Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rit um mis- þroska og ofvirkni KRISTJÁN M. Magnússon sálfræð- ingnr hjá Reyni-ráðgjafastofu á Akureyri hefur tekið saman bækl- inga um ýmis mál sem varða börn og skóla. Bæklingurinn „Að breyta starfs- anda í bekk,“ inniheldur leiðbeining- ar um vinnu með „erfiða bekki“. I honum er m.a. gefið breitt yfirlit yfir áhrifsþætti þegar breyta þarf starfsanda í bekk. Bæklingurinn „Viðmiðanir um gæði kennslu nemenda með sérþarf- ir“, er þýðing og staðfæring á dönsk- um bæklingi sem breiður hópur fag- fólks samdi sem einskonar leiðarvísi um skipulagningu kennslu nemenda með sérþarfir. Bæklingurinn „Skilgreiningar á „misþroska", „ofvirkni" og öðrum greinarheitum um truflun á heila- starfsemi barna“ er samantekt á viðurkenndum viðmiðunum sem böm þurfa að uppfylla til að grein- ast misþroska eða ofvirk. Þessir þrír bæklingar eru skrifað- ir fyrir alla sem vinna við uppeldi, kennslu og umönnun, jafnt foreldra Skm fagfólk, að því er segir í frétta- tilkynningu. I október er að auki væntanleg bókin „Það eldist bara af sumum. Um langtímarannsóknir á misþroska og ofvirkni". Höfundur er Ánegen Trillingsgaard, sálfræðingur og lekt- or við Kaupmannahafnarháskóla. Bókin er skrifuð fyrir foreldra jafnt sem fagfólk. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Fáar konur í sveitarstj ómun Á VEGUM Skrifstofu jafnréttis- mála hefur verið gefin út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna 1994 með tilliti til stöðu kvenna. Skýrsl- una vann Linda Blöndal, stjórn- málafræðinemi. í frétt frá Skrifstofu jafnréttis- mála segir að niðurstöður úttektar- innar sýni að síðustu sveitar- stjórnarkosningar geti ekki gefið tilefni til bjartsýni hvað varði auk- inn hlut kvenna í sveitarstjórnum. í fimmtu hverri sveitarstjórn á ís- landi sé engin kona. Konur séu aðeins fjórðungur sveitarstjórnar- manna. Þegar litið sé til stóru sveit- arfélaganna er hlutur kvenna rúmt 31% sem er sama hlutfall og eftir kosningarnar 1992. Það sé í fyrsta sinn síðan 1974 að ekki hefur orð- ið umtalsverð aukning á hlut kvenna í sveitarstjórnum. „Þá sýna niðurstöður skýrslunn- ar að karlar hafa verið að færa sig inn á svokölluð verksvið kvenna þ.e. málaflokka sem varða fræðslu og félagsmál og einnig umhverfis- mál. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að þessir málaflokkar hafa öðlast mun veira vægi nú en áður í kjölfar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Konum hefur aftur á móti ekki fjölgað í svokölluðum hefðbundnum karlanefndum. Þá ér vert að staldra við þá stað- reynd áð í aðeins 8% nefnda eru engir karlar en aftur á móti eru engar konur í 40% nefnda,“ segir í fréttatilkynningu. Helstu niðurstöður þessarar skýrslu verða kynntar á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem verður haldinn í Félagsheimili Sel- tjarnarness 29. og 30. ágúst nk. Skýrslan Konur í sveitarstjórn- um 1994-1998 er til sölu á Skrif- stofu jafnréttismála. Mikill vöxtur GREINILEGT er að sumarið hefur í heildina verið gott á norðanverðu landinu, mikill vöxtur þessa asparblaðs ætti að bera því vitni. Reyndar er málum svo háttað að í fyrra- sumar var höggvin ösp í garði einum á syðri brekkunni á Akureyri og komu upp frá henni hliðarsprotar, en það er tilraun plöntunnar til að bjarga sér þegar búið er að fella aðalstofninn. Olíklegt er að vöxtur blaða á venjulegu tré sé alveg eins mikiil sem í þessu tilfelli. ATVIMMU- AUGLÝSINGAR Sérverslun með tískuvörur fyrir ungt fólk, óskar eftir starfsfólki. Æskilegur aldur 18—24ára. Áhugasamir leggi inn um- sóknir á afgreiðslu Mbl. fyrir 2. sept., merkt: „GBB". TIL SÖLU Til sölu Hæstaréttardómar í vönduðu skinnbandi 1920—1978 og óinnbundnir frá 1978—1990. Einnig Þingvallamálverk frá 1958 eftir Gunn- laug Blöndal. Olía. Stærð 99x74. Olíumálverk frá Horni eftir Pétur Friðrikfrá 1968, 89x77. Upplýsingar í síma 551 4017 frá kl. 17.00 í dag og frá kl. 18.00 næstu kvöld. VMISLEGT Þjóðbúningar Tökum í umboðssölu notaða þjóðbúninga og búningasilfur, einnig stakar svuntur, slifsi og húfur. Antikhornið, Hafnarfirði, Fjarðargötu 17, sími 555 2890. