Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 4
1 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 17/12-23/12 ► ALLS hafa 33 Iátist f umferðarslysum á árinu. Kona beið bana í árekstri tveggja bfla á Fljdtsheiði á fimmtudag, karlmaður í bflveltu í Oxnadal á þriðju- dag og tveir karlmenn lét- ust er bfll þeirra fór í Vest- mannacyjahöfn. ► LAGT hefur verið til að leyft verði að veiða 25 þús- und tonn af úthafsrækju. Hafrannsóknastofnun leyfði fyrr á fiskveiðiárinu 12 þúsund tonna veiði en veiðistofninn er talinn hafa stækkað nokkuð. ► HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sjö ára fangels- isdóm yfir Guðmundi Þór- oddssyni í stóra e- töflumálinu. Er það þyngsti dómur vegna fíkni- efnamáls sem kveðinn hef- ur verið upp. Mildaður var dómur héraðsdóms yfir þremur af sex sakborn- inum og staðfestur yfir tveimur. ► PRÓFA á rafræn lyija- fyrirmæli á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á næsta ári. Talið er að mistök geti átt sér stað í 10-15% lyfja- gjafatilvika á spítalanum en markmiðið með notkun tölva við lyfjagjöf er að auka öryggi hennar. ► LANDSMENN sendu um þijár milljónir jólakorta á sex dögum fyrir jólin og um 600 þúsund böggla. ► HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt Rúnar Bjarka Ríkharðsson í 18 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Aslaugu Óla- dóttur og tvö kynferð- isafbrot. Tekjutenging bóta öheimil HÆSTIRÉTTUR kvað upp þann dóm á þriðjudag að tenging tekjutrygging- ar örorkuþega við tekjur maka hafi ekki haft næga lagastoð frá ársbyrjun 1994 til ársloka 1998. Lögunum var breytt í janúar 1999 en Hæstiréttur segir skerðingarákvæði þeirra ekki samræmast stjómarskránni. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, sagði dóminn snerta marga og því hafa gíf- urleg áhrif. Á ríkisstjórnarfundi á föstudag var samþykkt tillaga hennar um að skipa starfshóp til að kanna hvaða leið ætti að fara til að bregðast við dóminum. Hugsanlega verður Al- þingi kvatt saman fyrr í janúar en til stóð til að afgreiða væntanlegt laga- frumvarp. Fjarskiptakerfi sameinuð FJARSKIPTAKERFI dótturfyrir- tækja Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur verða sameinuð upp úr áramótum og verður í framtíðinni til nýtt grunnnet sem ná á um mest allt landið. Samstarf Landsvirkjunar og OR gengur út á að tengja fjarskipta- kerfi Línu.Nets á höfuðborgarsvæð- inu og víðar við kerfi sem dótturfyr- irtæki Landsvirkjunar hefur byggt upp víða um land. V erslunarskóla- kennarar semja NÝR kjarasamningur var undirritaðir á föstudagskvöld milli Félags fram- haldsskólakennara og Verslunarskóla Islands. Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri VÍ, segir vinnuskipulagi umbylt og fari allar aukagreiðslur aðrar en yf- irvinna utan dagvinnu nú inn í mán- aðarkaupið. Segir hann það þýða um 100% hækkun grunnkaups. Bush undirbýr valdatöku GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi menn í mik- ilvægar ráðherrastöður í vikunni og sagðist vonast eftir að eiga gott sam- starf við þingið. Kominn væri timi til að „græða sárirí', sagði Bush. Hann hefur þegar tilnefnt Colin Powell í embætti utanríkisráðherra, Paul O’Neill verður fjármálaráðherra og Condoleezza Rice verður helsti ráð- gjafi forsetans í öryggismálum. Er hún blökkumaður eins og Powell. Kjörmenn staðfestu á mánudag val- ið á Bush og fékk hann 271 atkvæði þeirra, einu fleira en nauðsyn krafði. Bush átti viðræður við þingleiðtoga í vikunni en einnig Alan Greenspan seðlabankastjóra. Sagðist Bush myndu leggja áherslu á