Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 2/1 - 8/1 M ''JæIIŒQ ► V erslunarmannafélag Reykjavfkur hyggst í kom- andi kjarasamningum leggja áherslu á vinnustaðasamn- inga og að samið verði um markaðslaun sem endur- spegli vinnuframlag og ábyrgð félagsmanna VR í starfi. Ennfremur að vinnu- ti'minn verði styttur og gerð- ur sveigjanlegri, settur verði á laggirnar endurmenntun- arsjóður og loks að tryggð verði viðunandi lágmarks- laun. Framkvæmdastjdri Samtaka atvinnulífsins segir að við fyrstu sýn virðist ým- islegt jákvætt vera í fram- setningu VR. ► LOÐNUVERTÍÐ fer vel af stað og síðari hluta vikunnar fékkst góður afli úti fyrir Austfjörðum. Meðal annars kom Hólmaborgin með um 2.200 tonn til Eskifjarðar á föstudag og er það næst- mesti loðnuafli sem íslenskt loðnuskip hefur komið með að landi. Loðnu var að fínna frá Reyðarfjarðardýpi norð- ur að Glettingi. Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur segfir torfurnar þéttar og fal- legar, en slíkt, hafí ekki verið raunin í mörg ár. Hann telur að loðnan sem þarna er á ferðinni skipti hundruðum þúsunda tonna. í andstöðu við jafnræðisreglu ÖNNUR málsgrein 7. greinar laga um stjórn fiskveiða er í andstöðu við jafn- ræðisreglu stjórnarslo-ár að mati Hér- aðsdóms Vestfjarða. I dómi í Vatneyr- armálinu svokallaða þar sem Svavar Guðnason, útgerðarmaður á Patreks- firði, er sýknaður af ákæru um veiðar án afiaheimilda, kemur fram að ekki sé nauðsynlegt að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun sem tíðkast hafi við út- hlutun aflamarks, enda eigi löggjafinn að geta mótað reglur sem afnemi þessa mismunun en stuðli um leið að verndun fiskistofna. Sjávarútvegsráðherra segir að dómi þessum verði að öllum líkindum áfrýjað. Verði það gert eru líkur taldar á að málið fái flýtimeðferð í Hæstarétti. Vannýta læknisþjónustu ÍSLENDINGAR nota læknisþjónustu of lítið í veikindum sínum sé miðað við áætlaða þjónustuþörf samkvæmt er- lendum stöðlum. Læknaheimsóknir ís- lendinga í veikindum eru í heildina 45% færri en erlendir sérfræðingar ráð- leggja. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsókn- ar á aðgengi að heilbrigðisþjónustu á íslandi. í niðurstöðunum kemur jafn- framt fram að verulegur munur sé á að- gengi einstakra hópa að heilbrigðis- þjónustunni og að töluvert vanti upp á að því markmiði sé náð að öllum íslend- ingum sé gefinn kostur á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Lestarslys í Noregi UM tuttugu manns létu lífið á þriðju- dag, er tvær farþegalestir rákust saman á einbreiðu lestarspori nærri lestarstöð- inni Aasta norðan við bæinn Elverum, um 160 km norðan við Ósló. Lestimar skullu saman á fullri ferð, um 80-90 km hraða, og brauzt út mikill eldur. Um 90 manns voru í lestunum, en önnur þeirra var hraðlest á leið frá Þrándheimi til bæjarins Hamar, hin var á leið frá Hamar til Rena. 68 komust lífs af og 30 þeirra slösuðust, þar af 18 alvarlega. Mikil umræða spannst í kjölfarið um ör- yggismál í norska lestakerfinu. Spurn- ingar vöknuðu strax um það, hvernig það gat gerzt að lestirnar fóru á sama lestarsporið og hvers vegna þær voru ekki stöðvaðar. Norskir fjölmiðlar sögðu að umferðarstjórar á lestarstöð- inni í Hamar hafi gert sér grein fyrir árekstrarhættunni um fimm mínútum fyrir slysið. Þeir hafi reynt að hringja í lestarstjórana með farsíma en ekki get- að það þar sem listinn yfir farsímanúm- er norskra lesta hafi verið úreltur. Enn- fremur hefur komið fram, að á járn- brautarsporinu þar