Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 11 hafa verið í gildi sérstök lög um verndun Mývatns og Láxár. Sam- kvæmt þeim er hvers konar mann- virkjagerð og jarðrask óheimilt, nema leyfí Náttúruverndarráðs (nú Náttúruverndar ríkisins) komi til. í>á var stofnað til sérstakrar nátt- úrurannsóknarstöðvar við Mývatn í samkomulagi við heimamenn. Heyr- ir stöðin undir umhverfisráðuneyti og hefur aðsetur og lögheimili á Skútustöðum við Mývatn. Þar fer fram ýmiskonar rannsóknastarfsemi á vettvangi, einkum í vistfræði og er hún í höndum innlendra og erlendra sérfræðinga. Fara rannsóknir svo til eingöngu fram á sumrin, enda lífríki að mestu í dvala á vetrum, og eru jafnan fjölmargir vísindamenn með aðsetur sitt þar yfir sumarmánuðina. Yfir vetrartímann fer fram vinna í rannsóknarstofum, m.a. við Háskóla íslands. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á þetta fyrirkomulag, ekki síst fyrir al- þingiskosningarnar í fyrra. Kom þá m.a. fram sú krafa að rannsókna- starf yrði flutt til Háskólans á Akur- eyri að einhverju eða öllu leyti. Agreiningur ráðuneyta Áður en upphaflegt vinnsluleyfi Kísiliðjunnar rann úr veitti þáver- andi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, nýtt leyfi til fimmtán ára, þvert á vilja Náttúruverndar- ráðs, en áskildi sér um leið rétt til að endurskoða skilmála leyfisins ef breytingar á dýralífi og gróðri við vatnið yrðu til hins verra. Náttúruverndarráð taldi ráðherr- ann með þessu hafa sniðgengið verndunarlögin og upp á yfirborðið kom ágreiningur menntamálaráðu- neytisins, sem hafði náttúruvernd á sinni könnu, og iðnaðarráðuneytis- ins. Mögnust á þessum tíma enn upp deilur í Mývatnssveit um vinnsluna, en þær höfðu þó verið ærnar fyrir. Samhliða framlengingu vinnslu- leyfisins 1985 var ákveðið að setja á laggimar nefnd sérfræðinga um Mývatnsrannsóknir og tók hún til starfa árið eftir. Var henni ætlað að fylgjast með áhrifum námai'ekstrar- ins á dýralíf og gróður við Mývatn, eins og það var orðað. Nefndin var endurskipuð 1989, þar sem hún hafði sjálf kvartað yfir óljósu hlutverid sínu, en eftir breytingarnar var henni ætlað „að gefa sérfræðilegt mat á því (1) hver áhrif séu af starf- rækslu Kísiliðjunnar á lífríki Mý- vatns við núverandi aðstæður og (2) hverjar verði líklegar afleiðingar áframhaldandi starfsemi hennar fyr- ir lífríki vatnsins, verði starfsleyfi Kísiliðjunnar framlengt og vinnslu- svæði hennar stækkað," eins og sagði í bréfi menntamálaráðherra í júní 1989. Hætta á hagsmuna- árekstrum Sérfræðinganefndin skilaði stöðu- skýrslu um málið í desember 1989 og áliti í júlí 1991 og tók fram að hún hafi ekki litið svo á að það hafi verið hlutverk sitt að meta hvort slík hugs- anleg áhrif á lífríkið væru óviðunandi eða ásættanleg, né gera tillögur um framtíð verksmiðjunnar á einn eða annan veg. Það hlutverk sé í höndum náttúruverndarráðs og stjómvalda. Tekið var fram að nefndin hafi verið skipuð samkvæmt tilnefning- um ýmissa aðila, utan formaður hennar og varaformaður. Þessir aðil- ar ættu hagsmuna að gæta eða þurfi að fjalla um niðurstöður nefndarinn- ar utan vettvangs hennar, auk þess sem sumir nefndarmenn hafi jafn- framt innt af hendi sérfræðistörf fyr- ir hana. Sagði m.a. í inngangi álits- ins: „Þetta skapar að sjálfsögðu hættu á að sérfræðileg viðhorf víki fyrir varðstöðu um hagsmuni." Tekið var fram að stjórnvöldum hafi verið bent á þetta og að allir aðilar málsins geri sér grein fyrir því. Ekki sé gott að sjá hvernig komast