að skattar yrðu lækkaðir en hugmyndir hans um skattalækkanir eru þó mjög umdeild- ar, einnig meðal repúblikana. Viðræður í Washington FULLTRÚAR ísraela og Palestínu- manna hittust í Washington í byrjun vikunnar til að reyna að komast að samkomulagi um frið. Vitað er að Bill Clinton Bandaríkjaforseti leggur mikla áherslu á að ná árangri í frið- arumleitunum áður en hann lætur af embæti 20. janúar. En horfurnar virt- ust ekki góðar undir lok vikunnar. Mannskæð átök urðu á sjálfsstjómar- svæðum Palestínumanna, meðal ann- ars á föstudag og hart var deilt á fund- unum í Washington. Formaður samninganefndar Palest- ínumanna, Saeb Erekat, sagði ágrein- inginn djúpstæðan en helstu deilumál- in eru sem fyrr staða Jerúsalem, endanleg landamæri, framtíð land- nemabyggða gyðinga á svæðum Pal- estínumanna og hlutskipti flótta- manna. ► ÞINGKOSNINGAR voru í Serbíu á laugardag og var DOS, kosningabanda- lagi flokka er styðja Voj- islav Kostunica forseta, spáð miklum sigri. Á hinn bóginn var sósíalistaflokki Slobodans Milosevic, fyrr- verandi forseta, aðeins spáð um 13% fylgi. Sigri DOS er gert ráð fyrir að Zoran Djindjic verði for- sætisráðherra. ► NIELS Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dan- merkur, skýrði óvænt frá því á miðvikudag að hann hygðist segja af sér emb- ætti. Ráðherrann varð á sínum tíma fyrir miklum vonbrigðum er Danir höfn- uðu evrunni íþjóðarat- kvæðagreiðslu. Stokkað var upp í dönsku stjórninni á fimmtudag og tók Mo- gens Lykketoft við stöðu utanríkisráðherra. ► BANDARÍSKIR vís- indamenn segja að mikið af olíu sé undir ísnum á Norðaustur-Grænlandi. Er áætlað að magnið sé tvö- falt meira en á botni Norð- ursjávarins. Mjög erfitt er að stunda leit á ísnum og ekki hefur verið veitt auk- ið fé til kortlagningar á jarðskorpunni á svæðinu. ► STJÓRN VÖLD í Rúss- landi veittu í vikunni sænska stjórnarerindrek- anum Raoul Wallenberg uppreisn æru, 53 árum eft- ir að Sovétmenn tóku hann af lffi. Wallenberg bjargaði lífi Qölmargra gyðinga í stríðinu en her Stalíns handtók hann í Búdapest. FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Jólaljós í umferðinni MEÐ jólaljósunum verður skammdegið bjartara og um- ingur í mönnum ef streitan nær yfirhöndinni en þá er ferðin stilltari. Stundum verður kannski nokkur titr- bara að taka sig taki, hægja aðeins á og njóta ljósanna. Eldvarpahraun eldra og Þórðarfellshraun við innsiglinguna í Grindavfkurhöfn Grjótnám fyrir brim- varnargarða í mat SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið athugun á umhverfisáhrifum grjótnáms í Eldvarpahrauni eldra og Þórðarfellshrauni fyrir brimvarnar- garða við innsigluna í Grindavíkur- höfn. Grindavíkurhöfn er fram- kvæmdaraðili en Stapi ehf. - jarðfræðistofa og Siglingastofnun tóku saman skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist í maí á næsta ári og ljúki í nóvember 2002. Samkvæmt matsskýrlu eru fram- kvæmdir bundnar við námu, nánasta umhverfi, aðkomuvegi og flutnings- leiðir frá námu á byggingarstaði við Þórkötlustaðanes og á svæði vestan- vert við innsiglinguna sunnan við byggðina. Efnisþörf í brimvarnar- garðinn er áætluð 180.000 m3. Verð- ur fyllingarefnið unnið í námum í Eldvarpahrauni eldra eða Þórðar- fellshrauni. I námunni þar hafa verið unnir 30.000 m3 af föstu bergi á 5.000 m2 svæði sunnan Nesvegar. Fyrir- hugað er að opna nýja námu norðan Nesvegar og vinna þar allt efni til byggingar brimvamargarðanna á 30 til 50 þúsund m2 svæði. Umfram- vinnsla af lausu efni gæti orðið 70 til 120 þúsund m3. Fyrirhuguð efnis- taka er