Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Fra setnmgu flugmálaráðstefnunnar í Dublin árið 1946. Þar var ákveðið að Veðurstofa Islands tæki að sér veður- þjónustu við flugið yfír Norður-Atlantshafi, sem er eitt stærsta flugumferðarsvæði heims. Það eru skiptar skoðanir á því hvort eðlilegt er að starfs- menn Veðurstofunnar ákveði rýmingu húsa þegar hætta er yfírvofandi að sögn Magnúsar. Stykkishólmur árið 1870 en þar hófust fyrstu reglu- bundnu veðurathuganir hér á landi sem staðið hafa óslit- ið fram á þennan dag. Auknar kröfur um að náttúran sé vöktuð s / 180 ár hefur Veðurstofa Islands skráð og spáð í veður með það að markmiði að auka öryggi þegnanna. Athuganir, vöktun og rannsóknir varðandi jarðskjálfta og elds- umbrot, snjóflóð og hafís eru einnig á verk- efnaskrá Veðurstofunnar. Hildur Einarsdóttir ræddi við Magnús Jónsson veðurstofustjóra um starfsemi Veðurstof- unnar á umliðnum árum og skyggndist inn í framtíðina. Morgunblaðið/Ásdís Á spádeild Veðurstofunnar rýna þeir Þorsteinn Jónsson og Björn Sævar Einarsson í veðurkortin. Eitt meginmarkmið með umfangsmiklum jarðskjálftarannsóknum Veð- urstofunnar er að geta spáð fyrir um jarðskjálfta. AÐ var 1. janúar árið 1920 sem Veðurstofa íslands tók til starfa. Fram að þeim tíma hafði danska veðurstofan annast veðurathuganir hér á landi. í upphafi var Veðurstof- an deild í Löggildingarstofunni en ástæða þess var sú að fyrsti veðurs- tofustjórinn, Þorkell Þorkelsson, var forstöðumaður þeirrar stofnunar. Þorkell var eðlisfræðingur að mennt og hafði allt frá árinu 1907 haft ýmis samskipti við dönsku veðurstofuna sem hafði stundað hér veðurathug- anir í 40 ár eins og kemur fram í Sögu Veðurstofu íslands sem kom út í tilefni aftnælisins og er rituð af Hilmari Garðarssyni sagnfræðingi. ,Ástæðan fyrir stofnun íslenskrar veðurstofu var m.a. nýfengið sjálf- stæði íslendinga sem vildu sýna að þeir gætu staðið á eigin fótum á flestum sviðum," segir Magnús Jónsson, núverandi veðurstofustjóri, þegar við ræðum við hann um starf- semi Veðurstofu íslands. „Þá var nútíma veðurfræði að verða til á þessum árum, einkum fyr- ir tilverknað nokkurra norskra og sænskra veðurfræðinga sem störf- uðu við veðurstofuna í Bergen,“ heldur Magnús áfram frásögn sinni. „I Bergen sem er vagga veðurfræð- innar var um þetta leyti ungur ís- lendingur, Jón Eyþórsson, að nema veðurfræði. Kom hann heim 1926 og er hann því fyrsti Islendingurinn sem lærði veðurfræði og varð hann síðar deildarstjóri veðurspárdeildar Veðurstofunnar. Eitt fyrsta verk þans hér var að semja lagafrumvarp um Veðurstofu íslands ásamt Ólafi Thors árið 1926.“ Veðurþjónusta fyrir eitt stærsta flugumferðarsvæði heims Það kemur fram í máli Magnúsar að Veðurstofan hefur í þau áttatíu ár sem hún hefur starfað gengið í gegn- um ýmis þróunartímabil. „I upphafi starfseminnar var henni ætlað að hafa umsjón með veðurathugunum í landinu, gefa út veðurfarsskýrslur og veðurspár og hafa umsjón með jarðskjálftamælum sem settir höfðu verið upp. Hafísathuganir og úr- vinnsla þeirra átti enn um sinn að vera íþöndum dönsku veðurstofunn- ar en íslendingum var ætlað að safna saman hafístilkynningum og átti Veðurstofan að senda út aðvaranir til sjófarenda ef hafíss yrði vart á siglingaleiðum," segir Magnús. „í fyrstu voru starfsmenn fjórir og fjölgaði þeim hægt fyrstu tuttugu ár- in því í stríðsbyrjun voru þeir orðnir átta. Á þessum árum var flugið að slíta barnsskónum en á stríðsárun- um og strax eftir stríðið jókst flug- umferð til muna og þurfti hún á um- fangsmikilli veðurþjónustu að halda,“ segir Magnús. „Flugumferð hafði einkum aukist yfir Atlantshafið á leiðinni milli Evrópu og Norður- Ameríku og millilentu margar flug- vélar á íslandi. Bretar höfðu annast flugumferðarstjórn og flugveður- þjónustu á þessari flugleið. Á ílug- málaráðstefnu í Dublin árið 1946 var ákveðið að ísland tæki að sér þjón- ustu við flugið á Norður-Atlantshafi og átti Veðurstofa Islands að veita fluginu veðurþjónustu. Gerður var samningur 1948 við Alþjóðaflugmál- astofnunina um að Island annaðist flugumferðarstjórn, fjarskipti og veðurþjónustu á N-Atlantshafi og þessi samningur