Morgunblaðið - 09.01.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.01.2000, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN HANDAN VIÐ TVÖ ÞÚSUND VIÐ upphaf ársins 2000 getur verið áhuga- vert að skoða hvað fram- undan er í rannsóknum og þróun í heiminum. Undanfamir áratugir hafa sannað að erfitt er að spá um framtíðina; stjómmálaskýrendur sáu ekki fyrir fall Sovét- ríkjanna og tæknirýnar sáu ekki fyrir upphaf veraldarvefsins. Þó get- ur verið þarft að spá fyrir um viðfangsefni rann- sókna og þróunar með áherslu á ísland. Rann- sóknarráð íslands hefur lagt kapp á að skilgreina og hafa yfirsýn yfir verkefni á flest- um sviðum íslenskra rannsókna. Is- lenskt þjóðfélag er nú fyrst og fremst þekkingarþjóðfélag þar sem þekk- ingarleit og rannsóknir leika æ stærra hlutverk í framtíð okkar. Hvað gæti legið handan við árið 2000 í rannsóknum og þróun? Hér á eftir fylgir persónuleg skoðun og hæfilega frjálsleg túlkun um framtíðina þar sem reynt er að flétta saman tækni ogþjóðfélagi. ísland stækkar um 40 hektara Líklegt er að könnun geimsins efl- ist enn á komandi áratugum. Einfald- ari geimflaugar leysa af hólmi þær eldri. Á einhverju stigi tækniþekk- ingar, hugsanlega seint á næstu öld, mun ef til vill vera hægt að leika sér með samspil rúms og tíma í geimferð- um. Menn munu áfram beina sjónum að leit að vitsmunaverum í alheimin- um. íslenskir vísindamenn hafa teldð markverðan þátt í rannsóknum í heimsfræði og er skemmst að minn- ast verðlauna íslenskra ungmenna í Evrópukeppni ungra vísindamanna í Grikklandi í fyrra. Athyglin í geimkönnun mun bein- ast að möguleikum tQ hagnýtingar efna og aðstöðu úti í geimnum. Áfram verður leitað að lífi á Mars, einkum tungli hans Evrópu. Undir íshjúp Evrópu virðist leynast vökva- lag sem innihaldið gæti líf. Fundur ör- vera í ís Suður- heimskautsins bendir til að líf geti leynst og kviknað við slíkar að- stæður. Gera má ráð fyrir að veðurfar og um- hverfi verði meginvið- fangsefni í vísindum á öldinni. Nærtækasta umhverfís- vandamálið á norðurslóðum hlýst af hinu risavaxna gati í ósónlaginu yfir heimskautunum. Götin munu halda áfram að stækka og sú stækkun stöðvast ekki fyrr en stöðvun út- sleppis gróðurhúsalofttegunda hefur tekist með alþjóðasamþykktum. Stöðvunin er hægfara og áhrifanna gæti fyrst gætt um og eftir miðja öld- ina. Veðurfarið á eftir að breytast verulega á næstu áratugum. Slíkar breytingar hafa í rás tímans valdið gífuregum umskiptum og ísöld á jörðinni. Rannsóknir íslenskra vís- indamanna á Grænlandi og setlögum hér á landi hafa lagt skerf til þekking- ar á fomveðurfari. Þekking á fortíð- inni er einn af lyklum framtíðar. Þekkingin á eðli jarðskorpunnar mun aukast verulega. Þar gegnir ís- land mikilvægu hlutverki þar sem landið er eitt fára staða þar sem út- hafshryggur „gengur á land“. Jarð- skjálftar og eldgos munu í ríkara mæli verða fyrirsjáanleg og sjást þess merki nú þegar. Island mun jafnt og þétt stækka um allt að 40 hektara á öldinni sem gengur í garð vegna gliðnunar landsins á Atlants- hafshryggnum! Landrof og eldvirkni munu ýmist eyða eða skapa land á þessu umfangsmeira íslandi. Genamengið og efnarafallinn Sennilegt er að íslenskt samfélag muni enn þyrpast saman í stærri bæjum. Reykjavík stækkar og um- hverfismál hennar verða mikilvægt rannsóknar- og þróunarefni. Með skipulagðri byggðastefnu og upp- byggingu þekkingar og þekkingar- sköpunar á landsbyggðinni mun verða unnt að styðja uppbyggingu byggðakjama. Ástæða er til þess að efla starf þekkingaruppbyggingar á landsbyggðinni eins og gerst hefur í rannsóknasetrum á landsbyggðinni sem hafa nána samvinnu við háskóla. Samgöngur á íslandi munu enn auk- ast með vegagerð, nýjum vegum sem tengja byggðakjarna saman. Nýtt samfélagsform sem hagnýtir sér upplýsinga- og fjarskiptatækni gerir fólki kleift að stunda vinnu frá ýms- um stöðum á landinu. Rannsóknir í félagsfræði munu aukast og taka í ríkari mæli á vandamálum nútímans. Ibúar Vesturlanda munu ná hærri aldri samhliða m.a. framförum í heilsutækni. Um allan heim verður litið svo á að verndun mannshugans og geðvemd sé afar brýn í hraða og innrætingu einfalds markaðsþjóðfé- lags. Athyglisvert er t.d. að Evrópu- sambandið leggur mjög mikið upp úr þróun á rannsóknum á öldrun og öldrunarsjúkdómum. Þarna liggja mörg rannsóknatækifæri. Þau munu leiða til verkefna á sviðum eins og sið- fræði, lögfræði, sálfræði og trúfræði. Læknisfræðin þróast jafnt og þétt á öldinni. Skömmu eftir