Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 7------------------------- MORGUNBLAÐIÐ íbúar San Francisco ósáttir við innrás auðkýfinga frá Kísildal San Francisco borg var einu sinni Mekka hippanna og hefur löngum veriö talin borg um- burðarlyndis, fjölbreytileika og blómstrandi menningar. Nú ótt- ast margir íbúar borgarinnar aö auður Kísildals muni breyta borginni til hins verra. Ragn- hildur Sverrisdóttir segir borg- ina vissulega vera aö breytast og álitamál sé hvort íbúarnir fái viö nokkuö ráöiö. Associated Press San Francisco er talin vera ein fegursta borg veraldar, þótt greinilega séu ýmsar blikur á lofti. Hér er horft yfir borgina frá Golden Gate-brúnni og má sjá hverfið North Beach, Coit-turninn og brúna yfir flóann til borgarinnar Oakland. ÍKVIKMYND Alfreds Hitchcocks, Vertigo, hefur Gavin nokkur Elster, gamall skólafélagi aðal- hetjunnar, á orði að honum líki ekki breytingamar sem orðið hafi á San Francisco. Borgin búi ekki lengur yfir fyrri krafti. Kvikmynd Hitchcocks er frá 1958, allmörgum árum áður en blómaböm hófu að leggja undir sig Height/Ash- bury-hverfið. Þeirri innrás var ekki tekið fagnandi af heimamönnum. Þeir töldu hippana vera að breyta borginni til hins verra, yfirbragðið yrði svo allt öðmvísi en menn ættu að venjast, borgin færi í dóphundana með æskulýðnum. Núna em enn á ný upphrópanir um að San Francisco sé að breytast til hins verra, borg umburðarlyndis, fjölbreytileika og blómstrandi menn- ingar sé að hverfa og í hennar stað komi hörð efnishyggjan í líki kom- ungra tölvuauðkýfinga frá Kísildal. Þetta fólk hafi enga tilfinningu fyrir menningu borgarinnar og sé á góðri leið að varpa góðum og gegnum borg- unum hennar út á Guð og gaddinn. Varla kemur svo út dagblað eða tímarit í San Francisco og ná- grannabyggðum að ekki sé fjallað um breytingamar á borginni, þá sem þurfa að flytja á brott vegna síhækk- andi fasteignaverðs, tilraunir borgar- yfirvalda til að stemma stigu við inn- rás netfyrirtækja í sum hverfi borgarinnar og áhrif fasteignaverðs- sprengingarinnar í borginni á nálæg- ar borgir og bæi. Enginn vafi leikur á að San Francisco er enn á ný að breytast. Það er svo annað mál hvort ástæða sé til að amast við þeim breyt- ingum, eða leyfa borginni að þróast, hér eftir sem hingað til. Enginn óhultur Nokkur ár era síðan borgarbúar fóm að kvarta undan nálægðinni við Kísildal og að auðævin sem fylgdu tölvuheiminum væra að breyta borg- inni. í fyrstu vora þessar raddir þó ekki háværar, enda fólust breyting- arnar aðallega í því, að stöndug tölvu- fyrirtæki keyptu dýrt skrifstofuhús- næði af lögmannsstofum eða auðkýfingamir greiddu ríflega fyrir glæsileg einbýlishús. Hvoragt snerti almenning. Síðustu mánuði hefur breytingin á San Francisco hins vegar verið allt annars eðlis. Minni tölvufyrirtæki hafa keypt húsnæði í fátækustu hlut- um borgarinnar og gert það upp og starfsménn þeirra lagt undir sig íbúð- arhúsnæði í nágrenninu. Haight-Ash- bury hverfið, sem hipparnir lögðu undir sig, er núna að breytast í helsta uppahverfi borgarinnar. Fjársterku tölvufyrirtækin verða sífellt öflugri og nú er svo komið að þau era að ýta á brott frægum fyrirtækjum og stofn- unum. Meira að segja ríflega 20 hæða bygging í miðborg San Francisco, sem hingað til hefur eingöngu hýst læknastofúr, er að falla í hendur tölvufyrirtækja. Læknamir hafa ekki efni á að greiða þá leigu sem sett er upp og þykir þá mörgum fokið í flest skjól. í september sl. var frá því skýrt að eigandi City Lights-bókabúðarinnar í miðborg San Francisco stæði í stappi við eigendur húsnæðisins, þar sem tölvufyrirtæki nokkurt hefði boðist til að leigja