Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vaxtar- broddar endur- nýjunar Reuters Horft yfir miðborg Prag en í forgrunni er gamla borgartorgið fyrir framan Tyn-kirlguna. Eftir Vaclav Havel ©The Project Syndicate. Prag. Gotneski tuminn á dóm- kirkju heilags Vítíusar, heilags Wenceslas og heilags Aðalberts er áberandi í borgarmynd Prag. Hann er nú hulinn vinnupöllum vegna þess að hann er í fyrsta sinn og á elleftu stundu í viðgerð. Vinnupall- amir hyija fegurð tumsins um stundarsakir en það er gert til að varðveita hana að eilífu. Ef til vill em vinnupallamir hlið- stæða allra fyrrverandi kommún- istaríkja. Ef sumt það besta sem við höfum upp á að bjóða er ekki sýnilegt sem stendur, er það vegna þess að þjóðfélög okkar era hulin vinnupöllum á meðan þau era byggð upp að nýju, og við kepp- umst við - að þessu sinni algerlega frjáls - við að endurappgötva og endurbyggja sjálfsmynd okkar. Ef til vill ætti einnig að nota þessa hliðstæðu á enn almennari hátt í von um að á bak við sumar óásjálegri hliðar nútímans sé hægt að finna merki um viðleitni til að bjarga, varðveita og þróa á skap- andi hátt þau verðmæti sem saga náttúrunnar og mannkynsins bjóða okkur. Aldrei fyrr hefur alheimsmenn- ing verið að granni til trúlaus þrátt fyrir þá milljarða manna sem era trúaðir á virkan eða óvirkan hátt. Þau gildi sem liggja að baki al- heimsmenningunni era sjaldan, ef nokkra sinni, tengd eilífðinni, hinu óendanlega eða algera. Hvarvetna hefur dregið úr áhyggjum manna af því sem tekur við að okkur látn- um og hinum sameiginlegu hags- munum. Mannkynið gengur á hinar óend- umýjanlegu náttúralegu auðlindir og hefur áhrif á Ioftslag jarðar. Mannkynið missir tengslin við sjálft sig með því að eyðileggja smátt og smátt umtalsverð mann- leg samfélög og mannleg hlutföll. Mannkynið umber dýrkun efnis- legs ávinnings sem æðsta gildis er allir verði að lúta og jafnvel hinn lýðræðislegi vilji verður að falla á hné fyrir. Að skapa auð tengist ekki lengur þvi að skapa raunveraleg og mikilvæg gildi. Þessi mengun andans þýðir að menning okkar er afmynduð af mótsögnum. Hún hefur verið opn- uð fyrir möguleikum sem þar til ný- lega vora aðeins ævintýri. Á hinn bóginn býr hún aðeins yfir tak- mörkuðum möguleikum á að víkja frá þróun sem gerir þessa mögu- leika hættulega eða leiðir til hreinnar misnotkunar. Menning okkar er til dæmis undir þrýstingi um að allir séu eins en sú staðreynd að við færamst nær hvert öðra ýtir undir hvötina til að leggja áherslu á það sem er ólíkt með okkur, sem getur svo orðið að harðgeram þjóð- emis- eða trúaröfgum. Nýjar þróaðar gerðir glæpa- starfsemi, skipulagðir glæpir og hryðjuverk, eru að koma fram. Spilling blómstrar. Bilið á milli ríkra og fátækra breikkar og á sama tíma og fólk deyr úr hungri í sumum heimshlutum, er sóun félagsleg skylda. Ýmis opinber og óopinber samtök reyna að sjálf- sögðu að leysa þessu vandamál. Þrátt fyrir það er ég hræddur um að aðgerðimar sem gripið hefur verið til muni ekki leiða til neinna breytinga nema eitthvað breytist í grandvallarhugsuninni sem liggur að baki nútíma mannlegri hegðun. Til dæmis heyram við gjaman um nauðsyn þess að endurbyggja Hver sem sannfæring okkar er stendur okk- ur öllum ógn af skammsýni okkar. Ekkert okkar getur flúið sameiginleg örlög okkar. efnahag fátækra landa og að ríkari þjóðum beri skylda til að aðstoða við það. Mikilvægara er þó að við föram að hugsa um annars konar endurbyggingu, endurbyggingu þeirra gilda sem mynda grunn nú- tíma menningar. Þetta er for- gangsverkefni þeirra sem standa betur efnahagslega. Efnuðustu og þróuðustu þjóð- imar hafa markað stefnu alheims- menningar nútímans. Vegna þess er ekki hægt að losa þær undan þeirri nauðsyn að taka þátt í gagn- rýnum vangaveltum. Við vitum að það er mögulegt að finna upp heiðarlegar reglugerðir til að vemda loftslag jarðar, óend- umýjanlegar auðlindir og líffræði- legan margbreytileika; að finna leiðir til að tryggja að auðlindir séu notaðar á ábyrgan hátt þar sem þær fyrirfinnast og að menn- ingarlegri sjálfsmynd og mann- legu umfangi þróunar sé viðhald- ið. Margt fólk og stofnanir vinna að kappi að þessu. Mikilvægasta verkefnið sem ekki er hirt um nú snýst hins veg- ar um að styrkja