Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BOLAKÁLFARNIR ættu að geta farið að anda rólega . . . Morgunblaðið/Þorkell HVALEYRARVATN er örskammt frá Hafnarfirði og þar hafa hafnfirsk hjón óskað eftir að fá að byggja upp þjónustu. Hjón í Hafnarfirði vilja byggja útivist- araðstöðu við Hvaleyrarvatn Veitingar, veiði, bátar og hross „OKKUR langar að koma upp úti- vistaraðstöðu fyrir Hafnfirðinga. Þeir sækja þegar mikið að Hva- leyrarvatni, enda er þetta fallegt svæði örskammt frá bænum. Við viljum koma upp veitingaskála, sleppa fiski í vatnið, leigja báta og hugsanlega hesta,“ sagði Jón Hlíðar framkvæmdastjóri í samtali við Morgunblaðið. Hann og kona hans, Eygló Jóns- dóttir kennari, hafa sótt um að fá leigða aðstöðu við Hvaleyrarvatn fyrir ofan Hafnarfjörð til að koma þar upp „útivistarparadís“, eins og segir í gögnum bæjarráðs Hafnarfjarðar. Tilbúið næsta sumar? Jón sagði að hann gerði sér vonir um að fá jákvætt svar við umsókninni sem fyrst, svo hægt væri að hefjast handa og gera allt tiibúið fyrir næsta sumar. „Við rákum skála vestast í Viðey í þrjú ár og viljum koma upp svipaðri byggingu þarna og helst byggja skálann að hluta út í vatnið. Við erum viss um að ef komið verður upp góðri aðstöðu munu Hafnfirð- ingar og nágrannar koma þarna við í sunnudagsbíltúmum." Jón sagði að þau hjón væru með svipaða starfsemi í huga og rekin væri við Reynisvatn. „Núna er ein- hver fiskur í Hvaleyrarvatni, en ef við fáum leyfi til starfsemi við vatnið munum við sleppa fiski í vatnið til að glæða veiðina." Vegfna umsóknar Jóns og Eygló- ar óskaði bæjarráð Hafnarljarðar eftir umsögn bæjarlögmanns um réttarstöðu bæjarins annars vegar og Skógræktarfélags Hafnarfjarð- ar hins vegar og er þeirra um- sagna beðið. Bærinn á land að vatninu, en Skógræktarfélagið hefur ræktað upp mikið svæði við það. „ Við fórum ekki fram á að fá úthlutað á einhverjum ákveðn- um stað, heldur vonumst við til að ná samkomulagi við bæjaryfir- völd um staðsetninguna. Við vilj- um bara tryggja að Hvaleyrarvatn verði enn betra útivistarsvæði Hafnfirðinga." Forseti Alþingis Umræðan um kvóta- kerfið í eðli- legum far- vegi ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Al- þingis, segir að hann telji umræður um kvótakerfið vera í nokkuð eðlileg- um farvegi hér á landi og umræða um það í heild sinni alltaf uppi á borðinu, en ef vilji sé fyrir því að láta sérstaka þingnefnd ijalla um málið, líkt og Bandaríkjaþing hefur ákveðið, hljóti tillaga um slíkt að þurfa að koma frá ríkisstjórninni. Eins og greint hefur verið frá munu tveir íslenskir fræðimenn starfa með bandarísku nefndinni, sem á að gera víðtæka úttekt á reynsl- unni af kvótakerfum í sjávarútvegi. Meðal annars á nefndin að skoða áhrif þess að leggja gjöld á veiðileyfi eða bjóða þau upp og að banna fram- salkvóta. Ólafur sagði umræðuna hér á landi ætíð ganga út á það sama. „Ég held hins vegar að þetta kvótakerfi hafi verið að skila sér í bættum hag út- gerðarfyrirtækjanna, en menn geta deilt um einstaka útfærslu á því og menn gera það sjálfsagt áfram,“ sagði hann. Islenskur sjónvarpsþáttur um fíkniefna- notkun í Danmörku og Noregi Umburðarlyndi hefur ýtt undir neyslu fíkniefna FIKT nefnist íslensk- ur sjónvarpsþáttur sem verður sýndur samtímis á rásum ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2 3. september næstkom- andi. Þátturinn er gerður á vegum Jafningjafræðslu framhaldsskólanema og fjallar um ástand fíkni- efnamála í Danmörku og Noregi. „Jafningjafræðslan hef- ur gert tvo sjónvarpsþætti frá því hún var stofnuð I mars 1996. Að þessu sinni fórum við að velta fyrir okkur ástandi fíkniefna- mála í nágrannalöndunum og ákveðið að safna styrkj- um til að gera sjónvarps- þátt um málið,“ segir Jó- hannes Kr. Kristjánsson, starfsmaður Jafningja- fræðslunnar. Sigursteinn Másson er umsjónarmaður þáttarins en kvikmyndagerðarfyrirtækið Plúton sá um tökur. - Hver var tilgangurinn með gerð þessa þáttar? „Við leggjum mikla áherslu á að umræða um fíkniefnavandann aukist og viljum þannig stuðla markvissara að forvamastarfi. Fræðsla um skaðsemi efnanna er stór þáttur I því. Strax að lokinni sýningu þátt- arins, sem tekur 30 mínútur, verð- ur efnt til umræðuþáttar í sjón- varpssal um þessi mál þar sem reynt verður að draga fram ástand- ið hér á landi.