Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.12.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Kristinn Jólasveinn í klóm reiknimeistara Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÓNEFNDIR reiknimeistarar hafa komist að þeiiTÍ niðurstöðu að jólasveinninn sé ekki til og byggja fullyrðingu sína á útreikn- ingum á starfssviði hans. Þá hef- ur breska kirkjan reynt að draga úr áhrifum jólasveinsins vegna allrar kaupmennskunnar í kring- um hann. Sjálfur mun sveinki hafa tekið þessum fregnum með ró. Það er hins vegar rétt að jóla- sveinninn hefur í nógu að snúast fyrir jólin. Þar sem hann heim- sækir öll kristin böm verður hann að hafa viðkomu á um 108 millj- ónum heimila þar sem hann hittir alls 378 milljónir barna. Reiknað hefur verið út að fari jólasveinn- inn frá Norðurpólnum, norður af Finnlandi og í vesturátt, hafi hann 31 tíma til stefnu og sé þá tekið mið af tímabeltum. Verður hann því að Ijúka 967,7 heimsókn- um á sekúndu. Það nemur um einum þúsundasta á sekúndu til að leggja sleðanum, deila út gjöf- um og koma sér á næsta stað. Á þessari ferð leggur jóla- sveinninn 140 milljón km að baki. Hann verður því að hafa hraðann á og fara með 1.040 km hraða á sekúndu. Sé reiknað með því að hver gjöf sé hálft kfló vegur sleðinn 189 milljón kíló. Á landi getur hvert hreindýr dregið sleða sem er um 140 kfló að þyngd en í himin- geimnum er allt auðvitað léttara. Geti hvert hreindýr dregið tíu sinnum þyngra hlass í háloftun- um þarf jólasveinninn að spenna 135.000 hreindýr fyrir sleðann. Þá er þyngdin á öllu komin upp í 210 milljón kfló. Þegar svo þungt hlass fer um með 1.040 km hraða á sekúndu gengur mikið á vegna loftmót- stöðunnar. Hreindýrin og sleðinn hitna jafnmikið og geimskip sem skotið er upp í loft og hætt er við að fleira en nef hreindýranna yrði rautt við allan hamaganginn. Reyndar yrði raunin líklega sú að hreindýrin og sleðinn myndu springa í loft upp. Clinton reynir á ný að miðla málum Washington, Jerúsalem, Gaza. AP, AFP. BILL Clinton . Bandaríkjaforseti hugðist í gær eiga nýjan fund með samningamönn- um Palestínu- manna og ísraela í Washington til að reyna að greiða fyrir samkomu- lagi. Talsmenn Palestínumanna sögðu að horfurnar væru slæmar og ekkert hefði þokast í rétta átt. En fulltrúar bandarískra stjómvalda bentu á að þótt mikið bæri í milli væm samningamennirnir samt enn á staðnum. Ætlunin var að viðræðunum lyki í gær og var upphaflega vonað að nið- urstaðan yrði að kallaður yrði saman leiðtogafundur þar sem þeir Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, myndu reyna að semja um frið. Fjórir Palestínumenn féllu í átök- um við ísraelska hermenn á föstudag og var fyrirhugað að jarðsetja þá í gær. Spáðu Palestínumenn að dag- urinn yrði enn einn „dagur reiði“ á sjálfsstjómarsvæðunum. Alls hafa nú 355 fallið í átökunum sem hófust í haust og era langflest fómarlömbin Palestínumenn. Að sögn BBC lögðu fulltrúar ís- raela fram tilboð um að stjóm Ara- fats fengi meiri völd yfir gamla borg- arhlutanum í Jerúsalem en gert var ráð fyrir í fyrri viðræðum deiluaðila. í staðinn myndu Palestínumenn slaka til í kröfunum um að palestínsk- ir flóttamenn fengju allir að snúa heim til fyrri heimkynna sinna í ísra- el sem margir flóttamannanna eða foreldrar þeirra yfirgáfu fyrir rúm- lega 50 áram. Fulltrúar Palestínu- manna sökuðu ísraela í gær um að hafa síðan dregið tilboð um málamiðl- un tíl baka en þeir vísuðu þeim full- yrðingumábug. Danny Yatom, öryggismálaráð- gjafi Baraks, sagðist í gær ekki vera viss um að takast myndi að ákveða leiðtogafund. Hann lagði áherslu á að samið yrði um allsheijarlausn og þá ekki síst um framtíð Jerúsalem en einnig um framtíð byggða landnema úr röðum gyðinga á svæðum Palest- ínumanna og loks að samið yrði um hlutskipti palestínskra flóttamanna. Þeir era yfir þrjár milljónir og búa flestir á sjálfsstjómarsvæðunum en einnig margir í Jórdaníu og í fleiri löndum. „Ef tíl vill er þetta í síðasta sinn sem boðin er málamiðlun," sagði Yat- om. „Fari viðræðumar út um þúfur gætu afleiðingamar orðið slæmar en ég er bjartsýnn," bætti hann við. MORQUNBLAÐtB 24. DESEMBER 2000 Bill Clinton
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.