Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 25 „Maður verður fyrir svívirðingum og hótunum að nóttu sem degi og ef maður er ekki sjálfur heima til svara verður eiginkonan eða börn- in fyrir þessu og þurfa stundum að heyra áli viðkomandi á eiginmanni sínum eða föður. Ég hef engan áhuga á að bjóða fjölskyldu minni upp á slíkt til lengdar." arðgreiðslna til eigendanna. „Ég tel að þessar breytingar marki nokkur tímamót, að minnsta kosti hafa þær skapað grundvöll fyrir því að ís- lenskur fjármagnsmarkaður getur í framtíðinni þróast með sama hætti og fjármagnsmarkaðir í nágranna- löndum okkar. Við verðum að skapa fólki og fyrirtækjum sambærileg samkeppnisskilyrði og fólk og fyrir- tæki í löndunum í kringum okkur.“ Hefði ekki verið spennandi fyrir þig að fylgja eftir þessum málum, ljúka samningum um álver á Reyð- arfirði og taka næstu skref í banka- málunum? „Jú, vissulega hefði það verið áhugavert. Að vísu eru bankamálin komin í góðan farveg og ég tel að þróunin þar verði ekki stöðvuð. Ég tel að það sama gildi um orkufreka iðnaðinn og stórmálin á þeim vett- vangi, þar verði heldur ekki aftur snúið. Samt sem áður var ég að fara frá mörgum spennandi verkefnum en maður þarf alltaf að velja og hafna. Ég hefði getað staðið frammi fyrir því eftir kosningarnar síðast- liðið vor að fá ekki aðstöðu til að fylgja þessum málum eftir og tryggja þau með þeim hætti sem gert hefur verið. Ég hefði til dæmis haft áhuga á að fylgja eftir tillögum um breytingar á skipulagi orkumála og innleiða samkeppni milli orkufyrirtækja. Búið er að vinna mikið undirbún- ingsstarf og fyrir liggur svo til full- búið lagafrumvarp um það efni. Verkefnið er mjög áhugavert og gæti orðið til að auka hagkvæmni í orkuöflun og dreifingu og síðan leitt til lægra orkuverðs. Byggðamálin eru að koma til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og auðvitað hefði verið mjög áhugavert að tak- ast á við þau. Það eru gríðarlega spennandi verkefni í stjórnmálunum en þar eru menn ráðnir til fjögurra ára í senn og geta þurft að hverfa frá verkefnum sínum hvenær sem er. Ég valdi að skipta um starfsvett- vang og ástæðan er sú að hér í bank- anum eru einnig mörg spennandi verkefni að fást við. Mér gefst að nokkru leyti kostur á því að fylgja eftir þeim breytingum sem orðið hafa á íslenskum fjármagnsmarkaði í minni tíð sem viðskiptaráðherra," segir Finnur. Eru stjórnmálin þess virði? Þetta hefur verið mikil ákvörðun hjá þér. Þú ert þingmaður og ráð- herra á besta aldri. Nýlega kosinn varaformaður Framsóknarflokks- ins og þar með annar áhrifamesti forystumaður hans, ekki síst á höf- uðborgarsvæðinu, og sumir segja líklegasti erfðaprins Halldórs As- grímssonar. Hver er ástæðan fyrir því að þú ákveður að söðla um? „Ég er 45 ára gamall. Hef verið í stjórnmálum síðan ég var 27 ára gamall og raunar lengur ef stúd- entapólitíkin er talin með. Ég var orðinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna áður en ég lauk námi í Háskólanum og aðstoðar- maður Halldórs Ásgrímssonar í sjávarútvegsráðuneytinu áður en ég lauk viðskiptafræðinni. Ég var að- stoðarmaður hans í fjögur ár og síð- an önnur fjögur hjá Guðmundi Bjarnasyni í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, kosinn á þing fyrir Reykvíkinga árið 1991 og iðn- aðar- og viðskiptaráðherra hef ég verið í tæp fimm ár. Þetta er býsna langur tími í pólitík, þótt ég hafi ekki verið lengi á þingi. Menn eiga ekki að vera allt of lengi í þessu starfi. Þeir geta fest sig í stjórnmál- unum og ekki náð að komast út úr þeim aftur, ég hef horft upp á nokk- ur dæmi