Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 21 ERLEIMT Fjöldamorð í fangelsi í Venezúela E1 Dorado. Reuter. TUTTUGU og níu fangar í af- skekktu fangelsi í Venezúela voru höggnir og stungnir til bana í grimmilegum átökum milli tveggja glæpagengja innan fangelsis- múranna á fimmtudag að sögn yfirvalda. „Það eru 29 látnir og 13 særð- ir,“ sagði Sait Rodriguez, aðstoðar- héraðsstjóri í héraðinu Bolivar, í samtali við /feuíer.s-fréttastofuna fyrir utan Ei Dorado-fangelsið, sem er um 700 km suðaustur af Caracas. Embættismenn í dómsmálaráðu- neytinu höfðu áður sagt að 49 hefðu látið lífið, en það var dregið til baka. Morðingjarnir notuðu sveðjur og frumstæða hnífa. Nokkrir hinna látnu höfðu verið hálshöggnir. Aðrir höfðu brennst illa þegar árásarmennirnir kveiktu í dýnum. Að minnsta kosti tveir höfðu verið skornir á háls. Blóð var upp um alla veggi og höfuð og útlimir lágu eins og hráviði á gólfum. Átökin í fangelsinu eru rakin til þess að leiðtogi eins gengis var myrtur nýverið. Hópur fanga braust út úr klefum sínum og stóð árásin yfir í 20 mínútur. Fangarn- ir, sem frömdu morðin, eru úr gengi á staðnum, en fórnarlömbin voru öll úr öðru gengi og höfðu verið í La Sabaneta-fangelsinu, sem er í vesturhluta landsins. Þeir höfðu verið fluttir til E1 Dorado. E1 Dorado-fangelsið var reist árið 1958 og stendur við ána Cuy- uni. Hinum megin árinnar stendur gullnámubær, sem heitir sama nafni og fangelsið og er reyndar einnig samnefndur hinni goðsögu- legu suður-amerisku gullborg, E1 Dorado. Umhverfis fangelsið leyn- ast ýmsar hættur. Sagt er að þar séu mannætufiskar og krókódílar. Frakkinn Henri Charrier, sem þekktari er undir nafninu Papillon eða „fiðrildið“, var þar í haldi og tókst að sleppa. „Þetta er versti staður, sem hægt er að ímynda sér,“ sagði fyrr- verandi fangavörður í E1 Dorado. „Þetta eru hættulegustu glæpa- menn landsins, alger villidýr, dreggjar þjóðfélagsins.“ Myrti ástkon- una fyrir að kalla sig dverg Hong Kong. Reuter. CHAN Wing-hong, sem er nú fyrir rétti fyrir að hafa myrt ástkonu sína, sagði í gær að hann hefði framið verknaðinn af því að hún hefði kallað hann dverg. Chan er 38 ára gamall og aðeins 1,37 metrar á hæð. Hann sagði að samband sitt við gleði- konuna Chow Mei-hing hefði staðið í fimm vikur, sem hefðu verið mesti hamingjutími lífs síns. Þegar pyngja Chans tók að léttast þvarr áhugi Chow á sambandinu. „Hún sagði: „Fjárans dverg- urinn þinn, ég sé enga ástæðu til að þykja vænt um þig,““ sagði Chan fyrir réttinum. „Þetta voru mér mikil von- brigði." Chan kvaðst hafa eytt öllum sínum peningum í Chow, en þegar hún móðgaði hann tók hann hníf og stakk hana í hjart- að. Hann bútaði Chow því næst í sundur, skildi höfuð hennar eftir úti í skógi og henti öðrum líkamshlutum í ruslatunnur. Réttarhaldi í málinu er ekki lok- ið. IMPREZA Fyrir þinn lífstíl! Kynning um helgina Laugardag og sunnudag kl. 14 -17. LEGACY Hönnun sem veitir þér ánægjulegan akstur. QUTBACK Færir þig á vit ævintýranna. Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson margfaldir íslandsmeistarar í rallyeru komnirá sérsmíðaðan Subaru Lagacy rallbíl sem við sýnum um helgina. SUBARU 1998 • Kraftmiklir • Fjórhjóladrifnir • Mikil veghæð • Hátt og lágt drif • Frábær búnaður Komdu og prófaðu -Finndu kraftinn Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.