Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Trausti nýtur bæjarlífsins með dætrum sínum, Hrönn og Tinnu, og dóttursyninum Kristófer, 6 ára. ur líkar betur eða verr heldur höf- uðborgarbúum áfram að fjölga. Svæðisskipulagið telur að leysa þurfl þörf um 60.000 nýrra höf- uðborgarbúa fyrir húsnæði fram til ársins 2024 að ógleymdri atvinnu- starfsemi. Án efa kemur ákveðinn hluti hópsins utan af landi og kýs að setjast að í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins enda gífurlegt stökk að fara beint ofan í miðbæ,“ segir Trausti og áréttar að innfæddir Reykvíkingar stefni annað. Ný miðborgarbyggð í ljósi þess hversu áberandi áhugi er á því að búa miðlægt í borginni segir Trausti ekki óeðli- legt að litið sé i vaxandi mæli hýru auga til flugvallarsvæðisins. „Svæð- ið er mjög stórt og nýting þess get- ur tengst svæðunum í kring, þ.e. Öskjuhlíðinni, suðurströndinni með Nauthólsvík, háskólanum og Tjörn- inni. Búseta á flugvallarsvæðinu byði í senn upp á miðlæga legu, tengsl við gamla miðbæinn og nátt- úruna umhverfis. Ekki þarf því að efast um að á svæðinu væri hægt að reisa þétta miðborgarbyggð með iðandi götulffi eins og allir þekkja af Laugaveginum. Væntanlega verður mikil spurn eftir lóðum og því þarf ekki að efast um að eig- endurnir, borg og ríki, hagnist verulega á lóðasölunni. Nú fær borgin engar tekjur frá ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar. Hins vegar verður að koma í veg fyrir að lögmál markaðarins verði allsráð- andi og allar lóðir komi í hlut ríka fólksins. Ég get nefnt að eðlilegt væri að gefa stúdentum tækifæri til að búa þarna og spara sér með því rekstur bíls í námskostnaði sín- um.“ Trausti kennir skipulagsfræði við Háskóla íslands og hafa nemöndur í greininni unnið að gerð skipulags- hugmynda á svæðinu sl. tvo vetur. Hann leggur áherslu á að unga fólkið sé með á nótunum. „Við tók- um allt svæðið að Öskjuhlíðinni meðtaldri fyrir í fyrra. Ágæta hug- mynd um stærðina gefur okkur að svæðið nær yfir stærra svæði en allur gamli bærinn innan Hring- brautar. Gaman er að segja frá því að á því svæði bjuggu þegar mest var á stríðsárunum um 40.000 manns. Þó er á stórum hluta svæð- isins, t.d. í nágrenni Landspítalans og í gamla Vesturbænum, afar gis- in íbúðarbyggð og í miðbænum eru svo líka stofnanir og fyrirtæki. Al- menningur átti ekki einkabíl og fór allra sinna ferða fótgangandi eða í strætisvagni." Trausti segir skipulagssýn nem- enda sinna svipaða og fram komi í gamla miðbænum - þétt og lifandi byggð - þar sem öllum athöfnum sé blandað saman. „Vatnsmýrin var sérstaklega tekin fyrir í haust. Stúdentamir skipulögðu svokallað þekkingarþorp í nágrenni við rís- andi hús Islenskrar erfðagreining- ar og í tengslum við Landspítalann, þ.e. sunnan Hringbrautar. Eftir sem áður var áhersla lögð á að gera Vatnsmýrina að lifandi mið- borgarsvæði." Trausti er spurður að því hvort gert sé ráð fyrir því að starfsmenn í þekkingariðnaðinum allt um kring búi á svæðinu. Hann játar að sá möguleiki sé fyrir hendi. „Eins og allir vita hefur ver- ið að koma í ljós að íslendingar eiga verulega möguleika á sviði þekkingariðnaðar og þaðan gætu komið umtalsverðar tekjur í fram- tíðinni. Þekkingariðnaður eins og í Silicon Valley þrífst best í nágrenni við háskóla. Hvað getur verið ákjósanlegra heldur en að þróa þennan nýja atvinnuveg í Vatns- mýrinni?" Hvað með flugvöllinn? Borgaryfirvöld hafa ákveðið að efna til kosninga um flugvallar- svæðið og hugsanlega staðsetningu flugvallarins þar sem koma myndi fram hvort almennur vilji væri fyr- ir því að nýta hið dýrmæta svæði undir annað. „Því miður hafa ýmsir þingmenn reynt að stilla málinu þannig upp að Reykvíkingar séu að búa sig undir að vinna níðingsverk gagnvart íbúum landsbyggðarinn- ar. Að sjálfsögðu er einber mis- skilningur fólginn í því að halda því fram að ekki sé hægt að koma fyrir innanlandsflugvelli á öllu flatlend- inu í nágrenni höfuðborgarinnar. Engu er líkara en allir séu búnir að gleyma því að tekist hefur að byggja upp flugvelli við landnauð og erfið aðflugsskilyrði í flestum fjarðabyggðum úti á landsbyggð- inni. Um þessar mundir er rekinn hræðsluáróður fyrir því að reka eigi innanlandsflugið alla leið til Keflavíkur og líf liggi við ef sjúkra- flug þyrfti að fara um þann flug- völl. Að öllum líkindum væri best að staðsetja sjúkraþyrlu úti á landi. Með því móti gætu þyrlurnar verið fljótar á slysstað og flutt sjúkling- inn beint að dyrum sjúkrahússins. Ekki er heldur hægt að segja að skipulagið sé til fyrirmyndar nú. Austfirðingar verða t.a.m. að byrja á því að kalla eftir sjúkraflugvél frá Akureyri. Að viðbættum aksturs- tímanum til Egilsstaða er orðið um óviðunandi töf að ræða.