Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 31 er eftirminnileg sjón, tuttugu ára gamall Cadillac, sem þeir keyptu frá Texas í Bandaríkjunum fyrir um þremur árum. Um líkt leyti hætti fyrirtækið að framleiða líkkistur hér á landi, þai' sem sá þáttur starfsem- innar reyndist óhagkvæmur. „Við byrjuðum á að bjóða út smíðina en of dýrt reyndist að gera þetta hérlend- is. Þá leituðum við til Danmerkur og fundum þar fyrirtæki sem afi Davíðs, Eyvindur, hafði aflað sér kunnáttu frá í upphafi aldarinnar þegar hann var að þróa það kistuform sem við notum enn þann dag í dag, hið svo kallaða Eyvindarlag. Ég sýndi þeim myndir af kistunum okkar og þá sögðu þeir, „bíddu hægur, þetta er gamla lagið okkar“. Það lag ein- kennist af þykkum botni og háu loki sem er fellt inn í kistuna, en flestar kistur í dag eru með yfirfelldu loki og þunnum botni. Eina viðbótin við gamla Eyvindarlagið er handfangið eða stöngin sitt hvorum megin við, sem gert er til að auðvelda líkburð- inn. Við flytjum inn um 100 kistur í einu í 80 feta gámi og bólstrum þær og klæðum hér á landi. Þetta er „del- úx“-útgáfa, að mati Dana,“ segir Ólafur Örn. A hverju ári annast íyrirtækið á milli 100 og 200 útfarir og snar þátt- ur í því starfi er þjónusta vegna er- lendra ferðamanna sem falla frá ann- að hvort hérlendis eða deyja um borð í skemmtiferðaskipum sem koma í ís- lenska höfn. Þessi þáttur ferðaþjón- ustu hérlendis fer ekki hátt af eðli- legum ástæðum, en til marks um umfangið er að sumarið 1998 tók fyr- irtækið á móti um 30 erlendum ferðamönnum sem látist höfðu og önnuðust allan nauðsynlegan undii-- búning fyrir hinstu ferð þeirra heim á leið. Kostnaður við jarðarför er af- ar mismunandi eftir óskum fólks um kistur, skreytingar, tónlistarflutning og annað sem tilheyrir jarðarförinni, en segja má að hann geti verið á bil- inu 75 þúsund krónur upp í um 250 þúsund krónur. Dýrasta kista sem Útfararstofa Oswalds hefur á boð- stólum er um 150 kfló tóm og kostar 200 þúsund krónur en ódýrasta gerð kostar um 30 þúsund krónur. Davíð segir ekki óalgengt að eldra fólk fylgi þeim forna sið að skilja eftir sig sparifé sem sérstaklega er eyrna- merkt útförinni, en færri af yngri kynslóðinni sýni slíka fyrirhyggju. Fyrsti kvenútfararstjórinn hérlendis Nánast frá upphafi útfararþjón- ustu hérlendis og raunar erlendis líka hafa karlmenn einokað starfið og því vekur óneitanlega athygli að finna konu í röðum forsvarsmanna Útfararstofu Oswalds, sem eins og áður var getið, er fyrsti íslenski kvenútfararstjórinn hérlendis. Inger segir að hún hafi byrjað að aðstoða Davíð og Ólaf Örn á álagstímum með að sauma líkklæði og sinna öðrum verkum sem til féllu, en síðan varð þróunin hægt og rólega í þá veru að hún varð fullgildur útfararstjóri. „Ég sauma enn, snyrti og kistulegg, auk þess að sjá um þá miklu forvinnu sem þarf að inna af hendi áður en að sjálfri jarðarförinni kemur, en hef fikrað mig inn í sjálfar jarðarfarirnar í auknum mæli. Þetta er gamalt karlafag og oftsinnis hefur það vakið forvitni fólks þegar ég birtist i starfi útfararstjórans. Ég man að í einni fyrstu jarðarförinni sem ég starfaði við átti ég að stýra þeim sem stóðu heiðursvörð og þá spurðu þeir um út- fararstjórann og héldu áfram að bíða. Ég sagði „herrar mínir, hann er hér fyrir framan ykkur“, og það var ekki laust við að kæmi á menn. Fyrir utan nokkrar gamlar konur sem vilja ekki sjá kvenpresta eða kvenútfarar- stjóra hafa konur tekið þessu starfi mínu einstaklega vel og í nokkram tilvikum hafa aðstandendur látinna kvenna beðið sérstaklega um mig,“ segir Inger. Þegar útfararstjórarnir eru spurð- ir um hvaða eðliskosti þeir telji brýn- asta í starfinu, reynast þeir á einu máli um að staðgóð almenn menntun gagnist mjög, þjónustulund, prúð- mennska og falleg framkoma. Auk þess verði útfararstjóri að kunna tökin á mannlegum samskiptum. „Andlát og undirbúningur útfarar eru ofboðslega viðkvæmar stundir og ekkert má fara