um slíkt. Ég kærði mig ekki um það. Ég vildi fremur fara út með fullt starfsþrek til að takast á við ný verkefni af gleði og áhuga. Hitt er svo annað mál að ég hafði önnur áform fyrir rúmu ári þegar ég sóttist eftir því að verða varafor- maður flokksins enda var þá rætt um það að ég stæði hugsanlega í þeim sporum að taka við af Halldóri Ásgrímssyni. Ég tel raunar að Hall- dór eigi mörg góð ár eftir í pólitík og sé ekkert að hætta. Þá stóð hugur minn til þess að takast á við þau mál sem voru efst á baugi innan flokks- ins. Kosningarnar í vor ýttu við mér í þessari hugsun. Ég fór að velta því fyrir mér hvort það skemmtilega starf sem stjórnmálin eru um margt væri þess virði að setja allan sinn starfsferil í það. Mér finnst stjórn- málin hafi verið að breytast. Það er tiltölulega góður gangur í samfélag- inu og afkoma heimila og fyrirtækja betri en oft áður. Stjórnarandstað- an á í erfiðleikum með að takast á við stjórnarliðið á málefnalegan hátt. Þess vegna beinast kraftar manna í auknum mæli að því að taka á mönnum persónulega. Baráttan snýst ekki lengur um hugmynda- fræðilegan ágreining eða með hvaða hætti menn vilja leysa tiltekin mál, heldur um að veitast persónulega að einstökum mönnum. Kosningabar- áttan var að miklu leyti rekin þann- ig. Stjórnarandstaðan var hrædd um að Framsóknarflokkurinn héldi sinni pólitísku stöðu frá 1995 og ein- beitti sér að því að berja á honum. Af einhverjum ástæðum var ég skotspónn þeirra meirihluta kjör- tímabilsins en í kosningabaráttunni völdu þeir að berja á formanni flokksins, Halldóri Ásgrímssyni. Ég hef aldrei kveinkað mér und- an árásum stjórnarandstöðunnar enda eiga stjórnmálamenn ekki að gera það. Stjórnmálamaður sem ekki treystir sér til þess að standa undir því að á honum sé tekið á ein- faldlega að hætta. Menn verða að vera tilbúnir til að gefa sig alla í þetta. Ég gerði róttækar breytingar á bankakerfinu, tók til í Landsbank- anum og lét breyta heilmiklu í báð- um bönkunum. Fyrst í stað töldu menn þetta harla gott en síðan gleymdu menn málefnunum og hvað hafði verið gert og völdu þá leið að ráðast á mig persónulega, reyndu að gera persónu mína tortryggilega. Svo sá ég það í kosningabaráttunni að sú umræða hélt áfram. Ég var sakaður um að vera þátttakandi í ýmsum málum sem upp höfðu kom- ið, svo sem Lindarmálinu, sem ég hafði hvergi komið nærri. Þegar ég sá það hvernig pólitískir andstæð- ingar beindu spjótum sínum að Halldóri Ásgrímssyni varð mælir- inn fullur. Halldór er sterkur leið- togi sem þjóðin treystir, maður sem hefði við venjulegar kringumstæður aflað Framsóknarflokknum aukins fylgis út á stöðu sína. Því sneru menn sér beint að honum og reyndu að gera hann eins tortryggilegan og kostur var. Markmiðið var að veita Framsóknarflokknum högg. Þegar ég horfði upp á það að slíkur ágætis- maður, sem Halldór er, varð fyrir svona aðkasti þá spurði ég mig ein- faldlega þeirrar spurningar hvort ég hefði áhuga fyrir því sem hugs- anlegur arftaki Halldórs sem for- maður Framsóknarflokksins að standa í einhverju slíku. Væri póli- tíkin þess virði. Niðurstaðan mín var sú að það hefði ég ekki. Ég ákvað því í desember að sækjast eft- ir því að hætta í pólitík og fara í Seðlabankann." Vildu ekki missa mig úr ríkisstjórn Stóll þriðja bankastjóra Seðla- banka íslands hefur verið laus i átj- án mánuði. Hvenær fórst þú að líta hann hýru auga? „Eins og ég sagði vorum við í fjöl- skyldunni komin á þá skoðun að heppilegt væri fyrir mig að skipta um starfsvettvang. Ég vildi þó ljúka ákveðnum málum á þingi, eins og til dæmis Fljótsdalsvirkjun. Upphaf- lega