Morgunblaðið - 24.12.2000, Side 4

Morgunblaðið - 24.12.2000, Side 4
1 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 17/12-23/12 ► ALLS hafa 33 Iátist f umferðarslysum á árinu. Kona beið bana í árekstri tveggja bfla á Fljdtsheiði á fimmtudag, karlmaður í bflveltu í Oxnadal á þriðju- dag og tveir karlmenn lét- ust er bfll þeirra fór í Vest- mannacyjahöfn. ► LAGT hefur verið til að leyft verði að veiða 25 þús- und tonn af úthafsrækju. Hafrannsóknastofnun leyfði fyrr á fiskveiðiárinu 12 þúsund tonna veiði en veiðistofninn er talinn hafa stækkað nokkuð. ► HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sjö ára fangels- isdóm yfir Guðmundi Þór- oddssyni í stóra e- töflumálinu. Er það þyngsti dómur vegna fíkni- efnamáls sem kveðinn hef- ur verið upp. Mildaður var dómur héraðsdóms yfir þremur af sex sakborn- inum og staðfestur yfir tveimur. ► PRÓFA á rafræn lyija- fyrirmæli á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á næsta ári. Talið er að mistök geti átt sér stað í 10-15% lyfja- gjafatilvika á spítalanum en markmiðið með notkun tölva við lyfjagjöf er að auka öryggi hennar. ► LANDSMENN sendu um þijár milljónir jólakorta á sex dögum fyrir jólin og um 600 þúsund böggla. ► HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt Rúnar Bjarka Ríkharðsson í 18 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Aslaugu Óla- dóttur og tvö kynferð- isafbrot. Tekjutenging bóta öheimil HÆSTIRÉTTUR kvað upp þann dóm á þriðjudag að tenging tekjutrygging- ar örorkuþega við tekjur maka hafi ekki haft næga lagastoð frá ársbyrjun 1994 til ársloka 1998. Lögunum var breytt í janúar 1999 en Hæstiréttur segir skerðingarákvæði þeirra ekki samræmast stjómarskránni. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, sagði dóminn snerta marga og því hafa gíf- urleg áhrif. Á ríkisstjórnarfundi á föstudag var samþykkt tillaga hennar um að skipa starfshóp til að kanna hvaða leið ætti að fara til að bregðast við dóminum. Hugsanlega verður Al- þingi kvatt saman fyrr í janúar en til stóð til að afgreiða væntanlegt laga- frumvarp. Fjarskiptakerfi sameinuð FJARSKIPTAKERFI dótturfyrir- tækja Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur verða sameinuð upp úr áramótum og verður í framtíðinni til nýtt grunnnet sem ná á um mest allt landið. Samstarf Landsvirkjunar og OR gengur út á að tengja fjarskipta- kerfi Línu.Nets á höfuðborgarsvæð- inu og víðar við kerfi sem dótturfyr- irtæki Landsvirkjunar hefur byggt upp víða um land. V erslunarskóla- kennarar semja NÝR kjarasamningur var undirritaðir á föstudagskvöld milli Félags fram- haldsskólakennara og Verslunarskóla Islands. Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri VÍ, segir vinnuskipulagi umbylt og fari allar aukagreiðslur aðrar en yf- irvinna utan dagvinnu nú inn í mán- aðarkaupið. Segir hann það þýða um 100% hækkun grunnkaups. Bush undirbýr valdatöku GEORGE W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi menn í mik- ilvægar ráðherrastöður í vikunni og sagðist vonast eftir að eiga gott sam- starf við þingið. Kominn væri timi til að „græða sárirí', sagði Bush. Hann hefur þegar tilnefnt Colin Powell í embætti utanríkisráðherra, Paul O’Neill verður fjármálaráðherra og Condoleezza Rice verður helsti ráð- gjafi forsetans í öryggismálum. Er hún blökkumaður eins og Powell. Kjörmenn staðfestu á mánudag val- ið á Bush og fékk hann 271 atkvæði þeirra, einu fleira en nauðsyn krafði. Bush átti viðræður við þingleiðtoga í vikunni en einnig Alan Greenspan seðlabankastjóra. Sagðist Bush myndu leggja