“ Jóhannes segir að Jafningjafræðslan hafi fengið hrós fyrir framtakið víða að og segir þetta sýna að ungt fólk er ekkert síður en fullorðnir með áhyggjur af fíkniefnamisnotkun. - Hvernig kynntuð þið ykkur fíkniefnamál í Danmörku og Nor- egi? „Við töluðum við lögregluna, ung- mennasamtök í Noregi og Dan- mörku, heimsóttum athvarf fyrir heimilislausa þar sem margir fíkni- efnaneytendur voru og töluðum meðal annars við fyrrverandi heró- ínfíkil." - Hvernig er ástandið í þessum iöndum? „Það hefur versnað verulega í þessum tveimur löndum. Fíkni- efnaneysla ungs fólks hefur auk- ist, E-pillan er í mikilli sókn og er í raun mesta ógnin sem steðjar að ungmennum þar um þessar mund- ir. Forvarnastarf I Osló er öflugt en sömu sögu er ekki að segja frá Danmörku. Danir hafa gefist upp. Þeir ráða ekkert við ástandið og eru ráðalausir." - Hvemig er forvamastarfínu háttað í Noregi? „Utideildin í Osló gegnir mjög stóru hlutverki og síðan heimsótt- um við t.d. samtökin Ungdómur gegn fíkniefnum sem eru pólitísk samtök sem vinna að forvömum. Þar er höfuðáhersla lögð á að skemmta sér án vírnuefna og markvisst unnið að því með því að bjóða upp á ferðir bæði innan- lands og utan. Auk þess eru þeir með tvö stefnumál núna sem Jóhannes Kr. Kristjánsson Morgunblaðið/Asdís Mikil aukning á heróíni sem er reykt unnið er að, þ.e.að vinna gegn Schengen-samkomulaginu og lög- leiðingu fíkniefna." Þessi samtök eru í raun ekki ólík ferðaklúbbnum sem Jafningja- fræðslan rekur í samvinnu við Samvinnuferðir/Landsýn og heitir Flakk. Klúbburinn var stofnaður á sl. sumri og boðið er upp á vímu- ►Jóhannes Kr. Kristjánsson er fæddur 3. febrúar árið 1972. Hann var um skeið formaður nemendafélags Fjölbrauta- skóla Ármúla og hefur tekið þátt í útgáfu ýmissa blaða fyr- ir ungt fólk. Jóhannes hefur unnið hjá Hinu húsinu undan- farin þrjú ár. Hann hóf störf hjá Jafningjafræðslunni um síðustu áramót. Hann er stofn- andi Erfingjasamtaka ungs fólks um umhverfisvernd. Jó- hannes er í sambúð með Helgu Eglu Björnsdóttur og á eina dóttur. efnalausar ferðir innanlands og utan og þegar hafa 1.500 manns á aldrinum 16-25 ára nýtt sér til- boðin. Það var til dæmis uppselt í allar ferðir í sumar.“ Útideildina hérlendis er hinsveg- ar búið að leggja niður en hún er mjög virk í Noregi. Auk þess tekur fíkniefnalögreglan virkan þatt í forvarnarstarfí. - Kom ykkur eitthvað á óvart við gerð þessa þáttar? „Ymislegt kom okkur á óvart og ekki síst að sjá að Danir hafa í raun gefist upp á ástandinu. Það virðist alveg ljóst að umburð- arlyndi eins og hefur verið gagn- vart kannabisefnum hefur ýtt und- ir neysluna. Við kynntum okkur t.d. aukningu á notkun kannabis- efna. Fyrir tíu árum voru 510 kíló af kannabisefnum gerð upptæk í Kaupmannahöfn en núna er magn- ið tuttugu sinnum meira. Þá urðum við áþreifanlega vör við það vanda- mál sem er að skapast af heróíni sem er reykt. Þetta virðist vera stór vandi í báðum löndum. Líkleg- asta skýringin fyrir aukningu á notkun þessa efnis er hræðsla fólks við sprautur. Með því að reykja heróín er komist hjá sprautunotk- un.“ - Sýndist ykkur ferlið hjá fíkni- efnaneytendum svipað hér á landi og í Noregi og Danmörku? „Þetta er sama ferlið eða a.m.k. eftir því sem við best vitum. Ungl- ingarnir byija að neyta áfengis, færa sig yfir í hass og halda síðan áfram með því að prófa amfetamín og verða að lokum sprautufíklar. Eini mun- urinn var að endastöðin fíkniefnaneytendum í Dan- hjá mörku og Noregi var oft heróínfíkn en hérlendis hefur það ekki verið algengt." Landsbanki íslands styrkti Jafn- ingjafræðsluna við gerð þessa þátt- ar en auk þess Eimskip, Skeljung- ur, Vátryggingafélag íslands, Ferðaklúbburinn Flakk og Marel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.