Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Eigum merkilega byggingarsögu," segir Hörður Ágústsson. Morgunblaðið/Þorkell V arð veisluannáll og verndunaróskir „BÓKIN er mín vörn fyrir íslenska byggingarlist því að Islendingar hafa verið alveg blindir á þessa arfleifð sína. Það hefur ríkt hér minnimáttarkennd, menn hafa ekki áttað sig á því að við eigum hér stórkostleg listaverk,“ segir Hörð- ur Ágústsson í upphafí samtals okkar. Bókin er eins og fyrra bindi rúmar 400 blaðsíður og í henni er hátt í 800 ljósmyndir og teikningar sem leggja áherslu á skýringar við megintexta hennar. Fyrra bindið hlaut íslensku bókmenntaverð- launin í flokki fræðirita. Hörður er kunnur listmálari og einn þeirra sem ruddu módernismanum braut í hérlendri myndlist en hefur und- anfarna áratugi nær eingöngu helgað sig rannsóknum á íslenskri byggingarsögu. „Þetta er seinni hluti af einu verki og er eins og stendur framan á bókinni varðveisluannáll og verndunaróskir," segir Hörður og blaðar í bók sinni: „I fyrri bókinni skrifaði ég sögu íslenskrar bygg- ingarlistar frá 1750-1940 og það eru tvö ár síðan ég gaf hana út. Þar rek ég það hver setur fyrstur fram hugmyndina um varðveislu húsa, en það var Sigurður Guð- mundsson málari, fyrsti forstöðu- maður Þjóðminjasafnsins, sem það gerði. Svo kemur kafli þar sem ég tek öll hús sem Þjóðminjasafnið hefur gert upp, og þá hef ég mynd af húsinu áður en það er gert upp og þegar búið er að gera það upp. Hérna er mynd af hinni glæsilegu uppgerð Hóladómkirkju sem Þor- steinn Gunnarsson gerði, einhver mesta endurgerving sem þá hafði verið gerð. Þá er hér, svo dæmi sé tekið, mynd af Amtmannshúsinu á Arnarstapa sem var að grotna nið- ur en Hjörleifur Stefánsson gerði upp og býr í sem sumarhúsi. Hérna eru Keldur á Rangárvöllum 1912 en það er í fyrsta skipti sem ríkið veitir peninga til viðgerðar á húsi eftir jarðskjálfta. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður er Hörður Agústsson hefur sent frá sér — — — bókina Islensk byggingararfleifð II, Varðveisluannáll 1863-1930. Verndunar- óskir. Þorvarður Hjálmarsson ræddi við Hörð og skoðaði bókina með honum. frumkvöðullinn að friðun og end- urgerð húsa. Hér sérðu hvernig Bessastaðakirkja er þegar Grímur Thomsen skilur við hana, algjör- lega í rúst. Hún var lengi í slæmu ástandi en Matthíasi fannst þetta til skammar og reyndi að fá pen- inga frá ríkinu og öðrum eigendum en gekk ekki neitt og þá skeði þessi merkilegi hlutur að hann bara ákallar þjóðina, biður hana um peninga. Það er ekkert annað en að það streyma að honum pen- ingar þannig að hann getur gert upp kirkjuna í upprunalegt stand 1921. Þetta er fyrsta endurgerv- ing, en þetta er kallað „endurgerv- ing“ á íslensku, sem verður á ís- lensku húsi. Það er Matthías Þórðarson sem stendur fyrir henni og svo eyðileggur Guðjón Sam- úelsson þetta 1943. En þetta er byrjunin á húsfriðunarmálum. Hérna sýni ég hvernig þeir voru búnir að fara með Hóladómkirkju, hreinsa innan úr henni allt þegar Matthías kom að henni og byggði hana upp að nýju. Þetta er dæmi um algjöran brútalisma. Hóladóm- kirkja var reist í lúterskum sið ár- ið 1760 og var ákaflega glæsileg að utan sem innan. Þegar þeir rifu allt innan úr kirkjunni keypti skólastjórinn á Hólum timbrið og setti það upp á háloft og þar fann Matthías það. Endurgerð Hóla- dómkirkju