Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jarþrúður Júl- íusdóttir var fædd í Vestmanna- eyjum 8. október 1947. Hún varð bráðkvödd í Reykjavík 20. ágúst síðastliðinn. Jar- þrúður var einka- barn foreldra sinna, Júliusar Sölva Snorrasonar, —, vélsijóra frá Hlíð- arenda í Vest- mannaeyjum, f. 26. júlí 1903, d. 4. febr- úar 1993, og konu hans, Jarþrúðar Jónsdóttur frá Ólafsvöllum á Skeiðum, f. 10. júni 1905 og dáin þann sama dag og dóttir hennar fæddist. Jarþrúður giftist Sigtryggi Vilhjálmssyni frá Þórshöfn, f. 8. júní 1946, d. 1. febrúar 1993. Ekki hvarflaði það að mér fyrir hálfum mánuði, að ég myndi setjast niður og skrifa minningargrein um mína kæru vinkonu Jarþrúði Júlíus- '’uöttur. En enginn veit hvenær kall- ið kemur. Eg var búin að hafa mikið sam- band við þig vikuna áður en þú lést. Þú varst búin að panta ferð til Kanarí og ætluðuð þið Bjarni að halda þar upp á fimmtugsafmælið þitt 8. okt. nk. Þú vildir endilega lána mér bækling og varst svo spennt að vita hvar ég ætlaði að halda upp á fimmtugsafmælið mitt. Elsku Jara, ég gat aldrei sagt þér hvert ég ætlaði. Þú sagðir við mig Aá? þú ætlaðir að vera á fínu hóteli. „Maður er nú ekki fimmtugur nema einu sinni.“ Svona varst þú, elsku Jara mín, vildir hafa klassa yfir öllu. Þú dáðir ilmvötn, stundum fannst mér nú einum of mikill ilmur af þér, en það var fyrirgefið af því að það varst þú. Við vorum búnar að vera vinkonur frá því við vorum 12 ára gamlar. Og aldrei bar skugga á þá vináttu. Vorum saman í Gagnfræðaskólanum Ve. Saman vorum við í skátafélaginu Faxa, þar sem oft var farið í útilegur og skáta- mót. Margt var brallað á Hlíðarenda og á Faxó. Við vorum sérfræðingar i að túbera á okkur hárið og gátum setið fyrir framan spegilinn tímun- itm saman að mála okkur. Þú varst orðin ansi flínk í að setja á þig „eyeliner". Við fórum saman í okk- ar fyrstu utanlandsferð til Costa del Sol og eru nú nákvæmlega 20 ár síðan í ágúst 1977. Mér er það svo minnisstætt, því á meðan við vorum úti dó Elvis Presley, sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Þú komst alltaf í afmælin hjá Didda og Gunnari annan i jólum. Þú áttir engin börn, en mér fannst alltaf eins og þér fyndist þú eiga heilmikið í strákunum mínum. Elsku besta Jara, þú varst sérstak- ur persónuleiki. Eg á eftir að sakna þín mikið og ég vil þakka þér tryggðina í gegnum árin. Minning- <*óa um þig mun ég geyma í hjarta mínu. Við Leifur og synir okkar vottum Bjarna og skyldfólki innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Þín vinkona, Inga Birna. Erfídrykkjur REYKJAVIK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 Þau slitu samvistir. Sambýlismaður hennar var Bjarni Baldursson frá Vallanesi í Vest- mannaeyjum, f. 3. mars 1943. Jarþrúður ólst upp á æskuheimili föður síns hjá ömmu sinni og föð- ursystkinum að Hlíðarenda og gekk föðursystir hennar, Ágústa Snorradótt- ir, henni I móður- stað. Aðalstarfsvettvangur hennar var á Sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum þar sem hún starf- aði óslitið frá árinu 1970. Útför Jarþrúðar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ljóð úr Spámanninum eftir Kahl- il Gibran: „Og ungmenni nokkurt sagði: Ræddu við okkur um vináttuna. Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar- innar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá and- mælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar. Og gefðu vini þínum það sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Hví skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann? Leitaðu hans með áhugamál þín. Því að það er hans að uppfylla þörf þína, en ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist." Hjartans þökk fyrir allt, kæra vinkona. Valgerður. Síbreytileiki birtunnar við Heima- klett er óendanlegur, eitthvað sem eilífðin hefur lagt okkur til sem vin- arkveðju á leið okkar. Þannig var hún Jara á Hlíðarenda, eitt af þess- um yndislegu Ijóðum mannlífsins, því persónuleiki hennar var geislandi bjartur og hlýr, en um leið svo hisp- urslaus og beittur ef því var að skipta. Hún Jara var hrífandi per- sónuleiki. Það var tilhlökkun að hitta hana, alveg sama hvar því ára henn- ar var svo sterk og það kallaði á söknuð að kveðja hana. Ég ætlaði að ræsa hana á Sölva- flána til sölvatínslu eftir nokkra daga, hún var að undirbúa fimm- tugsafmælið sitt, margt var á döf- inni, margt svo spennandi og svo allt í einu á örskoti brestur æð og lífsbátinn ber í hinstu höfn. Til hvers er maður svo að rífa kjaft, heimta og krefjast. Hví ekki að nýta allan tímann til hins jákvæða og brosmilda. Jöru þótti það algjör toppur að mæta á bióðhátíð með ríflegan sölvapoka, spæna í sig sölin og kíkja á strákana eins og hún orðaði það. Jarþrúður Júlíusdóttir á Hlíðarenda við Skólaveg í Vestmannaeyjum var alltaf kölluð Jara. Hún var bráðvel gefin, skemmtileg og kraftmikil og það var oft ægifagurt þegar hún sagði vinum og samferðamönnum til syndanna með hispursleysi sínu, blöndu af gamni og alvöru. Við ól- umst upp hlið við hlið og það voru mikil hlunnindi að eiga nábýli við Jöru, því hún átti svo auðvelt með allt. Meira að segja þegar hún birt- ist óvænt í 14 ára afmæli mínu í fínum kjól með stóran konfekt- kassa. Ég hafði bara boðið nokkrum strákum, vinum mínum, en Áslaug systir mín, sjö árum yngri, hafði boðið Jöru. Þetta var því nokkur innrás í „karlavígið", en það var ekki bara að maður bráðnaði fyrir konfektinu, maður féll alltaf fyrir persónutöfrum Jöru því hún gaf aldrei höggstað á sér í hlífðarlausri framkomu sinni og skemmtilegheit- um út í gegn. Auðvitað þoldu ekki allir opinskáan tón Jöru en þeir voru fáir sem virtu ekki rök henn- ar, því þau voru ekkert gutl. Hún var mikill mannvinur og hugsaði til enda í þeim efnum. Þeir sem áttu um sárt að binda áttu bakhjarl í henni og það kom vel fram í hjúkr- unarstörfum hennar um nær þriggja áratuga skeið. Margir sem áttu í raun að vera með hita, urðu hitalausir af að umgangast hana, því hún gaf þannig af sér að fólki leið betur í návist hennar og þann- ig var hún Jara mín mörgum eins konar launauppbót í lífsmelódíunni. Hún Jara flíkaði ekki tilfinning- um sínum, en samt eignaðist hún vini á augabragði, hvort sem það var heima eða heiman, hvort sem það var í skemmtiferðum til Reykja- víkur eða til útlanda. Jara var nefni- lega magnaður sálfræðingur að upplagi og hún nýtti sér það vel í ljósi þess hve henni þótti vænt um fólk og þótti gaman að smíða úr lífínu hversdagslega og einfalda hluti, góðar stundir, sem gáfu lífs- fyllingu. Hún var svo sannarlega vinur vina sinna og það koma í hugann nöfn eins og Rut, Inga Birna, Biddí, Ella, Valgerður og Baddi sem hún bjó með og vinátta þeirra var svo mikils virði. Hvað gefur lífínu meira gildi en góð vin- átta? Rut vinkona hennar var eins og fyrir tilviljun stoð hennar síðustu stundimar, en hvað er tilviljun.þeg- ar upp er staðið? Ætli Gústa á Hlíð- arenda hafi ekki verið viðbúin hand- an við móðuna miklu þegar kallið kom, þetta óvænta kall í ranni lífs- gleðinnar, en samt svo sjálfsagt. „Mér fannst hann pabbi þinn al- veg æði,“ sagði Jara við mig fyrir skömmu, „algjör toppur, því hann sagði einu sinni við mig: „Jara, þú ert bara aðal-kroppurinn í bæn- um.