Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Aftur á „AÐ SJÁ sólina rísa 16 sinnum og setjast 16 sinnum á venjulegum sólarhring gerir það að verkum að '^fkaminn greinir ekki mun dags og nætur. Sólarhringurinn hjá okkur var 90 mínútur," segir Bjarni Tryggvason geimfari sem lýsti geimferð sinni í viðtali við Morg- unblaðið í geimferðamiðstöðinni í Houston á fimmtudag. Bjarni segir að geimfararnir hafi skipt tímanum í vinnulotur og svefnlotur. I vinnulotunum voru gerðar 43 tilraunir en bandaríska geimferðastofnunin telur ferðina hafa tekist mjög vel og er talað um 95% árangur í þeim rannsóknum sem gerðar voru. „Ég er Kanadamaður, Kanada tók mig að sér en ræturnar eru , £^mt alltaf á íslandi. Mér finnst af- ar eðlilegt að íslendingar telji mig landa sinn,“ segir Bjarni. Hann segist hlakka mikið til væntanlegr- ar Islandsferðar en þá vonast hann m.a. til að halda fyrirlestra í verk- fræðideild Háskóla íslands um geimferðina. ■ Sólarupprás/30 jörðinni Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson BJARNI Tryggvason í geim- ferðamiðstöðinni í Texas. Utanríkisráðherra um áform Hydro Aluminium Rætt um að álverið rísi á Austurlandi VERÐI af áformum Hydro Alumini- um, dótturfyrirtækis Norsk Hydro, um nýtt álver hér á landi eru hug- myndir um að það rísi á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði, og þannig verði hægt að nýta raforku frá Fljótsdalsvirkjun í fjórðungnum. Þetta kom fram hjá Halldóri Ás- grímsson utanríkisráðherra á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í gær. Könnunarviðræður hafa að undan- fömu staðið yfir milli íslenskra stjómvalda og Hydro Aluminium um byggingu 200 þúsund tonna álvers hér á landi. Halldór sagði við Morg- unblaðið í gær að slíkt álver yrði að byggja á raforkuframleiðslu á Aust- in-landi og ef álverið yrði á Suðvest- urlandi væri Ijóst að raforkan yrði umtalsvert dýrari með því að leiða hana yfir hálendið. Þar að auki væm af því umhverfisspjöll að flytja mikið rafmagn með þeim hætti. Hins vegar væri stærð fýrirhugaðs álvers galli fyrir litlar byggðir á Austurlandi og verið gæti að þeir sem hefðu áhuga á að byggja álver á Austurlandi sæju sér það ekki fært af þeim sökum. „Eg er þeirrar skoðunar að það skipti afar miklu máli fyrir byggða- þróun í landinu að það komi upp sterkur þéttbýliskjarni á Austur- landi og við verðum að nýta það tækifæri sem felst í nýtingu orku- lindanna þar. Það er jafnframt ljóst að ef af slíku á að geta orðið verður að færa byggðirnar á Austurlandi betur saman. Það era uppi áform um að gera jarðgöng og ég er ekki í vafa um að slík framkvæmd myndi styrkja mjög framgang þess máls,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Á fundi sveitarfélaganna í gær var samþykkt ályktun þar sem gert er ráð fyrir því að aðilar í atvinnulífi geti komið inn í virkjunarfram- kvæmdir. Halldór segir að í viðræð- unum við Hydro Aluminium sé til at- hugunar að fyrirtækið komi inn í uppbyggingu raforkuversins og eigi í því hlut, sem verði síðan afskrifað- ur á ákveðnum tíma. „Þar væri vissulega um stefnubreytingu að ræða en það er ljóst að Austfirðing- ar eru opnir fyrir því að standa að þeirri stefnubreytingu,“ sagði Hall- dór. Halldór sagði aðspurður að varð- andi staðsetningu álvers á Austur- landi hefði ávallt verið horft á Reyð- arfjörð og að hans mati væri Eyri ákjósanlegasti staðurinn. Einnig hefði verið rætt um staðsetningu í botni fjarðarins en það væri mun verri kostur. Varðhald til " ’ 8. október GÆSLUVARÐHALD yfir fjóram sakborningum í stóra e-pillumálinu svokallaða hefur verið framlengt til 8. október. Tveir sakbominganna komu fyrir dómara á fimmtudag og féllst hann á beiðni ákæruvaldsins um áfram- haldandi gæsluvarðhald vegna væntanlegrar ákæra og dómsmeð- ferðar og byggist sú niðurstaða á al- varleik brotsins. Hinir sakbomingamir tveir komu fyrir dómara í gær og varð niður- staðan í máli þeirra hin sama. Draumur rættist DRAUMUR margra