er í meginatriðum enn í gildi. Við þetta fjölgaði starfs- mönnum Veðurstofunnar um marga tugi. Er þetta er eitt stærsta flugum- ferðarsvæði heimsins og því eðlilega stórt verkefni fyrir litla þjóð og fá- mennar stofnanir," segir Magnús. Jarðskjálftarannsóknir stór- efldar „Næsta stórverkefni í starfsemi Veðurstofunnar varð á sviði jarð- skjálftafræða seint á níunda ára- tugnum. Þá voru jarðskjálftamæl- ingar stórefldar, fyrst með uppsetningu mælakerfis á Suður- landi en síðar með landsneti sískrá- andi jarðskjálftamaila. Framan af voru helstu verkefni jarðeðlisfræði- deildar sem stofnuð var 1953 einkum umsjón og úrvinnsla jarðskjálfta- mælinga auk þess sem hún gaf út ársrit um jarðskjálfta á íslandi. í dag eru um 40 mjög næmir jarðskjálftamælar víða um land sem vakta minnstu hreyfingar jarðskorp- unnar og gefnar eru upplýsingar strax og jarðhræringar eiga sér stað og jafnvel gefnar út viðvaranir þótt enn eigum við vafalaust nokkuð í að geta spáð fyrir um jarðskjálfta. En það er einmitt meginmarkmið með umfangsmiklum jarðskjálftarann- sóknum sem við stundum á Veður- stofunni." Ákveða rýmingu húsa í snjóflóðahættu Magnús segir að þrátt fyrir að nokkur mannskæð snjóflóð hafi fallið snemma á þessari öld var það ekki fyrr en snjóflóðið mikla féll í Nes- kaupstað árið 1974 og varð tólf manns að bana, að landsmenn voru vakth' upp af værum blundi og þeir minntir á þá hættu sem fjölmennri byggð getur verið búin þegar mikill snjór safnast í þröttum fjallshlíðum ofan hennar. ,Ári síðar var ákveðið að komið yrði á fót miðstöð snjó- flóðarannsókna og_ var talið eðlileg- ast að Veðurstofa íslands hýsti mið- stöðina. Snjóflóðastai-fsemin hófst með gagnaöflun og rannsóknum en síðar meir fór Veðurstofan að að- stoða almannavarnir á snjóflóðaþétt- býlisstöðum við ákvarðanatöku um rýmingai- þegar hætta var talin yfir- vofandi. Þótt lög væru sett um snjó- flóðavarnir 1985 var veruleg and- staða víða um land við hættumats- gerð og fleira tengt snjóflóðahættu og því gengu hlutir hægt fyrir sig allt fram á 10. áratuginn. Það var raunar ekki fyiT en í kjölfar snjóflóða- slysanna miklu 1995 að stóra skrefið í starfsemi Veðurstofunnar í snjóf- lóðamálum var tekið. Þá er ákveðið með lögum að eftirlit, varnarvirkja- gerð og hættumat sem tengist snjó- flóðum yrði fært undir umhverfis- ráðuneytið. I framhaldi af því var Veðurstofunni falið að taka við stærstum hluta þessara verkefna," segir Magnús. Þetta markar þriðja stóráfangann í sögu stofnunarinnar. „Til viðbótar áðurnefndum verk- efnum er Veðurstofunni nú ætlað að gefa út viðvaranir og ákveða rým- ingu einstakra húsa á þeim þéttbýlis- stöðum þar sem snjóflóðahætta get- ur verið að skapast." Aðspurður segir Magnús að það séu skiptar skoðanir á því hvort eðlilegt sé að starfsmenn Veðurstofunnar ákveði rýmingu með þessum hætti, þegar hætta er yfirvofandi. Hins vegar megi ekki gleyma því að snjóflóða- málaflokkurinn sé og hafi verið afar viðkvæmur og erfiður, ekki síst vegna þess að rýmingar- og hættu- mat tengist verðmætum fasteigna. „Það er því lítt fysilegt fyrir bæjar- yfirvöld eða lögreglu á viðkomandi stað að ákveða slíkt. Þegar farið var fram á að við gegndum þessari skyldu fannst mér ekki stætt á að hafna því. Þekkingin á snjóflóðamál- um er mest hér á Veðurstofunni og hjá þeim starfsmönnum sem stax-fa á vegum hennar vítt og breitt um land- ið. Eg tel að það kerfi sem nú er við lýði hafi aukið öryggi íbúanna og því sannað tilverurétt sinn. Tölvureiknaðar veðurspár hafa tekið stórstígum framförum Það olli líka miklum þáttaskilum í starfsemi Veðurstofunnar þegar byrjað var að útvai'pa veðurfréttum árið 1930 en við það jókst mjög ör- yggi íbúanna. Það hefur verið eitt meginhlutverk Veðurstofunnar í þessi 80 ár sem hún hefur starfað að spá fyrir um veðrið með það að markmiði að draga úr búsifjum landsmanna af völdum illviðra og auðvelda þeim glímuna við náttúru- öflin. Tvö síðustu ár hafa til dæmis ekki orðið sjóslys við Island og tel ég veðurþjónustuna eiga sinn þátt í því.“ Magnús segir einnig, að tölvu- i'eiknaðar veðurspár hafi valdið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.