Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reynslan af ESB-aðild fyrirferðarmikil í umræðum fyrir fínnsku forsetakosningarnar Skiptar skoðanir um báknið í Brussel Miklar breytingar hafa átt sér stað á allri umgjörð efnahags- og stjórnmála í Finn- landi á síðustu árum. Þar vegur þyngst inn- ganga landsins í Evrópusambandið árið 1995. Elmar Gíslason var í Helsinki og ræddi við forsetaframbjóðendurna Esko Aho, Riitta Uosukainen og Ilkka Haka- lehto, um reynslu Finna af ESB og framtíð- arhorfur sambandsins. ESKO Aho hefur mikla reynslu af finnskum stjómmálum, bæði sem þingmaður og ráðherra. Hann gegndi embætti forsætisráðherra þegar landið gekk í ESB og er nú í framboði til forseta. Aho telur óhætt að fullyrða að reynsla Finna af Evrópusambandinu síðastliðin fjögur ár hafi verið eins og við var búist þegar sótt var um aðild 1992. „Ég myndi segja okkur hafa haft mun meiri áhrif á framtíð og stöðu landsins í alþjóðlegu umhverfi með veru okkar í ÉSB. í stað þess að standa utan við sambandið höfum við haft aðstöðu til að koma okkar skoð- unum og hagsmunum á framfæri með beinni þátttöku í allri stefnu- mótun þess.“ Nú stendur til aðfjölga enn frekar aðildarlöndum, hvernig sérðu Evrópusamstarfið þróast í framtíð- inni? „Ég trúi því að menn muni fara þá leið að draga skýrari línur á milli þeirra málaflokka sem annars vegar verða best leystir á alþjóðlegu stjórnstigi líkt og innan Evrópu- sambandsins og hins vegar úr- vinnslu málefna sem eiga augljós- lega heima hjá hverju þjóðríki fyrir sig.“ Sem dæmi um sameiginleg vanda- mál allra aðildarríkja, sem verði best leyst á vettvangi ESB, nefnir Aho atriði eins og öryggismál, umhverfis- mál, rannsóknir og tækniþróun. Þú nefnir öryggismálin. Nú stend- ur til að sameina Vestur-Evrópu- sambandið (VES), þar sem Finnar eiga áheyrnaraðild, og Evrópusam- bandið. Hvert er þitt álit á þeirri stefnu? „Með tilliti til þess hvert eigi að vera hlutverk NATO og VES í fram- tíðinni er mikilvægt að menn horfi raunhæfum augum á málin og geri sér grein fyrir hvers konar öryggis- ógnanir blasa við Evrópu í dag og hvers konar öryggishlutverki VES er fært irni að gegna.Við sjáum mikl- ar breytingar eiga sér stað í öryggis- málum t.d. í formi umhverfisvanda- mála, sem verða ekki leyst nema á alþj óðavettvangi. Jafnframt má benda á alþjóðlega glæpastarfsemi m.a. í formi eiturlyfjahringja sem er vaxandi ógn. Þá er einnig aðkallandi að leysa efnahagsvandann í hinum fjölmörgu ríkjum Austur-Evrópu, sem að öðrum kosti gæti ógnað ör- yggi í álfunni. Ég tel sýnt að mikil þörf er á því að Evrópuþjóðir hafi samráð við úrlausn þessara vanda- mála og hafi yfir að ráða valdastofn- un til að fylgja því eftir. VES gæti hæglega sinnt því hlutverki án þess að ganga inn á valdsvið NATO.“ Öryg-gisatriði að fjölga aðildar- löndum Aho telur frekari stækkun ESB vel til þess fallna að draga úr örygg- isógnunum. Þrátt fyrir að það muni krefjast bæði mikils af aðildar- sem og umsóknarlöndum sem mörg hver eiga enn langt í land með að uppfylla nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í ESB sé það engu að síður eina leiðin til að tryggja framtíð sambandsins ogfriðíEvrópu. Margir hafa velt því fyrir sér hvort starfsemi einstakra stofnana innan ESB muni ekki koma til með að ganga í gegnum umfangsmiklar breytingar á næstu árum ef