Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA jr <ö> NÝHERJI S: 569 7700 tfgttnMiifeifr PÓSTURINN kí r. Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.ls ] ÁSKRIFT-AFGREÍDSLA 5691122, NEmN^fmjmBLIRAKUREYRÍKÁUPVANG^fF^flf10’ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. BANDARÍSKUR auðkýfingur, Timothy Mellon, hefur tekið Hótel Holt á leigu um áramótin og ætlar hann að fagna aldamótunum ásamt ættingjum sínum og vinum. Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri sagði að þetta væri í íyrsta skipti sem einstaklingur tæki hótelið á leigu. 42 herbergi eru á hótelinu og tekur Mellon þau á leigu í þrjá daga. Auk þess tekur hann 10 herbergi á Hót- el Loftleiðum á leigu undir áhöfn einkaþotu sinnar og aðstoðarfólk. Mellon hefur komið reglulega til íslands á einkaþotu sinni á leið yfir Atlantshafið og hefur hrifist af landi og þjóð. Hann hefur alltaf gist á Hótel Holti og er að sögn Eiríks sérlega ánægður með matinn og veitingaþjónustuna þar, sem hann segir að sé á heimsmælikvarða. Hann spurðist fyrir um það fyrir um tveimur árum hvort hann gæti leigt 30 herbergi á hótelinu um ára- mótin 2000/2001. Litlu síðar óskaði hann síðan eftir að fá allt hótelið leigt í þrjá daga. Gestirnir koma með einkaþotu Eiríkur sagðist strax hafa tekið vel í óskir Mellons. Hann væri afar þægilegur og viðkunnanlegur mað- ur. Hann hefði áhuga á að fagna aldamótunum með vinum sínum og ættingjum á eftirminnilegan hátt. Gestir hans kæmu flestir frá Bandaríkjunum en nokkrir kæmu einnig frá Evrópu. Fólkið kemur á einkaþotu sem bíður í þá þrjá daga sem fagnaðurinn stendur yfir. Eiríkur sagði að Mellon hefði að mestu leyti séð sjálfur um að skipu- Ieggja áramótafagnaðinn. Það kæmi hins vegar í hlut Hótels Holts að sjá um matinn enda væri Mellon að hluta tii að koma hingað til lands vegna hans. Eiríkur sagði að gengið hefði verið frá matseðli og vínlista í vor. A matseðlinum væri m.a. hreindýrasteik, graflax og humar. íslenskir tónlistarmenn sæju um tónlist fyrir gestina. Eiríkur sagði að Mellon hefði m.a. óskað eftir að hótelið útvegaði Dom Perignon-kampavín árgerð ■ Jólasveinarnir/39 1990 fyrir áramótaveisluna. Hann sagði að mjög lítið væri til af þessu kampavíni í heiminum og það hefði tekið hótelið eitt og hálft ár að út- vega nægilegt magn fyrir þessa einu veislu. Eiríkur sagði að ráðgert væri að hópurinn færi í Bláa lónið en það færi eftir veðri hvort horft yrði á flugeldasýninguna á gamlárskvöld frá hótelinu eða öðrum stað. KtRt A5N/K1R Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Stundin nálgast AÐFANGADAGUR verður senni- lega iengi að liða hjá mörgu baminu í dag þvi tiihlökkunin yfir komu jólanna er mikil. Agnes Sól- mundsdóttir, 3 ára, sýndi jólasveini, sem kom í heimsókn á Þingeyri, fal- legan pakka, sem á eftir að gleðja einhvern f kvöld. Kviknaði í út frá jólatré ELDUR kom upp í kjallara á Sóleyjargötu 23 í Reykjavík um klukkan sex í gærmorgun. Slökkvilið var kallað að hús- inu, sem er tveggja hæða, og tókst að slökkva eldinn um klukkan 6:30. Upptök elds- voðans má rekja til þess að jólatré í kjallara varð alelda og náði eldurinn að breiðast út um stofu og yfir í annað herbergi. Miklar skemmdir urðu í kjallaraíbúðinni af völdum elds, reyks og sóts. Þá teygði eldurinn sig út um glugga í gardínur í íbúð á hæðinni fyrir ofan. Einhverj- ar skemmdir urðu þar af völdum reyks. Fimm manns voru í húsinu þegar eldur varð laus, að sögn lögreglu, meðal annars hjón með barn. Einnig voru þrír hundar í húsinu. Allir, menn og dýr, komust út án teljandi vand- ræða. Jólafagn- aður Vernd- arogHjálp- ræðishersins JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræð- ishersins og Verndar verður haldinn í dag í Herkastalanum Kirkjustræti 2 í Reykjavík og hefst með borðhaldi kl. 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vanda- mönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir á jólafagnaðinn. Morgunblaðið/Gugu Lada flutt inn á ný HAFINN er innflutningur á ný á v.'arfjada-bifreiðum frá Rússlandi. Lada hafði mikla markaðsstöðu hér á landi fyrir nokkrum árum og voru bflarnir þá fluttir inn af Bif- reiðum og landbúnaðarvélum. Þeir hurfu síðan af markaði en nú hefur nýtt fyrirtæki, Lada-umboðið, flutt inn 40 bíla af gerðinni Niva, sem einnig eru þekktir undir heitinu Lada Sport. Á næsta ári hefst síð- an innflutningur á öðrum gerðum Lada. ■ Lada-umboðið/Dl MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út fimmtudaginn 28. des- ember. Yfir jólahátíðina verður fréttaþjónusta á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Bandarískur auðkýfíngur ætlar að fagna nýrri öld á íslandi Tekur Hótel Holt á leigu í þrjá daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.