megi hjá slíkum annmörkum blandaðra sjónarmiða í nefndinni, en e.t.v. yrðu niður- stöðurnar trúverðugri fyrir bragðið þar sem nefndin hafi orðið sammála í öllum meginatriðum. Óvæntar niðurstöður Niðurstöður nefndarinnar voru að ýmsu leyti óvæntar. Kom í ljós að breytingar í ákomu næringarefna sem rekja má til starfsemi Kísiliðj- Kísiliðjan hóf starfsemi sína við Mvvatn árið 1966. unnar voru óverulegar í samanburði við umsetningu næringarefna innan vatnsins sjálfs. Þetta var andstætt því sem margir höfðu haldið fram. Rannsóknirnar sýndu hins vegar að tilflutningur sets innan vatnsins hafði breyst verulega vegna dýpkun- ar og landriss á Ytriflóa. Þótt ekki væri hægt að greina umtalsverð áhrif Kísiliðjunnar á lífríki vatnsins frá öðrum umhverfisþáttum, var tal- ið líklegt að breytingar á myndun og dreifingu sets innan vatnsins væru aðaláhrifavaldur Kísiliðjunnar á líf- ríki þess. Dýpkun á Ytriflóa um þriðjung og breyting á botngróðri og samfélagi botndýra hafi haft áhrif á lífsskilyrði þar og skilyrði vatnafugla til fæðu- öflunar á dældum svæðum hafi versnað. Nefndin taldi að einkum tvennt gæti tengst áframhaldandi vinnslu kísilgúrs. Annars vegar útvíkkun dældra svæða með tilheyrandi rösk- un botnsins og í kjölfar þess lakari skilyrði til framleiðslu mikilvægrar fæðu og fæðunáms. Hins vegar áframhaldandi röskun setflutninga og minnkandi ákoma sets í Syðriflóa og hugsanleg áhrif þess á næringar- efnabúskap og fæðuframboð í vatn- inu. Var þá fyrst og fremst átt við áhrif á botngróður og botndýr í efstu lögum setsins. Nefndin taldi hins vegar vafasamt að starfsemi Kísiliðjunnar hefði áhrif á dýrastofna Mývatns eftir öðrum leiðum. Var talið að þótt ekki hefði verið sýnt fram á að kísilvinnslan hefði veruleg áhrif á dýra- og plöntu- stofna Mývatns, væri ljóst að áhrif breytinga á setflutningum væru enn lítt rannsökuð og því yrði að fara með mikilli gát. Fjórir kostir kæmu til álita varðandi framhald kísilgúr- námsins; í fyrsta lagi að loka Kísiliðj- unni hið fyrsta og taka þannig enga frekari áhættu, í öðru lagi að fram- lengja eins og kostur væri leyfið í Ytriflóa, í þriðja lagi að færa vinnslu- svæðið yfir í Bola við Teigasund og í fjórða lagi að leyfa áframhaldandi dælingu kísilgúrs án frekari fyrir- vara, þótt sá kostur væri varla raun- hæfur miðað við þá varfærni sem sjálfsögð væri við nýtingu þessarar auðlindar. Flórgoðinn nær sér á strik Tók nefndin sem slík hins vegar enga afstöðu til ofangreindra kosta, en þó var tekið fram að námugryfjur á Bolum og í Syðriflóa hefðu mögu- lega þrenns konar bein áhrif; rif botns á ódældum svæðum, lífræn efni gætu sópast af ódældum svæð- um niður í dæld svæði og grænþör- ungar, öðni nafni kúluskítur, sem mynda teppi á botni Syðriflóa og eru ekki botnfastir, sópast niður í dæld svæði. Athyglisvert er að geta þess að nefndin taldi í skýrslu sinni ljóst að flórgoða virtist fara mjög fækkandi við Mývatn og það væri talið eitt helsta merkið um bein áhrif kísil- gúrvinnslunnar á lífríkið. Morgun- blaðið hefur hins vegar fengið stað- fest að á undanförnum árum hefur flórgoðastofninn náð sér mjög á strik og líkist nú því sem var fyrir daga Kísiliðjunnar. Bendir því ekkert til að fækkun hans á sínum tíma hafi verið af völdum kísilgúrnámsins. Ekki verið fylgt eftir Vilhjálmur Lúðvíksson, efnaverk- fræðingur, sem sæti átti í sérfræð- ingahópnum, segir nú að í Ijósi sög- unnar og skýrslu erlendu sérfræðinganna sé það miður að menn hafi ekki fylgt nægilega eftir