Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.12.2000, Blaðsíða 45
r onGAJHViuoflOM ooos HaaMagaa HiJí)AnavrMa« í- MORGUNBLAÐIÐ_________________________________________________________________SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 45^ BRÉF TIL BLAÐSINS Opið bréf til sam gönguráðherra Athyglisverð og fróðleg bók Frá Guðmundi Karli Jónssyni: KOMDU margblessaður. Það var mér sönn ánægja að vera á fundinum hjá þér norður á Dalvík. Eg hef aldrei skilið hvað Reykjavíkurlist- anum, þingmönn- um Reykjavíkui- og Reykjanes- kjördæmis gekk tá að ráðast á þig í blöðum, útvarpi og sjónvarpi fyrr á þessu ári þegar þú kynntir á blaðamannafundi jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar sem snertir Austur- 3 land, Norðurland og Vestfirði. Eg sá J| mig fljótlega knúinn til þess að stinga niður penna og verja þessa jarð- gangaáætlun Vegagerðarinnar sem borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmenn Reykja- víkur og Reykjaneskjördæmis Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Kristján Pálsson og Gunnar Ingi Birgisson kölluðu ógnun við höfuðborgarsvæðið undir því yfirskini að þú værir að troða illsakir við íbúa höfuðborgar- svæðisins sem er fjarri öllum sanni. Ég hefði í þínum sporum spurt borg- arfulltrúa Reykjavíkurlistans og alla þingmenn suðvesturhomsins hvaða leiðir þeir hefðu farið til þess að stöðva þensluna án þess að þurfa að slá framkvæmdum tímabundið á frest, sennilega hefði nú oðið fátt um svör eins og oft áður. Til eru menn sem njóta þess að rífa niður það sem aðrir hafa byggt upp með góðum ár- angri og þvælast fyrir þegar reynt er S að bæta samgöngurnar milli höfuð- I borgarsvæðisins og landsbyggðarinn- ar, en þá skal Reykjavíkurflugvöllur ekki fá að hvíla í friði frekar en fyrri daginn þegai’ þessir andstæðingar þínir krefjast þess að öllum flugsam- göngum verði beint inn á Keflavík- urflugvöll sem þá myndi þýða endalok innanlandsflugsins. Það fer í taugarn- ar á borgarstjómarmeirihlutanum að Reykjavíkurflugvöllur verður áfram á sínum stað næstu 40-50 árin, þetta ,j veit borgarstjórinn í Reykjavík ósköp j vel. Heyrt hef ég að þú hafir eftir fund- inn á Dalvík verið á fundi með bæj- arstjóra Fjarðabyggðar, Smára Geirssyni, austur á fjörðum. Ég frétti ef rétt er eftir þér haft að þú hafir tal- að um að hefja framkvæmdir við Siglufjarðargöng á undan Austfjarða- göngum vegna þenslu sem myndi skapast ef virkjunar- og stóriðjufram- kvæmdir hæfust á sama tíma. Þetta geta Austfirðingar aldrei skrifað und- ir. Ég get vel skilið að Austfirðingar hefðu þá áhyggjur af því að þurfa að bíða í 5-10 ár ef framkvæmdir við Siglufjarðargöng kynnu að taka minnst 4-5 ár. Það þætti engum verj- andi að láta Siglufjarðargöng ganga fyrir í stað Austfjarðaganga sem þá myndu hugsanlega sitja á hakanum í 5-10 ár og hefja stuttu seinna virkj- unarframkvæmdir við Kárahnjúka j samhliða stóriðjuframkvæmdum á Reyðarfirði. Þenslan sem þetta getur skapað myndi fljótlega sprengja efna- hagsástandið í landinu með skelfileg- um afleiðingum. Þá er heppilegra að slá Siglufjarðargöngum á frest tíma- bundið og hefja þess í stað fram- kvæmdir við Austfjarðagöng sem frekar ættu að ganga fyrir, ekki seinna en árið 2001. Stór hluti Norð- lendinga er farinn að snúast gegn jarðgangagerð á milli Siglufjarðar og Ólafsfjai-ðar eins og ég hef orðið var við. Áberandi er að íbúar við Eyja- fjörð, í Skagafirði, á Sauðárkróki, Ák- ureyri, Dalvík