sam- bandsríkjum heldur áfram að fjölga. í því sambandi hafa sumir bent á að ef Evrópusamband framtíðarinnar á eftir að samanstanda af allt að 25 ríkjum, þá sé ekki lengur réttlætan- legt að smáríkin séu þar í forsvari með reglubundnum hætti og gegni formennsku til jafns við stórveldin. Aho vísar þessu hugmyndum á bug og segir þær fjarstæðukenndar. „Það er algjört lykilatriði að öll að- ildarlöndin sitji við sama borð í þessu samstarfi. Annars værum við að tala um gnmdvallarbreytingar á upp- byggingu og starfsemi Evrópusam- bandsins, sem ég tel í það minnsta fullvíst að Finnar væru aldrei reiðu- búnir að samþykkja.“ Finnar almennt fylgjandi aðild Riitta Uosukainen er forseti finnska þingsins og hefur gegnt því embætti síðastliðin sex ár. Hún er jafnframt meðal forsetaft-ambjóð- enda í kosningunum í janúar og virð- ist hafa umtalsvert fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Líkt og Aho telur hún inngöngu Finna í ESB hafa komið landi og þjóð til góða þegar á heildina er litið, þótt auðvitað hafi einstaka atvinnu- greinar, s.s. landbúnaðurinn, átt erf- itt uppdráttar síðan. Það var reynd- ar ekkert sem kom á óvart að mati Uosukainen og ef eitthvað er hefur greinin spjarað sig betur en búist var við í upphafi. Hún segir opinbera umræðu sem átti sér stað um sambandið fyrir að- ildarkosningamar hafa verið ítar- lega og upplýsta, sem eigi stóran þátt í almennt jákvæðu viðhorfi þjóð- arinnar til yfirríkjavaldsins í Bruss- el. „Við sjáum svipað aðildarfylgi í dag og þegar kosið var um málið 1994. Um 56% kjósenda eru enn fylgjandi aðild en rúm 40% telja hagsmunum þjóðarinnar betur borg- ið utan við Evrópusamstarfið." Hún segir að þegar lönd eru farin að lúta „fjarlægu" yfirríkjavaldi af því tagi sem hér um ræðir skapist ákveðin vandamál í tengslum við upplýsingaflæði innan stjórnsýsl- unnar. Við höfum rekist á vandamál og tafir við þýðingar og dreifingu texta frá Brussel, sem hefur valdið okkur, líkt og öðrum aðildarlöndum, ákveðnum erfiðleikum. Til að fyrir- byggja þetta höfum við m.a. farið þá leið að kalla ráðherra í ríkisstjórn íýrir þingið í hverri viku þar sem far- ið er yfir stöðu þeirra málaflokka sem þeir eru í forsvari fyrir í Bruss- el. Síðan fer það eftir önnum hverju sinni, hvort einstakir ráðherrar þurfa að koma oftar en einu sinni í viku. Með þessu móti tel ég okkur ná betri og skjótari innsýn í þá mála- flokka sem menn eru að eiga við í Brussel og getum þ.a.l. gert nauð- synlegar ráðstafanir í tima, ef ein- hverra lagabreytinga er að vænta.“ Myndi það styrkja stöðu Norður- landanna að þínu mati, ef þau ættu öll aðild að sambandinu ogkæmu þar fram sem ein heild? „Nei, það held ég ekki. Því er ekki að neita að við eigum margt sameig- inlegt, en að segja að Norðurlöndin stæðu styrkari fótum ef þau ættu öll aðild að ESB á ekki við rök að styðj- ast að mínu mati. Þessi ríki hafa átt mikið og farsælt samstarf á mörgum sviðum í gegnum árin og á því mun verða framhald án tillits til þess hversu mörg þeirra eru í ESB. Auk þess væri það óeðlilegt og ekki til þess fallið að efla traust á starfsemi og tilveru Evrópusambandsins ef að- ildarríkin færu þar fram í hópum og mynduðu hagsmunablokkir innan þess.