““ Jara vissi vel að hún var ekki í sama framleiðslunúmeri og Gina Lolla, en hún hafði persónu- töfra sem allar stórstjömurnar hefðu viljað gefa mikið fyrir og hún vissi að í orðum pabba fólst vænt- umþykja og virðing. Þótt Jara ætti heimili á ýmsum stöðum var Hlíðarendi alltaf hennar höfuðsetur, þar hafði hennar fólk verið og þar hafði Ósk verið til skamms tíma og Jara gætti alls svo vel, hlúði að og strauk lífsvilja vina sinna mjúkri hendi og mildu hjarta sem var eins og eitthvað fyrir Guðs náð. Hlíðarendi var hennar Heima- klettur og þótt hún ætti til að mynda nýja þvottavél í íbúðinni sinni þá kom hún að Hlíðarenda með þvottinn í gömlu þvottavélina þar vegna þess að þar hafði sálin búið um sig, þar var svömn við lífs- ins leik í gleði og sorg. Það er ótækt að sjá á eftir henni Jöm og leikurinn rétt að byija, en hún myndi ugglaust segja blákalt og bjart: „See you.“ Það verður fátæklegt leiksviðið á Sölvaflánni í næstu ferð, fátæk- legra að hitta ekki Jöm í mannlífs- melódíunni, en minningin um hana mun laða fram síbreytileik birtunn- ar og sólstafi. Megi góður Guð varð- veita hana og vemda vini hennar og ættingja, megi hlýjan og vinar- þelið úr lífi hennar vlia eftirlifandi inn í framtíðina og gefa þeim von síbreytileikans. Árni Johnsen. Ég hringdi á mánudagsmorgni, og þekkti hana ekki í símanum, vegna þess að hún var svo veik í höfðinu og mjög hrædd. Ég reyndi að hughreysta hana og hvatti hana til að hafa það rólegt á meðan þetta liði hjá. Almáttugur, mér datt ekki í hug að ég myndi ekki heyra í henni aftur. Mín kæra, kæra vinkona er dáin. Allar mínar æskuminningar em tengdar henni. Ég hef alltaf sagt: „Hún Jara er rætumar mínar.f Við höfum verið vinkonur frá því að við vomm 3-4 ára. Ég átti heima í Hlíð en hún á Hlíðarenda. Við skottuðumst ásamt Ellu Thor á milli húsa í algleymi og hamingju æskunnar. Við Ella vomm svo frek- ar að við höfðum Jöm alveg í vasan- um. Saman fómm við að starfa í skátunum, og þá var farið í ógleym- anlegar útilegur og skátamót. Við unnum saman í fiski og trúlega hefur verið meira hlegið þar en unnið. Ég var sú fyrsta úr hópnum sem byijaði að búa og eignast bam. Þá var heimilið okkar Ola góður sam- komustaður fyrir vinina. Enda var hópurinn stór og Jara alltaf hrókur alls fagnaðar. Hún kunni alla söng- texta og var svo minnug á gömlu orðatiltækin. Við lifðum gjörólíku lífi og með tímanum uxum við hvor í sína átt- ina en ekkert breytti vináttu okkar. Sigrún Birgit Sigurðardóttir. Það er þungbær staðreynd að Jara skólasystir okkar skuli vera dáin. Hún varð bráðkvödd hinn 20. ágúst sl., hrifin burtu, og eftir stöndum við með söknuð og sárs- auka í hjörtum okkar. Jara átti heima á Hlíðarenda. Hún var alin þar upp hjá föður sín- um og frænkum eftir að móðir hennar dó og þar voru einnig alin upp tvö önnur móðurlaus frænd- systkini hennar, þau Lóló og Snorri. Hún Jara á Hlíðarenda var umvafin ástúð fjölskyldu sinnar. Við hin fundum hlýjuna sem staf- aði af mildum svip kvennanna í húsinu, við fundum það alla leið út á götu þegar við gengum hjá á leið heim úr skólanum, þar sem pabbi hennar sýslaði í kartöflugarðinum og snjóhvítur þvottur blakti á snúru. Gott var veganesti hennar og að upplagi var hún bæði jákvæð og lífsglöð. Við minnumst hennar í barnaskólanum þar sem við sátum við litlu tréborðin á efstu hæðinni í gamla skólanum. Við minnumst hennar sem unglings með þykka, rauða, liðaða hárið bundið í tagl, freknur á nefi og síbrosandi munn. í bláa skátakjólnum, að læra undir nýliðaprófið, og í útilegunum í skátastykkinu vestur í hrauni. í sundlauginni þar sem við lærðum að synda í hituðum sjó, í rokkpilsinu með húla-hopphringinn og í parís á skólalóðinni þar sem við sungum „Pílarenda, pílarenda, marí, kúlarí“. Við minnumst hennar þegar við klifruðum á Heimaklett, könnuðum hella, fórum á bryggjurnar og sníkt- um beinakex af færeyskum sjó- mönnum, þegar við söfnuðum serví- ettum og leikaramyndum og í þijú- bíó með apótekaralakkrís eða ís af Hressó. Við minnumst hennar líka í gagnfræðaskólanum þegar skól- anum var lokað og allir sem vettl- ingi gátu valdið lögðu sitt af mörk- um til að bjarga verðmætum afla sem