Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 45 -■ FRÉTTIR Símaráðgjöf á vegum Um- sjónarfélags einhverfra í TILEFNI 20 ára afmælis Um- sjónarfélags einhverfra mun fé- lagið standa fyrir símaráðgjöf. Markmiðið er að styðja einhverft fólk, foreldra þess og aðra að- standendur með ráðgjöf og fræðslu. Fagfólk á sviði ein- hverfu mun veita ráðgjöfina en fyrirmyndin er sótt til hagsmuna- félaga einhverfra í Danmörku og Englandi. I frétt frá Umsjónarfélagi ein- hverfra segir að reynslan hafi sýnt að hér á landi sé mikil þörf á fræðslu um einhverfu og ekki síst faglegri ráðgjöf til aðstand- enda. „Ráðgjöfin er af ýmsum toga og getur m.a. falist í því hvernig bregðast eigi við aðstæðum í daglegu lífi einhverfs barns, þar sem almennar uppeldisaðferðir duga skammt, ásamt almennum upplýsingum um fötlunina. Símaráðgjöfin er tilraunaverk- efni og mun hún fyrst um sinn vera á þriðjudagskvöldum milli kl. 20 og 22 í september og októ- ber notendum að kostnaðar- lausu," segir í fréttatilkynningu. Umsjónarfélag einhverfra hef- ur fengið til liðs við sig eftirfar- andi sérfræðinga í símaráðgjöf- ina og skipta þeir símavaktinni á milli sín: Kristín Kristmunds- dóttir, félagsráðgjafi, Páll Magn- ússon, sálfræðingur, Sigrún Hjartardóttir, sérkennari, Sól- veig Guðlaugsdóttir, geðhjúkran- arfræðingur og fjölskylduráð- gjafi, og Svanhildur Svavarsdótt- ir, sérkennari, boðskipta- og tal- meinafræðingur. Jeppaferð með Utivist NÝLOKIÐ er átta daga sumar- leyfisferð hjá Jeppadeild Útivist- ar um Sprengisand, Gæsavötn, Kverkfjöll og Snæfell. Næstu ferðir hjá deildinni era 13.-14. september í Setrið, skála 4x4 klúbbsins sunnan við Hofsjökul. 20.-21. september verður svo farið i Veiðivötn og í Hágöngur 27. sept. og segja þeir hjá jeppa- deildinni að nú fari hver að verða síðastur að sjá þar eitt mesta háhitasvæði landsins áður en það fer undir vatn. Jeppadeildin stendur svo fyrir ferð á Tindaijöll 4.-5. okt. og ætlunin er að ganga á jökulinn ef veður og aðstæður leyfa. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér FÁTT fínnst börnum skemmtilegra en róa á bát um lygna tjörn á góðviðris- ferðirnar nánar er bent á ferða- áætlun Útivistar fyrir árið 1997. Subaru- sýning um helgina ÁRGERÐIR 1998 af bílum frá Subaru verða sýndar um helgina hjá umboðinu, Ingvari Helgasyni við Sævarhöfða í Reykjavík. Verður opið í dag, laugardag og á morgun milli kl. 14 og 17. Til sýnis verða Subaru gerðirn- ar Legacy, Impreza og Outback en einnig verður til sýnis rallbíll þeirra Rúnars Jónssonar og Jóns Ragnarssonar, sem eru marg- faldir íslandsmeistarar. Er það sérsmíðaður Subaru Legacy. Skákdagur á morgun HALDIN verður svokallaður skákdagur sunnudaginn 31. ág- úst. Hugmyndin er að gefa al- menningi kost á að kynna sér starfsemi Skáksambands ís- lands, Skákskóla íslands og hinna ýmsu taflfélaga. Dagskráin er sem hér segir: Skáksamband íslands kl. 14-17 í Faxafeni 12, Skákskóli íslands kl. 14-17 í Faxafeni 12, Taflfé- lag Reykjavíkur kl. 14-17 í Faxafeni 12, Taflfélagið Hellir kl. 14-17 í Þönglabakka í Reykjavík, Taflfélag Kópavogs kl. 14-17 í Hamraborg 5, Skák- Siglt á Leirutjörn degi, eða það á að minnsta kosti við um þau Maríu og Dúa sem reru á Leirutjörn félag Hafnarfjarðar kl. 14-17 í Dvergshúsinu, Brekkugötu 2, Hafnarfirði, Taflfélag Garðabæj- ar kl. 14-17 í Garðaskóla, Taflfé- lag Akraness, fjöltefli kl. 20 í Grundaskóla, Skákfélag Selfoss, opið hús, og Skákfélag Akur- eyrar kl. 14-17 í félagsheimilinu Þingvallastræti 18. Opið hús hjá Taflfélaginu Helli TAFLFÉLAGIÐ Hellir verður með opið hús fyrir skákáhuga- menn sunnudaginn 31. ágúst kl. 14-17. Allir era velkomnir en börn og unglingar eru sérstak- lega hvattir til að koma og kynna sér starfsemina og tefla sér til gamans. Boðið verður upp á stutt skák- mót, þátttakendur geta glímt við skákþrautir undir leiðsögn um- sjónarmanns og kynnt sér það sem verður í boði hjá félaginu í vetur. Taflfélagið Hellir eru