áherslu á að skattar yrðu lækkaðir en hugmyndir hans um skattalækkanir eru þó mjög umdeild- ar, einnig meðal repúblikana. Viðræður í Washington FULLTRÚAR ísraela og Palestínu- manna hittust í Washington í byrjun vikunnar til að reyna að komast að samkomulagi um frið. Vitað er að Bill Clinton Bandaríkjaforseti leggur mikla áherslu á að ná árangri í frið- arumleitunum áður en hann lætur af embæti 20. janúar. En horfurnar virt- ust ekki góðar undir lok vikunnar. Mannskæð átök urðu á sjálfsstjómar- svæðum Palestínumanna, meðal ann- ars á föstudag og hart var deilt á fund- unum í Washington. Formaður samninganefndar Palest- ínumanna, Saeb Erekat, sagði ágrein- inginn djúpstæðan en helstu deilumál- in eru sem fyrr staða Jerúsalem, endanleg landamæri, framtíð land- nemabyggða gyðinga á svæðum Pal- estínumanna og hlutskipti flótta- manna. ► ÞINGKOSNINGAR voru í Serbíu á laugardag og var DOS, kosningabanda- lagi flokka er styðja Voj- islav Kostunica forseta, spáð miklum sigri. Á hinn bóginn var sósíalistaflokki Slobodans Milosevic, fyrr- verandi forseta, aðeins spáð um 13% fylgi. Sigri DOS er gert ráð fyrir að Zoran Djindjic verði for- sætisráðherra. ► NIELS Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dan- merkur, skýrði óvænt frá því á miðvikudag að hann hygðist segja af sér emb- ætti. Ráðherrann varð á sínum tíma fyrir miklum vonbrigðum er Danir höfn- uðu evrunni íþjóðarat- kvæðagreiðslu. Stokkað var upp í dönsku stjórninni á fimmtudag og tók Mo- gens Lykketoft við stöðu utanríkisráðherra. ► BANDARÍSKIR vís- indamenn segja að mikið af olíu sé undir ísnum á Norðaustur-Grænlandi. Er áætlað að magnið sé tvö- falt meira en á botni Norð- ursjávarins. Mjög erfitt er að stunda leit á ísnum og ekki hefur verið veitt auk- ið fé til kortlagningar á jarðskorpunni á svæðinu. ► STJÓRN VÖLD í Rúss- landi veittu í vikunni sænska stjórnarerindrek- anum Raoul Wallenberg uppreisn æru, 53 árum eft- ir að Sovétmenn tóku hann af lffi. Wallenberg bjargaði lífi Qölmargra gyðinga í stríðinu en her Stalíns handtók hann í Búdapest. FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Jólaljós í umferðinni MEÐ jólaljósunum verður skammdegið bjartara og um- ingur í mönnum ef streitan nær yfirhöndinni en þá er ferðin stilltari. Stundum verður kannski nokkur titr- bara að taka sig taki, hægja aðeins á og njóta ljósanna. Eldvarpahraun eldra og Þórðarfellshraun við innsiglinguna í Grindavfkurhöfn Grjótnám fyrir brim- varnargarða í mat SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið athugun á umhverfisáhrifum grjótnáms í Eldvarpahrauni eldra og Þórðarfellshrauni fyrir brimvarnar- garða við innsigluna í Grindavíkur- höfn. Grindavíkurhöfn er fram- kvæmdaraðili en Stapi ehf. - jarðfræðistofa og Siglingastofnun tóku saman skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist í maí á næsta ári og ljúki í nóvember 2002. Samkvæmt matsskýrlu eru fram- kvæmdir bundnar við námu, nánasta umhverfi, aðkomuvegi og flutnings- leiðir frá námu á byggingarstaði við Þórkötlustaðanes og á svæði vestan- vert við innsiglinguna sunnan við byggðina. Efnisþörf í brimvarnar- garðinn er áætluð 180.000 m3. Verð- ur fyllingarefnið unnið í námum í Eldvarpahrauni eldra eða Þórðar- fellshrauni. I námunni þar hafa verið unnir 30.000 m3 af föstu bergi á 5.000 m2 svæði sunnan Nesvegar. Fyrir- hugað er að opna nýja námu norðan Nesvegar og vinna þar allt efni til byggingar brimvamargarðanna á 30 til 50 þúsund m2 svæði. Umfram- vinnsla af lausu efni gæti orðið 70 til 120 þúsund m3. Fyrirhuguð efnis- taka