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, fimmtudagínn 4. september nk. kl. 10.00 á neðangreindum eignum: Burstabrekka, Ólafsfirði, þinglýst eign Stofnlánadeildar landbúnaðarins en talin eign Haforku ehf., gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Aðalgata 32, Ólafsfirði, þinglýst eign Konráðs Þ. Sigurðssonar, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Kirkjuvegur 13, Ólafsfirði, þinglýst eígn Ragnars Þórs Björnssonar og Kamillu Ragnarsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Páls-Bergsgata 3, Ólafsfirði, þinglýst eign Stíganda hf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Ægisbyggð 6, Ólafsfirði, þinglýst eign Sigurðar G. Gunnarssonar og Hólm- fríðar Jónsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild. Ólafsfirði, 27. ágúst 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson. Uppboð Uppbod munu byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafs- firði, fimmtudaginn 4. september nk. kl. 10.00 á neðangreindum eignum: Aðalgata 32, Ólafsfirði, þinglýst eign Konráðs Þ. Sigurðssonar, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Kirkjuvegur 13, Ólafsfirði, þinglýst eign Ragnars Þórs Björnssonar og Kamillu Ragnarsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur ríkisins. Páls-Bergsgata 3, Ólafsfirði, þinglýst eign Stíganda hf„ gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Ægisbyggð 6, Ólafsfirði, þinglýst eign Sigurðar G. Gunnarssonar og Hólm- fríðar Jónsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.'húsbréfadeild. Ólafsfirði, 27. ágúst 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson. UPPBOQ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 3. september 1997 kl. 15.00 á eftirfarandi eignum ■ Bolungarvík: Hjallastræti 41, þingl. eigandi Sigurgeir Steinar Þórarinsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins húsbréfadeild. Hólsvegur 6, þingl. eigendur Gunnar Sigurðsson og Hlédís Sigurb. Hálfdánardóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Þuriðarbraut 7, e.h., þingl. eigandi Brynja Ásta Haraldsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður rikisins, húsbréfadeild og sýslumaðurinn í Bolungarvík. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 29. ágúst 1997. Jónas Guðmundsson. ATVINNUHÚSNÆÐI Borgarnes Til sölu er verslunar- og iðnaðarhúsnæði, 170 m2, við aðalgötu bæjarins. Nánari upplýsingar veittar í símum 421 2420 og 896 1764. HÚ5NÆÐI ÓSKAST Leiga — kaup Fjársterkur aðili óskar eftir 600-1000 lager- húsnæði á jarðhæð með góðu aðgengi sem næst miðbæ Reykjavíkur. Bæði kaup og leiga á húsnæðinu kæmi til greina. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. septem- ber, merkt: „Rvk — 4445". Húsnæði 1500—2500 fm Heildverslun óskar eftir húsnæði til kaups eða leigu sem næst Sundahöfn. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. septem- ber, merkt: „Sundahöfn — 4450". SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERDAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Sunnudagur 31. ágúst: Kl. 08.00 Álftavatn v. Fjalla- baksleið syðri. Ný ferð um geysifagra fjallaleið. Verð kr. 3.000. Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð. Stansað I 3—4 klst. I Þórsmörk- inni. Verð kr. 2.700. Kl. 10.30 Kolviðarhóll - Hell- isskarð — Hengladalsá. 5. áfangi í 70 km göngunni á Heng- ilssvæðinu. Gengnir um 10 km í hverjum áfanga. Berjaferð fellur niður. Mæting og brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Miðar í rútu. Slóð heimasíðu Ferðafélags- ins: http://www.skima.is/fi/ Þarftu að létta þig í dag er það staðreynd að mikill meiri hluti fólks í vestrænu þjóð- félagi er of þungt og oft alvar- lega mikið of þungt sem getur haft slæmar afleiðingar á heilsu fólks. Við í Sjálfefli viljum að- stoða þá sem eiga við slíkt að stríða og takast á við vandann með þeim með hnitmiðuðum námskeiðum og stuðningshóp- um með eftirliti og aðstoð. Á mánudagskvöldið n.k. (1. sept- ember) kl. 20:30 verður kynning- arkvöld á þeim leiðum sem eru í boði. Nokkrar leiðir eru í boði — gjald- töku haldið í lágmarki. Sérstak- lega viljum við bjóða þá vel- komna sem þurfa að léttast um 40 kfló eða meira. Sér- stakir lokaðir hópar verða fyrir þó sem tilheyra þeim hópi. Fullur trúnaður. Umsjónar- menn verða m.a. matarráðgjafi, næringarráðgjafi ásamt fleirum. Hugleiðslukvöld í kvöld kl. 20.30 Þá byrjum við af fullum krafti eftir sumarfri. I kvöld leiðir Kristín Þor- steinsdóttir. Allir velkomnir. Aðg. kr. 350. Dagsferðir sunnudaginn 31. ágúst: Baula. 8. áfangi í fjallasyrpunni. Árganga. Gengið með Norðurá frá Grábrókarhrauni. Boðið er upp á berjaferð samhliða göngu. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ kl. 9.00. Laus sæti í aukaferðir á Fimmvörðuháls 13.—14. sept. og 27.-28. sept. Gengið með Skógá i Fimm- vörðuskála og gist. Næsta dag er gengið í Bása. Skráning þátttakenda á skrif- stofu Utivistar. Afgreiðslu- tími frá kl. 12.00—17.00 alla virka daga. Heimasíða: centrum.is/utivist Bænahringur Bænahringur verður á mánudög- um kl. 20:30, hefst mánudaginn 8. september. Umsjónarmaður: Guð- mundur Sigurðsson. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.