Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 25 Morgunblaðið/Kristján Freyr Áskelsson t.v. og Ragnar Valdimarsson, starfsmenn RARIK, við spenninn sem féll ofan í lestina á Heklu. Hann er nú staðsettur norðan við húsnæði DNG/Sjóvéla í Glæsibæjarhreppi norðan Akureyrar. flutti allan hópinn í Miðtún, bæ ná- lægt Leirhöfn, þar sem við fengum ágæta gistingu og aðhlynningu. Pau voru höfðingjar heim að sækja.“ Kópaskersmennirnir á snjóbílnum voru Gunnlaugur Indriðason og Gunnar Gunnarsson. Þurftu þeir að fara nokkrar ferðir til að koma öllu fólkinu í húsaskjól. Spennisfall í Heklu I Miðtúni var ekki bændagisting, eða greiðasala, heldur þekktu RARIK-menn til á þessu sveita- heimili. Þeir voru ekki með svefn- poka eða sængurföt með sér en hús- ráðendur í Miðtúni bjuggu um gestina eftir bestu getu. Daginn eftir var veðrið orðið skárra og voru rafmagnsmennirnir ferjaðir á snjóbílnum aftur í bílana sem þeir höfðu yfirgefið daginn áður. Að sögn Bjöms var snjórinn þá svo mikiil að aðeins sást í spenninn á vörubflspallinum og ökumannshúsið. Frambyggði Rússinn var einhvers staðar í skaflinum með vörubflnum. Skyggnið var orðið betra og gátu þeir brotist til Raufarhafnar með spenninn. Snjóraðningstæki komu á móti þeim frá Raufarhöfn svo ferðin sóttist greiðar síðasta spölinn. „Þegar við komum til Raufarhafn- ar seinnipart dags var allt lág- spennukerfið meira og minna lamað. Við fórum strax að gera við og vorum fram á nótt að því,“ segir Ragnar. Landleiðin til Þórshafnar var kol- ófær. Daginn eftir kom strandferðaskip- ið Hekla til Raufarhafnar og átti að flytja spenninn og viðgerðarmennina með skipinu til Þórshafnar. Þá var veðrið svo ægilegt á Raufarhöfn að jarðýta varð að ryðja vörubílnum leið niður að höfninni og menn gengu á undan bflnum í slóðinni svo hann rataði rétta leið. „Þegar verið var að hífa spenninn um borð vildi ekki betur til en að stroffan slitnaði og spennirinn datt niður í lest,“ segir Ragnar. Spenn- irinn vó um 1.500 kfló og viðkvæm smíð. Sem betur fer lenti giipurinn á eikarlúgufjölum á millidekkinu sem fjöðruðu við höggið, svo spennirinn virtist ekki hafa skaddast alvaiiega. Slarksöm sjóferð Bjöm segist hafa verið veður- tepptur í viku á Raufarhöfn og komst þá heim með snjóbfl að Jök- ulsá en hinir fóru áíram með skipinu. „Þessi sjóferð var mjög söguleg," segir Ragnar. „Þama voru með skólakrakkar frá Laugum, Húsavík, Akureyri og víðar, á leið heim í jólafrí. Það var slæmt í sjóinn og þau öll meira og minna sjóveik. Þegar við komum til Þórshafnar var þar leið- indaveður. Sumir af þessum krökk- um áttu heima úti í sveit og komust ekki strax heim til sín. Það voru þarna vinnuskúrar frá því ég hafði verið með flokk þama um sumarið. Við fómm auðvitað beint í þá og tók- um með okkur einn eða tvo unglinga úr sveitinni sem komust ekki heim vegna ófærðar. Þau vora græn og gul í framan. Daginn eftir var sveitin radd og þá komust þau heim.“ Slapp fyrir jól Þegar spennirinn var hífður úr lestinni á Þórshöfn kom í ljós að kælikerfið hafði sprungið við fallið og kæliolían lak af spenninum. Ragnar fékk lánaða ryksugu og tengdi við kælikerfið til að mynda undirþrýsting á meðan verkstæðis- menn á Þórshöfn suðu í sprunguna. Eftir viðgerðina gekk greiðlega að setja spenninn upp auk þess sem ýmislegt fleira í rafveitunni var lag- að. „Við voram í stanslausri vinnu þarna fram á aðfangadag en við Ak- ureyringarnir voram svo heppnir að fá flug heim síðdegis svo við sluppum heim fyrir jól í það skiptið." Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Mastrið sem féll var um 60 metra hátt og bar þrjá háspennustrengi. að halda jól þegar slagnum lauk? „Það var allt í lagi. Maður var svo hraustur í þá daga,“ segir Jón. Tíðar rafmagnsbilanir Jón Norðfjörð vann í 20 ár hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur áður en hann fór til Landsvirkjunar, þar sem hann starfaði í 29 ár. Hann seg- ir að lengi vel hafi Sogslína eitt, sem flytur 66 kV, verið eina raflínan til Reykjavíkur. A áranum 1945-50 hafi oft verið rafmagnslaust í Reykjavík. „Sogslína 1 bilaði oft, var alltaf að lenda í brotum. Ef gerði óveður með ísingu þá slitnaði línan og brotnuðu staurar. Það var ekki svo sjaldan sem maður þurfti að þramma alla Mosfellsheiðina, jafnvel í klofsnjó, með þunga stauraskó um hálsinn og þungt verkfærabelti, að leita að bil- uninni. Maður var kannski með kaffibrúsa og eina brauðsneið í nesti. En þá var maður ungur og frískur,“ segir Jón og hlær. Hann gekk með línunni vestan frá Mosfellsdal og annar gekk austan frá Sogsvirkjun. Þeir mættust síðan í Grafningnum þar sem línubfll beið eftir þeim. „Einu sinni eftir áramót, rétt fyrir 1950, fann ég bilun við Jórukleif. Þá hafði brotnað svokallað A-mastur, sem er eins konar lyk- ilmastur og notað til að strekkja lín- una. Það var alveg kubbað í sundur, ekki nema svosem eins metra bútar af stauranum sem stóðu upp úr. Það var alveg rosalegt að lenda í þessu.