“ Efnt verður til kosninganna 3. febrúar. Einn af valkostunum verð- ur að koma flugbrautunum fyrir innanlandsflugið fyrir á uppfyllingu úti á Lönguskerjum í Skerjafirði. „Hugmyndina setti ég fyrst fram fyrir um 26 árum. Einn af kostum þessarar hugmyndar væri að áfram myndu nýtast ýmis mannvirki í tengslum við gamla flugvöllinn. Hávaði og aðflugshætta færðist út á sjó og nær allt flugvallarsvæðið fengist undir byggð. Sérstakur kostur væri síðan að brúartenging út að flugbrautunum gæti haldið áfram sem jarðgöng út á Álftanes. Með því móti yrði afar stutt fyrir íbúa í Bessastaðahreppi, Hafnar- firði og Garðabæ að fara út á flug- völl og niður í nýja miðbæ.“ Kall tímans „Höfuðborgarsvæðið hefur þróast sem átta aðskilin sveitar- félög og metnaðarmál hefur verið að koma upp dálitlum verslunar- kjarna í hverju þeirra," segir Traústi og telur í sjálfu sér ekkert athugavert við þá þróun. „Engu að síður getur borgin tæplega státað af því að vera talin skemmtileg menningarborg án þess að búa yfir kröftugu miðbæjarlífi. Ýmsar blik- ur eru á lofti um framtíð gamla miðbæjarins. í fyrsta lagi er ekki nægilegt pláss til að fjölga íbúum umtalsvert. í öðru lagi veldur þró- unin því að miðbærinn er að lenda í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Nýr miðbær á flugvallarsvæðinu með glæsilegum menningarstofnunum væri t.d. í aðeins þriggja mínútna akstursfjarlægð frá Bessastaða- nesi. Þótt mestur hluti verslunar- innar færi fram í verslunarmið- stöðvum einstakra sveitarfélaga myndu flestir fagna því að eiga greiða leið inn á nýja miðbæjar- svæðið sér til skemmtunar eins og er með Laugavegssvæðið íyrir jól- in. Ég vona að mér hafi tekist að sýna fram á hvað miðbær á þessu fagra svæði gæti orðið mikilvægur fyrir allt höfuðborgarsvæðið og reyndar landsmenn alla. Hlutverk stjómmálamanna í borgarstjórn og á Alþingi er að móta framtíðina. Eins og fram hefur komið eru að verða ákveðin umskipti í lífssýn unga fólksins. Ekki eiga allir af eldri kynslóðinni jafnauðvelt með að setja sig inn í óskir yngri kyn- slóðarinnar. Engu að síður verða ráðamenn að reyna að leggja við hlustir og taka þátt í að gera þessa framtíðarsýn að raunveruleika. Hér er mikið alvörumál á ferðum þvi að ef illa fer eykst hættan á því að unga fólkið vilji ekki setjast hér að. Gamla fólkið og gömlu lífsgildin verða skilin eftir eins og gerðist áð- ur úti á landi og var svo snilld- arlega lýst í kvikmyndinni eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinsson- ar Landi og sonum.“ ,/lfmœíisþakkir Öllum þeim fjölmörgu vinum og vandamönnum, félagasamtökum og gömlum vinnufélögum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli mínu vil ég þakka afalhug og biðja þann sem öllu rœður (ekki Davíð) að gefa ykkur gleðileg jól og yndislegt nýtt aldamótaár með mildan vetur og gott og hlýtt sumar. Gísli Hólrn Jónsson, Austurvegi 5, Grindavík. Nýir litir á íslandi Lifandi litir frá Monsoon.... ...fyrir þig Útsölustaðir: Snyrtistofan Ásrós, Bæjarhrauni 2. Hringbrautar Apótek. Borgar Apótek. Snyrtivörudeildir Hagkaups: Kringlunni, Smáratorgi, Spönginni, Akureyri Dreifing Solvin7, sfmi 899 2947. M0NS00N MAKE-UP Qprwnartímar «m jo! Oí) ánwiát 24. des. Lokað 25. des. Lokað 26. des. 12.00 - 21.00 27. des. 12.00 - 21.00 28. des. 12.00 - 21.00 29. des. 12.00 - 21.00 30. des. 12.00 - 21.00 31. des. 11.00 - 15.00 hjan. Lokað 2.jan. 12.00 - 21.00 3.jan. 12.00 - 21.00 SKAUTA \ HOLLIN REYKJAVÍK Skautaleiga á staðnum Biftjet u /< 7/u intskcið Frá 26. iirs. \ crðnr 5 diuja námskcið, nántskcidid hcfst ki 11.15 Skránim/ ísiniii 5889705
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.