einungis 6 ára gamalt en er engu að síður orðið eitt öflugasta taflfélag landsins með fjóra stórmeistara innan sinna vébanda. Þá hefur barna- og unglingastarfsemin vaxið hröðum skrefum á undan- förnum árum. Taflfélagið Hellir er til húsa að Þönglabakka 1, Mjódd. Hellis- heimilið er þar á efstu hæð og inngangur er sá sami og hjá Bridssambandi íslands og Keilu í Mjódd. Morgunblaðið/Kristján á Akureyri í vikunni og leyfðu hundinum Buslu að fara með. Jibbí heitir ferski kókó- drykkurinn í GÆR hóf Sól-Viking hf. sölu á ferskum kókódrykk undir nafninu Jibbí. Drykkurinn er framleiddur úr íslenskum mjólkurafurðum. Jibbí kemur í fjórðungs og hálfs lítra um- búðum. Drykkurinn verður seldur í verslunum, skólum, söluturnum og bakaríum. Minnisvarði afhjúpaður AFHJÚPAÐUR verður minnis- varði af Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra, í dag, laugar- daginn 30. ágúst. Athöfnin fer fram kl. 14 í sér- stökum gróðurreit sem helgaður hefur verið Hermanni Jónassyni að Syðri-Brekku í Blönduhlíð í Skagafirði, en þar fæddist hann 25. desember 1896. Athugasemd frá sr. Erni Bárði Jónssyni og ekki síst í ljósi þess að ég þjón- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Erni Bárði Jónssyni: „Vegna fréttar í RÚV í dag þar sem vitnað er í Sigurð Garðarsson, fulltrúa í stjórn íslenska safnaðarins í Noregi og starfsmanns Manpower (auk þess að vera frændi sr. Krist- jáns Björnssonar), vil ég taka eftir- farandi fram. Trúnaðarmannaráð safnaðarins sem í sitja formaður stjómar safn- aðarins, geðlæknir og heimspeking- ur komst að þeirri niðurstöðu með einkunnargjöf fyrir frammistöðu að ég hafi komið afgerandi best út úr því prófi. Fullyrðing Sigurðar um að mín frammistaða byggist á per- sónulegi mati formannsins er því ekki byggð á rökum. Af þeim sökum tel ég rétt að birta niðurstöður sem ég hef fengið upplýsingar um. Atr- iðin sem trúnaðarnefndin hafði í hyggju voru: 1. Menntun, 2. reynsla, 3. fjöl- breytni reynslu, 3. brautryðjenda- hæfileikar, 5. trúarlíf, 6. karisma (útgeislun/persónutöfrar), 7. mælska, 8. heildarútkoma úr við- tali, 9. helgistund, 10. viðtal hjá Manpower (norsk ráningarskrif- stofa), 11. persónuleg samskipti. Hvert hinna þriggja áðurnefndu gaf okkur þremur, mér, Kristjáni og Sigrúnu 1, 2 eða 3 stig fyrir hvert ofangreindra atriða. Hæsta mögulega meðaltal úr þessum 11 þáttum er því 33 stig en lægst 11. Niðurstöður trúnaðarnefndar voru sem hér segir: Öm Báður 27,6 stig, Kristján 19,1 stig og Sigrún 19,1 stig. Umreiknuð á tíu-skala er ég með 8,4 í einkunn, en hin tvö 5,8. At- hygli veikur að niðurstaða Manpow- er er tekin inní þessa útreikninga en þar kom Kristján betur út en við Sigrún. Þetta er því niðurstaða úr öllu ferlinu í heild. Hvað sjálfan mig varðar vil ég taka fram að það kemur fram mein- leg villa í niðurstöðu Manpower en þar er staðhæft að ég hafí ekki starfað sem prestur frá árinu 1984. Hið rétta er að ég var sóknarprest- ur til 1990 er ég hóf störf á Biskups- stofu. Prestar í þjónustu Biskups- stofu vinna af og til prestverk og era því, að ég tel, í ágætri þjálfun hvað helgihald varðar. Af þessu leið- ir að ég kem lakar út hvað prest- skyldu varðar en hin tvö sem bæði sinna hefðbundinni prestsþjónustu um þessar mundir. Manpower gekk út frá líkani (módeli) „sjómanna- prests“ en norska kirkjan hefur á að skipa slíkum prestum í mörgum erlendum borgum og höfnum. Draga má í efa að það líkan hafi hentað í þessu sambandi. Villan um prestsþjónustu mína er afgerandi aði lengst af (í 5 ár) í útgerðarbæ við eina hættulegustu innsiglingu landsins og kynntist því rækilega kjöram fólks af öllum stigum þjóð- félagsins andspænis lífsháskanum sem sífellt var yfirvofandi. Geta má þess að trúnaðarnefnd safnaðarins hafði til viðmiðunar skilgreiningu á embætti prestsins í þessu tiltekna tilfelli og áætlun um framtíðarstarf safnaðarins. Því má segja að stjórn- in hafi verið að máta hin raunvera- legu kirkjuklæði á umsækjendur