og víðar hafa tekið af- stöðu gegn þeim og talið þörfina brýnni á Austfjörðum vegna stækk- unar atvinnusvæðisins í Fjarðabyggð sem ég tel eðlilegt. Verði Siglufjarð- argöng látin ganga fyiir þannig að jarðgangagerð á Austfjörðum tefjist í 5 eða 6 ár, þá má ríkisstjóm Davíðs Oddssonar mín vegna sjá sína sæng útbreidda, missa þingmeirihlutan sem hún hefur og biðjast fyrir um hverja helgi ásamt Hjörleifi Gutt- ormssyni og fleiri álversandstæðing- um. Þingmenn Austfirðinga geta aldrei fallist á að þeirra kjördæmi sitji áfram á hakanum í jarðgangagerð þó að þingmenn Norðurlands eystra og vestra verði á öðru máli, héðan af kemur það ekki til mála. Það væri heppilegra að tvenn jarðgöng yrðu frekar boðin út á Austfjörðum í stað þess að bjóða þau út fyrir norðan vegna staðsetningar Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað sem frekar ætti heima á Egilsstöðum eða Reyðarfirði, þá þyrfti líka að bjóða út ný göng undir Oddsskarð í stað þeirra gömlu sem standa alltof hátt yfir sjó og geta af þessum sökum aldrei orðið örugg fyrir snjóflóðum, miklum blind- byl og snjóþyngslum. Það fara miklu fleiri bílar um leiðina milli Fjarða- byggðar og Hafnar í Homafirði allt árið um kring heldur en um leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem er ófær á vetuma. Það hlýtur að skipta meira máli að hafa fyrirhuguð veggöng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar tvíbreið heldur en Siglufjarðargöng vegna þess að fleiri bílar fara allt árið um kring landleið- ina milli Egilsstaða, Fjarðabyggðar og Hornafjarðar heldur en um Lág- heiði milli Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar sem er ófær á vetuma. Umferð- aröryggið verður meira í tvíbreiðum göngum þótt þau verði 500 milj. kr. dýrari á sama tíma og bílum stórfjöl- gar í landinu. Ég trúi því ekki að Austfirðingar sitji áíram á hakanum í næstu jarðgangagerð á meðan þú verður í samgönguráðuneytinu. GUÐMUNDUR KARL JÓNSSON, farandverkamaður, Stangarholti 7, Reykjavík. Frá Gunnlaugi Haraldssyni: Ólafur biskup. Æviþættir. Björn Jónsson skráði. 399 blaðsíður. Almenna útgáfan Rvík 2000. Gustað hefur um ýmsa kirkjunnar þjóna á undanfomum ámm vegna ágreiningsmála innan þjóðkh’kjunn- ar. Innbyrðis átök prestvígðra, ýfing- ar innan safnaða, deilur um Kristnitökuhátíð á Þingvöllum og nú síðast umræður á nýafstöðnu kirkju- þingi hafa verið fyrirferðamikil efni í fjölmiðlum og orðaskipti á stundum svo illskeytt, að mörgum þeim sem álengdar standa hefur þótt keyra úr hófi á stundum. Harðleiknust og um leið persónulegust sýnast þó þau átök sem urðu fyrir nokkrum ámm um æðsta embættismann þjóðkirkjunn- ar, Ólaf Skúlason biskup, og leiddu til lausnar hans frá embætti fyrr en til stóð. Sú heiftrækni og ofstækisfulla múgsefjun sem skyndilega gróf um sig í samfélaginu og beindist gegn einni persónu, var með slíkum ólík- indum að frekast minnti á galdraof- sóknir miðalda. Séra Ólafur hefur því sýnt virðing- arvert áræði með því að stíga nú á ný fram fyrir þjóðina og segja lífssögu sína á bók. Og vandfundinn var til þeirrar skráningar hæfari maður en starfsbróðir hans, séra Bjöm Jóns- son á Akranesi. Sameiginlega hefur þeim tekist að færa í letur mikinn og áhugaverðan fróðleik um fjölþætt lífsstarf séra Ólafs, bæði vestan hafs og austan. Bókin er fima efnismikil, nær 400 blaðsíður, og vitnisburður um frá- bæra eljusemi og afköst, því eins og getið er í formála séra Bjöms hófst samvinna þeirra félaga á síðastliðnu sumri með viðtölum og víðtækri gagnaöflun. Um gerð bókarinnar segir ennfremur í formála: „Sjálfur hefir biskup oftast orðið og leitast er við að hagræða engu, til þess að hans skoðun og mat á mönnum og mál- efnum komi sem gleggst og skýrast fram. Hafa ber í huga að sagan er sögð frá hans sjónarhorni. í sumum atriðum sem frá er greint, gætu ein- hverjir haft aðrar skoðanir á málum, eins og eðlilegt er.