“ Aðspurð kveðst Uosukainen ekki sjá neinar hindranir fyrir frekari stækkun ESB, eins og stefnt er að í framtíðinni. Hún leggur þó áherslu á að til að svo geti orðið verði væntan- leg aðildarríki að uppfylla þær kröf- ur sem gerðar eru til þeirra í efna- hagslegum og pólitískum skilningi. Því fari víðs fjarri í dag og þrátt fyrir að til standi að hefja aðildarviðræður við fjölmörg ríki, s.s. Tyrkland sem þykir standa illa á mörgum sviðum, t.a.m. mannréttinda sé enn langur vegur frá því að þau hljóti fulla aðild. Rotið flokkakerfi rót vandans Einn ötulasti talsmaður gegn aðild Finna að Evrópusambandinu er for- setaframbjóðandinn Ilkka Haka- lehto. Ólíkt þeim Aho og Uosukainen er hann ekki atvinnustjómmálamað- ur, heldur dósent við Háskólann í Helsinki þar sem hann kennir stjómmálasögu. Hann hefur skrifað fjölda bóka um sjálfstæðisbaráttu Finna á árum áður auk þess sem hann hefur ritað bækur um vem landsins í ESB. Miðað við þær raunir sem Finnar hafa þurft að ganga í gegnum til að öðlast og viðhalda sjálfstæði sínu í gegnum tíðina segir Hakalehto það ótrúlegt að þjóðin hafi ótilneydd gef- ið upp sjálfstæði sitt til Brussel. Hann skellir skuldinni á óheillavæn- lega þróun finnska flokkakerfisins á síðustu 20 áram, sem hann segir hafa snúist upp í andhverfu sína. „Upp- haflegt hlutverk stjómmálaflokka í lýðræðisríkjum var að vera milliliður á milli valdhafanna annars vegar og þegnanna hins vegar og verja hags- muni og réttindi þeirra síðamefndu. Morgunblaðið/Elmar Esko Aho Ritta Uosukainen Á síðustu 20 áram höfum við horft á þetta grandvallarhlutverk stjórn- málaflokka snúast á þann veg að í stað þess að standa vörð um ein- staklinga hafa þeir tekið höndum saman við stórfyrirtæki og stunda nú hagsmunagæslu fyrir eigendur og stjórnendur þeirra á kostnað kjósenda. Með þessu móti fá flokk- arnir nauðsynlega fjármuni til að framfleyta sér og stórfyrirtækin tryggja stjórnsýsluákvarðanir sem henta þeim.“ Minna að segja um eigin hag- stjórn Hann segir í raun sama hvar borið er niður, aðildin að Evrópusamband- inu gangi þvert gegn hagsmunum lands og þjóðar á öllum sviðum. Hann bendir á að eftir fyrri heims- styijöldina hafi lýðræði verið bundið í stjómarskrá landsins, þ.e.°endan- legt vald í málefnum Finna lá hjá finnsku þjóðinni. Þetta hafi nú verið þverbrotið með aðildinni að ESB. „Við höfum t.a.m. engan veginn full yfirráð í eigin málum ef litið er til þess að 2/3 af öllum lögum sem sett era í Finnlandi eru undirbúnir í Brassel. Eftir að landið gerðist aðili að Evrópska myntbandalaginu höf- um við mun minna að segja um eigin hagstjórn og getum t.a.m. ekki leng- Ilkka Hakalehto ur fellt gengið til að bregðast við óhagstæðum ytri skilyrðum, s.s. lágu heimsmarkaðsverði á timbri, líkt og um þessar mundir. Afleiðingin verð- ur sú að framleiðsluaðilar í greininni draga saman seglin og segja upp fólki og auka þannig enn á atvinnu- leysi í landinu. Það eina jákvæða við þessa þróun er að augu fólks munu opnast og það mun sjá hvernig starf- semi ESB snýst í raun einungis um að tryggja hag fjársterkra aðila, sem leggja á móti fram rausnarleg fjár- framlög til handa stjómmálaflokk- um,“ segir Hakalehto, sem heldur áfram: „Margir halda því fram að með að- ildinni hafi öryggi landsins í alþjóða- kerfinu aukist. Þetta er að sjálfsögðu alrangt því kjarninn í öryggismálum Finna snýr í austur, að Rússum, sem mega aldrei láta að sér hvarfla að finnsk jörð verði notuð gegn þeim í hernaðarlegum tilgangi. Það verður best tryggt með því að viðhalda sjálf- stæði og hlutleysi landsins.