hafði ég næsta vor í huga. Þeg- ar ég hins vegar fann að ég hafði stuðning til að fara í Seðlabankann tók ég ákvörðunina." Hver voru viðbrögð Halldórs? „Ég ræddi málið fyrst við hann einan. Hann sagðist ekki vilja missa mig úr pólitíkinni og lagði hart að mér að halda áfram. Ég sagði sem svo að ef ég nyti ekki stuðnings hans í starfið myndi ég ekki leita eftir því. Hann svaraði því til að spurningin væri ekki um stuðning sinn, því hann treysti mér mjög vel fyrir starfinu, en hann væri tregur vegna þess að hann vildi ekki að ég færi. Eftir nokkra fundi varð það þó nið- urstaða okkar að ég sækti um stöð- una. Skömmu síðar var Davíð Odds- syni forsætisráðherra skýrt frá málinu. Hann sagði mér það sama og hann hefur sagt opinberlega að honum þætti slæmt að missa mig úr ríkisstjórninni. Reyndar má geta þess að ég hef átt alveg einstaklega gott samstarf við Davíð og við Sjálf- stæðisflokkinn í heild í báðum þeim ríkisstjórnum sem ég hef setið í. Ég hef ráðfært mig við Davíð um þau mál sem ég hef haft með að gera. Samskiptin hafa öll verið á einn veg, hann er ákaflega traustur og þægi- legur maður.“ I ljósi viðbragða forystumanna ríkisstjórnarinnar, sérstaklega Halldórs, finnst þér þú ekki vera að bregðast trausti með því að hlaupa af skútunni? „Ég hef auðvitað spurt mig þess- arar spurningar, ekki síst vegna stöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík, kjördæmi mínu. Ég var valinn þingmaður árið 1991 eftir talsvert hart prófkjör. Flokkurinn var með tæplega 9% fylgi en fór yfir 10% 1991.1 kosningunum 1995 fékk hann næst bestu kosningu frá upp- hafi í Reykjavík en fylgið dalaði síð- an nokkuð í síðustu kosningum, eins og hjá Framsóknarflokknum í heild, en var þó vel yfir 10%. Ég hefði getað setið áfram en var búinn að gera það upp við mig að líklega vildi ég ekki fara í næstu kosningar og þá er spurningin hve- nær best sé að fara út. Ég tel að betra sé að gera það nú en síðar vegna þess að það tekur auðvitað ákveðinn tíma að fylla þau skörð sem ég skil eftir mig í flokknum eft- ir allan þennan tíma. Hér í Reykja- vík kemur inn sem þingmaður góð kona, Jónína Bjartmarz, sem ég tel að geti orðið öflugur þingmaður en þarf sinn tíma til að skóla sig í þing- inu. Hún hefði ekki fengið það svig- rúm ef ég hefði farið seinna út. Eg hef ekki verið varaformaður nema í rúmt ár og nýr maður verður kosinn í það embætti á flokksþingi í haust. Ef ég hefði hætt rétt fyrir næstu kosningar hefði nýr varaformaður fengið skemmri tíma til að sanna sig. Nú fær flokkurinn nærri því heilt kjörtímabil til að undirbúa næstu kosningar og fylla þau skörð sem ég skil eftir. Tímasetningin er að því leytinu til ágæt.“ Bitnar á fjölskyldunni Þú hefur sagt að pólitíkin væri að nokkru leyti óvægnari en hún hefur verið og fjölskyldur stjórnmála- manna yrðu fyrir barðinu á því. Hvernig hefur þú upplifað það? „Stjórnmálamenn fá ákveðinn skráp með tímanum og fjölskyldur þeirra að nokkru leyti líka. Maður hefur meira að segja stundum velt því fyrir sér hvort skrápurinn sé orðinn svo þykkur að maður sé hættur að hlusta á pólitíkst skítkast. Þegar stjórnmálamaður talar fyrir umdeildum málum bitnar það á fjöl- skyldunni, bæði beint og óbeint. Við undirbúning álversins í Hvalfirði var því beinlínis hótað að ráðist yrði á heimili mitt, það var auðvitað sagt í hita leiksins en var samt óþægi- legt. Maður verður fyrir svívirðing- um og hótunum að nóttu sem degi og ef maður er ekki sjálfur heima til svara verður eiginkonan eða börnin fyrir þessu og þurfa stundum að heyra álit viðkomandi á eiginmanni sínum eða föður. Ég hef engan áhuga á að bjóða fjölskyldu minni upp á slíkt til lengdar.