það á margfalt hærra verði en bókabúðin réð við. Bókabúðin hef- ur verið nánast helgur staður £ borg- inni frá stofnun árið 1953. Þar hélt rithöfundurinn Jack Kerouac gjam- an til, enda gaf bókabúðin út verk hans, og bítnikkar allra tíma hafa sótt innblástur sinn þangað. City Lights-bókabúðin naut frægð- arinnar í baráttu við tölvuheiminn, því með góðum stuðningi borgarbúa fékkst framgengt að verslunin er nú á lista yfir merk kennileiti í borginni, sem bannað er að hrófla við. Þetta mun í fyrsta skipti sem fyrirtæki, en ekki byggirig, fær slíka stöðu. Ekki tekst öllum jafn vel að spyraa við fótum. Bar í miðborginni ákvað að laða að sér stönduga viðsidptavini og bauð því öllum starfsmönnum tölvu- og netfyrirtækja drykki á hálfvirði. Starfsmönnum annarra fyrirtækja var mjög misboðið og stefndi í mikið rifrildi. Þá keypti netfyrirtæki barinn og breytti honum snarlega í skrif- stofuhúsnæði, svo nú er enga drykki þar að fá, hvorki við fullu verði né hálfu. Ekki er enn ljóst hvort læknamir, sem reka stofur sínar í Sutter-lækna- miðstöðinni í miðborginni, mæta jafn miklum skilningi borgaryfirvalda og eigendur City Lights-bókabúðarinn- ar. Sutter-byggingin er 73 ára glæsi- bygging, 26 hæðir og þar starfar mik- ill fjöldi lækna og aðstoðarfólks, í nánast öllum sérgreinum, auk þess sem apótek hússins lofar viðskipta- vinum að þar sé ávallt hægt að finna réttu lyfin, hversu óvenjuleg sem þau séu. I þessari læknahöll era án efa margir starfsmenn með ágætar tekjur og hefðu ábyggilega hér áður fyrr talist til stöndugri íbúa San Francisco. Aigeng mánaðarleiga fyr- ir læknastofu var tæpar 400 þúsund krónur á mánuði. Eigendur bygging- arinnar sáu hins vegar að við svo búið mátti ekki standa, því netfyrirtæki era tilbúin að greiða margfalt hærra verð. Eigendumir tilkynntu því leigj- endum sínum að þeir yrðu að greiða hærri leigu eða flytja út ella. I mörg- um tilfellum nam hækkunin á mán- aðarleigunni um 800 þúsund krónum. Sú leiga er flestum læknunum um megn og þeir era margir famir að hugsa sér til hreyfings, til dæmis yfir San Francisco flóann til Oakland, þar sem leiga er ekki eins himinhá, þótt áhrifa tölvuauðsins sé vissulega farið að gæta þar. Mánaðarleiga apóteks- ins á að tvöfaldast, úr 400 þúsund krónum í 800 þúsund, en eigendur þess hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þeir verða um kyrrt. Inn í Sutt- er-læknamiðstöðina era nú, í fyrsta skipti í 73 ár, komin íyrirtæki sem hafa ekkert með lækningar að gera. Annað þein-a er netfyrirtæki og hitt byggingarverktaki. Borgaryfirvöld tvístígandi Borgaryfirvöld hafa átt dálítið bágt í þessum átökum. Þau era auðvitað sæl og ánægð með alla vel stæðu ný- búana, hvort sem það era einstak- lingar eða fyrirtæki, en geta að sjálf- sögðu ekki hunsað kröfur þeirra sem fyrir era. I byrjun september samþykktu skipulagsyfirvöld umsókn bygging- arfyrirtækis, sem ætlar að byggja 172 íbúðir og vinnustofúr í 11 húsum í Mission-hverfinu. Mission-hverfið hefur löngum verið athvarf efnaminni íbúa San Francisco og flestir íbúar þar era af mexíkóskum upprana. Þeir fjölmenntu á fund skipulagsyfirvalda og mótmæltu áformunum harðlega, sögðu nær að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða íbúa hverfisins. Að minnsta kosti hefðu skipulagsyfirvöld mátt hafa í huga að þarna yrði byggt venjulegt íbúðarhúsnæði, ekki ein- staklingsíbúðir með vinnuaðstöðu, sem aðeins yrði til þess að draga að mjög einslitan og fjársterkan hóp. Talsmaður byggingafyrirtækisins sagði að þetta húsnæði yrði einmitt til að styrkja uppbyggingu í hverfinu, því líklegt væri að fólk keypti fyrstu íbúð sína þama en flytti svo