Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Grein um „Ættjarðarljóð á atomöld“ í virtu bandarísku bókmenntatímariti TÍMARITIÐ World Literature Today er eitt elsta og virtasta bók- menntatímarit í Bandaríkjunum, en það hefur komið út óslitið frá árinu 1927. Tilgangur tímaritsins, sem kemur út ársfjórðungslega, er að efna til umræðu um samtímabók- menntir hvaðanæva úr heiminum og vinna sameiginlegum skilningi á skáldskap gagn með bókmennta- rannsóknum. í sumarhefti tímaritsins í ár birt- ist athyglisverð grein eftir Kristjönu Gunnars um síðustu ljóðabók Matthíasar Johannessen skálds, „Ættjarðarljóð á atómöld“. í grein- ingu sinni á ljóðum Matthíasar fer Kristjana lofsamlegum orðum um skáldskap hans og segir meðal {inn- ars að í ljóðmáli bókarinnar renni tær og nútímaleg myndbygging í ætt við ímagisma saman við rótgróin tengsl rómantíkurinnar við land og þjóð. Kristjana Gunnars fæddist í Reykjavík árið 1948 en hefur lengst af búið í Kanada þar sem hún kennir bókmenntir við Albertaháskólann. Auk fræðimennsku hefur Kristjana getið sér gott orð sem rit- höfundur en eftir hana liggja átta ljóðabækur og tvær skáldsögur, auk þýðinga og rit- smíða á sviði bók- menntarfræði. Grein Kristjönu um Matth- ías er svohljóðandi: Nýjasta ljóðasafn eins nafntogaðasta rit- höfundar á Islandi ber með sér hljóm skálds sem komið er heilan hring, hvorttveggja sem rithöfundur og einstaklingur. „Ætt- jarðarljóð á atómöld" er smátt en gjöfult kver og sá sem gaumgæfir bókina mun sjá margar myndlíking- ar birtast aftur og aftur, ýmsum hugsunum skjóta upp í mismunandi myndum, líkt og í ævarandi hring- hreyfingu spíralsins. Nokkur minni ráða þó ríkjum. Æðst þeirra er fugl- inn í ýmsum myndum, þar á meðal í mynd svansins, amar- ins og hins ófleyga geirfúgls (sem nú er út- dauður), ásamt vængj- um og vængleysi af ýmsu tagi sem mótað er í myndmál. Einnig má nefna fjallið, jökul- inn og ána sem eru eftir sem áður helstu líking- ar í íslenskri ljóðagerð til þessa dags. Eins og í svo stórum hluta róm- antískra bókmennta á íslandi er aðalminni þessa kvers sjálft vorið, græn lögun þess ásamt laxinum í ánum. Matth- ías Johannessen virðist hugfanginn af dýralífi eins og það birtist í öllum sínum myndum, því fiskar, hreindýr, hestar og jafnvel kýr koma hér við sögu, rétt eins og í öðrum skáldskap hans. Einn tónn er til staðar allt til enda, en það er tónn dauðans. Mörg Ijóðanna í þessu safni eru sorgar- Ijóð. Skáldið gerir sér í hugarlund að það sé á gangi í kirkjugörðum og íhugi tímann og flæði hans. Matthías endurómar skáldskap fyrirrennara sinna og binst þeim þáttum íslenskr- ar ljóðagerðar sem gerir dapurleik- ann og harminn að yrkisefni sínu. Helstu áhrif sem greina má í þessu safni má rekja til Steins Steinars, skálds sem aðhylltist hugmyndir ímagismans á fyrstu áratugum tutt- ugustu aldar, og var iðulega álitinn tilheyra táknsæisstefnu. Matthías sver sig sjálfur í ætt við ímagisma með því að setja saman ljóð sem svífa eins og tærar myndbyggingar, óháðar tilfinningum eða afstöðu. Finna má mörg falleg augnablik í táknsæi af þeim toga. Ljóð ímagistanna eru tær og nú- tímaleg, en Matthíasi tekst samt sem áður að tefla fram þess konar ljóðmáli gegn annars konar og ólíku ljóðmáli, sem er þó jafnvígt hvað varðar fagurfræðilegan styrkleika. Hér er um að ræða hina rómantísku tilhneigingu, en hann hreyfir við óræðum þáttum þjóðtrúarinnar til að koma þeim skilningi heim og saman. Því þó ímagisminn sé bæði háfleygur og tímalaus, hefur róm- antíkin rótgróin tengsl við landið og þjóðina, við hefðir tengdar því hug- arástandi og þeim trega er kallar harminn fram. Sögumaðurinn eða skáldið, er undir áhrifum hins harm- ræna bókina á enda. Einhver hefur fallið frá og hann minnist hins látna á göngu sinni og hlustar á vindinn í trjánum er minningamar sækja að. En sjálft landið hverfur inn í vet- urinn, þegar stilla og stöðnun kallast á við grænt vorið. I allri þeirri sorg sem gefin er til kynna felst því end- umýjun og einskonar fögnuður yfir því sem vaknar á nýjan leik. Matthías hefur sett saman dásam- legt safn ljóða sem spretta fram og speglast hvert í öðm, jafnvel þegar hugsanir og myndmál breyta um stefnu og kastast til baka í nýjum myndum eftir því sem á líður. Hann skiptir bókinni upp í kafla, sem heita „Land,“ „Vökunótt," „Ferð,“ og að lokum „Mánans frostkalda sigð ...