“ Fjölmiðlun hefur breyst, forystu- menn stjórnmálaflokkanna hafa ekki þann vettvang til að verjast sem flokksblöðin áður voru. Hefur þér fundist þú njóta sannmælis fyrir verk þín? Má kannski segja að þú sért fyrsta fórnarlamb nýrrar fjölmiðlunar á vettvangi stjórnmál- anna? „Nei, það tel ég ekki. Ætli það sé ekki sama viðhorfið hjá mér og öðr- um forystumönnum í stjórnmálum sem hafa hætt á undanförnum ár- um, menn verða þreyttir þegar álag af þessu tagi varir lengi. Það hefur komið mér mest á óvart í íjölmiðluninni hvað einstakir blaða- og fréttamenn komast upp með. Ljósvakamiðlunum virðist ekki vera ritstýrt með sama hætti og blöðunum. Því geta einstakir fréttamenn sett fram nánast hvað sem er, jafnvel þótt þeim hafi verið sagt að upplýsingamar væru rang- ar. Ég gæti nefnt nokkur dæmi af því tagi. Ég hef tekið eftir því að þetta er meira áberandi um helgar, það er eins og menn hafi enn minna aðhald þá. Þannig eru nokkrir blaða- og fréttamenn beinlínis í póli- tískum leik, menn sem hafa pólitísk- ar skoðanir og nota starf sitt til að berja á pólitískum andstæðingum og flokkum. Vandaðri fjölmiðlar taka ekki svona mál upp.“ Ekki mikið fyrir að bakka Ert þú ekki að hætta vegna þess að þú sért orðinn svo óvinsæll stjórnmálamaður vegna umdeildra mála sem þú hefur unnið að að þú treystir þér ekki til að ganga til næstu alþingiskosninga, hvað þá að leiða Framsóknarflokkinn með góð- um árangri í fyllingu tímans? „Vinsældir stjórnmálamanna eru fljótar að breytast. Þegar ég byrjaði sem ráðherra var ég næst neðstur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar í vinsældarmælingu Gallup en þegar búið var að koma í kring stækkun álversins í Straumsvík, byggingu ál- vers á Grundartanga og stækkun járnblendiverksmiðjunnar var ég kominn upp í þriðja sætið, einungis forsætisráðherra og utanríkisráð- herra voru fyrir ofan mig. Það er hins vegar rétt að þau erf- iðu mál sem ég hef unnið að hafa ekki beinlínis verið til þess fallin að auka vinsældir mínar. Það hefur ekki skipt neinu máli í mínu huga. Stjórnmálamenn sem hugsa um það eitt að halda vinsældum gera aldrei neitt. Ef ég hefði verið að hugsa um vinsælir mínar hefði ég aldrei hafið samninga um álver á Reyðarfirði eða lagt fram þingsályktunartillögu um Fljótsdalsvirkjun því það gæti bakað mér óvinsældir einhverra. Með sama hætti hefði ég aldrei stað- ið að breytingunum í bankakerfinu. Ég hef metið málin út frá því hvort þau væru þjóðhagslega hagkvæm og ef ég hef fengi sannfæringu fyrir því að það væri skynsamlegt að ráð- ast í þau hef ég borið þau fram og haldið þeim til streitu. Ég hef ekki verið mikið fyrir það að bakka, ég get viðurkennt það.“ Gefið hefur verið í skyn að komnir væru brestir í samstarf ykkar Hall- dórs Ásgrímssonar og að þér hafi fundist hann láta eldinn brenna of mikið á þér í virkjanamálunum fyrir austan. Hvað er hæft í því? „Það er ekkert hæft í þessu. Ég byrjaði 27 ára gamall sem aðstoðar- maður Halldórs og gekk í gegn um góðan skóla hjá honum í sjávarút- vegsráðuneytinu. Þá tókst með okk- ur góð vinátta sem aldrei hefur bor- ið skugga á og ég hef litið á mig sem nokkurs konar uppeldisson hans í pólitíkinni. Halldór hefur stutt mig vel í öllum málum sem ég hef unnið að. Ég tel það vera dæmi um hversu góðir vinir við erum að hann sætti sig við það að ég hætti í pólitík þrátt fyrir að honum væri illa við það. Ég vissi líka að ég hafði eindreginn stuðning hans þegar ég sóttist eftir varaformannsembættinu enda hef- ur hann