í stærra húsnæði. Til að sú framtíðarmynd hans verði að veraleika þarf þó ým- islegt að breytast í Mission-hverfi, því þar era lúxushús sjaldséð. En Mission-hverfi er að breytast og daglega era íbúar fluttir nauðugir viljugir úr húsum sínum þar, svo hægt sé að gera þau upp sem skrif- stofuhúsnæði eða lúxusíbúðir. Stund- um virðist andstaðan við breyting- arnar þó undarleg, til dæmis hefur hvorki gengið né rekið að ná sam- komulagi um risavaxna byggingu bandaríska þjóðvarðliðsins, sem stendur í Mission-hverftnu. Húsið var byggt árið 1912 og var notað allt fram til 1976. Þar störfuðu um 700 manns þegar mest var. Þjóðvarðliðið gaf eignina til Kalifomíuríkis árið 1978 og tveimur áram síðar var byggingin sem á lista yfir merkar söguiegar minjar í Bandaríkjunum og lýst sér- stakt kennileiti í San Francisco. Allt frá þvi að þjóðvarðliðið gaf upp á bátinn þessa 18 þúsund fermetra byggingu, sem byggð er umhverfis stórt æfingasvæði, hefur verið deilt um hvemig eigi að nýta hana. Sumir töldu hentugt að leigja hana út sem geymsluhúsnæði, aðrir vildu að heim- ilislaust fólk, sem er mjög áberandi á götum og í görðum borgarinnar, fengi þar inni. Athafnamaður nokkur keypti bygginguna íyrir 20 áram og ætlaði að gera upp sem íbúðarhús- næði, en gaf þær áætlanir upp á bát- inn þegar lögreglan fór að spyija óþægilegra spuminga um innstæðu- lausar ávísanir. Dómstólar komu svo í veg fyrir frekari athafnasemi hans. Skömmu síðar tóku félagasamtök, sem hafa það að markmiði að hjálpa fyrrverandi föngum að fóta sig í þjóð- lífinu, við húsinu. Þá risu íbúasamtök upp og höfðu það helst á móti félaga- samtökunum að þau væru ekki með bækistöðvar í hverfinu. Væra sem sagt ekki heimamenn. Síðar sama ár, eftir að ríkið hafði selt borginni húsið fyrir einn dollar, vora miklar áætlanir um að breyta því í allsherjar íþrótta- og menning- armiðstöð hverfisins, en borgaryfir- völd sýndu þeim áætlunum engan áhuga. Áfram hélt vandræðagangurinn. August Coppola, bróðir kvikmynda- leikstjórans Francis Ford Coppola, reyndi að fá byggingunni breytt í verslunar-, bíó-_og leiktækjahús, en það tókst ekki. Árið 1998 keypti hóp- ur fjárfesta frá Ungverjalandi gamla þjóðvarðliðshúsið, en fór á hausinn í miðjum endurbótum. Fjárfestar í Texas keyptu fasteignina og þeir vildu fá að breyta henni í skrifstofu- húsnæði íyrir netíyrirtæki. Þeir sögðu að þarna gætu um 600 manns starfað og bentu á að það yrði mikil lyftistöng fyrir hverfið. Hverfasam- tökin vora hins vegar algjörlega á móti þessu og þar kristallast kannski fordómarnir sem ríkja hjá mörgum gagnvart nýju tækniíyrirtækjunum. Hverfasamtökin segja að skrifstofur af þessu tagi muni stuðla að hærri leigu í hverfinu, auk þess sem íbúar þar kæri sig einfaldlega ekki um inn- rás þeirra hæst launuðu. Fjárfestamir írá Texas sáu að þeir gátu ekki náð sínu fram, drógu tillög- una um 600 manna skrifstofuhúsnæð- ið til baka og vilja nú fá að setja upp símstöð í húsinu.Við símstöðina myndu aðeins starfa um 50 manns og hverfasamtökin, sem vilja hag Mis- sion-hverfisins sem bestan, lýsa sig hæstánægð með niðurstöðuna. Þau era reyndar ekkert sérstaklega hrifin af símstöðinni út af fyrir sig, heldur virðist afstaðan vera sú að allt sé skárra en hin ógnvekjandi netfyrir- tæki og hið illa fólk sem þar starfar. Það er ljóst að 18 þúsund fermetra hús þjóðvarðliðsins verður ekki til að auka framboð á skrifstofuhúsnæði fyrir öll tölvufyrirtækin. Þau halda því áfram að reyna að kaupa upp hús- næði hvar sem það býðst. Þróunin er dálítið kaldhæðnisleg á stundum, til dæmis hefur verið bent á að allir starfsmenn þessara íyrirtækja þurfi að geta snætt einhvers