sem slysið varð hafði ekki verið komið upp öryggiskerfi, sem stöðvar lestir sjálfkrafa ef hætta er á að þær lendi í árekstri. Við rannsókn- ina á orsökum siyssins hefur komið fram, að lestin sem var á norðurleið hafi farið fram hjá rauðu ljósi og verið fáein- um mínútum á undan áætlun; hraðlestin að norðan hafi hins vegar verið nokkr- um mínútum á eftir áætlun. Hart barizt í Grosní SÓKN Rússa í Tsjetsjníu hélt áfram af fullum þunga í vikunni. Sögðu talsmenn rússneskra hernaðaryfirvalda að á fóstu- dag hefðu rússneskir hermenn náð á sitt vald aðaljárnbrautastöðinni í Grosní, héraðshöfuðborg sjálfstjórnarlýðveldis- ins, eftir hörð átök við tsjetsjenska að- skilnaðarsinna. Fregnir herma að tölu- vert mannfall hafi orðið í átökunum í Grosní í vikunni, en þau kváðu hafa verið sérlega hörð í suðvesturhluta borgarinn- ar, þar sem jámbrautastöðin er. A fóstu- dag var skipt um tvo yfírmenn í herliði Rússa í Grosm', en skýringar á manna- breytingunum voru misvísandi. Borís Jeltsín, fyrrverandi forseti Rúss- lands, sagði á fimmtudag að eftir tvo mánuði muni fáni Rússlands blakta yfir Grosní. Síðar sama dag sagði hann að- eins einn mánuð í að þetta gerðist. Ljóst þykir að Vladimír Pútín, starfandi for- seti, og menn hans leggi áherzlu á að hægt verði að lýsa yfir fullnaðarsigri á Tsjetsjenum áður en gengið verður til forsetakosninga 26. marz. ►EHUD Barak, forsætisráð- herra ísraels, og Farouk al- Shara, utanrflásráðherra Sýrlands, áttu á föstudag sín- ar fyrstu beinu viðræður si'ð- an á þriðjudag; þegar nýrri samningalotu Israela og Sýr- lendinga var hleypt af stokk- unum í Sheperdstown f Vest- ur-Virginíurfld í Bandaríkj- unum. Eru þetta fyrstu beinu viðræður ríkjanna eftir að upp úr friðarsamningaum- leitunum þeirra slitnaði fyrir fjórum árum. Hafa viðræður vikunnar gengið treglega en vonir jukust um árangur á fostudag er Bill Clinton Bandarfkjaforseti lagði fram viðræðuáætlun sem heimild- armenn sögðu að báðir deilu- aðilar hefðu fallizt á. ►BANDARÍSK innflytjenda- yfirvöld úrskurðuðu á mið- vikudag, að Elian Gonzales, 6 ára drengur sem fyrr f vet- ur lifði af tilraun til að smygla flóttafólki á báti frá Kúbu til Flórída, skyldi færð- ur í hendur föður síns á Kúbu. Brugðust ættingjar drengsins í Flórída og kúbverskir útlagar í Banda- ríkjunum ókvæða við úr- skurðinum og hafa þeir síð- arnefndu efnt til æsingamót- mæla í Miami til að mótmæla áformum um að senda piltinn aftur til Kúbu. ►BANDALAG vinstri- og mið- flokka vann stórsigur i' þingkosn- ingum í Króatíu, sem frain fóru á mánudag. Sigurvegaranúr taka við stjómartaumunum af þjóðemissiimuðum flokksmönn- um Fraiyos Tudjinmis, forsetans nýlátna, og þeir lýstu þvf þegar yfir að verkefin þeirra yrði að endurreisa efnahag landsins og ijúfa þá alþjóðlegu einangrun sem fyrri valdhafar hefðu komið þvíí. ►FLOKKSSTJÓRN Kristi- legra demókrata í Þýzka- landi samþykkti á fundi f Norderstedt í Slésvík-Holt- setalandi á föstudag ályktun, þar sem hún skorar einróma á Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara og heiðursformann flokksins, að greina frá nöfn- um þeirra sem létu hann fá nafnlaus framlög í lcynilega sjóði flokksins. Morgunblaðið/Jónas Kerlingadalsá uppbólgin vegna skafrennings og frosts. Ragnhildur Jónsdóttir horfir á ána. Ar í Mýrdal bólgna upp KERLINGADALSÁ í Mýrdal hefur bólgnað mjög upp vegna skafrenn- ings og krapa undanfarna daga og er fylgst vandlega með vexti í ánni, að sögn Bjarna Jóns Finnssonar, starfsmanns Vegagerðarinnar. Lýsir