“ Efalítið getur skrásetjari sér rétt til um það, að ólíkra viðhorfa gæti til þeirra fjölmörgu málefna og við- burða í starfsemi þjóðkirkjunnar sem séra Ólafur var virkur þátttakandi í um áratuga skeið. Munu væntanlega einhverjir kveðja sér hljóðs þar um er fram líða stundir. Fyrirfram hefði mátt ætla að umræða kynni að hefj- ast á nýjan leik um þann stormasama tíma í ævi Ólafs sem áður hefur verið SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 til vitnað. Sá kafli bókarinnar (Næð- ingur og spjótalög) tekur þó aðeins til 19 síðna, en er áhrifamikill engu að síður sem vænta mátti, þó fátt sýnist þar koma fram umfram það sem fyrr- um var uppsláttarefni fjölmiðla og gefi því naumast tilefni til frekari um- ræðu. Virðist biskup fjalla um þetta einstæða og viðkvæma mál opinskátt og hispurslaust, en jafnframt af yf- irvegun. Dylur hann þó hvorki til- finningaleg sárindi sín né þá einstak- Unga og fjölmiðla sem honum þóttu ákafast að sér vega. Framsetning efnis- og æviþátta bókarinnar er með hefðbundnu sniði, þar sem lífsgöngu Ólafs er fylgt óslit- ið frá fæðingarstað hans austur í Birtingaholti fram til ritunartíma sögunnar. Hér eru ekki tök á að gera skil einstökum köflum bókarinnar, sem veittu undÚTÍtuðum bæði ánægju og mikinn fróðleik. Játa ber, að mest höfðaði til mín frásögn Ólafs af æsku og uppvexti í Keflavík, frændum hans og samferðafólld, námsárum og þjónustutíma meðal í s- lendinga vestan hafs. Hefði ég raunar gjarnan kosið frekari frásagnir af því fólki sem Ólafur kynntist þar. Eðli- lega ljær bókin meira lými hinum fjölþættu störfum Ólafs innan í?” lensku þjóðkirkjunnar um fjöguira áratuga skeið sem án efa er af mikill fengur fyrir íslenska kirkjusögu. Yfir þessu sameiginlega verki Ólafs og Bjöms skal sá dómur felld- ur, að lesanda mætir hér vel heppnuð og áhugaverð ritsmíð. Lipur og al- þýðlegur frásagnarmáti Ólafs nýtur sín vel. Hlýja hans í garð málefna og samferðafólks er uppistöðuvefur þessa verks, sem undir styrkri rit- stjórn Björns er fellt í skipulega og lifandi heild, m.a. með innskotsgrein- um frá eigin brjósti eða öðru efni og^, ágætu myndvali. Að lokum verður þó ekki hjá því komist að nefna smávægilega mis- smíði sem orðið hefur við umbrot bókarinnar í prentsmiðju, þar sem kaflaskipti frá bls. 136-231 hafa hnik- ast til um eina síðu. Að öðru leyti virðist prentun og annai’ frágangur vera vel af hendi leystur. GUNNLAUGUR HARALDSSON Jörundarholti 21, Akranesi. í u Barna- og fullorðins kjólar Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum, dúkum, Ijósum, púðaverum og gjafavöru. Matta rósin 20% afsiáttur I Sigurstjama Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 45451 Gleðile og far i ?q jól 'sælt I * ' koman di ar Opið í dag Jrú 47. H-Í5 Jólcickigiu: lokció Anncir í jóluin 47. 9-19 Öðruvísi bkrmabúð blómaverkstæði INNA .Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin. Sími 551 9090 Guðmundur Karl Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.