Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 42
,42 LAUGARDAGUR 30, ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR ODDGEIRSSON + Einar Odd- geirsson fædd- ist í Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjöll- um, 20. júní 1924. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 21. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Einarsdóttir, f. 24.10. 1889 í Miðey, Austur-Landeyjum, d. 11.12. 1968, og Oddgeir Ólafsson, f. 24.5. 1891 í Dals- eli, d. 31.10. 1977. Hjónin bjuggu í Eyvindarholti til ársins 1954 er fjölskyldan flutti að Dalseli. Einar var elst- ur fjögurra bræðra. Næstur honum var Símon, f. 5.4. 1926, d. 25.6. 1927. Sím- on, f. 2.12. 1927, og Ólafur, f. 2.10.1929. Ólafur er kvæntur Dóru Ingvarsdótt- ur, f. 30.10 1936, dóttir þeirra er Þór- unn, f. 20.1. 1964. Einar var fæddur í Eyvindarholti og stundaði öll almenn sveitastörf. Hann lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1945. Eftir fráfall foreldra sinna bjó hann félagsbúi í Dalseli ásamt Símoni, bróður sínum. Útför Einars fer fram frá Stóra-Dalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag er jarðsettur frá Stóra- Dalskirkju föðurbróðir minn, Einar Oddgeirsson. Með honum er horf- inn einn af dugmestu bændum landsins en hann helgaði líf sitt starfi sínu við búskap í Dalseli ásamt bróður sínum Símoni. Ég var svo heppinn að fá að njóta þess að vera hjá þeim og Oddgeiri afa öðru hvoru sem bam en fyrir - borgarbam eins og mig var það skemmtileg og ómetanleg upplifun þar sem ég fékk að þvælast með í hinum ýmsu verkum og kynntist þannig sveitastörfunum. Einar var fyrir mér léttur og gamansamur og sérstaklega góður sögumaður og minnisstæðastar eru mér þær stundir þegar aðeins var slakað á og hann sagði mér og vinnufólkinu sögur sem oftast vom gamansögur af vinnufólki og öðrum samferða- mönnum hans í gegnum lífið. Ein- ar var sérstakur dýravinur og það kom mér furðulega fyrir sjónir sem bami að hann skyldi þekkja fle- stallt féð með nafni þar sem það var allt eins fyrir mér í þá daga. En hann sagði alltaf að natni og umhirða dýra væri undirstaða góðs búskapar. Á unglingsárunum réð ég mig sem vinnumann hjá frænd- um mínum en það sumar lærði ég margt og styrktist mikið. Þá komst ég að því hve sveitstörf voru mikil og nákvæm vinna. Þá var gott að hafa Einar sér við hlið en hann jJeiðbeindi mér mikið og hvatti mig áfram. En eins og þeir vita sem til þekkja hefur vinnusemi og dugnaður verið einkenni þeirra bræðra. Það var svo aftur núna í sumar sem ég var í Dalseli sem ráðskona en þá var auðséð að Einar var ekki hraustur þó að hann kvartaði aldrei. Hann lá mikið fyrir og las en Einar var mjög bókhneigður og víðlesinn maður. Einar hélt upp- teknum hætti og sagði okkur vinnufólkinu sögur og studdi mig í því sem ég var að gera. Nú þegar samveru okkar er lok- ið í bili er gott að eiga minningar um góðan frænda og vil ég þakka honum ógleymanleg kynni. Þórunn Olafsdóttir. Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmannskirkja. Sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður blessun skaparans. (B.Á.) í dag er kvaddur frá Stóra-Dals- kirkju Einar Oddgeirsson bóndi í Dalseli. Við óvænt og ótímabært fráfall hans langar mig að minnast hans. Fæðingarstaður hans, Ey- vindarholt, lá í þjóðbraut og ólst Einar upp á stóru, mannmörgu heimili þar sem gestkvæmni var mikil. í Eyvindarholti var tvíbýli. Kjartan bróðir Oddgeirs og eigin- kona hans Guðbjörg Jónsdóttir bjuggu þar ásamt börnum sínum, Jóni, Ólafí og Sigríði. Gott var á milli heimilanna og voru börnin sem systkini í leik og starfí. í þá daga dvaldi fy'öldi sumarbarna hjá fjölskyldunni, bæði skyld og vandalaus, svo og kaupafólk með- an gamla búskaparlagið var enn við lýði. Einar var strax hneigður fyrir bústörf. Skepnuhirðing var honum vel að skapi einkum sauð- fjárrækt. Var hann mjög fjár- glöggur. Einar hafði ánægju af smalamennsku og fór árum saman á fjall og smalaði þá m.a. Austuraf- rétt þeirra Eyfellinga. Einar sem fæddist á fyrri hluta þessarar aldar mátti muna tímana tvenna. Bú- skaparhættir í uppvexti hans höfðu lítið breyst frá landnámstíð. Fram- undan voru stórfelldar breytingar í tækni og vélvæðingu. Landbúnað- urinn verður á hans starfsferli sem bónda tæknivæddur nútímaland- búnaður. Við upphaf þessa tíma var ekki hægt að mæta tæknivæð- ingunni með afrakstri af búskapn- um. Annað þurfti að koma tíl. Unga fólkið fór á vertíð til þess að bæta hag heimilanna og mæta nýjum tímum. Einar sótti margar vertíðir til Vestmannaeyja eins og margir Eyfellingar