Eyja- manna rættist er dregið var í Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu í gær. ÍBV mætir hinu sterka liði Stuttgart og verður fyrri leikurinn á Laug- ardalsvelli 18. september. Tengsl ÍBV og Stuttgart hafa löngum verið mikil. Ásgeir Sig- urvinsson lék með þýska liðinu í mörg ár og varð Þýskalands- meistari með því 1984. Sigurvin VT^Dlafsson, bróðursonur Ásgeirs, æfði í nokkur ár hjá Stuttgart, en hann leikur nú með ÍBV. Þá leikur Sverrir Sverrisson með ÍBV, en Eyjólfur bróðir hans varð á sínum tíma Þýskalands- meistari með Stuttgart. ■ ÍBV mætir/Bl Velta í Ljósa- ^ vatnsskarði BÍLL valt við bæinn Birningsstaði í Hálshreppi í Ljósavatnsskarði í gær. Þrennt var í bflnum, þar af eitt ungbarn. Barnið slapp ómeitt en ökumaður skarst nokkuð. Fólkið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Að sögn lög- «*!%glu var veltan nokkuð hörð en bíl- belti björguðu því að ekki fór verr. Morgunblaðið/Arnaldur Fjórtán kennarar segja upp FJÓRTÁN grunnskólakennarar af sautján við ÁJftanesskóla í Bessastaðahreppi ganga inn á skrifstofu Bessastaðahrepps til að afhenda uppsagnir sínar. Þeir þrír kennarar hjá Álfta- nesskóla sem ekki sögðu upp eru nýráðnir. „Við erum að segja upp vegna þess að við sjáum ekki fram á að það verði neinar breytingar á kjaramálum okk- ar,“ sagði Kristín Sigurleifs- dóttir, einn kennaranna við Álftanesskóla. Kennararnir við Álftanes- skóla, sem allir eru konur, sögðu að enginn fyrirvari væri á uppsögnunum ef til þess kæmi að samið yrði fyrir þann tíma sem uppsagnirnar tækju gildi. Þær væru þegar byijaðar að huga að öðrum störfum, þó ekki innan kennarastéttarinnar. Formaður KI eftir uppsagnir fjórtán kennara við Alftanesskóla Hrina uppsagna kenn- ara kæmi ekki á óvart FJÓRTÁN grannskólakennarar af sautján við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi afhentu Jó- hanni Jóhannssyni, staðgengli sveitarstjóra hreppsins, uppsagnarbréf í gær vegna óánægju með launakjör. Uppsagnimar taka gildi að þrem- ur mánuðum liðnum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, segist aðspurður hafa haft fregnir af því að kennarar í einstökum grannskólum væru að velta fyrir sér að segja upp störfum en stéttarfélagið komi þar hvergi nærri. Eiríkur sagði að sér kæmi ekki á óvart ef hrina uppsagna færi af stað í kjölfar þessa. Jón G. Kristjánsson, formaður samninga- nefndar launanefndar, segir að forystumenn kennara hafi greint sér frá því að heyrst hafi að kennarar væra að íhuga uppsagnir. Hann sagði ekki óeðlilegt þótt einhver slík hreyfing væri á þessum árstíma en ef um umfangsmeiri uppsagn- ir væri að ræða kæmi það á óvart, því kennarar hefðu ekki notað hópuppsagnir fyrr í kjaradeilu, þótt það væri þekkt í öðrum stéttum. Samninganefndir kennarafélaganna og launa- nefndir sveitarfélaga sátu á löngum samninga- fundi á fimmtudagskvöldið og hefur verið boðað til annars fundar í dag. Sveitarfélögin boða fund Jóhann Jóhannsson sagði að það dyldist eng- um að það væri alvarlegt mál þegar kennaralið innan skóla segði upp störfum og að sjálfsögðu þyrfti að skoða það alvarlega. Erla Guðjónsdótt- ir, skólastjóri Álftanesskóla, sagði um uppsagnir kennaranna að þær væra auðvitað mjög dapur- legar, en hafa bæri í huga að þær beindust hvorki að skólanum sem slíkum né hreppnum. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ræddi í gær stöðuna í kjaraviðræðum við kenn- ara og leikskólakennara. Vilhjámur Þ. Vilhjálms- son, formaður sambandsins, sagði að samþykkt hefði verið að boða fulltrúa allra sveitarfélaga á landinu til fundar til að ræða þessa alvarlegu stöðu. Hann sagði að vilji væri hjá sveitarfélög- unum að bæta kjör kennara, en takmarkað væri hvað langt væri hægt að ganga í þessum samn- ingum. Stjórn sambandsins legði mikla áherslu á að lausn fengist í þessari deilu og báðir aðilar yrðu að finna til ábyrgðar í þeim viðræðum sem stæðu yfir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.