Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 7. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lestarslysið í Noregi Bráðabirgða- skýrsla af- hent lögreglu Ósld. AP. RANNSAKENDUR lestarslyssins í Noregi afhentu í gær lögreglu bráða- birgðaskýrslu sína um orsakir slyss- ins, en niðurstöður hennar voru ekki kynntar opinberlega að svo stöddu. „Það er ekki búið að ganga frá skýrslunni," sagði Per Erik Skjef- stad, talsmaður lögreglunnar. Akveð- ið hefði verið að opinbera ekkert um niðurstöðurnar fyrr en á mánudag. Eiginkonan svaraði Trento. Reuters. ÍTALSKUR karlmaður, sem hringdi í erótíska símaþjónustu sem hét að koma honum í sam- band við „heita húsfrú", varð fyrir áfalli lrfs síns er eiginkona hans svaraði. Maðurinn, sem er á sextugs- aldri og býr í bænum Trento nyrst á Italíu, komst að því að eiginkonan hefði leiðzt út í að starfa fyrir símaþjónustuna vegna þess að henni leiddist heima hjá sér. Greindi dagblað- ið La Repubblica frá þessu. Reuters Skólabörn í Cardenas, heimabæ föður Elians Gonzalez á Kúbu, veifa kúbverska fánanum á fjöldafundi til stuðnings föðurnum í hápólitiskri for- ræðisdeilu hans og ættingja í Bandaríkjunum. Castro Kúbuleiðtogi hefur heitið stöðugum mótmælum unz drengurinn hefur verið sendur til Kúbu. Pútín segir enga refsingu felast í tilfærslu hershöfðingja Bandarískur þingmaður grípur til sinna ráða í „Kúbudrengsdeilunni“ Arásahlé sagt í þágu óbreyttra borgara Stefnt fyrir þingnefnd Grosní, Moskvu. AP, AFP. VLADIMÍR Pútín, settur forseti Rússlands, hélt því fram í gær að tveimur af æðstu yfirmönnum rúss- neska hersins í Tsjetsjníu hefði ekki verið skipt út vegna þess að stjórnin í Moskvu hefði verið óánægð með frammistöðu þeirra í stríðinu; að- eins hefði verið um venjubundna til- færslu manna í herstjórninni að ræða. Hlé var gert í gær á sókn Rússa í Grosní, héraðshöfuðborg Tsjetsjníu. Sagði Pútín hléið vera gert til að hlífa óbreyttum borgurum, en nú stendur yfir jólahátíð Austurkirkj- unnar, sem og trúarhátíð múslima við lok Ramadan-föstumánaðarins. Pútín útskýrði í sjónvarpsávarpi ákvörðunina um að gera hlé á hern- aðaraðgerðunum, en hún kom mörgum á óvart. „Hér er ekki um neina breytingu að ræða,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur það verið meðal markmiða okkar í þess- ari baráttu [að hlífa óbreyttum borgurum]. Við höfum ekki breytt markmiðum okkar og þeim mun verða náð.“ Á föstudag var tilkynnt, að hlé yrði gert á árásum í Grosní og að Gennadí Troshev og Vladimír Shamanov, hershöfðingjar víglínu- hersveita Rússa í Tsjetsjníu, hefðu verið færðir til í starfi. Staðgenglar þeirra tækju við. En Pútín vísaði því á bug að verið væri að refsa þeim. Þýzka dagblaðið Sáchsische Zeit- ung greindi frá því í gær, að Pútín hefði verið vísað frá Vestur-Þýzka- landi í lok áttunda áratugarins, sak- aður um njósnir. í frétt blaðsins er vísað í þýzkar leyniþjónustuupplýs- ingar og sagt frá því að Pútín hafi komið til starfa í Bonn árið 1975, þá opinberlega í hlutverki fréttaritara sovézku TASS-fréttastofunnar. Og í nýjasta hefti þýzka frétta- tímaritsins Der Spiegel er greint frá því, að njósnarar sem Pútín hafi fengið til starfa fyrir sovézku leyni- þjónustuna KGB, gætu enn verið að verki í þágu stjórnvalda í Moskvu í Þýzkalandi og hugsanlega annars staðar á Vesturlöndum. Míami. AP. BANDARÍSKUR þingmaður, mik- ill baráttumaður gegn stjórn Fidels Castros á Kúbu, hefur stefnt hinum sex ára gamla ílóttadreng Elian Gonzalez sem vitni fyrir þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vegna þessa má ekki senda dreng- inn úr landi í að minnsta kosti mán- uð, eða þar til dómstólar hafa ákveð- ið hvort rétt sé að senda drenginn í forsjá föður síns á Kúbu. Dan Burton, sem er einn af full- trúadeildarþingmönnum repúblik- ana, tilkynnti um stefnuna á föstu- dagskvöld, rétt eftir að ættingjar drengsins í Flórída höfðu stigið íyrstu lagalegu skrefin í þá átt að fá dæmt forræðið yfir honum. Juan Miguel Gonzalez, faðir Eli- ans á Kúbu, brást ókvæða við frétt- inni af stefnu Burtons. „Hvaða rétt þykist þessi maður hafa?“ spurði hann æstur, fyrir framan frétta- menn í heimabæ sínum Cardenas, þar sem fjöldi fólks var saman kom- inn til að styðja forræðiskröfu föð- urins. Á miðvikudag úrskurðuðu bandarísk innflytjendayfirvöld, INS, að eðlilegt væri að faðirinn hefði forræðið yfir drengnum og því skyldi hann sendur aftur til Kúbu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafa bæði lýst sig samþykk úrskurði INS. Útlaga-Kúbverj'ar æstir Forræðisdeila þessi hefur vakið gífurlega athygli í Bandaríkjunum. Mikil reiði ríkir meðal útlaga- Kúbverja þar í landi og í Miami hafa þeir staðið fyrir háværum fjölda- mótmælum gegn úrskurði INS. Hafa þeir hótað að leggjast á flug- brautina ef tilraun verði gerð til að fljúga með drenginn tii Kúbu. MORGUNBLAÐIÐ 9. JANÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.