Morgunblaðið - 09.01.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.01.2000, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGRID (INGA) ÓSKARSDÓTTIR, verður jarðsungin í frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.30. Sæmundur Óskarsson, Helga Sæmundsdóttir, Guðni Ingi Johnsen, Óskar Sæmundsson, Torfhildur Silja Sígurðardóttir, Sæmundur Ingi Johnsen, Þórður Ingi Johnsen, Guðný Helga Johnsen, Helena Rakel Óskarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR INGVARSDÓTTIR, Tómasarhaga 38, Reykjavík, sem lést mánudaginn 3. janúar, verður jarð- sungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtu- daginn 13. janúar, kl. 15.00. Ingvar Guðmundsson, Kirsten Fredriksen, Erla Guðmundsdóttir, Stefán Ólafsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Ásgeir Sigurbergsson, Bjarni Þór Guðmundsson, Matthildur Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR BJARNASON, áður til heimilis í Drápuhlíð 19, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnu- daginn 2. janúar, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. janúar kl. 13.30. Bjarni Garðar Guðlaugsson, Anna Kristín Bjarnadóttir, Óli Steinþór Guðlaugsson, Stefanía Bjarnadóttir, Lárus Daníel Stefánsson, Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Ólafur Sigurðsson og langafabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, EGGERT PÁLSSON, Hraunteigi 22, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 2. janúar, verður jarð- sunginn frá Laugameskirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sigríður Sveinsdóttir og synir. \ t Einlægar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andiát föður míns, tengdaföður, afa og bróður, ÞÓRÓLFS BECK fyrrv. knattspyrnumanns, Rauðarárstíg 5, Reykjavík. Þórólfur Beck, Vilborg Einarsdóttir, Ólöf Oddný Beck, Oddný Björgólfsdóttir, Guðrún Beck, Magnús Tryggvason. Lokað vegna jarðarfarar GUÐLAUGS BJARNASONAR frá kl. 13.00 á morgun, mánudag. Rammagerðin, Hafnarstræti 19. SIMON OLAFUR MAGGIÁGÚSTSSON + Símon Ólafur Maggi Ágústs- son vélstjóri fæddist í Reykjavík 13. októ- ber 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ágúst Einarsson, verslunarmaður, og kona hans Margrét Ólafsdóttir. Maggi ólst upp hjá móður- foreldrum, þeim Ólafi Ólafssyni, vélsmið í Deild á Akranesi, og konu hans Jóhönnu Sigríði Jóhannesdótt- ur. Systkini Símonar Magga eru Ágústa, búsett í Reykjavík, og Jóhannes, búsettur í Reykjavík. Árið 1947 kvæntist Símon Maggi Ann- eyju Bylgju Þorfinns- dóttur frá Akranesi. Þau eignuðust sex börn og eru þrjú þeirra látin: 1) Svan- hildur Margrét, f. 1943, d. 1944. 2) Ólaf- ur Ágúst, f. 1947, bús- ettur á Akranesi. 3) Sigurbjörn Hilmar, f. 1948, d. 1985.4) Svana Margrét, f. 1950, búsett í Reykjavík. 5) Hjördís, f. 1956, búsett í Kanada. 6) Þorfinn- ur, f. 1973, d. 1979. Barnabörnin eru nfu og barnabarnabörnin eru sex. Símon Maggi gekk í Barna- skóla Akraness og vann í vél- smiðju afa síns til 14 ára aldurs, og stundaði sjómennsku einnig. Hann tók minna mótorvélstjóra- próf í Reykjavík 1940, lauk Iðn- skóla Akraness og sveinsprófi í vélvirkjun hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi 1948, hlaut meistara- réttindi 1952. Hann útskrifaðist frá Vélskóla íslands í Reykjavík 1963. Hann var vinnslustjóri hjá Hvali hf. 1949-68 og vélstjóri/ vaktstjóri í Sementsverksmiðju ríkisins 1968-92. Símon Maggi var jarðsunginn frá Akraneskirkju 30. desember síðastliðinn. Nú er komið að kveðjustund, elsku afi. Þótt við hefðum gert okkur grein fyrir að hverju stefndi kom það eins og reiðarslag þegar þú kvaddir. Það var leitt að þú gast ekki verið með okkur á jólunum, þar sem öll fjöl- skyldan var á landinu um hátíðirnar. Það var þó huggun að við systum- ar fengum tækifæri til þess að kveðja þig, einnig pabbi og Hjördís frænka. Þín verður sárt saknað og minningar liðinna ára varðveittar. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman og vonum að þú haf- ir það gott hjá Finna og Himma. Elsku amma, við vottum þér okk- ar dýpstu samúð. Anney, Sigurbima og Hrönn Ágústsdætur. SIGURÐUR PÁLSSON + Sigurður Pálsson fæddist í Bergsbæ í Bolungarvík 11. júní 1928. Hann lést 6. desember síðastliðinn. Móðir hans var Hall- fríður Hallgrímsdóttir, vinnukona í Bergsbæ. Aldrei var almennilega vitað hver faðir hans var. Rúm- lega mánaðargamall er hann fluttur út í Skálavík í fóstur til hjónanna Arnfríðar Þorkelsdótt- ur og Páls Jósúasonar er bjuggu á Meiribakka í Skálavík. Síðustu ár sín á Meiribakka hélt hann heimili með fósturbróður sínum Páli Páls- syni en 1964 eða 1965 fluttustþeir í Kirkjubæ í Bolungarvík. Páll lést árið 1980. Þegar Sigurður flutti til Elsku Siggi minn! Mig langar til að kveðja þig í hinsta sinn. Þegar ég flutti hingað vestur um það bil tveggja ára, varst þú sá fyrsti sem ég kynntist. Þú bjóst við hliðina á mér og ég kom til þín oft á dag til að fá kaffi og spjalla. Þannig liðu árin okk- ar saman og þegar ég var fimm ára og Palli gamli dó komstu alltaf eftir það til okkar á jólunum. Þú passaðir mig alltaf svo vel og þegar ég var Bolungarvíkur hóf hann vinnu í Síldarverksmiðju Einars Guð- finnssonar og vann þar í nokkur ár en vann síðan í Fiskverkun Benedikts Bjarnasonar undir verkstjóm Halldórs Bjarnasonar, en þar slasaðist hann og var ör- yrki eftir það. Eina hálfsystur átti hann, Svandísi Guðmundsdóttur, og býr hún í Reykjavík. Sigurður eignaðist einn son með Elfsabetu Kristjánsdóttur, Pál Arnór, og fór hann ungur í fóstur á Isafjörð, á hann fjögur börn. Eru þau Sigurð- ur, Jafet, Ósk og Einar Emil. Útför Sigurðar hefur farið fram. veik komstu oft yfir til mín til að spjalla og segja sögur. Og svo þegar krakkarnir úr skólanum voru að elta mig heim til að stríða mér eða lemja, hljópstu alltaf út í dyr og rakst þau í burtu og svo bauðstu mér inn í hlýj- una til þín. Ég hugsa oft til þess að þú vildir ekki leyfa mér að labba með þér út í búð, eða koma með í göngu- ferð sem þú fórst svo oft í. Þú reynd- ir að segja mér það að þú værir hræddur um að mér yrði strítt fyrir að sjást úti með þér. Ég skildi ekki alveg hvað þú meintir þá en seinna skildi ég það, því fólk gerði svo oft grín að þér fyrir að vera sérstakur. En þeir sem þekktu þig ekki vissu ekki hvað þeir fóru á mis við, að kynnast þér ekki. Þú varst líka hálf- hræddur við fólk, því það hafði svo sannarlega ekki alltaf reynst þér vel. Þú gerðir svo mikið fyrir mig og allt- af ef þú vissir að ég væri í vandræð- um, hvernig sem þau voru, varstu alltaf fyrstur til að rétta hjálpar- hönd. Og þó að ekkert bjátaði á varstu alltaf að gera eitthvað fyrir mig. Elsku Siggi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið, sérstaklega á ég eftir að sakna þess að geta ekki kom- ið til þín og spjallað um heima og geima og heyra þig hlæja að vitleys- unni í okkur. Og jólin, þau verða ekki söm án þín. Mig langaði svo mikið til að litli strákurinn minn, sem kom í heiminn sama dag og þú fórst, fengi að kynnast þér. En ég veit að þú kemur til með að passa okkur áfram þar sem þú ert núna. Elsku Siggi minn, takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér og fá að vera þér sam- ferða. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og þökk fyrir vináttu þína sem var mér ómetanleg. Megi guð og englarnir fylgja þér hinum megin. Ragnheiður Arna Arnarsdóttir. KRISTÍN Þ. ÞORS TEINSDÓTTIR + Kristín Þ. Þor- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1929. Ilún lést á Borgarspíta- lanum 24. desember síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Langholtskirkju 5. janúar. Jarðsett var í Lágafelli í Mos- fellsbæ. Nú ertu farin frá okkur, elsku amma mín. Ég trúi að nú sértu kominn á betri stað á móts við afa í himnaríki. Nú er komið að þér að þiggja þær dýrðir sem þar bjóðast og það áttu svo inni- lega skilið. Eftir öll árin í baráttu við sykursýkina færðu loks frið. Annarri eins baráttuhetju mun ég seint kynnast. Mig langar að þakka fyrir allar stundirnar sem ég var svo lánsamur að hafa eytt með þér. Alltaf tókstu mér, sem öðrum einstaklega vel, vildir allt fyrir okkur gera sama hvernig á stóð hjá þér. Þú settir fólkið í kringum þig alltaf í fyrsta sæti. Svo hjartahlý og góð að orð fá vart lýst. Aldrei mun ég heldur gleyma stundunum í eldhúsinu þínu þegar ég var yngri þegar við spiluðum tím- unum saman. Þú kenndir mér svo margt. Ég ætla að láta þetta gott heita en mun minnast þín á hveijum degi svo lengi sem ég lifi. Þú átt stóran hluta í hjarta mér. Með þakklæti og virðingu, Björn K. Þorsteinsson. Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá á jólunura fyrstu, var dýrlegt að sjá. Þá sveimuðu englar frá himninum hans, því hann var nú fæddur í líkingu manns. Á aðfangadag, þeim helga degi, lauk jarðvist Kristínar Þorsteins- dóttur, móður Rannveigar, æskuvin- konu minnar. Stína var sérstök kona. Ung varð hún ekkja og þurfti að vinna fleiri en eina vinnu til að ala önn fyrir börnum sínum. Hún þjáðist af sykursýki og var mikill sjúklingur, sérstaklega síðustu æviárin. En ég kann ekki að nefna allt það sem þá þjakaði þessa dugnaðarkonu. I kjallarann í Álfheimum 70 var gott að koma. Þar var engin logn- molla þegar heimilisfólk og vinir þehra voru þar samankomin. Mér segir svo hugur að Stína hafi á stundum verið búin að fá yfir sig nóg af okkur sem héngum þarna eins og við ættum hvergi heima. En alltaf tók hún vel á móti vinum barna sinna. Þessi litla fínlega kona var hrein og bein og sjálfri sér sam- kvæm. Stundum sagði hún okkur til syndanna, stundum smurði hún handa okkur brauð. Hvernig hefur hún mamma þín það, Begga mín? spurði hún mig síð- ast núna í haust. Hún er eins og þú, sagði ég þá, rosalega veik en kvartar ekki. Já, við erum svona þessar kell- ingar sagði Stína þá, hvað heldurðu að það þýði að vera að kvarta. Ég kveikti á kerti þegar ég frétti af andláti Kiistínar. Hvítu kerti. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá, að dýrðina þína ég fái að sjá. Ó blessa þú, Jesú, öll bömin þín hér, að búa þau fái á himnum með þér. Elsku Rannveig, mín kæra vin- kona, Steini, Kaja, Eiki og Gunni. Guð blessi ykkur öll. Berglind Karitas Þorsteinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.