“ Abyrgð fjölmiðla umtalsverð Að sögn Hakalehto bera finnskir fjölmiðlar þó nokkra ábyrgð í mál- inu. Hann sakar þá um að eiga það sammerkt að tala máli ríkisstjómar- innar og hafa bragðist hlutverki sínu um að halda á lofti málefnalegri um- ræðu um kosti og galla aðildar. „Það er hefð hér í landi að fjalla ekki opin- berlega um ríkjandi valdhafa á gagn- rýninn máta. Á þessu verður nú breyting þar sem ég, og allt það góða fólk sem að baki mér stendur, ætla að draga fram í dagsljósið raunvera- lega annmarka og slæm áhrif Evrópusambandsins á finnskt þjóð- líf. Það er okkar sannfæring að Finnland eigi ekki heima í þessu samstarfi og á það leggjum við áherslu í þessari kosningabaráttu. Það verður síðan að koma í ljós í fyrri umferð forsetakosninganna þann 16. janúar hvort fólk sé að vakna til meðvitundar um þessi mál- efni eður ei. Hver svo sem niðurstað- an verður munum við ekki láta stað- ar numið fyrr en Finnland er frjálst á ný,“ segir Hakalehto. Aho bendlaður við fjármálahneyksli Hclsinki. Morgnnblaðið. í ANNARRI síðustu vikunni áður en Finnar ganga til forsetakosninga hefur vinsælasti forsetaframbjóð- andinn verið bendlaður við fjár- málahneyksli í fjölmiðlum. Esko Aho, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður hafa tekið þátt í að greiða götu borgarinnar Lahti þegar tekin var ákvörðun um hvar ætti að halda heimsmeistarakeppnina í skíða- göngu árið 2001. Helsingin Sanomat, stærsta dag- blað Finnlands, skýrði á þriðjudag- inn frá því að Lahti hafi innt af hendi greiðslur til erlendra skíða- sambanda í gegnum Skíðasamband Finnlands. Aho er formaður sam- bandsins og varaformaður Alþjóða- skíðasambandsins, sem tók ákvörð- un í málinu. Aho segist enga vitneskju hafa um að einhverjum hafi verið greitt fé. Hins vegar segir hann að sam- bandið hafi stutt tilraunir borgar- innar fá keppnina til sín. Segir Aho að Alþjóða skíðasam- bandið hafi gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir mútur í málum sem þessum að tilstuðlan Finna. Skíðaganga er helsta þjóðaríþrótt Finna og var mönnum það mikið kappsmál að Lahti skyldi fá heims- meistarakeppnina 2001. í haust kom hins vegar í ljós að borgin hafði stutt ýmis erlend skíðasambönd fjárhagslega til að fá þeirra atkvæði. Lahti sigraði í atkvæðagreiðsl- unni með aðeins eins atkvæðis mun. Rannsóknarlögreglan hefur hafið rannsókn í málinu en ekki er talið ljóst hvort mútur af þessu tagi telj- ast lögbrot. Upphæðir þær sem nefndar hafa verið era afar litlar og gert var ráð fyrir þeim í fjárhags- áætlun borgarinnar. Um var að ræða greiðslur á ferðakostnaði full- trúa Króatíu og Hvíta-Rússlands til fundarins sem haldinn var á Nýja- Sjálandi. Til þessa hefur Alþjóða skíðasam- bandið ekki haft jafnslæmt orð á sér í þessum efnum og Alþjóða ólymp- íunefndin, en þeir sem til þekkja segja að ávallt sé eitthvað um að reynt sé að hafa áhrif á þá er hafa rétt til að greiða atkvæði þegar ákveða á staðsetningu stórmóta. Aho segist sjálfur harma að Hels- ingin Sanomat skuli birta það sem hann kallar rógburð þetta skömmu fyrir kosningar. Hann segist þó vilja treysta því að blaðið hafi tekið ákvörðun um þennan fréttaflutning á öðram én hreinum pólitískum for- sendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.