er annað stórvirki Matthíasar." í bókinni er margt mynda af ís- lenskum sveitakirkjum sem færðar hafa verið til upprunalegs horfs, en það gekk ekki alltaf þrautalaust fyrir sig. „Hér er eitt sorglegt dæmi,“ segir Hörður. „Þetta eru Gunnsteinsstaðir í Langadal, kirkja frá miðöldum. Matthías reyndi að bjarga kirkjunni en bóndinn var svo þver að Matthías gafst upp. Þetta eru leifarnar, þessa prófíla kölluðu þeir strik og þessa samsetningu kölluðu þeir stafverk sem er mjög gamalt og þýðir bara miðaldir og þessu missti Matthías af. Annað dæmi er Húsið á Eyrarbakka, hann var að reyna að bjarga því en Eyrbekkingar vildu ekki hjálpa honum. Þá datt honum í huga að fara til Halldórs í Háteigi. Hann biður Halldór um að bjarga húsinu fyrir sig og kaupa það og svarið var: „Já, undireins! Og Halldór keypti Húsið og gerði það upp. Þess vegna stendur það enn þann dag í dag sem eitt af fín- ustu og elstu íbúðarhúsum á land- inu.“ Enn og aftur er Matthías Þórð- arson maðurinn á bak við þetta allt saman. Hann hefur verið stór- merkur maður og langt á undan sinni samtíð. „Já, hann er allt of lítið þekktur. Hann er eitt af stórmennum ald- arinnar!" Dansinn í Hruna Þarna er mynd af Hrunakirkju með þessum fallega turni sem prýðir hana. „Já, ég gerði þessa kirkju upp á sínum tíma. Kirkjunni var breytt og þetta er seinasta mynd hennar." Svo eru hérna myndir af reisu- legum timburhúsum á Isafirði. „Já, þetta er elsta timburhúsa- hverfí á Islandi, þessi hús eru frá 1760-80. Hérna er faktorshúsið þar sem faktorinn bjó og það er búið að setja það í upprunalegt stand. ísfirðingar stóðu sig mjög vel við endurgervinguna." Þú skrifar um hvert og eitt hús í bókinni? „Já, og síðan kemur hérna kafli um húsafriðunarnefnd. Það er alls konar fólk sem á þessi hús. Það fær styrk frá húsafriðunarnefnd til endurbyggingar þeirra og ber kostnað sjálft. Það er ákaflega ánægt með að búa í þessum hús- um. Sem dæmi má taka fyrrver- andi nemanda minn norður á Siglufírði sem rekur þar Sjó- minjasafn og bara af hugsjón, þá er hann búinn að bjarga síðasta síldarbragganum á íslandi og gera hann að safni. Hérna er mynd af elsta steinsteypuhúsi á Islandi, Sveinatungu í Norðurárdal í Borg- arfirði sem verið er að gera upp svona smátt og smátt. Rögnvaldur Ólafsson var okkar fyrsti arkitekt og hér er mynd af fyrstu kirkju hans hér á landi. Hana var búið að skemma mikið, pilla út úr henni alla gluggapósta og hvað eina, en héma er hún uppgerð alveg eins' og hún var. Þetta er eitt af meist- araverkum íslendinga, hægt að bera þetta saman við verk Gunnars Gunnarssonar, en þetta hafa menn ráðist á eins og ekkert sé. Bókin mín er vörn fyrir íslenska bygg- ingararfleifð því Islendingar hafa verið alveg blindir á þessa arfleifð sína. Það hefur ríkt hér minnimátt- arkennd, menn hafa ekki áttað sig á því að við eigum hér stórkostleg listaverk." Rögnvaldur Ólafsson teiknaði mörg falleg hús á sinni tíð. „Rögnvaldur fæddist um 1890 og dó ungur. Hann er höfundur að Vífilsstaðahælinu, mörgum fínum húsum við Tjörnina og Húsavík- urkirkju sem er eitt glæsilegasta verk sem við eigum. Hann dó ein- ungis fjöratíu og tveggja ára gam- all úr berklaveiki á Vífilsstöðum. Hérna er mynd af kirkjunni í Hjarðarholti í Dölum sem hann teiknaði og búið er að gera upp.