barst á land. Einnig sem þátt- takanda í sorgum þeirra skólasystk- ina okkar sem misstu ástvini sína í hafíð þegar skipsskaðar urðu. Og við minnumst skólasystur okkar sem þroskaðrar konu, sem bar birtu og yl öllum þeim sem á vegi hennar urðu. Hún var félagslynd og vina- mörg. Á síðasta ári var haldið ferming- arsystkinamót. Var Jara duglegust af öllum við undirbúninginn og óþreytandi við að hafa samband og hvetja sem flesta til að mæta. Ár- gangurinn var yfír hundrað manns, JARÞRUÐUR ’ JÚLÍUSDÓTTIR HÓTEL en árin sem aðskildu hópinn gufuðu upp þessa helgi og það var mikið henni að þakka. Hún spurði spurn- inga á sinn sérstaka hátt, svo blátt áfram, hlýleg og einlæg. Svo var hún fyndin, naut sín vel í vinahópn- um og sagði glettin: „Mikið líturðu vel út. Hvaða krem notarðu eigin- lega?“ Eins og þegar skólasystir okkar, sem var að skauta á Vilp- unni forðum, fótbrotnaði, benti Jara henni á björtu hliðarnar: „Vertu fegin, freknumar fara af þér meðan þú liggur á spítalanum." í gosinu tvístraðist hópurinn. Margir fluttu til lands og komu ekki til baka. Jara flutti aftur til Eyja, vildi hvergi annars staðar vera. Hún vann á sjúkrahúsinu, var vel liðin og vann störf sín af alúð. Allir þekktu Jöru, hún var góður vinur og svo sannarlega setti hún svip á bæinn okkar. Það fækkar í árganginum. Við minnumst látinna skólafélaga með söknuði og nú hefur Jara bæst í þeirra hóp. Óskir okkar um að hitt- ast öll á næsta fermingarsystkina- móti rætast ekki. Við munum sakna Jöru, en þökkum henni samfylgdina og fyrir þá hlýju sem minningarnar um hana veita okkur. Ástvinum hennar öllum vottum við dýpstu samúð á þessari erfíðu stundu. Fyrir hönd árgangs 1947 í Vest- mannaeyjum, Gunnhildur Hrólfsdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin kvað Tómas Guðmunds- son. Þessi texti rifjast oft upp fyrir mér þegar ungt fólk er hrifsað burt úr miéju dagsverki. Jarþrúður Júlíusdóttir, trúnaðar- maður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, er ein slík. Jara, eins og hún var ætíð kölluð, var alltaf hress og kát og lifði lífínu lifandi eins og sagt er. Hún tók virkan þátt í því sem var að gerast á hveijum tíma, og var ekkert mál að fá hana sem trún- aðarmann fyrir vinnustað sinn. Vann hún það starf af samviskusemi eins og annað það sem hún tók sér fyrir hendur. Jara var drífandi persóna, það gustaði af henni og aldrei nein lognmolla í kringum hana. Það er mikil eftirsjá fyrir okkur að missa manneskju eins og Jöru bæði úr starfí og leik, hafí hún þökk fyrir allt og allt. Mest er þó eftirsjá hjá fjölskyldu og vinum Jöru og sendum við þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Starfsmanna- félags Vestmannaeyjabæjar, Þorgerður Jóhannsdóttir, formaður. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, þvf alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson.) Þegar við komum saman til að gera okkur glaðan dag nú í vor var þetta ljóð sungið. Ekki datt okkur samstarfsfólki Jöru þá í hug að þetta væri í síðasta sinn sem við hittumst öll á gleðistund, sem hún hafði haft veg og vanda af og var þar hrókur alls fagnaðar eins og svo oft áður. Jara hafði unnið yfír 20 ár á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, mest við aðhlynningu aldraðra, þar sem hún naut sín vel. Hún var sér- stakur persónuleiki, engum öðrum Iík. Við eigum eftir að sakna glað- værðar hennar og fjörugra um- ræðna um menn og málefni, þar sem Jara lét í ljós skoðanir sínar hispurslaust. Bjarni, Ósk, Snorri, Lóló og aðrir ættingjar, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur, megi góður Guð styðja ykkur í sorg- inni. Elsku Jara, við kveðjum þig með ljóði Ragnhildar Ófeigsdóttur og þökkum þér fyrir samveruna og vináttuna. Guð geymi þig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.