aldamótin verður allt genamengi mannsins þekkt, þrír milljarðar DNA „bók- stafa“ eða „basa“. Rannsóknir á sam- spili erfða og umhverfis munu eflast og leiða til þróunar á lyfjum. Nokkru lengri tíma mun taka að skilja eðli Þorsteinn I. Sigfússon frumunnar sem opna mun leiðir í lækningu krabbameins, en lífvísinda- menn eru vongóðir. Islenskir vísindamenn og fyrirtæki geta leikið mikilvægt hlutverk í þró- un genamengisins sem spennandi verður að fylgjast með í nánustu framtíð. Djarft væri að ætla að ís- lenskir lífvísindamenn gætu vonast eftir uppgötvunum sem færa mundu fyrstu Nóbelsverðaunin í vísindum til Islands snemma á nýrri öld! Menn munu sjá að gott menntakerfi þjóðar- innar og rannsóknir leiða til aukinna tækifæra í nýsköpun á sviði læknis- fræði og lyfjafræði. Ef til vill verður sterk krafa um nýsköpunarhæfni til þess að gera strangari kröfur um þróun menntakerfisins strax á næsta áratug. Viðbrögð stjórnvalda gefa gott fyrirheit um að þjóðin sé á réttri braut í þeim efnum. Vandasamt verður að fara með Nýleg könnun Rann- sóknarráðs íslands á stöðu íslenskra grunn- vísinda, segir Þorsteinn I. Sigfússon, gefur til- efni til bjartsýni um framtíðina ef vel verður á verði staðið. genamengi íslenskrar náttúru bæði flóru og fánu. Hugsanlega munu vís- indamenn geta gert jurtir hæfari til þess að taka sér bólfestu á landinu. Gróðurþekjan mun líklega aukast ef hækkun hitastigs og raki haldast í hendur. Stórar og sællegar kýr með nýja breytta erfðavísa gætu ef til vill verið á beit í Hlíðinni og útlenska hrína í svínastíunni. Þessi atriði verða áreiðanlega umdeilanleg áfram. ísland mun væntanlega umbreyt- ast í blandað orkuhagkerfi. Unnt verður að framleiða vistvæna orku- gjafa innanlands. Bifreiðar og flutn- ingatæki, þar með talið fiskibátar, munu í auknum mæli byggjast á nýj- um aflvélum. í stað sprengihreyfils kemur efnarafallinn. Hann er í raun lítil rafstöð þar sem t.d. vetni rennur saman við súrefni en við það losna ra- feindir úr læðingi. Þær knýja aftur á móti hljóðlátan rafmótor, aflvél far- artækisins. Vetnisþjóðfélagið heldur innreið sína. Upp úr 2025 verður farið að virkja hagkvæmari hluta jarðhita- svæðanna sem kallar á mikilvægar rannsóknir og þróun. Þá er hugsan- legt að ísland verði orðið meðal stærstu álframieiðslulanda í heimi með nærri milljón tonna ársfram- leiðslu miðað við um 20 milljón tonna heimsframleiðslu laust eftir aldamót. Áhersla í rannsóknum hér á landi verður í mikið auknum mæli á úr- vinnslu áls og magnesíns í virðis- auknum gripum eins og bílahlutum fremur en framvinnslu. íslensk menning og djúpar rætur hennar mun lifa í alþjóðlegu samfé- lagi. Eitt af þeim verkefnum sem bíða í rannsóknum og þróun er verndun tungunnar á tölvuöld með því að stór- auka rannsóknir á sviði tungutækni eða upplýsingaverkfræði tungumáls- ins. Þarna er fjöregg menningarinn- ar. Eins og fram kom á síðustu ára- tugum tuttugustu aldar virðist tölvutækni og hugbúnaður liggja vel fyrir Islendingum og sú þróun heldur áfram. Hlutfall hugbúnaðai' og fjarskipta í útflutningi verður að mati margra orðið meira en helmingur innan fárra áratuga. Ymiss konar þekkingariðnaður tengdur tölvu- tækni mun blómstra. Listastarf mun njóta framfaranna í upplýsingatækn- inni. Tónlist, leiklist og kvikmyndir, bókmenntir og myndlist munu taka breytingum og alþjóðavæðast frekar samhliða nýjum miðlum og nýrri miðlun. Tæknin, brauðið og vatnið Á heimsmælikvarða verða mestar framfarir í alls kyns örtækni nýrra efnasambanda og kerfa. Hér á landi mun frumstæð efnistæknin í stóriðj- unni umbreytast í efnistækni flók- inna ein- og tvívíðra kerfa og skynj- aratækni með nýjum efnum mun blómstra. Margir telja að skynjara- tækni muni einkenna rafeindatækni næstu aldar. Eitt af takmörkum skynjaratækninnar er að skapa skynjara sem leikið geta hlutverk mannlegs skyns. Taugalæknisfræði og skynjaratækni verða mikilvægt svið þar sem blindir „fá sýn“, snert- ing verður vélræn og fram koma lykt- arskynjarar til gæðaeftirhts o.fl. Rannsóknir á mörgum þessara þátta eru þegar stundaðar á Islandi og munu enn eflast. Kerfisfræði í víðum skilningi mun aukast og rafmagns- verkfræði og vélaverkfræði munu sameinast í eins konar „verkkerfis- fræði“. Samhliða þessu munu hinar ýmsu greinar verkfræði, raunvísinda og lifvísinda verða þverfaglegri og teygja anga sína inn á önnur svið eins sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisttiroun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.