Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 39

Morgunblaðið - 24.12.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 39 HUGVEKJA I Betlehem er barn oss fætt... Ljóslífsins Skammdegismyrkrið ræður ríkjum í desembermánuði. Birtan hefur samt Allir komust þeir til byggða Þá eru allir jólasveinarnir komnir til byggða, enda ekki seinna vænna þar sem jólin fara nú í hönd. Þeir hafa birst einn og einn á baksíðu Morgunblaðsins að undanförnu en eru nú hér allir saman komnir. Brian Pilkington teiknaði sveinana sérstaklega fyrir Morgunblaðið að þessu sinni. GUJ^GAUR sem áður sigurgöngu sína á þessum tíma, segir Stefán Friðbjarnarson, með sólhvörfum á vetri og komu hans sem er ljós lífsins. „Ég er Ijós heimsins. Sá, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. “ - Jesús Kristur. Desember er myrkur mánuður. Þá er dagur stystur og myrkrið mest. En vetrarsólstöður (21.-22. desember) eru tímamót. Sólhvörf að vetri boða hækkandi sól og vaxandi birtu, vorið sem er fram- undan. Sú vissa að birtan hrekur myrkrið smám saman út úr sólar- hringnum hefur hjálpað kynslóð- unum að þreyja þorrann og góuna, kuldann og myrkrið, hér á mörkum hins byggilega heims. Það gleymist á stundum að raf- ljós komu ekki inn í Islands sögu fyrr en á 20. öldinni. Sem og að nýting heits vatns - jarðvarmans - til húshitunar setti ekki umtals- verðan svip á lífshætti okkar fyrr en á seinni hluta aldarinnar. Langleiðina í tíu aldir höfðu ís- lendingar ekki önnur vopn í hendi gegn kulda og myrkri vetrar en lýsislampa, rekavið, mó og tað. Kerti úr tólg eða vaxi vóru löngum nánast munaðarvara. Það var til siðs á þessum löngu liðnu myrkurtímun að setja ljós út í skjá (glugga) til að vísa fjarver- andi veginn heim. Þessi litlu Ijós vóru vegfarendum boðskapur um vin í vetrarmyrkrinu. Þau færðu og heim sanninn um, að í myrkr- inu skín ljósið skærast. Eyþjóð, háð sjávarútvegi og siglingum, þekkir annars konar leiðarljós, sem vísar sjófarendum veg til hafnar. „Brennið þið, vitar; lýsið hverjum landa, sem leitar heim - og þráir höfn,“ segir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í kvæðabálknum „Að Þingvöllum 930-1930“, sem orktur var í tilefni af Alþingishátíð á Þingvöllum árið 1930. Og í kvæðinu Vitavörðurinn segir hann: „Guð er í hverjum geisla, sem gegn um nóttina brýzt...“ Ljósið í skjá torfbæjarins og vitinn á útnesinu þjónuðu sama tilgangi, að hjálpa fólki í nauðum, vegvillum. Að vísa ljóssins veg - út úr myrkrinu. Við Islendingar höldum hátíð ljóssins, hátíð hans sem er ljós lífsins, í mesta skammdeginu. Sjálf hátíðahöldin hafa að vísu breytzt í tímans rás en tilefnið og tilgangurinn er hinn sami. Fyrri kynslóðir, flestar, bjuggu við fátækt miðað við hag- sæld líðandi stundar. Þær fögn- uðu jólunum með hógværari hætti og fábreyttara móti en nú er gert. Gleði hugans var ef til vill meiri og innilegri þá en nú. En það var meiri einfaldleiki í umbúðum há- tíðarinnar, húsnæðinu, klæðn- aðinum, hátíðarmatnum og jóla- gjöfunum, sem sumir telja að keyri um þverbak í dag. Það var heldur ekki mikið umleikis þegar lítið barn var lagt í jötu í Betle- hem fyrn- 2000 árum. Löngu gengið skáld, sem horfði til bernskujóla, sagði: Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Ljós litlu jóla- kertanna, sem börn 19. aldar og fyrstu áratuga þeirrar 20. hömp- uðu í hógværri gleði, var tákn- rænt ljós, sem lýsti fyrst og fremst upp hugskot fólksins; tákn hans, sem er ljós heimsins, veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Hann sem er hið sanna jólaljós má ekki gleymast eða týnast í lit- skrúðugum og fyrirferðarmiklum umbúðum hagsældarjólanna. Hann sem er ljós lífsins þarf að lýsa í hugarskjá okkar - vera þar sá viti er vísar veginn - út úr myrkrinu. Matthías Jochumsson kemst svo að orði í einu kvæða sinna: Bjartara, bjartara yfirbamiljúfu hvelfast Guðs hallir á helgri nóttu; ogherskarar himinbúa flytja Guðs fóður friðájörðu. Efnaleg hagsæld og velferð Is- lendinga á mörkum árþúsunda eru Guðs gafir, sem fara þarf vel og réttlátlega með. Á helgum jól- um eigum við samt sem áður fremur að huga að öðrum verð- mætum, sem mölur og ryð fá ekki grandað, velferð sálar sérhvers manns. Þá á hann, sem er ljós lífs- ins, að skipa heiðurssessinn. Hver sem fylgir honum gengur í birtu en ekki myrkri. Boðskapur jólanna er sá að Guð er í hverjum geisla sem frá ljósi lífíns brýzt gegnum myrkrið í mannheimi. Gleðilega jólahátíð! VCSXTkSLliKlR rnM m mm-es-m m m tm m skyrgámur h&KAShElKlK xíSJ/SSthM. KSRtASN/Kl R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.