Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 33 --------------------------* REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. desember Morgunblaðið/RAX Við Gullfoss. tryggja þeim þau lágmarksréttindi, sem í fram- angreindu stjómarskrárákvæði felast, á þann hátt að þeir fái notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. stjórnarskrárinnar mælir þeim, svo sem það ákvæði verður skilið að íslenzkum rétti, sbr. 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi..." Af þessu er ljóst, að það er 65. gr. stjórnar- skrárinnar og alþjóðasamningar sem ráða þeirri skoðun meirihluta Hæstaréttar, að óheimilt sé að skerða tekjutryggingu öryrkja, hveijar svo sem tekjur maka hans eru. Og þá er væntanlega stutt í þá skoðun hjá Hæstarétti, að tekjutenging yfirleitt sé óheimil. Að vísu er Hæstiréttur ekki á einu máli um þetta atriði. I sératkvæði tveggja dómara, þeirra Garðars Gíslasonar og Péturs Kr. Hafstein, segir m.a.: „Kröfugerð þessa máls lýtur að aðstæðum ör- yrkja í hjúskap, þegar makinn aílar tekna og er ekki jafnframt örorkulífeyrisþegi. Það verður að telja málefnalegt löggjafarviðhorf að taka nokk- urt mið af því við lagasetningu um aðstoð við ör- yrkja, hvers stuðnings öryrki megi vænta af maka sínum. Slík sjónarmið um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna hafa lengi verið lögð til grundvallar í löggjöf hér á landi og eru þau reist á pólitískri afstöðu til framkvæmdar almanna- trygginga. Engin ákvæði í alþjóðlegum skuld- bindingum Islands mæla því í gegn að greiðslur til öryrkja séu í einhveijum mæli látnar ráðast af tekjum maka og þar með heimilisins en þær árétta einungis þá skyldu löggjafans samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar að tryggja þeim rétt til samhjálpar, sem höllum fæti standa. Túlkun laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra getur heldur ekki leitt til annarrar niðurstöðu. Markmið þeirra er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Því markmiði er ekki varpað fyrir róða við það eitt, að löggjafinn meti stöðu öryrkja með hlið- sjón af félagslegum aðstæðum þeirra, þar á með- al hjúskaparstöðu. Af öllu þessu verður örugglega ráðið að lög- gjafinn sé bær til að meta hvemig tekjur maka örorkulífeyrisþega komi til skoðunar, þegar þeirri skyldu stjórnarskrárinnar er fullnægt að tryggja þeim öi-yrkjum lögbundinn rétt til að- stoðar, sem ekki geta nægilega séð fyrir sér sjálf- ir. Ekki er efni til að dómstólar haggi því mati enda hefur ekki verið sýnt fram á með haldbær- um rökum að staða öryrkja í hjúskap geti vegna tekna maka orðið á þann veg, að stjórnarskárvar- inn réttur þeirra til samhjálpar sé fýrir borð bor- inn.“ Það er að sjálfsögðu Jöfn staða hæ^ að líta svo á- að ef einstaklingur er ör- yrki og háður maka sínum um framfærslu sé komið upp það ástand, að sá makinn, sem býr við örorku, njóti ekki jafnstöðu á við maka sinn. Þó er þetta allt mjög teygjanlegt. Sá makinn, sem býr við örorku, getur engu að síður haldið uppi heim- ilishaldi með myndarbrag. Þótt það skili ekki beinum peningalegum tekjum skilai- það framlag öðram verðmætum sem ekki eru síður mikilvæg. A hinn bóginn má einnig hta svo á, að sé öryrki peningalega háður maka sínum raski það bæði raunverulegri og sálrænni jafnstöðu á milli hjóna, sem geti valdið margvíslegum vandkvæðum. Það má því færa ákveðin rök fyrir afstöðu meirihluta Hæstaréttar. Hér vegast augljóslega á tvö sjónarmið. Annað er það gamla viðhorf, sem bersýnilega hefrn- komið til sögunnar við upphaf alþýðutrygginga á Islandi, að óeðlilegt sé að þeir fái greiðslur úr al- mannasjóðum sem ekki þurfi á því að halda til al- mennrar framfærslu sinnar. Hins vegar það nýja viðhorf sem byggist á jafnréttissjónarmiðum samtímans og endur- speglast nú í þeirri afstöðu Hæstaréttar að með almannatryggingakerfinu eigi ekki einungis að tryggja að þeir sem þurfa á því að halda hafi í sig og á, heldur líka ákveðna jafnstöðu inni á heim- ilum. Bæði sjónarmiðin eru gild en niðurstaðan er sú, að með dómi Hæstaréttar muni nokkur hópur fólks fá greiðslur úr opinberum sjóðum sem ekki þarf á því að halda til framfærslu sinnar og spurning er hvort hinn almenni borgari telji að í því felist ákjósanlegt réttlæti. Segja má, að með framkvæmd tekjutengingar snemma á áratugnum og dómi Hæstaréttar nú sé búið að veita þeirri hugsun, sem býr að baki tekjutengingu, ákveðið rothögg. Þótt það sé hinn pólitíski veruleiki sem við blasir er ekki þar með sagt að við sé komin í far- sælan farveg með þessi mál. Það er skiljanlegt að Öryrkjabandalagið líti svo á, að það hafi unnið mikinn sigur með dómi Hæstaréttar. í kjölfar dómsins má hins vegar búast við að margir sem með réttu geta gert tilkall til örorkubóta og nú tekjutryggingar, en hafa ekki gert það vegna tekna maka sinna eða af öðrum ástæðum, geri það nú. Það er aldrei hægt að tryggja fullkomið rétt- læti og vel má vera, að með dómi Hæstaréttar verði meira réttlæti tryggt en áður þótt ýmsir, sem ekki þurfa á því að halda, fái að fljóta með. Kannski má segja, að með þessum dómi séum við komin í heilan hring. Hin upphaflegu sjón- armið, sem lágu að baki almannatryggingum um að allir ættu að eiga jafnan rétt á bótum með mjög takmörkuðum undantekningum, hafi verið hafin til vegs. En það mun kosta. „Það er sjaldgæft, að stefna sera augljóslegabygg- ist á réttlátri og sanngjarari hugs- un fái slflka útreið í almennings- álitinu sem tekju- tenging hefur fengið en sú út- reið er staðreynd, sem horfast verð- ur í augu við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.