líklega talið að ég myndi geta stutt hann betur en aðrir í þeim verkum sem ganga þurfti í innan Framsóknarflokksins. Þar hefur verið einstaklega gott samstarf á milli okkar. Sögusagnir um bresti í samstarfi okkar eru settar fram til þess að reyna að reka fleyg á milli okkar og skaða flokkinn." Þú ferð úr argaþrasi stjórnmál- anna í vel launaða og tiltölulega ró- lega stöðu og manni gæti dottið í hug að þú værir fyrst og fremst að hugsa um eigið skinn fjárhagslega. Hvað varð um hugsjónir stjórn- málamannsins Finns Ingólfssonar sem var þekktur fyrir metnað og hörku við að komast áfram í stjórn- málum? „Vissulega kom þessi ákvörðun á óvart enda hef ég oft heyrt að menn telji metnað minn í stjórnmálunum svo óskaplega mikinn að ég myndi aldrei gefa neitt eftir í baráttunni við að komast til æðstu metorða. Metnaðurinn var bara ekki meiri en þetta. Varðandi það að ég sé aðeins að hugsa um eigið skinn má geta þess að það þarf ekki að vera að ég verði í Seðlabankanum um aldur og ævi. Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára í senn. Ég er enn á besta aldri og gæti þess vegna horfið til annarra starfa. Það á heldur ekki að vera hugsjón stjórnmálamanns að vera í pólitíkinni alla sína starfsævi. Það getur einnig verið mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk að fá inn nýtt blóð til þess að takast á við ný verk- efni.“ Atgervisflótti úr stjórnmálum Halldór Ásgrímsson hefur verið lengi að og margir telja að hann muni hætta á næstu árum. Ekki eru sjáanlegir forystumenn sem gætu tekið við af honum. Hvers vegna tel- ur þú að ekki hafi komið fram nýtt og öflugt fólk sem hægt væri að sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki í Fram- sóknarflokknum? „Þessi lýsing gæti átt við um alla stjórnmálaflokkana. Það eru sterkir foringjar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sem bera höfuð og herðar yfir aðra. Ég held þó að alls staðar sé hægt að finna foringjaefni. Áður en ég var kosinn varaformaður var eitthvað farið að líta til mín um að taka við flokknum. Kannski það hafi orðið til þess önn- ur foringjaefni hafi ekki komið fram? í flokknum eru menn sem ég tel að geti mjög vel axlað þá ábyrgð að taka við forystu Framsóknar- flokksins. Þeir þurfa vissulega sinn tíma. Ég tel til dæmis að það séu foringjaefni í þingflokknum en einn- ig utan hans. Því miður er ákveðinn atgervis- flótti úr stjórnmálunum almennt og ég get tekið undir það sjónarmið að það geti verið hættulegt fyrir þjóð- félagið. Ég hef svo sem ekki lagt það niður fyrir niér hver kunni að vera ástæðan en er handviss um að hennar er ekki einungis að leita í launum þingmanna. Kannski er það svo að menn séu einfaldlega ekki til- búnir í það að gefa allt það sem menn þurfa að gefa af sér til þess að taka þátt í stjórnmálum. Stjórn- málamaður er sífellt undir smá- sjánni. Hann getur ekki um frjálst höfuð strokið, getur til dæmis ekki farið á mannfagnaði vegna þess að það þurfa allir að tala svo mikið við hann og koma á hann öllum heims- ins vandamálum, ekki alltaf kurteis- lega. Stjórnmálamaður er opinber eign og fólki finnst það geta komið fram við hann eins og því sýnist. Margir hæfir einstaklingar sem ættu mikið erindi í stjórnmál hafa ekki verið tilbúnir til þess að sætta sig við þetta. Ég hverf nú úr stjórnmálum án þess að bera kala til nokkurs manns, þótt oft hafi átökin verið hörð. Nær allir sem ég hef kynnst í stjórnmál- unum, jafnt samherjar sem and- stæðingar, eru heiðursfólks sem vill vinna þjóð sinni gagn,“ segir Finnur Ingólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.