úrskeiðis. Minnstu mistök geta orðið að stórmálum. Sorg fólks getur birst í mörgum myndum, sumir eru bitrir og heiftúð- ugir út í allt og alla, aðrir eru mjög þakklátir og elskulegir og enn aðrir byrgja tilfinningar sínar algjörlega inni og er fyrirmunað að tjá sig varð- andi það sem snertir andlátið. Við höfum verið farsælir að því leyti að viðskiptavinir okkar hafa upp til hópa verið mjög þakklátir og þægi- legir og leita til okkar æ ofan í æ þeg- ar dauðsfall ber að höndum í fjöl- skyldunni,“ segir Ólafur Örn. Misjafnlega þungbærar athafnir Því er ekki að neita að yfir starfi útfararstjórans hvílir ákveðin laun- helgi í hugum flestra, jafnvel óhugn- aður, og aðspurður kveðst Davíð löngum hafa greint ríkulega foi’vitni hjá fólki varðandi starfið. „Sumir spyrja um margt sem snertir starfið, aðrir þora varla að stinga nefinu inn fyrir dyrnar. Kistumar og það sem tengist þessari þjónustu hefur lengst af verið í hálfgerðum felum, ekki síst hér í þéttbýlinu, því úti á landi hefur fólk oft á tíðum þurft að hafa meira af undirbúningi útfai’ar að segja og framkvæma jafnvel þau verk sem við sinnum. Við höfum reynt að leyfa fólki að sjá hvernig þessi starfsemi gengur fyrir sig og ég held að mér sé óhætt að segja að við séum fyrsta fyrirtæki af þessu tagi hérlendis með útstillingarglugga sem snýr út að götu, til að sýna hvað við fáumst við,“ segir Davíð. Aðspurður hvemig þeim finnst að starfa í svo miklu návígi við dauðann, á þröskuldi hins heimsins ef svo má segja, kveðst Ólafur Örn telja að við- horfið ráðist talsvert af aldri og hög- um hins látna. „Þegar um er að ræða svokallaðar kveðjustundir, þ.e. fólk er að deyja eftir langt ævistarf, em aðstandendur yfirleitt sáttari við dauðann og þær athafnir eru ekki mjög þungbærar. Síðan gerist líka hið skelfilega, að ungt fólk eða börn deyja, og þá erum við jafn smá gagn- vart dauðanum og aðrir og þurfum að snúa okkur út í horn með tárin í augunum. Við eram aðeins mennsk og getum ekki brynjað okkur enda- laust gegn þessum hlutum fremur en aðrir,“ segir hann. Inger tekur í sama streng en segir þó algengt að útfararstjórar geti þjálfað sig upp í að hlusta ekki of grannt þegar lík- ræður era fluttar eða mjög hjartnæm tónlist. „Sumar athafnir era þó erfiðari en aðrar og maður er ekki alltaf glaður þegar heim er kom- ið. Starfið er hins vegar að jafnaði mjög ljúft og gefandi, þó svo að það geti verið erfitt," segir hún. Vélmennskan er það versta Forsvarsmenn Útfararstofu Osw- alds líta framtíðina björtum augum og segjast gera ráð fyrir að sú sér- Sunnstaða sem fyrirtækið hefur markað sér muni tryggja því braut- argengi langt inn í nýja öld og jafnvel lengur. Einhverra breytinga megi vænta á útfararsiðum, t.d. telja þeir að fólki verði leyft að dreifa ösku hins látna úti í náttúranni eins og heimilt er víða erlendis, en óskir þar að lút- andi hafa færst í vöxt hin seinustu ár. „Við ætlum að vera persónulég áfram, vanda okkur í hvívetna og halda okkar skerfi á markaðinum. Við höfum þó í huga að það er betra að haíá færri jarðarfarir og gera þær vel, heldur en að annast of margar og gera þetta að færibandavinnu. Vél- mennskan er það versta sem getur komið fyiir í þessu starfi,“ segir Dav- íð. Og á sama hátt og dauðinn gerir ekki mannamun, líta útfararstjór- arnir heimspekilegum augum á fagið sem þeir hafa kosið sér og viðskipta- vinina. Ólafur Öm á seinasta orðið: „Það era allir jafn háttsettir hjá okk- ur og við sýnum öllum sama sóma. Ekkert er ódauðlegt, ekki einu sinni siðir, og við munum því kappkosta að fylgjast með þróuninni, um leið og við reynum að varðveita hefðina." Snyrtistofa Hönno Kristínar Snyrtiskólinn hefst I. mars Allar meðferðir á 50% afslættí hjá nemum Microlift - húöstinning Húðslípun Afsláttarkort Upplýsin$ar i sima 561 86 77. Latigavegi 40 f Tilboð 6.000 kr. - 10.000 kr. ► augu r brúnir Filmo .mdittsbað tíl uppbyggitigar og djupn.rt ing.ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.