Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 18
í 8 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýbúinn í skóginum Jólasýning Borgarleikhússins er Móglí, leikgerð sem Illugi Jökulsson hefur unnið upp úr sögum Rudyards Kiplings, Skógar- líf. Súsanna Svavarsdóttir leit á æfingu á Móglí og ræddi við leikstjórann, Berg Þór Ingólfsson, um ævintýri drengsins Móglí í heimi þar sem frumskógarlögmáliið ræður. APAKETTIR, hlébarðar, bimir, tígr- isdýr, sjakalar, kyrkislöngur og úlfar eru persónumar í jólasýningu Borg- arleikhússins, ævintýrinu mikla um mannsbamið Mógh' sem verður við- skila við foreldra sína þegar tígrisdýr- ið Shere Khan læðist út úr frumskóg- inum til að fara á mannaveiðar í þorpinu. Mógh leitar inn í skóginn og er svo heppinn að hitta úlfafjölskyldu sem kætist yfir því að fá mannshvolp. Það eru þau Akela, foringi úlfanna, Raksja úlfamamma og hvolpamir þeirra tveir. Hins vegar telur Shere | Khansigeigamannshvolpinnhtlaogí j skóginum verður mikil rekistefna þegar ákveða skal hvort úlfamir fái að ala hann upp - eða hvort Shere Khan fái að rífa hann í sig. Niðurstað- an verður sú að úlfamir fá að halda mannshvolpinum. En tígrisdýrið Shere Khan hefur ekki gleymt því að Mógh var hans bráð og með aðstoð síns trygga fylgi- sveins, sjakalans Tabaskví, leitast hann við að ná völdum í úlfaflokknum, til þess að fá leyfi til þess að éta mannsbarnið. Tabaskví ætlar að éta leifamar og þá koma apamir tO sögu. Skrítnar fígúrur Apamii’ era skrítnar fígúrur sem muna ekki neitt stundinni lengur. Þeir ræna Mógh og vilja gera hann að ; kóngi sínum en þá kemur eiturslang- an Kaa til bjargar. Allir era hræddir . ’.’ið eitthvað, og apamir eru ótrúlega ; hræddir við Kaa. En að lokum nær l Shere Khan langþráðum völdum í í Elokki hinna frjálsu úlfa og ætlar að I láta reka Móglí úr úlfaflokknum, og éta hann svo upp til agna. En þá fer Móglí til mannanna og sækir eldinn, sem dýrin þora ekki að nefna réttu nafni heldur kalla Rauða blómið, og með eldinum rekur hann Shere Khan burtu úr skóginum. En þegar hann fer í mannaþorpið til þess að sækja Morgunblaðið/Sverrir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri. eldinn verður hann foi’vitinn um mennina og ákveður því að lokum að kveðja vini sína í frumskóginum og snúa aftur í þorpið. Mógh er leikgerð sem Illugi Jök- ulsson hefur unnið upp úr sögum Rudyards Kiplings, Skógarlíf, og það er Bergur Þór Ingólfsson sem leik- stýrir uppfærslunni í Borgarleikhús- inu. Bergur hefur áður leikstýrt þremur uppfærslum hjá Leikfélagi Grindavíkur og einni í Reykjavík hjá leikfélagi sem kallaði sig Leikskólann og samanstóð að stóram hluta af þeim nemendum Leikhstarskóla Islands sem nú era á 2. ári. Hann var einnig höfundur þriggja verkanna. Mógh er því fyrsta uppfærslan hans í atvinnu- leikhúsi - og framraunin ekkert af minni gerðinni, sjálf jólasýning Borg- arleikhússins. Bergur, sem er leikari af yngstu kynslóðinni, segir kynni sín og leik- hússtjórans, Guðjóns Pedersen, hafa hafist þegar Guðjón kenndi honum í Leiklistarskóla íslands - og það megi segja að þeir hafi þá strax náð mjög vel saman. Frá því Bergur útskrifað- ist hafa leiðir þeirra þó htið legið sam- Morgnnblaðiö/Sverrir Aparnir vilja gera Móglí að konungi sínum. Morgunblaðið/Sverrir Sjakalinn og tígrísdýrið vilja gæða sér á Móglí. an fram að þessu og þegar hann er spurður hvort leikstjómin heilli hann meira en að standa á sviði og leika, segir hann leikstjómina vera að taka dáhtið mikið yfir þessa dagana; já, eiginlega tvö sfðustu árin. Vinátta og kærleikur - vald og hroki En svo við snúum okkur að Mógh, þá er þetta leikrit