Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 51 I DAG Arnað heilla QA ÁRA afmæli. í íl U dag, sunnudaginn 9. janúar, verður níræður Þórhallur Björnsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, Hamraborg 14, Kópavogi. Hann dvel- ur nú á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þórhallur tekur á móti ættingjum og vinum kl. 14-17 á afmælisdaginn í sal þjónustukjarna Sunnu- hlíðar, gengið inn í vestur- enda hússins. ^ pT ÁRA afmæli. Á I Omorgun, mánudag- inn 10. janúar, verður sjö- tíu og fímm ára Benedikt; Ólafsson, fyrrv. forstjóri, Langagerði 114, Reykja- vík. Eiginkona hans er Björg Ólöf Berndsen. SKAK llinsjón Margeir l’ótursson og vinnur. STAÐAN kom upp í sænsku deildakeppninni í ár. Johan Hultin var með hvítt, en Tiger Hillarp _Persson hafði svart og átti leik. 27. _ Rxg3! 28. fxg3 _ Dg5 29. Re2 _ Dxe3+ 30. Kg2 _ Dh6 31. KÍ2 _ e3+ 32. Kf3 _ Re5+! 33. dxe5 _ d4+ 34. Kg4 _ Dh5+ 35. Kf4 _ Bxe5 mát Skákþing Reykjavíkur 2000 hefst á í dag, sunnu- daginn 9. janúar. Skráning hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Sjá einnig heimasíðu TR: http:// www.simnet.is/tr Taflfélag Reykjavíkur fagnar nú aldarafmæli sínu. Læknirinn sagði að ég yrði að verá / róle heitum. fT A ÁRA afmæli. í dag, I V/sunnudaginn 9. jan- úar, verður sjötug Mar- grét Guðnadóttir, Brekkuhvammi 4, Hafn- arfirði. Eiginmaður Mar- grétar var Gísli Jónsson prófessor, en hann lést 1999. Margrét fagnar deg- inum með afkomendum sínum utan heimilisins. A ÁRA afmæli. Á íj morgun, mánudag- inn 10. janúar, verður fimmtugur Arnbjörn Ósk- arsson rafverktaki, Heið- argarði 8, Keflavík. Eig- inkona hans, Sólveig Haraldsdóttir, varð fimm- tug þann 3. febrúar sl. Af því tilefni ætla þau að fagna þessum tímamótum og taka á móti gestum í húsi Frímúrarastúkunnar Sindra, Bakkastíg 16, Njarðvík, laugardaginn 15. janúar frá kl. 17-21. pT A ÁRA afmæli. í tlvfdag, sunnudaginn 9. janúar, verður fimmtug- ur Guðmundur Kristberg Helgason fiskiðnaðar- maður, Lyngbraut 8, Garði. Eiginkona hans er Guðrún B. Hauksdóttir hjúkrunarforstjóri. Þau hjónin taka á móti ættingj- um og vinum á heimili sínu milli kl. 15-19 á afmælis- daginn. FLJOTSHLIÐ Enn eru mér í minni merkur friðar, er lýðir áður yrktu miðli ár Grjóts og Markarfljótsins; sólgylltan man ég Múía mæna þar völlu of græna, Merkjá, er bregður í bugður bláar, fegurst áa. Sat ég oft þar sér ypptir undir hlíðum fríðum, hóli á byggður háum, haugur Gunnars þjóðkunna. Æ var mér þá sem ég sæi segginn í örva hreggi þrjátíu einan ýtum ótrauðan rísa móti. Bjai-ni Thorarensen. Orðabókin Forsetningin til er á stundum ofnotuð í máli okkar. Góður vinur þessara pistla leggur hlustirnar vel því, sem hann heyrir mælt á þeim fjölmörgu rásum, sem í gangi eru og við eigum kost á að hlusta á. Hefur hann sent mér margvís- leg dæmi um orðafar, sem honum hugnar ekki hvorki í mæltu né rituðu máli. Er sjálfsagt að koma ýmsu því að í þess- um pistlum lesendum til umhugsunar og um leið til eftirbreytni. Ég segi eftirbreytni, því að Til ábendingar hans eru réttmætar að mínum dómi. Hann hefur m.a. tekið eftir, að forsetn- ingin til er notuð á mörgum stöðum, þar sem annað orðalag fer betur. Hér koma svo ýmis dæmi. Talað hefur verið um að úthluta styrkjum til nemenda. Hér færi ólíkt betur að tala um að úthluta nem- endum styrkjum, enda tekur so. að úthluta með sér tvenns konar þgf.andlag, eins og það nefnist í setningarfræði. Bílasalar auglýsa hver í kapp við annan bæði nýja og notaða bfla. I því sambandi hefur verið talað um að lána bíla til væntanlegra kaupenda. Sagnorðið (so) að lána tekur með sér þgf.- og þf.andl., lána e-m e-ð. Því ætti heldur að tala hér um að lána væntan- legum kaupendum bíla (til einhvers tíma). Þá færi ólíkt betur að tala um að senda hlustend- um kveðjur en senda kveðjur til hlustenda. Talað er um að senda e-m e-ð. - J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Frances llrake STEINGEITIN Afmælisbam dagsinsÞú ert metnaðarfullur og starfs- samur og langar virkilega til þess að láta gott af þér leiða. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þú ættir að leita uppi skoðana- bræður þína til þess að fá það á hreint að þú sért ekki einn í heiminum. Samstarf gæti leitt til hinnafurðulegustu atvika. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki aðra framkalla ein- hver viðbrögð hjá þér án þess að þú sjálfur ráðir því hver þau eru. Þú þarft að hafa yíírhönd- inagagnvart þeim. Naut (20. aprfl - 20. maí) Reyndu að breyta einhverju í þínu daglega fari svo þú losnir við leiðindatilfmninguna. Breytingarnar þurfa ekki að verastórvægilegar til þess að skipta sköpum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Láttu ekki tilfinningasemina hlaupa með þig í gönur og var- astu umfram allt að taka við- brögð annarra við vandamál- um þínum sempersónulegar árásir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þótt rödd hjartans eigi enginn að hunsa getur verið gott að láta höfuðið ráða endrum og sinnum. Reyndu að koma skipulagi á hlutinaáður en lengra líður á árið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Enda þótt farsælt sé að halda sig við dagskrána getur reynst gaman að bregðast við óvænt- um tækifærum og láta það eft- ir sér að bregðaá leik. Vog (23. sept. - 22. október) Leggðu þitt af rnörkum til þess að samskiptin við vini og vandamenn séu sem best og að einhverjir fáránlegir smámun- ir standisamskiptum manna ekki fyrir þrifum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Forðastu misskilning annarra með því að setja mál þitt fram með ótvíræðum hætti. Láttu ekki óvænta gagnrýni koma þérúr jafnvægi. Bogmaður 9 ^ (22. nóv. - 21. des.) mCr Reyndu að stofna til nýrra við- skiptasambanda því að þau gömlu eru orðin nokkuð þreytt og gætu gefist upp á árinu. Farðu þér samt aðengu óðs- lega.___________________ Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er nauðsynlegt öðru hverju að taka skoðanir sínar til rækilegs endurmats og at- huga um leið hvernig framtíð- aráætlunum miðar enbreyt- ingar breytinganna vegna eru óþarfar. Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) CSffi ú eru hagstæðir tímar til þess að koma áhugamálum þínum í framkvæmd. Notfærðu þér kringumstæðurnar og fáðu sem flesta á þitt band. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er eitthvert los á þér þessa dagana. Það sem þú átt að gera er að bretta upp ermarn- ar og hefjast handa við þau verkefni semfyrir liggja. Stjömuspána á að lesa sem dægmdvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Gleðilegt nýtt dr kœru viðskiptavinir Útsalan er hafin 20-50% afsláttur Glúl Verið hjartanlega velkomin Opið frá kl. 11-18 virka daga TísktlhÚS Uugavegi 101, sími 562 1510. Þóra L Hárhús Heilsa og fegurð Síðumúla 34 s. 568 8850 Agnes J UTSALAN HEFST A ÞRIÐJUDAG Allt að 70% afsláttur BODTIQUE Laugavegi 20b 5522515 Laugavegi 20b, sími 551 9130 L 5T ÍLL Skólavörðustíg 4a Sími 551 3069 BRIDSSKOLINN Námskeið ^ ® / a voronn Byrjendur: Hefst 24. janúar og stendur yflr í 10 mánu- dagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsyniegt að hafa með sér spilafélaga. Það geta allir lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Kennslubók fylgir námskeiðinu. Láttu slag standa! Framhald-1: IHefst 26. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Bridsskólinn býður upp á misþung framhaldsnámskeið. í þetta sinn verður námskeiðið í beinu framhaldi af byrjendanámskeiði, sem er kjörið fyrir þá sem áður hafa setið byrjendanámskeið skólans og aðra nýliða. Farið verður dýpra í Standard-sagnkerfið og séstök áhersla lögð á að þjálfa úrspilstækni og samstarfið í vörninni. ítarleg námsgögn fylgja og gert er ráð fyrir nokkru heimanámi. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 15 og 18 daglega. Bæði námskeiðin cru haldin í húsnæði Bridssambands íslands, Þönglabakka 1 í Mjódd, þriðju hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.