Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 195. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blóðugasta nótt sex ára átaka í Alsír Sinn Fein boðið til við- ræðna um N-Irland Belfast, Washington. Reuter. BROTIÐ var blað í sögu norður- írskra stjómmála er Sinn Fein, stjórnmálaarmi Irska lýðveldis- hersins (IRA), var boðin þátttaka í viðræðum um framtíð Norður-ír- lands. Bandarísk stjórnvöld lýstu stuðningi við ákvörðun stjórnar Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Er Mo Mowlam Norður- írlandsmálaráðherra tilkynnti ákvörðunina sagðist hún hafa upp- lýsingar sem bentu til þess að vopnahlé IRA, sem lýst var yfir 20. júh', væri varanlegt og jafngilti því í raun, að endi hefði verið bundinn á hryðjuverkastarfsemi samtakanna útlægu. Stjórn Johns Majors forsætis- ráðherra setti það skilyrði fyrir að- ild Sinn Fein að fjölflokkaviðræð- um um friðsamlega lausn deilumála í Norður-írlandi að IRA hæfi af- vopnun áður. Hóta hjásetu Tveir flokkar sambandssinna hafa áður lýst því yfir að þeir kæmu ekki til nýrrar viðræðulotu, sem ráðgert er að hefjist 15. september, ef Sinn Fein fengi þar sæti. Samn- ingaumleitunum stjómar banda- ríski öldungadeildarmaðurinn Ge- orge Mitchell. Stærsti flokkur sam- bandssinna, Sambandsflokkur Ul- ster, mun hins vegar taka þátt í þeim en flokksleiðtoginn David Trimble sagðist þó ekki endilega setjast við sama borð og fulltrúar Sinn Fein, sem allir væra með „blóði drifnar hendur“. Martin McGuinness, aðalsamn- ingamaður Sinn Fein, sagði að sam- tökin myndu taka boðinu og nota það til að halda þeirri röksemd sinni á lofti að skipting írlands árið 1921 hefði mistekist. Utanríkisráðherra írlands, Roy Burke, fagnaði ákvörðun stjómar Blairs og sagði hana veita áður óþekkt tækifæri til samninga. Hlaupið undan brimlöðrinu Á ÞESSUM árstíma er það vin- sæl iðja ferðamanna í San Sebastian á norðurströnd Spánar að fara niður að strönd og bíða þess að brimskaflar ut- an af Biscayaflóa æði á land og brotni við breiðgötubrún, reyna siðan að forða sér undan brimlöðrinu án þess að vökna. Hleypur þá hver sem hann get- ur en þeir svifaseinustu verða margir fyrir sjávardrífunni sem gusast upp á land. Var þetta algeng sjón í Baskaborg- inni í gær. París. Reuter. HRYÐJUVERKAMENN úr röðum strangtrúaðra múslima í Alsír myrtu a.m.k. 98 manns og særðu 120, þar af 30 lífshættulega, í nokkram þorpum um 70 km suður af Algeirsborg í fyrrinótt. Er það blóðugasta nóttin frá því samtök strangtrúarmanna gripu til hryðjuverka í janúar 1992 er stjómvöld hættu við þingkosning- ar, en íslamska frelsishreyfingin (FIS) hafði tekið forystu í fyrri um- ferð þeirra. Aftökurnar í fyrrinótt áttu sér stað í þremur þorpum í Sidi Rais við jaðar bæjarins Sidi Moussa, sem er 18 km suður af borginni Blida. Fórnarlömbin vora einkum konur og börn og vora þau vegin með hníf- um eða kastvopnum. Einnig var fólk brennt lifandi inni í húsum sín- um. Þá vora illvirkjamir sagðir að venju hafa rænt rúmlega 20 ungum stúlkum sem þeir era sagðir neyða til samræðis við sig, en stúlkur sem fyrir slíku verða eiga venjulega ekki afturkvæmt. Ofbeldisverkin era framin á svæði þar sem vitað er að strang- trúarmenn njóta stuðnings. Þeir hafa myrt a.m.k. 300 manns í þess- ari