“ þar sem margt af því sem áður hefur verið sagt er dregið saman í hnot- skurn. Kaflaheitin em til vitnis um helstu umfjöllunarefni kversins; sambandið á milli skáldsins og landsins, harminn sem ætíð vakir, og lífsleiðina sem birtist í liki sjálfs Ódysseifs, en hann er kallaður fram ásamt Gunnari úr íslendingasögun- um. „Ættjarðarljóð" er bók af því tagi sem lesandinn getur haldið áfram að lesa um langa hríð, því skáldskapur af þessu tagi bliknar ekki. Hljómur skálds sem komið er heilan hring Matthías Johannessen „La Fomarina" eða Bakarastúlkan, eins og útleggja mætti heiti verks- ins á íslensku, er nú talið hafa verið sfðasta verk Rafaels. Ástkonan verk Rafaels PORTRETT af klæðlftilli konu sem talin er hafa verið ástkona endurreisnarlistamannsins Raf- aels er nú talið hafa verið málað af meistaranum f stað eins aðstoð- armanna hans líkt og áður hafði verið talið. Verkið sem nefnt hefur verið „La Fornarina" kom nýlega fyrir sjónir almennings á ný í Barberini- safninu í Róm eftir að hafa verið í höndum sérfræðinga sl. ár sem hreinsuðu verkið og lagfærðu. La Fornarina sýnir konu með túrban á höfði sitja fyrir í hlutverki Ven- usar og benda rannsóknir fræði- manna nú til þess að undir málaðri myndinni sé að finna teikningu Rafaels af ástkonu sinni, Margher- itu Luti. Myndin, sem er merkt Rafael, hafði til þessa verið álitin verk Guilios Romano, aðstoð- armanns Rafaels, og var jafnvel talin hafa verið máluð eftir dauða meistarans. Sú undirbúningsvinna á striganum sem rannsóknir fræðimanna hafa nú leitt f ljós virðist hins vegar benda til þess að La Fornarina sé þegar öllu er á botninn hvolft verk Rafaels sjálfs. Hlýtur byggingarhefðarverðlaun í Noregi Til- Guðmundur Jónsson brigði við hefðina GUÐMUNDUR Jónsson arkitekt hlaut á dögunum verðlaun sem hverfast um byggingarhefð í Noregifyrirþjóð- garðsmiðstöðina í Hardangervidda. Að áhti dóm- nefndar sameinar byggingin nú- tímalegan byggingarstíl viðkvæmu umhverfi með frábærum hætti. Að sögn Guðmundar standa sveitr arfélögin í Noregi að verðlaununum en til þeirra var stofnað að frum- kvæði samtaka arkitekta og hönnuða í Noregi, Norsk Form. Markmiðið er að varðveita gamla og góða bygging- arhefð. „Þessi verðlaun voru kærkomin, ekki síst í Ijósi þess að meðan á bygg- ingu miðstöðvarinnar stóð reis upp ákveðin misklíð um hana. Sumir töldu hana bijóta í bága við hefðina. Það má kannski segja að ég sé ekki algjörlega trúr hinni bókstaflegu túlkun en með því að nota náttúruna til að móta grundvöll hússins tel ég mig vera að túlka hefðina. Hefð get- ur ekki heldur verið stöðnun. Sam- félag virkar ekki nema það sé í þró- un. Þjóðgarðsmiðstöðin í Hardangervidda er tilbrigði við hefðina,“ segir Guðmundur. Miðstöðin er 1.400 fermetrar að stærð og meginuppistaðan er upp- lýsingamiðstöð um Hardangervidda og aðra þjóðgarða í Noregi. Tekur hún einnig til stofnana sem sinna náttúruvemd. í byggingunni er einnig margmiðlunarrými, þar sem gestir geta skoðað myndbönd, skyggnur og fleira tengt þjóðgarð- inum. Þar er líka veitingaaðstaða með góðu útsýni yfir garðinn og að- Þjóðgarðsmiðstöðin í Hardangervidda í Noregi. Gott útsýni er yfir garðinn úr veitingasalnum. staða fyrir útiveitingar á veröndinni. í miðstöðinni er lítið myndlistargall- erí, minjagripaverslun og fimm ráð- stefnusalir. Tengigangur tengir þjóðgarðs- miðstöðina nálægu hóteli. Hótelið er ekki eftir Guðmund en hann hefur teiknað tillögu að stækkun þess sem ekki er komin til framkvæmdar. Guðmundur segir hugmyndina að baki miðstöðinni byggjast á náttúru og hálendi Noregs. Aðkoman er í láginni, þannig að menn „ganga á fjallið", eins og norskra útivistar- manna er siður, þegar þeir ganga upp að húsinu. Hafa mikla þýðingu Miðstöðin var vígð í ágúst síðast- liðnum en Norðmenn hafa á liðnum misserum lagt kapp á byggingar í þjóðgörðum. Þannig er bygging Guðmundar önnur miðstöðin sem rís í Hardangervidda en það er þjóð- garður í nágrenni við bæinn Rjukan sem er í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Ósló. Guðmundur segir verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir sig. Hann sé með tólf menningarmiðstöðvar á teikni- borðinu um þessar mundir og verð- launin séu góð lyftistöng fyrir þá vinnu. „Framvinda bygginga sem eiga að hlúa að menningu er treg í Noregi eins og á íslandi. Þessi verð- laun ættu að auka almenna bjartsýni og trú á því sem ég er að gera. Þar af leiðandi eru meiri Ukur á að hinar byggingarnar tólf verði að veruleika. Svona verðlaun geta hæglega haft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.