“ Hvernig líst þér á þær hug- myndir sem eru uppi núna um það að færa Árbæjarsafn niður í Hljómskálagarð? „Ekkert! Mér list ekkert á þær, menn hafa látið svona alla tíð. Ef það hefði verið hlustað á þessa menn sem sögðu að það ættu ekki að vera nein byggðasöfn, þá getur þú flett bókinni áfram og séð öll þau hús sem við hefðum misst. í mínum huga eru hús ekki þjóð- háttafyrirbæri heldur arkitektúr. Hér eru hlutföll og stærðir sem samsvara alveg þeim mælikvarða sem maður leggur á hvaða arki- tektúr sem er, meira að segja svona kamar, sem myndin er af hér, er arkitektúr. Ég minnist þess að Hjörleifur Stefánsson, sem hef- ur nú unnið mikið með okkur við verndun húsa, var við nám í Þrándheimi og fyrsta verkefnið sem hann fékk var að teikna kam- ar. Hérna er Nýlenda sem Ný- lendugatan dregur nafn sitt af, þetta er mynd sem ég tók fyrir tuttugu árum og svo núna þegar húsið er komið upp í Árbæjarsafn. Þetta er að mínum dómi alveg full- kominn arkitektúr, efnisnotkun, nýting og hlutföll." Veit einhver hver teiknaði þetta hús? „Nei, þetta er alþýðuarkitektúr en í fyrri bókinni reyni ég að hafa uppi á þeim merkustu og koma þeim fram í sviðsljósið. Elstu timb- urhús á landinu eru í Árbæjar- safni, þau voru flutt þangað austan af Hornafirði en það átti að rífa þau þar. Þór Magnússyni þjóð- minjaverði tókst þó að bjarga þeim.“ Hefur orðið vitundarvakning um verndun gamalla húsa á seinustu árum? „Já, elskan mín góða. Torfusam- tökin eru tímamótasamtök, það er 68-kynslóðin sem kemur þá til hjálpar, en það er enginn kraftur í unga fólkinu lengur." Fyrsta yfirbyggða gatan í Reykjavík „í Fjalakettinum var elsta kvik- myndahús í heimi og eina gatan í Reykjavík sem var inni í húsi og svo margt, margt fleira." Þetta er þá eiginlega fyrsta Kringlan í Reykjavík? „Já, það er mikil eftirsjá að þessu húsi sem geymdi mörg menningarverðmæti. Svo er hérna þetta fræga Skúlagötuskipulag og ég geng hart að því. Hérna sérðu svart á hvítu hvers konar skandall þetta er, þetta er nú mesta slysið sem orðið hefur í Reykjavík. Ég er ekki að tala um arkitektúrinn, hvort hann sé góður eða slæmur, heldur einungis það að láta sér detta í hug að setja svona stórhýsi niður í svona hverfi við hliðina á þessum gömlu húsum. Og rífa síð- an þau sem hafa mest sögulegt gildi eins og þú sérð á næstu síðu. Völundarhúsið, Kveldúlfshúsið sem er algjört meistaraverk og Slát- urfélagshúsið. Hér á bak við var verk eftir Rögnvald Ólafsson, þessu var öllu mokað í burtu! Völ- undarhúsið á sér merka sögu, það verður endurreisn í byggingu timburhúsa upp úr stofnun Völ- undar.“ En hefði verið hægt að nýta þessi hús undir einhverja starf- semi? „Já, elskan mín góða! Kveldúlfs- húsið hefði verið alveg tilvalið fyrir listaháskóla og ég nefni það í bók- inni að þjóðminjasafn Norðmanna í Osló er í gömlu hesthúsi sem gert var upp. Árnastofnun í Kaup- mannahöfn er í gömlu pakkhúsi frá danska flotanum og það eru mörg fleiri hús sem ég get nefnt sem Danir og Frakkar nota. Völund- arhúsið hefði dugað Iðnskólanum vel við trésmíðakennslu og fram kom sú hugmynd að nota Slát- urfélagshúsin undir íþróttahús. Það var ekki nokkur einasti vandi að nýta þessi hús! Hér birti ég til- lögur Hjörleifs Stefánssonar að ný- byggingum Alþingis, en þar er mikilvægt að fara að með mikilli gát. Kirkjustrætið er elsta varð- veitta götumynd í Reykjavík,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.