þeim vísbendingum sem þá voru settar fram um leit að frumorsökum sveiflna eða breytinga í vatninu og gengið var út frá í skýrslu sérfræð- inganefndarinnar. „Menn fóru þess í stað í mjög afmarkaðar rannsóknir á setflutningum og komust að ein- hverri niðurstöðu út frá hugmyndum um setflutninga út af fyrir sig, en ekki í samhenginu innan lífkerfisins, þ.e. frá uppsprettu næringarefna í gegnum frumframleiðni og síðan í gegnum fæðustigann. Það horfðum við aðallega á í okkar vinnu og segja má að þeirri vinnu hafi verið hætt að miklu leyti,“ sagði hann. Vilhjálmur kvaðst ekki kunna skýringar á því, menn hafi viljað fara einhverjar aðrar og styttri leiðir. „Að mínu mati var þetta ófullnægj- andi nálgun, því eftir sem áður standa opnar spurningar um lífríki vatnsins og hvað það er sem ræður ferðinni eins og enn á ný hefur komið íljós.“ Setflutningahópurinn Rannsóknum á lífríki Mývatns var þó hvergi nærri lokið og í marsbyrj- un árið 1992 var Verkefnishópur um Mývatnsrannsóknir umhverfisráðu- neytisins, eða setflutningahópurinn, eins og hann var gjarnan nefndur, skipaður. Skilaði hann greinargerð í lok mars ári síðar. Setflutningahópn- um var falið að rannsaka sérstaklega áhrif setflutninga í vatninu, enda set- lagið mikilvægt vegna næringarefna þess fyrir lífríkið. Leitað vai- svara við eftirfarandi spurningum: Hvern- ig er setflutningum háttað í Mývatni miðað við núverandi ástand? Hvern- ig er líklegt að setflutningum hafi verið háttað fyrir námavinnslu og landris? Hvernig er líklegt að set- flutningar breytist við áframhald- andi kísilgúmám miðað við mismun- andi staðsetningu námasvæða? Hver eru líkleg áhrif breytinga á setflutn- ingum á lífríkið? Á fyrsta ári rannsóknanna var einkum leitað svara við fyrstu spum- ingunum varðandi setflutninga. Afl- að var viðamikilla gagna til að þróa og sannprófa straumfræðilegt líkan af Mývatni. Einnig var þróað stærð- fræðilegt líkan sem líkir eftir uppróti setsins af botni og hvemig það sest til botns á nýjan leik. Verkefnishóp- urinn komst að þeirri niðurstöðu að setflutningar í Mývatni væm miklir og að þeir ættu sér einkum stað þeg- ar vindur væri 5 vindstig eða meiri. Þá taldi hann að Ytriflói væri nokkuð einangraður frá syðri hluta vatnsins hvað varðaði strauma og setflutn- inga. Verkefnishópurinn taldi því að lík- anakeyrslur væru fullnægjandi grundvöllur til að byggja á ákvarð- anir um námavinnslu í Mývatni og að niðurstöður þeirra væru afdráttar- lausar. Þótt Mkan verði aldrei meira en einfölduð mynd af raunveraleik- anum væri sýnt að betri grundvöllur til ákvarðana um tilhögun kísilgúr- vinnslu í framtíðinni sé ekki í boði sem stendur. Með reiknilíkani því sem gert hafi verið sé m.a. hægt að meta áhrif áætlaðra gryfja á Bolum og í Syðriflóa á straumakerfi Mý- vatns og setflutninga betur en með öðram tiltækum ráðum. Tvö stöðuvötn? Niðurstöður líkanreikninganna sýndu að Ytriflói er tiltölulega ein- angraður frá syðrihluta vatnsins auk þess sem breytingar í setflutningum til Syðriflóa vegna kísilgúrnáms í Ytriflóa og landriss frá því sem áður var séu óverulegar og að líkindum innan óvissumarka líkansins. Segja má að þarna komi fram það álit að Mývatn sé í raun réttri tvö stöðuvötn. Flóarnir tveir, Syðriflói og Ytriflói, séu alleinangraðir hvor frá öðram, tengdir saman með mjóu og grannu sundi, Teigasundi. Ytriflói er rúmlega 8 km2 og Syðri- flói rúmlega 29 km2. Meðaldýpi Ytri- flóa var um 1 m áður en taka kísil- gúrs hófst, en mun nú nema um 2,7 m