Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Jafnvæg- islist í mið- borginni JAFNVÆGI er nauðsynlegt á öll- um sviðum. Er það ekki síst góður eiginleiki innra með mönnum. Einnig er eins gott að hafa al- mennilega stjórn á jafnvæginu eins og stúlkan á myndinni gerir svo vel enda engin hætta á að nokkuð fari þá úrskeiðis. Morgunblaðið/Kristinn Viðræður við bandaríska verslanakeðju um útflutmng: lambakjöts Bandarískir kjötiðnaðar- menn í réttum næsta haust? ÁÆTLUN um sölu nýslátraðs ís- lensks lambakjöts í verslunum bandarísku keðjunnar Whole Foods, sem nú er unnið að, miðast við 300 króna skilaverð til íslenskra bænda fyrir kílóið, að sögn Baldvins Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Áforms, átaksverkefnis um sölu lambakjöts á erlenda markaði. Skilaverð til bænda vegna útflutnings er nú að jafnaði um 180 kr. fyrir hvert kíló. Baldvin sagði í samtali við Morg- unblaðið að Whole Foods ræki 133 verslanir víðs vegar um Bandaríkin og legði áherslu á að selja uppruna- vottuð matvæli sem framleidd eru á sjálfbæran hátt. Samstarf Áforms og Whole Foods gerir ráð fyrir að unnið verði að því á 4-7 ára tímabili að vinna íslensku lambakjöti, og jafnvel fleiri mat- vælategundum, markað í Bandaríkj- unum. Ein sérstaða verslana keðj- unnar er, að sögn Baldvins, að vöruframboð getur verið breytilegt frá einni verslun til annarrar þannig að þær þurfa ekki allar að taka inn Handtekinn eftir eftirför SJÖ lögreglubílar tóku þátt í að stöðva ökumann sem virti ekki um- ferðarreglur og reyndi að stinga lögregluna af um klukkan fjögur í fyrrinótt. Maðurinn, sem er grun- aður um ölvun við akstur, var stöðvaður í Breiðholti laust fyrir klukkan fjögur fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Þegar lögreglumaður ætlaði að ganga að bíl mannsins tók hann til þess bragðs að aka í burtu. Honum var veitt eftirför sem endaði úti á Seltjarnarnesi er hann lenti á umferðareyju en áður hafði hann ekið nokkrum sinnum gegn rauðu ljósi. Á Seltjarnarnesi yfirgaf maðurinn bílinn og reyndi að komast undan lögreglu á hlaup- um en var eltur uppi og handsam- aður. Hann var vistaður í fanga- geymslu lögreglu. Rætt um a.m.k. 300 krónur á hvert kíió í skilaverð til bænda kjötið samtímis og hentar það fyr- irkomulag íslensku seljendunum vel. Árstímabundið framboð um sláturtíð Jafnframt er lögð áhersla á árs- tímabundið framboð einstakra mat- væla og byggja hugmyndir um sölu lambakjötsins á því að það verði selt nýslátrað á tímabilinu frá 1. sept- ember og þar til sláturtíð lýkur í nóvember. „Þeim finnst þetta vera þannig gæðavara að þetta verði fyrst og fremst selt ferskt í slátur- tíð,“ sagði Baldvin. Ekki er rætt um að eingöngu verði fluttir út ákveðnir vöðvar heldur kaupi Whole Foods mestallan hluta skrokksins. Baldvin sagði að keðjan selji ís- lenskt lambakjöt á um 170 kr. hærra verði hvert kfló en nýsjálenskt lambakjöt sem er dýrasta lambakjöt sem fyrir er þar í kjötborði. Kíló- verðið fyrir dýrustu hryggbitana út úr búð sé um 33 dollarar eða um 2.800 krónur hvert kfló. „Viðskipta- vinir þeirra eru sér mjög vel meðvit- aðir um að gæðin liggja í því að þetta sé árstíðabundið kjöt,“ sagði Baldvin og sagði að styrkur Whole Foods lægi í að upplýsa neytendur vel um framleiðslu og uppruna þeirrar vöru sem í boði er. Hagræðing í slátur- og flutningskostnaði Fyrir þennan markað sé áhuga- vert að eiga viðskipti við íslenska bændur sem framleiði matvæli í blönduðum búskap á litlum bæjum. Sífellt skipti meira máli að hægt sé að rekja uppruna þeirra matvæla sem seld eru, ekki síst í kjölfar nautgripafársins í Evrópu en ýmis mál vegna sýktra matvæla hafi einn- ig komist í hámæli í Bandaríkjunum. Baldvin Jónsson segir að tals- menn keðjunnar líti svo á að ein lausnin á ógöngum verksmiðjubú- skapar sé að taka á ný upp gamlar hefðir með blönduðum búskap í smærri einingum. Áformað er að í haust komi kjöt- iðnaðarmenn úr verslunum Whole Foods til landsins og fari í göngur og réttir með íslenskum bændum og kynni sér allt framleiðsluferli ís- lensks lambakjöts og geti þannig gefið út tryggingu fyrir