Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 56
.56 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Madonna og Guy Ritchíe gengu í þad heilaga á föstudaginn Reuters Hjónakornin Madonna og Guy utan við dómkirkjuna með Rocco litla að lokinni skírn hans á fimmtudaginn. Kryddið tilveruna með nýjum giftingarhringum KRÍNGLUNNI s:568 6730 Á MYNDBANDI28. DESEMBER ÆGiSSÍÐU 123 SÍMI: 551-9292 HAFNARFIRÐI SIMI: 565-4460 FURUGRUND 3 KÓP. SlMI: 554-1817 LAUGAVEGUR 164 SlMI: 552-8333 MOSFELLSBÆ S(MI: 566-8043 NÚPALIND 1 KÓP. SÍMI: 564-5680 „ÞAR SEM NYJUSTU MYNDIRNAR FAST“ Hátíðarbrúðkaup ÞAÐ VAR með hreinum ólikindum umstangið í kringum brúðkaup hinnar 42 ára gömlu poppdrottn- ingar Madonnu og hins 32 ára gamla enska kvikmyndaleikstjóra Guy Ritchie, sem fór fram á föstu- daginn í Skibo-kastalanum nálægt smábænum Domoch í skosku há- löndunum. Gífurlega ströng öryggisgæsla gerði það að verkum að aðgangur rúmlega 7 þúsund blaðamanna og ljósmyndara, sem snigluðust í kringum kastalann, að athöfninni var svo gott sem enginn. Svo grannt var fylgst með ferðum æsifrétta- ljósmyndaranna að notast var við sérstaka hitaskynjara til þess að hafa uppi á þeim sem lágu f felum á bak við hóla og runna í grennd við kastalann. Tvær boðflennur handteknar Svo mikill var atgangur óviðkom- andi þegar Rocco, sonur hinna ný- bökuðu hjónakorna, var skírður í dómkirkjunni í Domoch á fimmtu- daginn að tveir menn voru hand- teknir fyrir að valda óspektum og reyna vísvitandi að tmfla hinn stóra viðburð í lífi fjölskyldunnar. Annar ólátabelgjanna var gripinn glóð- volgur i kirkjunni um klukkutíma eftir að skírninni lauk en hinn var handsamaður stuttu síðar á Dor- noch hótelinu þar sem hjónakorain vörðu síðustu dögum sínum i „hjónaleysu“. Báðir eiga yfir höfði sér að gista fangageymslur yfir jólahátíðina. McCartney-kjóll og skotapils Meðan skiraarathöfnin fór fram á fimmtudaginn ljómaði dómkirkj- an í Dornoch upp vegna látlausra leifturljósa frá myndavélum æsi- fréttaljósmyndara sem freistuðu þess að ná a.m.k. einni góðri mynd af því sem fram fór bakvið luktar kirkjudyraar. Vel hefur tekist að halda leyndu hveraig hin ríflega 160 milljón króna athöfn fór nákvæmlega fram. Eitt af því fáa sem fengist hefur staðfest er að séra Susan Brown hafi gefið hjónin saman en hún framkvæmdi skírnarathöfnina á fimmtudaginn. Séra Brown hefur það að sið að færa brúðhjónum táknræna gjöf eftir að hafa gefið þau saman, tvær klósettrúllur. Hún brá ekki út af vananum í þetta sinn. „Klósettrúllan er löng og sterk- byggð, sem er nákvæmlega það sem ég óska að hjónaband þeirra verði.“ Þrátt fyrir leyndina sem hvfldi yfir brúðkaupinu hefur ýmislegt kvisast út, eins og gengur og gerist þegar fína og fræga fólkið er annars veg- ar. Gwyneth Paltrow leikkona var t.a.m. ein brúðarmeyjanna og góð- vinur Ritehies, leikarinn og fyrver- andi fótboltafanturinn Vinnie Jo- nes, var svaramaður en hann hefur leikið í tveimur mynda brúðgum- ans. Nokkuð víst þykir að fatahönn- uðurinn Stella McCartney, dóttir Bítilsins Paul, hafi hannað brúð- arkjólinn. Frægt er orðið að Guy þótti viðeigandi að klæðast ætt- arskotapilsinu, fyrst og fremst til þess að heiðra minningu afa sfns sem féll á vígvelli seinni heimstyrj- aldarinnar þar sem hann barðist fyrir föðurland sitt. Ekki var búist við öðru en að sérlegur hirð- ljósmyndari Madonnu undanfarin ár, Frakkinn Jean-Baptiste Mond- ino, hefði verið valinn til þess að festa brúðkaupið á filmu. Atgangur fjölmiðla í kringum brúðkaupið þótti yfirgengilegur. Dómkirkjan glæsilega í Domoch er 776 ára gömul en þar hafa margar hjónavígslur fræga fólksins farið fram. Leikkonan Gwyneth Paltrow var aðalbrúðarmær vígsluat,- hafnarinnar. Popparinn Sting og eiginkonan Trudi Styler voru viðstödd skírn og brúðkaup en brúðhjónin eiga Styler samfund sinn að þakka. Lag fyrir Guy Madonna fékk Sir Elton John til þess að leika sitt hugljúfa og „ósungna" „Song for Guy“, sem að sjálfsögðu var tileinkað brúðgum- anuni. Meðal frægra gesta sem voru við athöfnina skal fyrst nefna Sting og konu hans Trudi Styler en hún á heiðurinn af því að hafa leitt brúð- hjónin saman og kynnt hvort fyrir öðru í samkvæmi sem hún hélt í Lundúnum fyrir einum tveimur ár- um. Fjöldinn allur af stórsfjörnum var viðstaddur athöfnina í kast- alanum skoska og meðal þeirra stærstu voru leikaramir George Clooney, Robin Williams, Rupert Everett góðvinur Madonnu til margra ára og Brad Pitt, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í síðustu mynd Ritchies, The Snatch. Meðal frægra tónlistarmanna sem voru á gestalistanum má nefna rokkarana Bryan Adams og Jon Bon Jovi. Ekki er búist við því að myndir frá athöfninni sjálfri muni birtast opinberlega í bráð og svo virðist sem öryggisgæslan hafi gengið upp - að undanskilinni handtökunni á boðflennunum tveimur. TÐPP 2D Vinsældalisti þarsem þú hefur áhrif! Taktu þátt í vali Topp 20 á mbl.is! Vinnur þú geisladisk frá Skífunni? ÓBE33ZBmb,is *•
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.