Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ og hugvísindi, félagsvísindi og list- sköpun. Upplýsingatæknin mun eins og alltaf njóta framfaranna í efnistækni. Með því að hagnýta sér eiginleika milljarða atóma í grind sem öll geta verið í sama orkuástandi samtímis geta eðiisfræðingar og verkfræðing- ar væntanlega búið til ofurtölvu með reiknigetu allra tölva nútímans sam- anlagt. Um þetta er mikið rætt í vís- indaheiminum nú um aldamótin. Mannkynið mun þurfa næringu í æ ríkari mæli eftir því sem fjöldi þess nálgast hálfan tug milljarða þegar líður á öldina. Þegar horft er til fiski- próteins virðist mörgum ljóst að fisk- eldi aukist hlutfallslega mest umfram sjávarafla og á því herrans ári 2025 verði magn afla í fiskeldi hér á landi ef til vill orðið meira en í fiskveiðum að uppsjávarfiskum undanskildum. Rannsóknir og þróun á sviði fiskeldis flatfiska og ýmissa sjávarfiska, þekk- ing á seiðaeldi og skyldum þáttum mun geta gert Island að sérstakri þekkingarmiðstöð í fiskeldi. Rann- sóknir þurfa að beinast að þrávirkum efnum í sjávarfangi eins og til dæmis díoxíni þar sem íslensk fyrirtæki hafa verið mjög framarlega í þróun tækni og aðferða til greiningar og varna. Matvæli munu taka miklum breyt- ingum eftir því sem líður á öldina. Genabreyttur matur ryðm- sér til rúms og kallar á mjög miklar rann- sóknir og þróun. Matvælaskortur mun að margra dómi setja svip á öld- ina og stór samfélög eins og Indland gætu riðað til falls vegna fólksfjölg- unar og skorts á mat. Kínverjar, sem á síðustu áratugum tuttugustu aldar framkvæmdu eina mestu fólksfjölda- byltingu sögunnar með skipulagðri fjölskyldustefnu, munu væntanlega ná að halda áfram að fæða fjórðung mannkyns á grundvelh aðeins 7% ræktanlegs lands heimsins með því að sameina félagslegar aðgerðir og líftækni í matvælaframleiðslu. Lík- legt er að líftækni og umbreytt mat- væli skipti meira máli í þróun þriðja heimsins en í okkar heimshluta. Eitt af vandamálum mannkynsins á öldinni verður vatnsskortur. Um- hverfisbreytingarnar sem áður eni nefndar munu enn auka á þurrka og gripið verður til þess að flytja vatn í miklum mæh frá heimskautasvæðum sunnar til hinna þurrari og vatnsm- inni einkum á norðurhveli. Vatn verð- ur að auðlind sem eykst að verðmæt- um. Þekking íslendinga á sam- setningu vatns og samspili vatns og bergs verður verðmæt eftir því sem líður á öldina. Island verður áfram umhverfisvin. Ferðaiðnaðurinn verður því mikil- væg tekjulind. Þekkingin á þörfum ferðamanna mun leiða til strangari Laugavegi 4, sími 551 4473 ut í garoi allt árið Við vorum að fá þessa vinsælu útiarna frá Mexikó Notaðu sólpallinn í vetur * FRÁ HAFNARFIRÐI BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Sími: 554 6300 Fax: 554 6303 ____________________________SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 35 SKOÐUN reglna um umgengni við laridið. Gest- saugun eru gleggsti dómarinn. Ut- lendingar munu beint eða óbeint kaupa áskrift að íslenskri víðáttu og tekjur af ferðamönnum standa straum af umhverfislega vörðu landi. Þekkingin dýpra inn á við Grunnþekking á innri byggingu efnisheimsins mun aukast verulega. Til þess að styrkja hana þarf að huga að m.a. eðlis- og efnafræði, sameinda- liffræði og stærðfræðilegum aðferð- um til þess að nálgast þessa hluti. Líklegt er að svokölluð Higgs eind, sýndareindin sem spáð er að ljái grundvallar öreindum massa, verði sannprófuð innan áratugar. Ekki er ólíkiegt að það gerist í CERN ör- eindahraðlinum í Genf. Þá telst gi-undvallarkortlagning efnisheims- ins komin langt á veg. Huga þarf að uppbyggingu grunn- vísinda hér á landi og styðja við þekk- ingarleit sem fyrst og fremst eykur við sjóndeiidarhringinn enda þótt hún baki ekki beinlínis brauð. Einnig þarf að vera vakandi gagnvart alveg nýjum þekkingarsviðum sem áhei'sla kann að verða á í visindum framtíðar- innar. Stoðkerfi hins opinbera á sviði rannsókna og þróunar mun breytast hratt. Aukin krafa verður um einka- væðingu samhliða þeirri íúllvissu að hlutverk ríkisins verður að þjálfa ungt fólk allt að rannsóknanámi og að veita bestu menntun og þekkingar- uppbyggingu. Smám saman mun áhersla ríkisvaldsins umbreytast í þessa einbeitingu og hún hljóta meira fjármagn. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna munu byggjast á jafningjamati og áherslu á nýsköpun og hæfni til þess að leiða til nýsköp- unar. Grunnrannsóknir munu eflast hér á landi og um allan heim. Islendingar munu áfram sækja þekkingu sína í bestu skóla heimsins auk þess að styrkja íslenska skóla- og rannsókna- , kerfið. Nýleg könnun Rannsóknar- ráðs íslands á stöðu íslenskra grunn- vísinda gefur tilefni til bjartsýni um framtíðina ef vel verður á verði stað- ið. Alþjóðleg samvinna á sviði þekk- ingarleitar og uppbyggingar er við- urkennd aðferð í heimi þar sem landamæri þekkingarinnar verða æ ósýnilegri. Hið eina sem hægt er að slá fóstu um framtíðina er að hún mun halda áfram að koma okkur bæði skemmtilega og óþyrmilega á óvart. Höfundur er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Islands og formaður Rannsóknarráðs íslands. 0TRULEGT JV J PRENTARATILBOÐ Canon 2000 Prentaratilboð Sérlega hentugur fyrir skólann og heimiliö. Nú á ótrúlegu verði. Ekki missa af þessu tilboði. Öll verö eru staögrelösluverö meö viröisaukaskatti Canon 5100 Prentaratilboð Þessi er frábær! Einstaklega hraður og öflugur prentari. Prentar á allt að A3 pappír og það í ekta Ijósmyndagæðum. Topp græja á góðu verði Tölvulistinn • Nóatúni 17 •Sími 5626730
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.