Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUN BLAÐIÐ ' FRÉTTIR Stefnt er að 2,7 til 2,8 milljarða króna fjárlagaafgangi árið 1998 Útgjöld til heilbrig’ðismála aukast um nær milljarð Gera á þjónustusamninga við alla framhaldsskóla Biskupskosningar 190 af 192 kusu KJÖRFUNDI fyrir biskups- kosningamar lauk í gær kl. 16. Að sögn Hjalta Zóphónías- sonar, skrifstofustjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og ritara kjörstjómar, höfðu 190 atkvæði af 192 borist þegar kjörfundi lauk. „Það er ennþá hugsanlegt að þessi tvö sem eftir em berist í pósti eftir helgi, en við tökum á móti kjörseðlum póstsettum á föstudag." Fjórir prestar gáfu opinber- lega kost á sér til embættisins nú: sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir, sr. Gunnar Kristjáns- son, sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Sigurður Sigurðarson. Atkvæði í biskupskjörinu verða talin laugardaginn 6. september og verða úrslitin væntanlega ljós um hádegisbil sama dag. Ef enginn fær meirihluta atkvæða í kdsning- unum nú verður kosið aftur um þijá efstu mennina. 22 punda maríufiskur FLESTIR hefja laxveiðiferil- inn á rólegri máta en Sigtrygg- ur Aðalbjörnsson sem veiddi mariufisk sinn á Iðunni í Bisk- upstungum nýlega. Laxinn var 22 punda hængur sem tók maðk. Dagsveiðin hjá Sig- tryggi og félögum var 7 laxar, en hann lét þann stærsta duga. „Ég fékk laxinn á svæði 3, sem er efst þar sem Stóra Laxá í Hreppum kemur út í Hvítá. Laxinn tók maðk og var mjög sterkur. Þetta var klukkutíma streð og mikill taugatitring- ur,“ sagði Sigtryggur og bætti við aðspurður að þetta hefði ekki orðið til þess að hann smitaðist af veiðidellu. „Ég var smitaður fyrir,“ sagði Sig- tryggur sem er með maríufisk- inn á myndinni. LÍTIÐ hefur enn frést af gangi þeirra tilraunaveiða á túnfiski sem tvö japönsk skip stunda nú innan ísiensku efnahagslögsögunnar en þó er vitað að túnfiskur hefur veiðst innan íslensku lögsögunnar og virð- ist veiðin betri en þegar tilrauna- veiðar voru stundaðar í fyrra. Skipin hafa verið að veiðum í um það bil viku og er íslenskur eftirlits- maður um borð í hvoru þeirra til að skrá niður upplýsingar um veiði- slóðir, sjávarhita og aflabrögð auk þess að vigta og lengdarmæla afl- ann og skrá niður upplýsingar um meðafla. Við lögsögulínuna Hörður Andrésson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, hefur umsjón með þessu verkefni hjá stofnuninni og segir að frést hafi að skipin hafi veitt túnfisk innan efnahagslögsögunnar og veiðin hafi verið betri en í fyrra. Skipin hafa aðallega haldið sig suður af Stokksnesi og Ingólfs- höfða, ýmist utan eða innan efna- hagslögsögunnar en utan þekktra GENGIÐ er út frá að fjárlagafrum- varp næsta árs verði afgreitt með 2,7-2,8 milljarða kr. tekjuafgangi, samkvæmt_ upplýsingum Morgun- blaðsins. Útgjöld til heilbrigðis- mála aukast að raungildi á næsta ári um sem svarar nálægt einum milljarði kr., að stærstum hluta í tryggingakerfínu en einnig til sjúkrastofnana, m.a. vegna fram- kvæmdakostnaðar og rekstrar í kjölfar ákvörðunar um uppbygg- ingu sex nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu á næstu tveimur árum. Talsverðar deilur urðu um ein- stakar fjárlagatillögur á þing- flokksfundi sjálfstæðismanna á fimmtudag, m.a. um niðurskurð til vegamála, skv. heimildum blaðs- veiðislóða hér við land. íslensku eftirlitsmennirnir verða um borð til októberloka en í lok september bætist þriðja skipið í hópinn, einnig með íslenskan eftirlitsmann um borð. Japanimir hafa leyfi til veiða innan lögsögunnar til loka nóvem- ber. Alþjóðlegur kvóti byggður á veiðireynslu Að sögn Harðar Andréssonar hrygnir túnfiskurinn við Miðjarðar- ins. Á fundinum fengu ráðherrar flokksins þó fullt umboð til að ganga frá frumvarpinu. Þingflokk- ur framsóknarmanna fjallar um frumvarpið á mánudag en skv. upplýsingum blaðsins hefur ekki verið gengið endanlega frá öllum útgjaldatölum í heilbrigðismálum innan ríkisstjómarinnar en stefnt er að því að afgreiða frumvarpið næstkomandi þriðjudag. 