er því allt að 300.000 m3 af lausu efni eða um 200.000 m3 af föstu bergi. í námunni í Þórðarfellshrauni þarf að vinna um 370.000 m3 af lausu efni. Umframvinnsla af því gæti orðið allt að 190.000 m3. Vinna þarf um 250.000 m3 af föstu bergi. í námunni hefur gjallkarginn verið unnin ofan á hrauninu á liðlega 10 ha svæði. Stærð námu gæti orðið allt að 50.000 m2. Leggja þarf nýjan veg að hluta Gert er ráð fyrir að aka efni eftir slóða frá Nesvegi í átt að Járngerð- arstöðum og þaðan eftir slóða norð- an við Litluvót að vestari brimvarn- argarði og þaðan áfram um hafnarsvæðið með efni fyrir eystri brimvamargarðinn. Leggja þarf nýjan veg að hluta innan við sjóvöm- ina á sjávarkambinum frá Fomuvör að vestari garðinum. Til greina kem- ur að aka efni í austurgarðinn eftir Nesvegi út á Víkurbraut, Víkurbraut til suðurs að Austurvegi og þaðan að eystri garðinum. I matsskýrslu erasettir fram tveir kostir við efnisnámið. Annaðhvort námusvæði í Eldvarpahrauni eldra eða í Þórðarfellshrauni. Samkvæmt skýrslunni era um- hverfisáhrif bundin við námuna sjálfa, vegslóða og lagersvæði. Áhrif- in era hávaði og ryk frá vinnuvélum í námu og á lestarstöðum vörubíla. Önnur áhrif era hugsanlegt grjót- flug frá sprengingum, ásamt hugs- anlegri mengun vegna ófullkomins brana sprengiefna og olíuleka af tækjum. Gert er ráð fyrir að námu- vinnsla og grjótflutningar standi yfir í um 15 mánuði á verktímanum. Náman inni á vatnsverndarsvæði Náma í Þórðarfellshrauni er inni á vatnsvemdarsvæði sem nýtur verndar skv. 3. flokki í svæðisskipu- lagi Suðurnesja 1987-2007 og hefur afrennsli í átt að vatnstökusvæði fyr- ir fiskeldisstöð íslandslax á Stað, sem er í innan við 500 m fjarlægð frá námunni. Til að draga úr umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar verða háir námuveggir stallaðir niður við verk- lok. Samkvæmt matsskýrslu era um- hverfisáhrif efnistöku í Eldvarpa- hrauni eldra og Þórðarfellshrauni ekki talin umtalsverð. Matsskýrslan verður nú gerð al- menningi opinber á Netinu (www. sighng.is eða www.skipulag.is) og rennur frestur til að gera skriflegar athugasemdir út þann 2. febrúar 2001. Greiði 120 þúsund í skaða- bætur fyrir að drepa hund HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega sjötugan karlmann til að greiða eiganda Yorkshire-Terrier-tíkarinnar Lady Queen 120.000 krónur í skaðabætur auk vaxta. Hæstiréttur hafði áður dæmt manninn til að greiða 200.000 krónur í sekt fyrir að drepa tíkina. Sigurður Hallur Stefánsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Skaðabæturnar eru miðaðar við áætlað kaupverð sams konar hunds. Héraðsdómur hafnaði hins vegar öðram skaðabótakröfum mæðgnanna sem héldu hundinn en þær námu rúmlega 2 milljónum króna. Mæðgumar héldu hundinn í trássi við bann um hunda- og katta- hald í húsinu og bann við að koma með hunda og ketti í húsið. Spruttu af þessu miklar deilur milli þeirra og annarra íbúa hússins. Föstudag- inn 16. maí 1997 tók maðurinn hundinn af dótturinni á stigagangi hússins. Frásögn hennar og manns- ins sem var og er formaður hus- félagsins ber ekk saman. Hún segir hann m.a. hafa slegið sig í maga og hrint sér og síðan farið með tíkina inn í íbúðina. Hann ber hins vegar að hann hafi slegið laust á hönd hennar til að fá hana til að sleppa ól sem hundurinn var í. Síðan hafi tík- in komist inn í íbúðina. Hún fannst síðar dauð og hékk þá í ólinni við hurðahúninn. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur fyrir að hafa drepið tíkina inni í íbúð sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.