sýningarinnar. - Hvemig sérðu það? „Búningar kvennanna, skýluklút- ar og þykk hálfsíð pils, jakkaföt og leðurvesti karlanna. Það fer ekki á milli mála. „Það er gott. Skynjun okkar á stríði hefur alltaf verið tengd við fjarlæga heimshluta. Víetnam, Kór- ea, Afríka. En með Balkanskaga- stríðinu varð stríð allt í einu svo ná- lægt okkur. Hluti af okkar veraleika. Maður var alinn upp í þeirri blindu að öll stríð í Evrópu hefðu verið afgreidd með seinni heimsstyrjöldinni. Forvinna okkar var mjög tengd átökunum á Balk- anskaga. Auðvitað er alltaf hætta á að tilvísunin verði of bein og þrengi með því efni verksins. Við drógum nokkuð úr áherslunum á æfingatím- anum og reyndum að halda einungis í aðalatriðin. En þetta er svo aug- ljóst. Mér datt t.d. í hug að vera með hugleiðingu í leikskrá um borgara- stríð í Evrópu þar sem bræður berj- ast allar götur frá Trójustríðinu til Kosovo. A milli Kosovo og Þebu, sögusviðs Antigónu, em einungis 500 kílómetrar." - Er þetta sama fólkið þá og nú? „Blóðbönd, hefndarskylda og heiður em gríðarlega sterkir þættir í menningu landanna á Balkanskaga og við Miðjarðarhafið. Skortur á vilja til málamiðlunar er einkenni á samskiptum þessa fólks.“ - Sófóklesi gekk annað til með Antigónu en að hvetja menn til að setjast að samningaborði. Hann var að prédika yfir áhorfendum sínum. Sýna þeim að með breytni sinni kall- aði Kreon yfir sig hefnd guðanna. Oflæti hans verður til þess að hann tekur sér vald sem hann hefur ekki. Hann fer yfir á yfirráðasvæði guð- anna. Maðurinn verður að þekkja sín takmörk og haga sér samkvæmt því. „Já, en á þeim tíma sem Sófókles skrifar Antigónu eiga spennandi breytingar sér stað í Aþenu. Mað- urinn er settur í öndvegi og mann- hyggjan nær sér á.strik gagnvart guðahyggju. Þetta undirstrikar Só- fókles einmitt í Antigónu, í einum frægasta kór forngrískra bók- mennta, þar sem segir: Margt er undrið, ogmun þó víst maðurinn sjálfur undur stærst. Þetta er tema sem gengur í gegn- um Shakespeare sem var uppi tím- um endurreisnarinnar, endurreisnar grískrar menningar. Sófókles efast samt um mannhyggjuna og hafði sjálfur verið prestur. Þetta tvennt togast á í verkinu. Kreon er fulltrúi mannhyggjunnar og Antigóna guð- hyggjunnar. Átökin í verkinu snúast um þetta. En það sem gerir verkið síungt í huga mínum er að lög guð- anna era einfaldlega samviska mannsins." - Antigóna er rödd samviskunnar í verkinu - hún breytir rétt - um það efast enginn, en hún er nánast ómanneskjuleg í staðfestu sinni. Hún ætlar sér að týna lífi og verða píslarvottur. „Já, og einmitt þess vegna langaði okkur Halldóm að fara aðra leið að henni. Draga fram skýringar á hegðun hennar. Antigóna er ofstæk- ismanneskja. Hún er eins konar borgarskæmliði. Hún fómar sér fyrir málstaðinn. Hættan er sú að Antigóna verði nánast að engli. Ómanneskjuleg.“ - Já, þessi Antigóna er þannig að líklega gæti hún alveg myrt fyrir málstaðinn. „Það er viðleitni okkar að gera þetta ofstæki ekki bara skiljanlegt heldur líka hættulegt. Svona vilji er lífshættulegur. Þetta er sams konar vilji og rekur múslima til að heyja „ihad“, heilagt stríð. Fara sjálfvilj- ugir í sjálfsmorðsárásir.“ - En Antígóna ykkar Halldóm og Grétars minnir einnig á Kríst, krossfestinguna og upprisuna. Þið vísið óhikað til þessara frásagna Nýja testamentisins. „Það er auðvitað mjög freistandi að nota svoleiðis myndræn tákn í þessu samhengi. Að okkar áhorfend- ur skynji þetta sem heilaga fórn. En hugmyndin er líka að tengja þetta saman sögulega. Boðskapur Jesú Krists er byggður á kenningum Só- kratesar og helgisagnir Nýja testa- mentisins em til í eldri trúarritum. Kristindómur er sambland grískrar heimspeki og gyðingdóms." - Antígóna ykkar vill hætta við á síðustu stundu. Hún reynir að sleppa. „Já, við spurðum okkur hvemig ætti að túlka það þegar manneskja gengur í dauðann. Okkur fannst það næstum ómanneskjulegt ef hún yrði ekki hrædd. Mér þykir alltaf svo fal- leg prentvillan sem varð í einni út- gáfu Golgatasálms Davíðs Stefáns- sonar þar sem segir: Ég sé þig hæddan hanga á Hausaskeljastað. En í einni sálmabókinni stóð: Ég sé þig hræddan hanga á Hausa- skeljastað. Ég held að það eigi við um allar hetjudáðir, eða fómar- dauða öllu heldur, að óttinn hlýtur að grípa menn á síðustu stundu. Við höfum velt þessu mikið fyrir okkur til að gera gjörðir Antigónu skilj- anlegar og mannlegar, þannig að hún sé ekki bara hálfguð sem enginn skilur. Við vitum að fólk gerir þetta enn þann dag í dag. í Palestínu er fólk að ganga í opinn dauðann á hverjum degi.“ Skrifað fyrir annað hljóðfæri - Þetta er í fyrsta sinn sem þú vinnur með forngrískan harmleik. Er þetta ólíkt því sem þú hefur fengist við áður? „Já, fyrst og fremst vegna þess hversu kyrrstætt þetta verk er. I verkum Shakespeares er hreyfiaflið fyrir hendi. Hér gerast atburðir ut- ansviðs og sagt er frá þeim innan- sviðs.“ - Þessu hafið þið breytt. Þið hafið fært atburðarásina inn á sviðið, sýn- ið það sem gerist í stað þess að segja eingöngu frá því. „Við sýnum verkinu allan trúnað varðandi texta og innihald en aðlög- um það því leikhúsi sem við erum handgengin." - í hverju er leikgerðin fólgin? „Veigaminni breytingar era fólgn- ar í því að færa texta til á milli kórs og persóna og brjóta upp ræður og gera úr þeim samtöl án þess þó að breyta textanum nokkurs staðar. Við fylgjum þýðingu Helga Hálfdan- arsonar að öllu leyti. Veigamesta breytingin er fólgin í að sviðsetja at- burði sem eingöngu er lýst í texta. Allt sem gerist hjá gröfinni er t.d. fólgið í einni langri ræðu sendiboða í uppranalega verkinu en við höfum sviðsett þetta og búið til samtöl úr ræðu sendiboðans. Þá er hlutur Hemons, Teiresíasar og Evrídíku drottningar gerður mun stærri og sýnilegri en þau birtast bara einu sinni hvert í upprunalega verkinu. Hemon hittir Antigónu aldrei í leik- ritinu eins og það er skrifað." - En breytirðu merkingu textans með nýjum áherslum? „Ekki kannast ég við það. En skilningur okkar er sá að Sófókles skrifaði Antigónu fyrir annað hljóð- færi, öðmvísi leikhús, en við eigum að venjast. Þess vegna er leikgerð nauðsynleg að mínu mati.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.