vöxturinn sér þannig að krapi í ánni byrjar að stranda á grynning- um, hleðst svo upp og veldur því að vatnið hækkar. Bjarni segir menn vonast til að Kerlingadalsá, sem rennur vestur með þjöðvegi 1 fram að bænum Fagradal í Mýrdal, og áin Klifandi, sem einnig hefur bólgnað mikið undanfarna daga, nái sér niður á nýjan leik en vandamál gætu skap- ast ef aftur skæfi í árnar. Væri þá hætta á að mun meira myndi hækka í ánum sem gæti valdið því að vatn færi yfir veginn heim að bænum Kerlingadal. Hins vegar kvaðst Bjarni ekki telja að Suðurlandsveg- ur yrði í hættu. Tveir teknir við innbrot í Eyjum TVEIR menn um tvítugt voru hand- teknir aðfaranótt laugardags við inn- brot í hús í Vestmannaeyjum. Voru þeir látnir sofa úr sér áfengisvímu og yfirheyrðir síðdegis í gær. Ekki voru miklar skemmdir unnar á íbúðinni, aðallega við útidyr. Unnið er að rannsókn málsins. Fjölmenni var við þrettándagleði í Eyjum á föstudagskvöld, skemmti- staðir voru vel sóttir og mikill fjöldi tók þátt í skrúðgöngu frá Hásteini og upp á gamla malarvöllinn ásamt tröllum, huldufólki og jólasveinum að sögn varðstjóra lögreglunnar í Eyjum. Viðraði sérlega vel til útivistar og því tóku margir þátt í að kveðja jóla- hátíðina með virktum. Lögregla þurfti lítil afskipti að hafa af gleðskapnum, tilkynnt var um minniháttar líkamsárás sem þó hefur ekki verið kærð og þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. Fjölmennt á Selfossi Fjölmennt var einnig á þrettánda- gleði á Selfossi á föstudagskvöld. Að sögn lögreglu var mikill mannfjöldi í blysför frá Tryggvaskála suður á íþróttavöll. Veður var með besta móti, stillt og gott og allt fór vel fram. Athuga- semd vegna fréttar SÍMON Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar, vill koma á framfæri athugasemd vegna fréttar Morgun- blaðsins í gær um dóm í Vatneyrar- máli. Þær upplýsingar sem veittar hafi verið blaðamanni hafi lotið al- mennt að meðferð einkamála fyrir Hæstarétti og flýtimeðferð sérstak- lega í því sambandi. Um meðferð op- inberra mála gildi aðrar reglur. Rík- issaksóknari hafi 8 vikur til að áfrýja opinberu máli. Málsmeðferðartími sé til muna styttri en í einkamálum, þau séu jafnan reiðubúin til málflutnings eftir um 3-4 mánuði frá áfrýjun. Eng- ar lögfestar reglur eru til um sér- staka flýtimeðferð opinberra mála. Uppsteypa nýs barnaspftala á Landspítalalóð boðin út Aætluð verklok 2002 ÚTBOÐ á uppsteypu nýs barnaspít- ala á lóð Landspítalans var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu nú um helgina en áætluð verklok eru í júní 2002. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna að nýbyggingunni í nóv- ember 1998 en eins og kunnugt er hafa tafir orðið á framkvæmdum m.a. vegna kærumála. Gert er ráð fyrir því að byggingarkostnaður verði um 1,3 milljarðar króna. „Barnaspítalinn á eftir að ger- breyta allri aðstöðu bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur þeirra og starfsfólkið,“ segir heilbrigðisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. „Þá kemur nýi spítalinn til með að auka svigrúm innan Landspítalans til annarra breytinga vegna þess að með nýju húsnæði fáum við aukið rými,“ segir ráðherra ennfremur. Aukinheldur segir hún að göngu- deildarþjónusta við börn eigi eftir að verða betri með tilkomu barna- spítalans. Byggingin verður 6.500 fermetrar að stærð og eru arkitektar Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Ander- sen, teiknistofunni Tröð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.