þar sem allar per- sónumar era vilhdýr. Hvaða erindi á slík sýning við böm í dag? „Hún á ekki bara erindi við börn í dag, heldur alla. í fyrsta lagi er þetta skemmtilegt verk. í öðra lagi hefur leikgerðin, eins og hún er unnin af 111- uga, allt það til að bera sem Shake- speare-verk hefur. Það fjallar um vin- áttuna, kærleikann og samfélagið þar sem verður að hafa lög og reglur. Inn í þetta fléttast umfjöllun um anarkí, hroka, vald og misnotkun þess. Mógh er nýbúi í skóginum þar sem honum er tekið vel. Hann lærir að lifa í frumskóginum og lærir tungumál framskógarins sem gefur okkur þau framandi áhrif sem goðsagnir hafa og sögur frá fjarlægum heimi. Þetta fær áhorfandinn að sjá utan frá og það er áhugavert fyrir böm að sjá þennan dreng sem þarf að lifa meðal dýranna og læra óheyrilegan aga til þess að geta orðið frjáls.“ Hvað er Mógh gamall? „í sögu Kiplings er hann tíu til tólf ára þegar meginatburðarásin á sér stað en við látum aldur hans liggja á milli hluta.“ Leit að uppruna Þegar Móglí hefur náð tökum á því að lifa í þessu framandi umhverfi, verða tímamót í lífi hans. I átökum góðs og ills, ágimdar og umhyggju, fjandskapar og kærleika, verður hann að takast á hendur ferð til mannanna og það á eftir að hafa afgerandi áhrif á líf hans og framtíð. „Já, hann stendur frammi fyrir því að þurfa að leita upprana síns,“ segir Bergur, „eins og allir virðast þurfa að gera - með tilheyrandi ættfræði og söguskoðun." Mógh er ævintýri og það má segja að leikmynd Stígs Steinþórssonar sé ekki síður ævintýri. Þegar Bergur er spui’ður hvort ekki hafi verið gaman að setja sýninguna upp, svarar hann: „Jú, það var gífurlega gaman að vinna sýninguna. Ég held við náum að gera góða hópsýningu úr þessu. Enn sem komið er hefur allt gengið upp en við skulum ekki gleyma því að það era nokkrir dagar í framsýningu.“ Leikararnir í þessum samstiga hópi era Friðrik Friðriksson sem leikur Mógh, Ellert A. Ingimundar- son sem leikur hlébarðann Baghíra, Theodór Júhusson sem leikur Balú björn og Jóhann G. Jóhannsson sem leikur tígrisdýrið grimma, Shere Khan. Sjakalann, Tabaskví, leikur Gunnar Hansson, Akela, foringja úlf- anna, leikur Halldór Gylfason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með hlutverk Raksja úlfamömmu. Ulfa- hvolpana leika Jóhanna Vigdís Am- ardóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Síðan leika þau Edda Björg, Gunnar, Halldór, Jóhann G„ Jóhanna Vigdís og Katla Margrét apana. Tónhstarstjóri er Óskar Einarsson sem jafnframt heíur samið tónlist við sýninguna. Danshöfundur er Guð- mundur Helgason, Stígur Steinþórs- son hannar leikmynd og Linda Björg Amadóttfr búningana. Lýsing er í höndum Ögmundar Þórs Jóhannes- sonar, hljóð sér Jakob Tryggvason um og Sóley Björt Guðmundsdóttir sér um leikgervi. Framsýning á Mógh er á annan í jólum, klukkan 14. í i Upphafin sýn á tilveruna BÆKUR Þýdd 1 j ó ð SONNETTUR Eftir John Keats. Sölvi B. Sigurð- arson íslenskaði. Mál og menning, Reykjavík 2000. 80 bls. JOHN Keats (1795-1821), eitt af höfuðskáldum enskrar rómantíkur, lifði erfiðu og vanþakklátu lífi. Hann hlaut litla sem enga viðurkenningu fyrir skáldskap sinn meðan hann lifði og var bókmenntagagnrýnandinn John Wilson Croker jafnvel ásakað- ur um að hafa orðið skáldinu að bana með andstyggilegri umfjöllun sinni um ljóðið Endymion. Ekkert var til í því en sagan fékk byr undir báða vængi þegar Byron lávarður færði hana á prent í söguljóði sínu um Don Juan. Reyndar era ævi og störf Keats sveipuð goðsögulegum ljóma þar sem segja má að í harmrænu lífs- hlaupi hans hafi ímynd rómantíska jóðskáldsins sem lifir í fátækt, deyr ungt