viku, á annað þúsund manns frá því í þingkosningum 5. júní sl. og 60 þúsund frá í janúar 1992. Stjómvöld í Algeirsborg sendu fjölmennt lögreglu- og herlið til of- beldissvæðanna og sagði í yfirlýs- ingu stjómarinnar að gífurlegri leit að hryðjuverkamönnunum hefði verið hrandið af stað. Myndu menn ekki unna sér hvíldar fyrr en starfsemi hinna villimannslegu glæpamanna hefði verið upprætt. Hætta við Heathrow London. Reuter. MINNSTU munaði að tvær bresk- ar farþegaþotur með um 200 manns innanborðs rækjust saman í lofti skammt frá Heathrow-flugvellinum í London, að sögn breskra sam- gönguyfirvalda. Fyrir mistök flugumferðarstjóra var Boeing-757 þota British Air- ways á leið til Kaupmannahafnar send nánast beint í flasið á Boeing- 737 þotu Virgin-flugfélagsins á leið frá Brassel til London. Aðeins 60 metrar á milli Reiknað hefur verið út að einung- is 200 fet, þ.e. 60 metrar, hafi skilið þoturnar að er þær mættust. Atvik- ið átti sér stað í þramuveðri og er hið þriðja í þessari viku þar sem til- kynnt hefur verið um að legið hafi við árekstri farþegaflugvéla í breskri lofthelgi. Hefur það ýtt und- ir áhyggjur um að flugumferð sé orðin hættulega mikil. Glenda Jackson aðstoðarsam- gönguráðherra vísaði því á bug, sagði 13 sinnum hafa legið við árekstri í fyrra miðað við 16 skipti árið áður. Hélt hún því fram fullum fetum að flugið væri eftir sem áður öraggasti samgöngumátinn. Valdabarátta Plavsic og Karadzics harðnar Mannskæð spreng- íng í Banja Luka. Reuter. EINN maður beið bana og tveir slösuðust mikið í sprengingu í mið- bæ Banja Luka í gær. Sprengingin varð við söluturn skammt frá stræt- isvagnastöð og lögreglustöð borgar- innar en Biljana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, hefur höfuðstöðvar sínar í Banja Luka. Þá var gerður aðsúgur að herliði á vegum Samein- uðu þjóðanna, SÞ, í Brcko og neydd- ist það til að snúa frá borginni. Ekki er vitað hver stóð að baki sprengingunni í Banja Luka en stuðningsmenn Plavsic hafa óttast árásir harðlínumanna úr röðum Banja Aðsúgur gerður að hermönnum SÞ Bosníu-Serba, vegna harðnandi valdabaráttu hennar og Radovans Karadzic, sem neyddur var til að segja af sér embætti forseta fyrir ári. Fyrr um daginn hafði herlið á vegum Atlantshafsbandalagsins hert öryggisgæslu í Banja Luka og gefið Kerlögreglu Bosníu-Serba leyfi til að auka eftirlit við forseta- höllina í borginni vegna óstaðfestra Luka frétta um að hópur öfgasinnaðra stuðningsmanna Karadzic hygðist gera árás þar. Robert Gelbard, fulltrúi Banda- ríkjastjórnar í Bosníu, sakaði harð- línumenn Bosníu-Serba um að hvetja til árása á vestræna gæslu- liða í Bosníu. Hét Gelbard hörðum hefndaraðgerðum. Sagðist hann ætla til vígis þeirra í Pale í dag og leiða þeim fýrir sjónir hvað biði þeirra virtu þeir ekki viðteknar leik- reglur lýðræðis og laga og réttar. ■ Eldfimt ástand/20 Reuter Haustsnjór í Sviss ÞJÓNUSTUSTÚLKA á hóteli við bæinn Davos ( svissnesku Olpunum skóflar snjó af borðum á verönd hótelsins. Þar snæddu gestir utandyra í fyrradag en í fyrrinótt féll snjór og minnti íbúana á að nú haustar ört að á þessum slóðum. Síðustu tvo daga hefur hitastig lækkað úr 30 gráðum í 15 á láglendi í Sviss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.