því allt að 300.000 m3 af lausu efni eða um 200.000 m3 af föstu bergi. í námunni í Þórðarfellshrauni þarf að vinna um 370.000 m3 af lausu efni. Umframvinnsla af því gæti orðið allt að 190.000 m3. Vinna þarf um 250.000 m3 af föstu bergi. í námunni hefur gjallkarginn verið unnin ofan á hrauninu á liðlega 10 ha svæði. Stærð námu gæti orðið allt að 50.000 m2. Leggja þarf nýjan veg að hluta Gert er ráð fyrir að aka efni eftir slóða frá Nesvegi í átt að Járngerð- arstöðum og þaðan eftir slóða norð- an við Litluvót að vestari brimvarn- argarði og þaðan áfram um hafnarsvæðið með efni fyrir eystri brimvamargarðinn. Leggja þarf nýjan veg að hluta innan við sjóvöm- ina á sjávarkambinum frá Fomuvör að vestari garðinum. Til greina kem- ur að aka efni í austurgarðinn eftir Nesvegi út á Víkurbraut, Víkurbraut til suðurs að Austurvegi og þaðan að eystri garðinum. I matsskýrslu erasettir fram tveir kostir við efnisnámið. Annaðhvort námusvæði í Eldvarpahrauni eldra eða í Þórðarfellshrauni. Samkvæmt skýrslunni era um- hverfisáhrif bundin við námuna sjálfa, vegslóða og lagersvæði. Áhrif- in era hávaði og ryk frá vinnuvélum í námu og á lestarstöðum vörubíla. Önnur áhrif era hugsanlegt grjót- flug frá sprengingum, ásamt hugs- anlegri mengun vegna ófullkomins brana sprengiefna og olíuleka af tækjum. Gert er ráð fyrir að námu- vinnsla og grjótflutningar standi yfir í um 15 mánuði á verktímanum. Náman inni á vatnsverndarsvæði Náma í Þórðarfellshrauni er inni á vatnsvemdarsvæði sem nýtur verndar skv. 3. flokki í svæðisskipu- lagi Suðurnesja 1987-2007 og hefur afrennsli í átt að vatnstökusvæði fyr- ir fiskeldisstöð íslandslax á Stað, sem er í innan við 500 m fjarlægð frá námunni. Til að draga úr umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar verða háir námuveggir stallaðir niður við verk- lok. Samkvæmt matsskýrslu era um- hverfisáhrif efnistöku í Eldvarpa- hrauni eldra og Þórðarfellshrauni ekki talin umtalsverð. Matsskýrslan verður nú gerð al- menningi opinber á Netinu (www. sighng.is eða www.skipulag.is) og rennur frestur til að gera skriflegar athugasemdir út þann 2. febrúar 2001. Greiði 120 þúsund í skaða- bætur fyrir að drepa hund HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega sjötugan karlmann til að greiða eiganda Yorkshire-Terrier-tíkarinnar Lady Queen 120.000 krónur í skaðabætur auk vaxta. Hæstiréttur hafði áður dæmt manninn til að greiða 200.000 krónur í sekt fyrir að drepa tíkina. Sigurður Hallur Stefánsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Skaðabæturnar eru miðaðar við áætlað kaupverð sams konar hunds. Héraðsdómur hafnaði hins vegar öðram skaðabótakröfum mæðgnanna sem héldu hundinn en þær námu rúmlega 2 milljónum króna. Mæðgumar héldu hundinn í trássi við bann um hunda- og katta- hald í húsinu og bann við að koma með hunda og ketti í húsið. Spruttu af þessu miklar deilur milli þeirra og annarra íbúa hússins. Föstudag- inn 16. maí 1997 tók maðurinn hundinn af dótturinni á stigagangi hússins. Frásögn hennar og manns- ins sem var og er formaður hus- félagsins ber ekk saman. Hún segir hann m.a. hafa slegið sig í maga og hrint sér og síðan farið með tíkina inn í íbúðina. Hann ber hins vegar að hann hafi slegið laust á hönd hennar til að fá hana til að sleppa ól sem hundurinn var í. Síðan hafi tík- in komist inn í íbúðina. Hún fannst síðar dauð og hékk þá í ólinni við hurðahúninn. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur fyrir að hafa drepið tíkina inni í íbúð sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.