kerfi siðferði- legra gilda sem þjóðir heims eiga sameiginleg og sem munu gera það ómögulegt á alheimsmæli- kvarða að umbreyta reglum hvað eftir annað. Aðeins alheims-sið- ferðireglur geta skapað eðlilega virðingu fyrir þeim reglum sem við þróum. Aðgerðir sem stefna framtíð mannkyns í hættu ættu ekki aðeins að vera refsiverðar heldur álitnar skammarlegar. Þetta gerist ekki nema við finn- um öll hjá okkur hugrekki til að ryðja leiðina fyrir nýja tegund gilda sem allir geta fallist á af heil- um hug og virt þrátt fyrir marg- breytileika heimsins. Þetta gerist ekki nema við tengjum þessi gildi einhveiju sem liggur handan við sjóndeildarhring persónulegra- og hópshagsmuna okkar. Hvemig næst þetta án nýrrar og kraftmikillar framsóknar í mann- legri andlegri göfgi? Hvað er hægt að gera til að ýta undir slíka fram- sókn? Hver sem sannfæring okkar er stendur okkur öllum ógn af skammsýni okkar. Ekkert okkar getur flúið sameiginleg örlög okk- ar. Að þessu gefnu eigum við aðeins einn möguleika, að leita innra með okkur sjálfum rétt eins og í um- hverfi okkar að ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart umheiminum; að sameiginlegum skilningi og sam- stöðu, að lítillæti gagnvart krafta- verki tilverannar; að hæfileikanum til að halda aftur af sjálfum okkur vegna hagsmuna fjöldans og að framkvæma góðverk jafnvel þótt þau séu ósýnileg og hljóti ekki við- urkenningu. Leyfið mér að víkja aftur að dómkirkju heilags Vítíusar, heilags Wenceslas og heilags Aðalberts. Hvers vegna byggði fólk á liðnum öldum svo dýra og mikilfenglega byggingu, sem hefúr takmarkað notagildi á nútímamælikvarða? Ein skýring er sú að á ákveðnum tíma- bilum í sögunni var efnislegur ávinningur ekki æðsta gildið, þegar mannkynið vissi að sumir hlutir urðu ekki útskýrðir og menn gátu aðeins staðið frammi fyrir þeim í lítillátri undran og ef til vill yfirfært þá undran yfir á byggingar sem beindu turnum sínum upp á við. Upp á við svo þeir sæjust víða að og gerðu mönnum ljóst að þeir væra þess virði að horft væri á þá. Upp á við, yfir skil aldurs. Upp á við til þess sem er hulið sjónum okkar - þess sem með kyrrlátri til- vera sinni útilokar rétt allra til að fara með veröldina eins og enda- lausa uppsprettu skammtíma ágóða og sem kallar á samstöðu með öllum sem dvelja undir dular- fullri hvelfingu þess. Til að byrja að takast á við nokkur af djúpstæð- ustu vandamálum heimsins verðum við að beina augum okkar upp á við um leið og við lútum höfði í lítillæti Vaclav Havel er forseti Tékkneska lýðveldisins. AP Lydia Karlowski selur hefðbundnar jólakúlur frá ThUringen á jólamarkaðinum í Dortmund. Thiiringen er hér- að í austurhluta Þýskalands sem frægt er fyrir fallegt jólaskraut. Lágur niður dregur úr einbeitingu LÁGTÍÐNISUÐ og niður t.d. frá loftræstibúnaði veldur ekki aðeins höfuðverk, þreytu og pirringi. Nú hafa sænskir vísindamenn komist að því að suð truflar einbeitingu og hæfni manna til vinnu. Tilraun var gerð með 30 manna tilraunahóp við háskólann í Gautaborg. Var fólkið látið vinna við mismunandi aðstæður, við lágt suð og svo við suð eða nið allt upp í 40 desibel, sem er við þau mörk er sænska vinnumálastofnunin telur í lagi á vinnustöðum. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að fólk skilaði æ verri vinnu eftir því sem hávaðinn jókst. Við próf- arkalestur kom í ljós að því meiri sem niðurinn var, því fleiri villur fóra fram hjá tilraunahópnum. Þegar hópurinn leysti af hendi verkefni sem kröfðust rökhugsun- ar, tóku þau lengri tíma er nið- urinn jókst. Hins vegar hafði suð- ið ekki áhrif á reglubundin verkefni sem framkvæmd voru án umhugsunar. „Hljóð sem við heyrum varla getur engu að síður haft áhrif á vinnu okkar,“ segir Kerstin Pers- son Waye, sem vann að rannsókn- inni. Varar hún við þeirri tilhneig- ingu að opna skrifstofurými, þar sem tal, umgangur og símhring- ingar trafli mjög. „Hætt var við opnu rýmin fyrir áratug því menn gerðu sér grein fyrir að vinnuað- stæðurnar vora ekki góðar. Vand- inn er sá að við getum tæpast úti- lokað eiginleikann að hlusta á aðra þegar þeir tala nálægt okkur. Við erum afar forvitin og eyrað er ennfremur mjög næmt fyrir tíðni tals.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.