staðar í há- deginu, en íyrirtækin hafi hins vegar keypt upp húsnæði svo margra veit- ingastaða að þar sé orðið fátt um fína drætti. Þetta era reyndar ýkjur, því enn er nóg af veitingastöðunum í mið- borg San Francisco, en vissulega hef- ur flóran breyst. Og samsetning íbúa borgarinnar heldur áfram að breytast. Listamenn forða sér á brott, því þeir hafa ekki efni á að búa þar lengur. Það er til marks um fáránlega leiguna í San Francisco, að staðimir þar sem lista- mennimir fá ódýrar vinnustofur og íbúðarhúsnæði era m.a. Los Angeles og New York, sem hafa ekki þótt ódýrar borgir til búsetu hingað til. I grein dagblaðsins San Francisco Cronicle á dögunum var tekið dæmi af listakonu, sem hafði leigt litla stúdíóíbúð miðsvæðis í San Francisco á 57 þúsund krónur á mánuði, sem þykir ódýrt þar í borg. íbúðin var seld og listakonunni bauðst að kaupa hana á 26,4 milljónir króna. Hún réð ekki við þau kaup og flutti úr borginni en frétti síðar að íbúðin hefði verið seld á tæpa 31 milljón. Undanfarin ár hafa listamenn flúið sífellt hækkandi verðlag San Franc- isco með því að færa sig yfir flóann, til Oakland. Nálægðin við San Franc- isco er hins vegar farin að segja til sín þar, með sífellt hækkandi fasteigna- verði. Það á líka við um ýmsa aðra bæi og borgir nálægt Kísildal. í strandbænum Carmel suður af San Francisco hefur meðalverð á ein- býlishúsi hækkað úr 33 milljónum ár- ið 1996 í rúmar 70 milljónir á þessu ári. Ef þau era á annað borð til sölu. Á dögunum var ódýrasta húsið á lista fasteignasala í Carmel lítið, þriggja herbergja einbýli sem kostaði rúma 41 milljón og í þokkabót þarfnaðist það töluverðs viðhalds. Carmel hefur löngum verið athvarf fjársterkra, en fasteignaverð í öðram bæjum, jafnvel í margra tíma akst- ursfjarlægð irá Kísildal og San Francisco, hefur tekið fjörkipp vegna peningaflæðis frá nafla tölvuheims- ins. I bænum Trackee við Tahoe vatn, í um fjögurra tíma fjarlægð frá Kís- ildal, hefúr meðalverð húsa á síðustu fjórum ájjum farið úr 13,5 milljónum í 22 milljóhir. Ástæðan er sú, að auð- uga fólkið í Kísildal vill gjaman eiga tvö heimili, annað nálægt vinnustað og hitt uppi í fjöllum. Hvorki meiri né minni framkvæmdir! Þegar Bandaríkjamenn gengu til forseta- og þingkosninga 7. nóvem- ber sl. kusu þeir einnig um ýmis atriði í sinni heimasýslu eða heimaborg. í San Francisco studdi Willie Brown borgarstjóri tillögu, þar sem lagt var til að framkvæmdir við skrifstofu- byggingar í borginni yrðu mjög aukn- ar, þótt einstaka byggingar í Mission- hverfi og næsta hverfi við, Potrero, þyrftu að sæta stærðartakmörkun- um. Tillaga borgarstjórans kolféll. Önnur tillaga, sem studd var af listamönnum og íbúum umræddra hverfa, var naumlega felld, en hún gerði ráð fyrir banni á nýbyggingar í umræddum hverfum, ýmist tíma- bundið bann eða varanlegt. Hún gerði einnig ráð fyrir að listafólki og ýmsum samtökum og einstaklingum sem stunda samfélagsþjónustu yrði gert kleift að vera áfram í ákveðnum hverfum borgarinnar og tölvufyrir- tækjum yrði bannað að koma sér þar fyrir með skrifstofur. Og í þeim hverfum, þar sem tölvufyrirtækin mega koma sér fyrir, var gert ráð fyr- ir að þeim yrði bannað að hleypa upp leigu á skrifstofuhúsnæði langt um- íram það sem almennt tíðkast í hverf- inu. Þar sem tillögumar vora báðar felldar ríkir óbreytt ástand í síbreyti- legri borginni. Menn halda líklega áfram að byggja og breyta gömlum húsum og heilu hverfunum í San Francisco, þótt uppbyggingin muni ekki ganga jafn hratt fyrir sig og borgarstjórinn vill, en miklu hraðar en margur heimamaðurinn kærir sig um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.