en skilur eftir sig ódauðleg kvæði verið fullkomnuð, og stendur hún sömuleiðis sem róttæk and- stæða markaðskerfisins sem er að myndast í kringum bókmenntirnar á þessum tíma. Þá hefur ótímabært fráfall Keats, en hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall þegar hann lést, verið talið eitt mesta reið- arslag bókmenntasögunnar. Hvaða hæðum hann hefði getað náð hefði lengri tími gefist er spuming sem hefur kvalið unnendur breskrar ljóð- listar, og því verið haldið fram að þegar hann hætti að skrifa tuttugu og fjögurra ára gamall hafi snilld hans tekið hæfileikum Chaueers, Shakespeares og Miltons á sama aldri langt fram. Ekki hefur mikið verið þýtt af ljóðum Keats á íslensku, þó nokkur liggi fyrir í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar, og þess vegna leikur enginn vafi á því að nýútkomið ljóðasafn þar sem allar sonnettur skáldsins birtast í þýðingu Sölva B. Sigurðarsonar er meririlegt og kærkomið framlag, sérstaklega þar sem vel er staðið að útgáfunni á allan hátt. Um er að ræða skáldskap sem nær frá upphafi ferils Keats og allt til enda og gefur því nokkuð heildstæða mynd af þró- un hugmynda og efnistaka í verkum skáldsins. En svo einstakur og óh'k- legur er höfundarferill Keats að það var á nokkurra mánaða tímabili árið 1819, einungis fimm áram eftir að hann tók að reyna hönd sína við skáldskap, sem hann skrifaði öll sín frægustu Ijóð, og þau sem orðspor hans að miklu leyti byggist á. Sonn- ettumar sem skrifaðar voru á þessu tímabili taka hinum eldri fram, sem þó skyldi alls ekki vanmeta. Næmi Keats fyrir umhverfi sínu og hvers- dagslega augnablikinu sem um- breytist og hlýtur tilfinningalega merkingu í minningunni og skáld- skapnum er kraftmikið strax í upp- hafi. Ljóðaþýðingar í bundnu máli era afar viðkvæm iðja og á engan hátt sambærilegar við prósaþýðingar. Þýðandanum er sniðinn afar þröng- ur stakkur ef hann vill halda form- inu, svo þröngur að sumir merkir þýðendur hafa gengið svo langt að halda því fram að það verði að velja milli merkingar og ytri formgerðar: ríms eða rökvísi. Ljóst er að í flest- um tilfellum reynist valið auðvelt, ráðandi viðmið í ijóðaþýðingum á öldinni er án efa hin lesvæna rímaða þýðing en hættan sem felst í henni er að umorðanir og misjafnlega inn- blásnar viðbætur séu notaðar til að formið haldist. Hér á landi hefur hefðin meira að segja verið svo sterk að rímlaus ljóð hafa verið þýdd á bundið mál. En hversu vel tekst til með frjálsa þýðingu fer vitanlega eftir hæfileikum viðkomandi þýð- anda og það er styrkur Sölva hversu ríka áherslu hann leggur á að halda í merkingu og myndmál framtextans, svo framarlega sem það er unnt, og það skilar sér í vel ígrunduðum og fallegum þýðingum sem tengjast frumtextunum skýram böndum. A heildina litið held ég að þýðandi hafi skilað merkum ljóðum á íslenska tungu svo mikill fengur sé að. Sá ágæti og tilfinningaríki eftirmáli sem fylgir ljóðunum er líka kærkominn og nýtist lesendum vel. Björn Þór Vilhjálmsson í forgrunni er verkið Hafátt eft- ir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur og í bakgrunni er verkið Vetr- arskip eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. V etrar- mynd í Man NÚ stendur yfir sýningin Vetrar- mynd í Listasalnum Man, Skóla- vörðustíg 14, Reykjavík. Listamennimir sem eiga verk á sýningunni era Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Guðrún Kristjáns- dóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Öll verkin era þrívíð og tengjast vetri. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar og stendur til 15. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.