200 milljóna niðurskurður í vegamálum Gert er ráð fýrir töluverðum niður- skurði í vegamálum í fjárlagafrum- hafíð í júní og júlí og gengur síðan norður Atlantshafið í ætisleit. Hafið hér við land er enn að hlýna og því er talið að fiskurinn, sem er ofan- sjávarfískur og fer vart niður fyrir 150 metra dýpi, geti enn verið á leið norður. íslendingar hafa enga reynslu af túnfískveiðum en aflinn er feiki- lega verðmætur og heyrst hefur að markaðsverðmæti eins túnfisks, sem er u.þ.b. 200 kg að þyngd, geti svarað til söluverðs á nýjum varpinu eða sem nemur tæplega 200 milljónum kr. frá gildandi vegaáætlun. Þessar tillögur vom gagnrýndar á þingflokksfundi sjálfstæðismanna, einkum af hálfu landsbyggðarþingmanna sem telja að ekki megi draga úr viðhaldi þjóðvega, þar sem álag á vegakerf- ið hefur stóraukist um leið og dreg- ið hefur úr strandsiglingum. Samkvæmt frumvarpinu verður þeirri nýjung komið á á næsta ári að ríkið geri svokallaða þjónustu- samninga við alla framhaldsskóla landsins. Þjónustusamningar verða gerðir á grundvelli nýrra laga um Mercedes Benz bíl á verðmætustu mörkuðum. Veiðum á tegundinni er stjómað með alþjóðlegum kvóta af stofnun að nafni ICAT, sem hef- ur aðsetur í Madríd á Spáni. Erfitt fyrir íslendinga að gera tilkall til kvóta? Arnór Halldórsson, lögfræðing- ur í sjávarútvegsráðuneytinu, hef- ur sótt fundi ICAT fyrir íslands hönd. Ráðuneytið vísaði fyrir- spurnum til Arnórs en ekki náðist tal af honum í gær. íslendingar hafa hins vegar enga veiðireynslu af túnfiskveiðum og eru því sam- kvæmt upplýsingum ekki í þeim hópi sem augljóslega getur gert tilkall til túnfiskveiða með alþjóð- legu samþykki, jafnvel þótt veið- arnar geti borgað sig innan lögsög- unnar. Eins og fram hefur komið stunda um það bil 10 japönsk og tævönsk skip túnfiskveiðar rétt utan lögsög- unnar á Reykjaneshrygg auk jap- önsku skipanna tveggja sem stunda tilraunaveiðar innan lög- sögunnar. fjárreiður ríkisins. Stefnt er að því að gera mun markvissari þjónustu- samninga við framhaldsskóla en ríkið hefur gert við nokkrar stofn- anir á undanförnum árum, þar sem verkefni og fjárhæðir sem veitt eru til skólanna verða skilgreind ná- kvæmlega. Markmiðið er að gera viðfangs- efni skólanna skýrari, færa ábyrgð yfír á stjórnendur skólanna, ná fram betri nýtingu fjármuna og stýra áherslum í skólastarfinu inn á ákveðnar brautir. Skólarnir fá jafnframt ákveðinn sveigjanleika til að ráða eigin málum. Ekki er gert ráð fyrir að þjón- ustusamningar skili viðbótar- sparnaði fyrir ríkissjóð strax á næsta ári. Tveimur vagnstjór- um sagt upp TVEIMUR vagnstjórum hjá SVR var sagt upp störfum í fyrradag. Þeim var gert að hætta störfum samdægurs og vinna ekki út uppsagnarfrest- inn. Sigurbjörn Halldórsson, trúnaðarmaður vagnstjóra, segir að mikil óánægja sé hjá breiðum hópi vagnstjóra með þessar uppsagnir og margir vilji að vagnstjórar bregðist við þeim. Fyrr í sumar var einum vagnstjóra sagt upp störfum og var ástæðan sögð sam- starfsörðugleikar. Viðkomandi hafði unnið hjá SVR í 14 ár. Þeir sem fengu uppsagnir núna höfðu unnið hjá SVR í 19 ár og 24 ár. Sigurbjörn sagði að lögfræðingur stéttar- félags vagnstjóra væri með þessi mál til skoðunar. Hann sagði að fyrst vagnstjórunum hefði verið gert að hætta sam- dægurs mætti álykta að stjómendur SVR litu svo á að þeir hefðu gerst sekir um al- varleg brot. Ekki náðist í Lilju Ólafsdótt- ur, forstjóra SVR, í gær. Metró-vélin til Banda- ríkjanna TF JML, fer í reynsluflug í dag og á morgun er ráðgert að fljúga henni af stað til Banda- ríkjanna. Fer hún í nákvæma skoðun og viðgerð hjá Fairchild verksmiðjunum í San Antonio í Texas sem ákveðin var eftir að vélin lenti í öflugum svipti- vindum yfír ísafjarðardjúpi um miðjan mánuðinn. í gær lauk síðustu athugun- um á vélinni og undirbúningi fyrir flugið vestur um haf og nauðsynleg leyfí voru fengin. Flogið verður til San Antonio í tveimur áföngum með við- komu í Gander á Nýfundna- landi og gist í Bangor í Maine- fylki í Bandaríkjunum. Ráð- gert er að flugtíminn á fýrri áfanga verði 7-8 klukkustund- ir og kringum 7 stundir síðari daginn. Túnfiskveiðum stjórnað með alþjóðlegum kvótum byggðum á veiðireynslu Aflinii hér við land talinn betri í ár en á síðasta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.