Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 27 Þau komu mér aftur á lappir eins og þeirra var von og vísa Þeir skipta þúsundum Islendingarnir sem notið hafa afraksturs vinnu SÍBS af hinum fjölbreytilegustu ástæðum í gegnum árin. An aðstöðunnar á Reykjalundi og Múla- lundi væri vegur margra ekki sá sem hann er í dag, um það geta margir vitnað. Eins og til dæmis þau Helgi Borgfjörð Kárason og Helena Kr. Jónsdóttir, sem Morgunblaðið ræddi við í vikunni. Helgi BorgQörð Kárason Morgunblaðið/Porkell Stökkpallur út í lifið Itelgi BorgQörð varð fyrir miklu áfalli aðeins 12 ára ganiall. Hann hafði fæðst með hjartagalla og var kom- inn á virt sjúkrahús í Birm- ingham í Alabama þar sem lagfæra átti gallann. Að- gerðin sem slík tókst vel, en „afleiðingarnar voru ekki nógu góðar“, eins og Helgi segir, því hann fékk heila- blóðfall meðan á aðgerðinni stóð og átti það eftir að marka líf hans. Við tóku erfið ár og var Helgi sendur í sveit eftir að skólaganga reyndist um megn. En þar kom, að sem unglingur kom Helgi á Reykjalund þar sem hann dvaldi á annan mánuð og -.byggði sig upp“, eins og hann segir. „Reykjalundur var sem stökkpallur út í lífið aftur fyrir mig, á því er eng- inn vafi,“ segir Helgi Borg- fjörð. Eftir aðra sveita- dvöl fór hann að vinna í Mú- Ialundi. Þar gekk Helga vel og þar kynntist hann m.a. Gunnari Grettissyni starfsmanna- stjóra sem ásamt öðrum hvatti hann til að láta enn reyna á skóla- göngu. „Eg skráði mig þá í Fjöl- brautaskólann í Ármúla og náði þar stúd- entsprófi á fjórum árum eins og algengt er hjá öllu venjulegu fólki,“ segir Helgi, sem nú starfar sem vörður á almenningssalerni í borginni. Maður leggst ekki með fætur upp í Ioft Helena Kristín Jónsdóttir er 33 ára í dag, en var 17 ára þegar hún lenti í alvarlegu bflslysi. Hún varð fyrir alvarlegum meiðslum og lamaðist vinstra megin á líkaman- um. Eftir að hafa legið þungt hald- in um tíma lá leiðin fyrst á Grens- ás og síðan á Reykjalund til endurhæfingar. Það var löng og torsótt leið og enn í dag býr Hel- ena við „hreyfiskerta lömun“ á vinstri hendi og fæti. En hún er ekki bundin við hjólastól og fer allra ferða sinna, „með strætis- vögnum, enda orðin mjög um- hverfisvæn með árunum“, segir hún. Helena hefur um árabil verið tíður gestur á Reykjalundi og ber starfsfólki og aðbúnaði vel söguna. Hún orðar það einfaldlega þannig: „Þau eru yndisleg, öll saman.“ Það var ekki nóg með að Helena þyrfti Helena Kr. Jónsdóttir að endurhæfa líkama sinn vegna slyssins, heldur hafði hún frá barnsaldri lifað við stöðuga bak- verki. „Eg er frekar hávaxin og þegar ég var 12 ára óx ég um 15 til 17 sentímetra á einu ári og það var meira en bakið þoldi. í fyrra fór svo bakið alveg og þá þurfti ég aftur að leita á Reykjalund. Bakið var spengt saman og þau komu mér aftur á lappir eins og þeirra var von og vísa.“ Hugarfarið skiptir ekki minnstu. Á Reykjalundi fann Hel- ena að góðir fagmenn hugsuðu um hana og það var hvatning til að líta björtum augum fram veginn. Síðustu árin hefur hún ferðast víða um, bæði innanlands og utan, m.a. var hún skiptinemi í eitt ár í Bandaríkjunum. „Ég er núna á uppeldisbraut. í Ármúlaskólanum og það er mikil vinna. Maður gerir ekki mikið annað á meðan. Ég má ekkert vera að því að leggjast með fætur upp í loft. Ég_ lít svo á að ég hafi verið heppin. Ég hef fengið heilsuna nokkurn veginn til baka, get farið ferða minna hjálparlaust, á góða að og kvarta ekki. Maður á að vera jákvæður," segir Helena. 800 7000 Gjaldfijálst þjónustunúmer \tfr __Gerir meira fyrir þig_ Tilboðið gildir til 10. janúar 2000. SÍMINN-SSM Vertu í góðu sambandi við vini og ættingja á ferðum þínum erlendis ’t m Við bjóðum þér að fá GSM-kort og um leið þitt eigið GSM-sfmanúmer án þess að greiða krónu í stofngjald. Með því sparar þú 2.200 krónur! Láttu verða af því að fá þér GSM-síma núna og nýttu þér þetta einstaka tilboð. GSM-kortin fást í verslunum Símans og hjá umboðsaðilum Símans GSM um land allt. F r ítt GSM-kort!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.