á dældum svæðum. Á hinn bóginn er meðaldýpi Syðriflóa um 2,3 m, en þar hefur aldrei verið numinn kísil- gúr, því námasvið Kísilvinnslunnar hefur frá upphafi verið einskorðað við Ytriflóa og nær yfir um 40% af flatarmáli hans.Tvö vötn önnur til- heyra vatnakerfi Mývatns, Græna- vatn og Sandavatn og eyjar þess skipta tugum, langflestar í Syðriflóa. I áliti hópsins kemur ennfremur fram að það set sem tapast myndi of- an í áætlaðar gryijur á Bolum sé tal- ið vera á bilinu 9.000-15.000 tonn af þurrefni á ári. Þá er miðað við veður eins og var sumarið 1992, þegar rannsóknir hópsins fóru fram, og að tvær gryfjur séu á Bolum, samtals l, 52 km2 að flatarmáli. Taldi hópur- inn að langvarandi vinnsla í Bolum myndi hafa í för með sér veralegar breytingar á lífsskilyrðum í Mývatni. Mikilvægt er að hafa í huga, að miðað við álit setflutningahópsins, jafngildir ósk um námaleyfi í Syðri- flóa í raun ósk um vinnslu í nýju vatni. Umdeilt samkomulag Kísiliðjan starfar nú samkvæmt námaleyfi, sem gefið var út af iðnað- arráðherra 7. apríl 1993, en um leið og það var gefið út var skýrt frá sam- komulagi iðnaðarráðuneytis, um- hverfisráðuneytis og Náttúravernd- arráðs (nú Náttúraverndar ríkisins) þar sem fram kom sá skilningur allra málsaðila að með útgáfu leyfisins væri verið að gefa svigrúm til að hætta kísilgúrtöku úr Mývatni. Sú grundvallarákvörðun var tekin að binda framlengingu leyfisins við vinnslu í Ytriflóa, eins og verið hafði, en heimila Kísiliðjunni ekki að hefja dælingu kísilgúrs af botni Syðriflóa þótt eftir því hefði verið leitað, því fram hefði komið að rannsóknir hefðu sýnt að botngröftur hefði óæskileg áhrif á undirstöður vist- kerfisins í Mývatni og ekki væri rétt að taka þá áhættu fyrir lífríki Mý- vatns, sem fælist í námavinnslu í Syðriflóa. Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, var þá umhverfisráðherra og sagði hann við Morgunblaðið að við þessa ákvörðun hefði náttúran verið látin njóta vafans. Orðið hafði að sam- komulagi að ganga eilítið lengra en ráðlegt gat talist út frá vemdarsjón- armiðum í vinnslu í Ytriflóa og skapa þannig ákveðið svigrúm þar til námaleyfið rynni út 2010. Jafnframt vora yfirgnæfandi líkur taldar á að námur tæmdust fyrr, eins og nú virð- ist ætla að verða raunin. Til að vega að einhverju leyti gegn því, vai' stofnaður sérstakur sjóður til að stuðla að aukinni fjölbreytni at- vinnulífs í Mývatnssveit og í hann hefur síðan rannið ríflega hálf millj- ón króna á ári hverju. Vísindamenn vora ekki á eitt sátt- ir um umrætt samkomulag og töldu að með því væri gengið alvarlega á náttúruverðmæti Mývatns, en það væri e.t.v. nauðsynlegt til að búa íbúana undir lokun Kísiliðjunnar. Stuðningsyfirlýsing íbúa Hagsmunaaðilar hafa ekki verið á eitt sáttir um rannsóknir íslenskra vísindamanna á áhrifum Kísiliðjunn- ar á lífríki Mývatns. Mývetningar afhentu Finni Ing- ólfssyni, þáverandi iðnaðarráðherra, m. a. stuðningsyfirlýsingu við áfram- haldandi starfsemi iðjunnar á Al- þingi 27. maí 1998. Meirihluti íbúa við Mývatn skrif- aði undir yfirlýsinguna og í tilkynn- ingu, sem hópurinn sendi frá sér, sagði að þrátt fyrir áratuga rann- sóknir og um 60 milljóna króna fram- lög til rannsókna á undanförnum ár- um hafi ekkert komið fram sem stutt geti fullyrðingar um að efnistaka skaði lífríkið. Meirihluti íbúa við vatnið hafni því málflutningi þeirra líffræðinga og andstæðinga Kísiliðj- unnar sem haldið hafa fram skað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.