“ Jón segist oft hafa komist í hann krappan og oft verið kalt. „Okkur var sigað út í hvaða veður sem var til að finna bilunina sem fyrst.“ Þegar Sogslína 2 var byggð 1953 batnaði ástandið mikið, að sögn Jóns. Það var 130 kV lína og jók mjög rekstraröryggi raforkukerfis- ins í Reykjavík. Jón vann bæði við að reisa möstrin og strengja vírinn í Sogslínu 2. Slitrótt jólahald Jón segist oft hafa misst af jól- unum vegna vinnunnar. „Meðan ég var hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur var ég oft kallaður út í viðgerðir á jólunum, ekki síst á meðan stór hluti af bænum fékk rafmagn um loftlín- ur. Rafmagnið fór um jarðstreng í miðbænum en öll úthverfin að kalla voru með loftlínur. Þetta voru eilífar viðgerðir og útköll.“ Vinna við rafvirkjun er hættustarf og oft mátti litlu muna hjá Jóni. „Eg var verkstjóri við byggingu línunnar milli írafoss og Steingrímsstöðvar 1959. Við voram að draga út vír og kaðallinn sem við notuðum fór á milli hjólsins og giindarinnar sem hékk neðan í einangraranum. Þetta var í 20 metra hæð yfir jörðu. Kað- allinn var alveg fastur og ég varð að losa hann. Einangrarinn vai- þriggja metra hár og festur í grindina efst í staumum. Eg fór niður á einangr- arann og ætlaði að fikra mig eftir skálunum að kaðlinum en einangr- arinn var þá svo illa festur að það húrraði allt til jarðar. Einangraiinn, línan og allt draslið. Ég losaði mig við einangrarann í fallinu, svo hann lenti ekki á mér. Ég slapp þokka- lega, en sneri mig illa á vinstri ökkla og hef aldrei náð mér fullkomlega. Maður lét þetta ekkert aftra sér, lá í hálfan mánuð í veikindafríi heima.“ Hnefaleikakappi Einu sinni var verið að flytja hús á stóram vagni vestur í bæ. Þegar kom að gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar þurfti að lyfta luktarlínu yfir mæninn. Jón fikraði sig á kaðli upp eftir snarbröttu þak- inu, sem var glerhált vegna ísingar. Kaðalfestingin gaf sig þegar hann var að komast á mæninn. Jón skaut- aði af stað aftur á bak niður eftir þakinu. „Rétt áður en ég kom að rennunni spyrnti ég mér frá og það kom í veg fyrir að ég lenti á höfðinu. Þetta var tíu metra fall niður á götu. Ég lenti jafnfætis við hliðina á verk- stjóranum. Það var svartamyrkur og hann hafði ekki séð hvað var að gerast á þakinu, svo honum brá mik- ið þegar ég lenti,“ segir Jón. „Það bjargaði mér að ég var íþróttamað- ur, kattliðugur og í góðu formi. Dag- inn eftir tók ég þátt í íslandsmóti í hnefaleikum og vann. Ég var þrisvar sinnum Islandsmeistari og oft félagsmeistari." Jón telur að það hafi verið mistök að banna þessa íþróttagrein 1956. Hnefaleikar séu hin besta líkams- rækt, í þeim þjálfi menn þol, líkams- styrk, fimi, árvekni og viðbragðs- flýti. Sú þjálfun hafí komið honum vel í erfiðu starfi við að laga raflínur. Þú svífur með okkur Það er alltaf sérstök hátíðarstemning á Vínartónleikum Sinfóníunnar. Enda kemur sama fólkið ár eftir ár, allir í sínu fínasta pússi og skálar í kampavíni áður en ballið byrjar. Og Vínartónlistin er sannkölluð kampavínsveisla í tónum. Fyrir fullu húsi ár eftir ár. Tryggðu þér miða í tíma! Peter Guth Arndís Halla Ásgelrsdóttir Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Arndís Haila Ásgeirsdóttir Félagar úr Kór íslensku óperunnar Kórstjóri: Garðar Cortes A&i)>(y>kU«aW SinfðnluhljðimnlUt bUndi Fimmtudaginn 4. janúar kl. 19.30 örfá sæti laus Föstudaginn 5. janúar kl. 19.30 laus sæti Laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 laus sæti Að þessu sinni verða Vínartónleikarnir í Laugardalshöll. Númeruð sæti Miðasala kl. 9-17 virka daga Háskólabíó v/Hagatorg Sími 545 2500 www.sinfonia.is SINFONIAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.