uppruna matvælanna. „Þeir hafa staðfest mjög ákveðinn vilja tfl að fjölga mat- vælategundum frá Islandi,“ sagði Baldvin. Eins og fyrr sagði gera núverandi áætlanir ráð fyrir um það bil 300 kr. skilaverði til bænda fyrir kílóið en Baldvin sagði að einnig væri stefnt að því að ná niður kostnaði við slátr- un og flutninga sem megi búast við að skili bændum enn hærra verði. Ekki þarf umhverf- ismat vegna fisk- eldis í Berufírði Kemur til greina að kæra nið- urstöðuna til EFTA ORRI Vigíússon, formaður Norður-Atlantshafssjóðsins, NASF, lýsir vonbrigðum og undrun með þá ákvörðun um- hverfisráðherra að staðfesta úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram mat á umhverfisáhrifum á fyr- irhuguðu sjóeldi á laxi í Beru- firði. Hann segir koma til greina að kæra niðurstöðuna til Eftirlitsstofnunar EFTA. Hræddir við umhverfismat? „Það er greinilegt að um- hverfisráðherra og fiskeldis- menn eru hræddir við eðlilegt umhverfismat. Mig grunar að nú verði umsókn um fiskeldi í Reyðarfirði dregin til baka og sú pólitíska niðurstaða verði að fiskeldi verði leyft í Mjóa- firði og Berufirði án þess að fram fari umhverfismat. Eftir sem áður bíðum við niður- stöðu við kæru okkar út af Mjóafirði frá Eftirlitsstofnun EFTA. Ég geri ráð fyrir því að það verði skoðað hvort þessi ákvörðun verði ekki kærð líka til EFTA,“ segir Orri. Aflaverðmæti Höfrungs III jókst um fjórðung á árinu „Með hörkuduglega stráka um borð“ AFLAVERÐMÆTI frystitogara Haralds Böðvarssonar hf. á Akra- nesi, Höfrungs III AK, jókst um nærri fjórðung á þessu ári miðað við síðasta ár. Höfrungur III AK var með þriðja mesta aflaverð- mæti ársins á eftir Arnari HU frá Skagaströnd og Baldvini Þor- steinssyni EA frá Akureyri. Samtals nam aflaverðmæti Höfrungs III um 920 milljónum króna en aflaverðmætið allt síð- asta ár var um 715 milljónir króna. Þessi góði árangur er sér- staklega áhugaverður í ljósi þess að Höfrungur III hefur ekki yfir jafnmiklum þorskveiðiheimildum að ráða og Arnar HU og Baldvin Þorsteinsson EA. Sturlaugur Gíslason, skipstjóri á Höfrungi III AK, var að vonum ánægður með árangurinn þegar Morgunblaðið ræddi við hann á föstudag. „Þetta hefur verið ágætt ár hjá okkur. Við höfum haft úr meiri kvóta að spila en við flskuðum líka vel í úthafinu í vor en karfaveiðarnar á Reykjanes- hrygg eru að verða helsta vertíð þessara frystiskipa. Það var al- mennt lakari úthafskarfaveiði í fyrra og þá náðum við ekki kvót- anum um vorið. Við vorum síðan lengi innan grænlensku lögsög- unnar um haustið að reyna að ná kvótanum og vorum þá í smærri og verðminni karfa. Við hins veg- ar náðum öllum úthafskarfakvót- anum í vor og gátum því verið innan landhelginnar að veiðum það sem eftir var ársins.“ Uppistaðan karfi Ætla má að afli Höfrungs III AK sé vel á fimmta þúsund tonna upp úr sjó á árinu og segir Stur- laugur að uppistaða aflans sé karfi enda hafi skipið ekki mikinn þorskkvóta. „Við fengum góðan karfaafla í sumar og í haust og talsvert meira en við höfum feng- ið áður. Við höfum aðallega verið fyrir vestan land, í kringum Vfk- urálinn svokallaða, og þar hefur verið óvenju góð karfaveiði. Eins hefur grálúðuveiðin batnað til muna en hún er verðmætur fisk- ur.“ Sturlaugur segir áberandi hversu smærri þorskurinn er víða í kringum landið. Það þurfi hins vegar ekki að vera áhyggjuefni. „Sem betur fer sést smáþorsk- urinn víða, bæði fyrir vestan land og austan. En þá má spyrja hvar sá stóri sé? Almennt tel ég að það sé minna af þorski en það að við verðum varir við smáþorsk gefur okkur auðvitað vonir um að veiði muni glæðast á ný. Reyndar má segja að nú séu fleiri sem mega veiða þorsk en áður. Það er hins vegar ekki það mikið af honum að nög sé til fyrir alla.“ 27 skipverjar eru í áhöfn Höfr- ungs III í hverri veiðiferð en sam- tals eru um 40 manns sem skiptast. á um að fara í veiðiferðirnar. Sturlaugur og Kristján Pétursson skiptast á um skipstjórnina. „Við erum með hörkuduglega stráka um borð og það hefur verið lítil hreyfing á mannskapnum síðustu árin,“ segir Sturlaugur skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.