en ekki norska duggarapeysu. Safnaðarstjómin hefur itrekað haldið því á lofti að hún hygðist standa faglega að málum áður en hún gerði tillögu til biskups. Ljóst er af framansögðu að ekki var stuðst við þá faglegu niðurstöðu heldur ■ SIGGUBÆR verður opinn í síð- asta sinn í sumar nú um helgina. Siggubær var byggður árið 1902 af Erlendi Marteinssyni sjómanni. Dóttir hans Sigríður var 10 ára gömul þeg- ar hún fluttist í húsið og bjó hún þar alla sína ævi. Hús hennar er varð- veitt sem sýnishorn af verkamanns- og sjómannsheimili í Hafnarfirði á fyrrihluta þessarar aldar. Siggubær, Kirkjuvegi 10, heyrir undir Byggða- safn Hafnarfjarðar svo og Sívertsens- hús og Smiðjan en þar er nú sýning- in UndirHamrinum. Af lífi hafnfirskr- ar alþýðu. ■ JAZZ verður leikinn á veitinga- staðnum Jómfrúnni við Lækjargötu í dag, laugardag, kl. 16-18. Fram kemur tríó skipað þeim Sigurði Flosasyni, saxafónleikara, Birni • Thoroddsen, gítarleikara og Þórði Högnasyni, kontrabassaleikara. Tón- leikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu á milli Lækjargötu, Pósthússtrætis og Austurstrætis ef veður ieyfir en annars inni á Jómfr- únni. Aðgangur er ókeypis. Þetta verða síðustu sumaijazztónleikamir á Jómfrúnni í sumar en leikið hefur verið á öllum laugardögum í júlí og ágúst. LEIÐRÉTT Athugasemd við úrdrátt DANÍEL Sigurðsson vill taka fram að úrdráttur sá sem birtist með grein hans „Þýski skipstjórinn", og birtist í blaðinu í gær, var Morgunblaðsins en ekki hans. Daníel hefði kosið að úrdrátturinn hefði verið svohljóðandi: „Það er í besta falli afstæð fullyrð- ing, segir Daníel Sigurðsson, að þýski skipstjórinn hafí „loks“ verið fallinn á tíma þegar hann óskaði eftir að- stoð.“ Stöðvum einelti I Morgunblaðinu í gær, föstudag 29. ágúst, var birt grein, „Getum við ekki frekar verið vinir? - Stöðvum einelti“ (bls. 36), eftir Guðrúnu Sig- ríði Jóhannesdóttur og Rún Kormáks- dóttur. Í þeim kafla greinarinnar, sem bar yfirskriftina „Hvað er einelti, var prentvilla, sem nauðsynlegt er að leið- rétta. Kaflinn fer rétturin hér á eftir: „Einelti er almennt skilgreint sem langvarandi áreiti, líkamleg eða and- leg, stjómað af einstaklingi eða hópi og er beint gegn einstaklingi, sem er ekki fær um að veija sjálfan sig í þannig aðstöðu. Líkamleg áreiti er þegar sparkað er í einstakling, honum hrint eða hann laminn. Þá er hin al- menna merking á andlegu einelti sú' að um sé að ræða stríðni og útilokun. Það kallast ekki einelti þegar einstakl- ingar deila, þ.e. munur er á ágrein- ingi og einelti. Átök, sem bijótast útf vegna ágreinings geta hins vegar leitt til eineltis." Jón E. Guðmundsson Til að ekki fari milli mála hvaða ís- lendingur er með verk í nýja norræna skemmtigarðinum við rætur Fuji falls í japan sem sagt var frá í Ferðablað- i inu sunnudaginn 24. ágúst skal tekið j fram að það er Jón E. Guðmundsson , mynhöggvari. óskað eftir Sigrúnu á huglægum , forsendum. Hún nýtur þeirra forrétt- • inda að búa á staðnum og hafa haft : tækifæri til að kynna sig fyrir safn- , aðarfólki. Stuðningur við hana af hálfu námsmanna er skiljanlegur út frá huglægu sjónarmiði, enda er Sig- ■ rún hin vænsta manneskja að mínu mati. En það skýtur nokkuð skökku við þegar námsmenn, sem sjálfir eru að afla sér menntunar eða jafnvel framhaldsmenntunar, skuli vilja líta framhjá menntun og reynslu og taka einhliða afstöðu með einum umsækj- enda án þess að þekkja hina. Reynsla mín af því að sækja um embætti innan kirkjunnar þar sem sóknarnefndir hafa úrslitaáhrif er umhugsunarverð. Sóknamefndar-. fólk er oft í erfiðri aðstöðu til þess að meta fólk út frá takmörkuðum , upplýsingum og fellur þ.a.l. oft í grylju hins huglæga í stað þess að feta veg hlutlægni. Niðurstaða er því sú að gjörbylta verður veitinga- kerfi kirkjunnar og finna nýja leið sem tiyggir faglega niðurstöðu 1 byggða á rökum og réttlæti. Annað 1 sæmir ekki kirkjunni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.