Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 37 SIGURRÓS G UÐBJARTSDÓTTIR tSigurrós Guð- bjartsdóttir fæddist á Meiri- bakka í Skálavík 30. maí 1912. Hún and- aðist á Landspítalan- um hinn 2. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðbjartur Sigurðs- son og Halldóra Mar- grét Sigurðardóttir frá Bolungarvík. Eiginmaður Sigur- rósar var Steinn Ingi Jóhannesson, f. 20. desember 1906, d. 8. júlí 1987. Börn þeirra eru: Val- geir, f. 19. desember 1929, d. 5. maí 1930; Erla, f. 9. apríl 1931; Kristín, f. 27. maí 1932; Valgerður, f. 26. september 1935; Ingibjörg, f. 13. apr- fl 1938; og fóstur- dóttir og frænka, Svanhvít Hallgríms- dóttir, f. 22. septem- ber 1947. Utför Sigurrósar fer fram frá Ás- kirkju á morgun, mánudaginn 10. jan- úar, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Þá er kveðj- ustundin runnin upp og þú ert búin að fá langþráða hvíld. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú gekkst mér í móðurstað þegar ég tæplega eins árs missti móður mína. Móðir mín og þú voruð systradætur. Margs er að minnast og sakna. Eg minnist bernskuára minna þegar þú sast við saumavélina þína, allt lék í höndunum á þér, enda varstu fyrir- myndar húsmóðir og mai’gan falleg- an fatnaðinn saumaðir þú á mig og prjónaðir. Þú og pabbi sem einnig var mér yndislegur faðir reyndust mér góðir foreldrar og er ég þakklát fyrir að hafa alist upp hjá ykkur og átt yndislegt heimili. Þú varst með afbrigðum góður bakari og varst dugleg að baka og alltaf til bakkelsi með kaffinu. Ég man að vinkonur mínar höfðu orð á því hve góð brúna lagtertan væri hjá þér. Tónlistar- uppeldi hlaut ég hjá ykkur og var mikið sungið heima enda hafði pabbi sungið í kór og þú varst söngelsk og margar hjómplötur voru til heima, þú hélst mikið uppá Hauk Morthens söngvara og lagið Til eru fræ, einnig hélstu upp á lagið Fjallið eina sem Sigurður Ólafsson söng. Þú kenndir mér snemma bænir og vers og gafst mér fallega bænabók sem ég hef kennt börnum mínum vers úr. Þú varst trúuð og áttir Drottin þinn og frelsara. Elsku mamma, það er svo margs að minnast, sérstaklega eftir að ég flutti frá Grindavík til Reykja- víkur var mjög náið samband á milli okkar. Það veitti mér mikla ánægju að koma til þín á Hrafnistu og rifja upp liðna tíð og hlusta með þér á seg- ulbandsspólur. Þú baðst mig ásamt vistfólkinu á deildinni þinni að spila stundum á 'píanóið fyrir ykkur og var þá sungið með, stundum söng Guð- rún einsöng, það gladdi þig mjög. Þannig var síðasta aðventan okkar. Þú varðst fyrir því að brotna illa á Þorláksmessu og fórst á Landspítal- ann, þar áttum við fallega jólastund á aðfangadag og á jóladag lásum við saman jólakortin og kom Þorgerður með kórinn sinn og stöðvaði við dyrnar á sjúkrastofunni og þau sungu Heims um ból fyrir okkur, það var eftirminnileg stund sem ég gleymi aldrei. Elsku mamma mín, mér var ljúft að fá að sitja hjá þér síðustu ævistundirnar þínar og vera hjá þér þar til yfir lauk á sjúkrahús- inu. Innilegar þakkir færi ég hjúkr- unarfólkinu sem þar annaðist þig og veittu okkur og Stinu systur styrk í þínum veikindum. Ég er stolt af þér og dugnaði þínum og að hafa átt þig, pabba og dætur ykkar að sem for- eldra og systur og þakka fyrir allt sem þið hafið veitt mér. Elsku mamma, ég kveð þig með þessum sálmi sem ég las við andlát þitt og bið guð að blessa minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk iyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hþóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir Svanhvít Hallgrímsdóttir. Við leiðarlok langar mig að minn- ast fyrrverandi tengdamóður minn- ar, Sigurrósar Guðbjartsdóttur, sem lést 2. janúar sl. Eftir að ég kynntist dóttur hennar, Svanhvíti, árið 1977 var ég fljótlega kynntur fyrir Sigur- rósu og manni hennar, Steini Inga Jóhannessyni, sem er látinn fyrir all- mörgum árum. Mér var strax ákaf- lega vel tekið af þeim hjónum, enda indælis manneskjur bæði tvö, ættuð og uppalin vestur á fjörðum en þá löngu flutt til Reykjavíkur. Sigurrós var ákaflega sterk og ákveðin kona sem lét aldrei bugast þótt erfiðleikar steðjuðu að, bæði vegna veikinda húsbóndans um tíma, og uppeldis á börnum bæði sínum og annarra heldur vann sig fram úr hverjum vanda með ákveðni, festu og einstökum dugnaði. Börnum mínum og Svanhvítar var hún ákaflega góð amma, en þau eiu yngstu barnabörnin hennar og fylgdist hún vel með uppvexti þeirra og á ég henni þar margt að þakka og þeim hjónum báðum. Bið ég þeim guðs blessunar fyrir handan móðuna miklu. Einar Óskarsson. Elsku amma, nú var þinn tími kominn. Mikið leið mér vel að fá að sitja hjá þér þessar síðustu stundir því það var svo mikill friður og ró yf- ir þér. Þótt það tæki þig nokkra daga að kveðja þennan heim þá varst þú tilbúin. Minningarnar eru margar og afi er alltaf með í þeim. Á sunnudags- morgnum þegar ég heyrði að afi fór fram þá læddist ég uppí til þín. Stuttu seinna kom afi með kaffisopa og kandís til okkar. Þetta voru ljúfar stundir og ennþá fæ ég kaffitár í rúmið. Helgi minn sér um það núna. Eitt sumarið vantaði Ólöfu húsaskjól og fékk að vera hjá ykkur. Hún kom með lítinn gimstein með sér. Það var hún Rannveig sem gaf okkur svo mikla gleði og líf. Ég man enn eftir ljómanum í augunum ykkar þessar stundir sem þið áttuð með henni. í hvert skipti sem ég varð veik var það mitt fyrsta verk að spyrja mömmu hvort hún væri búin að hringja og láta hana ömmu vita því amma kom alltaf með eitthvert góðgæti í poka og þá var batinn ekki langt undan. Amma var mikil saumakona og þegar ég varð sextán ára komu amma og afi með glænýja saumavél handa mér og ég varð alveg hvumsa yfir þessari gjöf, ég sem kunni ekki neitt að sauma, en það breyttist fljótt og er þessi vél enn í notkun. Árið 1972 giftist ég, eignaðist mína fyrstu íbúð og son. Éinn daginn veður mér litið út um gluggann og sé ég hvar amma og afi eru að bisast Erfisdrykkjur dUcKbigaM/lð GAPi-iim Dalshraun 13 S. 555 1477 ♦ 555 4424 með gulan stól á milli sín. Jú, jú, það var ekki hægt að gefa barni brjóst nema stóllinn væri með örmum. Eld- húskollur eða svefnbekkur, nei, það gekk ekki upp. Elsku amma, ég veit að afí tekur á móti þér og strýkur þér um vangann með sinni ljúfu og hlýju hendi. Góður guð geymi ykkur. Sigurrós Halldórsdóttir. Elsku amma mín. Það er sár til- finning sem býr í brjósti mér, sökn- uður. Það er með ólíkindum hvað ég sakna þín nú þegar þú hefur lokið þessari jarðvist. Margs er að minn- ast og man ég vel þegar ég lék mér á Jökulgrunni þar sem þið afi bjugguð, svo þegar afi var orðinn heilsulítill þá fóruð þið yfir á Hrafnistu, þar bjóstu allt til dauðadags. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að ömmu. Eftir að ég hóf störf hjá Skjóli voru stundir okkar fleiri og þú varst svo stolt af mér, gekkst með mér um gangana og sagðir og sýndir öllum hvað þú værir stolt af mér, ég væri nafna þín og ég væri að vinna í Skjóli. Svona varstu, þú varst svo stolt af öllu þínu fólki. Mikið þótti mér líka gaman þegar þú talaðir um hvernig allt var í gamla daga, hversu erfitt það var að kom- ast í gegnum lífið, lífskjörin voru ekki eins og þau eru í dag. Um allt gátum við spjallað og á meðan prjónaðirðu og horfðir ekk á það sem þú prjónaðir á meðan. Handlagin varstu, það gladdi þig svo mikið þeg- ar ég sagði þér að ég ætti vin og til þess að þú gætir verið viss um að hann væri mér góður spurðir þú mömmu um allt varðandi hann og varðst líka svo ánægð fyrir mína hönd. Þú vildir mér allt það besta og ekki bara mér heldur öllum. Elsku amma, ég þakka þér fyrir að hafa átt hlutdeild í lífi mínu, allar stundir okkar saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Ég bið algóðan guð að varðveita þig og minningu þína. Sigurrós Einarsdóttir. Elsku amma mín, mikið sakna ég þín óskaplega. Þótt ég sé ung á ég margar minningar um þig, til dæmis þegar ég kom í heimsókn til þín á Hrafnistu baðstu mig alltaf að lakka á þér neglurnar og þú varst svo ánægð með það, og eins þegar ég kom áttirðu alltaf ömmubrjóstsykur, það var alltaf eitthvað á boðstólum handa þeim sem til þín komu, og þó ekkert tilefni væri til að vera í kjól og fín, þá var alltaf tilefni hjá þér. Þú vildir vera svo sérstök enda varstu það á þinn hátt. Þú varst mér svo góð, amma. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Megi guð vernda þig og passa, elsku amma mín. Þín Bergljót Ólafía Einarsdóttir (Begga). Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is) —vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi.Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI BJARNASON áður bifreiðarstjóri á BSR, Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 15.00. Bjarni Helgason, Lea Kristín Þórhallsdóttir, Júlíana Helgadóttir, Óskar Sigurðsson, Ingibjörg S. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR J. THORLACIUS, Bjarnastíg 11, Akureyri, andaðist fimmtudaginn 6. janúar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin auglýst síðar. Hrund Kristjánsdóttir, Þuríður Schiöth, Reynir Schiöth, Einar Tr. Thorlacius, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elsku faðir okkar, sonur, vinur, bróðir og afi, EINAR ÞORSTEINSSON, Blikastöðum 1, Mosfellsbæ, lést af slysförum að kvöldi fimmtudagsins 6. janúar. Helga Hrund Einarsdóttir, Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Hjalti Knútur Einarsson, Þuríður Annabell Tix, Yvonne Dorothea Tix, Arnheiður Einarsdóttir, Þorsteinn Hörður Björnsson, Ása Kristín Knútsdóttir, systkini og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG D. JÓHANNESDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, andaðist föstudaginn 7. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ögmundur Guðmundsson, Kristín Guðjónsdóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Páll Franzson, Hallberg Guðmundsson, Guðfinna Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristján Gunnlaugsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavík, sem lést mánudaginn 3. janúar á Vífilsstaða- spítala, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðju- daginn 11. janúar, kl. 10.30. Þeim, sem viidu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Margrét Svavarsdóttir, Stefán Svavarsson, Svanhildur Svavarsdóttir, Páll Svavarsson, Árni Svavarsson, Þorbjörn Guðjónsson, Þórlaug Jónsdóttir, Sigurður Viggó Kristjánsson, Margrét Thorsteinson, Guðrún Bjarnadóttir, Svavar Garðar Svavarsson, Guðrún Svava Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.