gerðu. Og var fyrsta dráttarvélin sem kom að Eyvindarholti keypt af honum. Einar var mjög víðlesinn maður bæði á bókmenntir, ævisögur og fræðirit. Hann var mjög draum- spakur og hafði áhuga fyrir dul- rænum efnum. Mjög gaman og fróðlegt var að spjalla við hann enda var hann sögumaður góður sem bjó yfír rótgróinni söguhefð íslensku bændamenningarinnar. Einar sá oftast léttu hliðar tilver- unnar. Hann var mjög gamansam- ur og stundum nokkuð ögrandi. Á bak við það bjó þessi hlýi persónu- leiki sem öllum vildi gott gera og óskaði hann helst að menn yndu glaðir við sitt. Hann hafði mikinn metnað fyrir stétt sína og bar hag hennar mjög fyrir brjósti. Taldi hann að forysta bænda hefði yfír- leitt brugðist. En fyrst og fremst er það dýra- vinurinn Einar sem við munum. Persónuleg umhyggja hans fyrir dýrum var einstök. Hann skynjaði líðan þeirra og ef eitthvað amaði að lagði hann sig allan fram við að bæta hana. Einar og Símon hafa búið stórbúi að Dalseli, þeir hafa stöðugt bætt og byggt jörðina og fylgst vel með öllum tækninýj- ungum. Samvinna þeirra og sam- starf hefur verið einstaklega gott. Fagurt og víðsýnt er frá Dals- eli. Vestur-Eyjafjallasveit er þekkt sem ein fegursta sveit landsins. Fossar falla frá brúnum og jökull- inn gnæfír yfír. í suðri blasa við hinar fögru Vestmannaeyjar. Við þetta umhverfír undi Einar. Hann var í góðu jafnvægi við jörð sína og land. Það átti hug hans allan. Einar hafði unnið hörðum höndum allt sitt líf. Síðustu mánuðina var starfsþrek hans mjög skert og hafði hann lítið úthald. Hann var að leita sér lækninga á Sjúkrahúsi Reylq'avíkur þegar hann lést. Hans er sárt saknað að fjöl- skyldu og vinum. Að leiðarlokum vil ég þakka honum samfylgdina og vináttu og velvilja í okkar garð. Góður drengur er genginn. Guð bessi minningu hans. Dóra Ingvarsdóttir. Aldrei líður mér úr minni sá dagur er ég leit Einar Oddgeirsson fyrsta sinni. Ég var ráðin um vetr- artíma til þeirra bræðra, Einars og Símonar, sem ráðskona, og var nú komin í Dalssel með hafurtask mitt, ókunn stúlka í framandi hér- aði. Einar Oddgeirsson var stór mað- ur vexti, vörpulegur, hárið mikið og rautt og lítt gránað, andlitið breiðleitt og augun falleg, blá og dálítið bamsleg. Hann heilsaði mér kurteislega en var þó fálátur gagn- vart mér, fór sinna ferða og sinnti gegningum, en þeir bræður skiptu þannig með sér verkum, að Einar annaðist sauðféð en Símon kýrnar. Heimili þeirra var hreinlegt svo af bar og bauð af sér hlýju og þokka. Einar virtist í fyrstu nokkuð fjarrænn maður og fáskiptinn, hafði sig lítt í frammi og sótti ekki mannamót nema brýna þörf bæri til, og þá helst jarðarfarir. Við gesti og gangandi ræddi hann fátt nema búskap og málefni þau sem efst voru á baugi hveiju sinni, en innan tíðar sannfærðist ég um að hann hafði annan mann að geyma. Ég bað hann að mega fylgja honum út í fjárhúsin og lið- sinna honum við gegningamar og tókum við þá tal saman, slitrótt í fyrstu en svo fór þó að með okkur þróaðist einlæg vinátta, sem aldrei bar á nokkum skugga. Þá kynntist ég öðmm manni en þeim sem allir sáu, hlýlegum manni og góðviljuðum, stórvel gefnum og víðlesnum, sem braut heilann um leyndardóma tilvemnnar og var þess umkominn að fjalla um alla hluti af skynsemi og innsæi. Hug- myndaríkur var hann og þess varð ég áskynja í tali okkar, að með honum leyndist talsverð ævintýra- þrá og löngun til ferðalaga, þótt æviskeiðið færi aðra slóð. Einar var í raun og vera heim- spekingur og margar vora þær stundir sem við sátum á hjali um tilgang lífsins, tilvera mannsins að loknu þessu lífí, vonir hans og þrár, söknuð og vonbrigði, siðgæði manna og framferði þeirra gagn- vart náunga sínum. Stundum ræddum við stjórnmál og kom þá fyrir að slægi í brýnu, en alltaf + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, Brautarlandi 2, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. ágúst. Fyrir hönd ættingja og vina, Einar Guðbjörn Gunnarsson, Guðríður Elsa Einarsdóttir, Inga Birna Einarsdóttir. ( $• t Þökkum sýnda samúð og vinarhug vegna andláts HALLDÓRU KRISTÍNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Grensásvegi 56, en útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. GUNNAR JÓNSSON + Gunnar Jónsson fæddist í Sól- garði, Vopnafirði, 26. desember 1932. Hann lést 25. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Lilja Sveins- dóttir og Jón Höskuldsson síma- verkstjóri. Gunnar var yngstur barna Jjeirra, en þau eru: Olafur Bergmann (d. 1990), Sveinn (d. 1990), Höskuldur, Vopnafirði og Anna, Vestmannaeyjum. Gunnar var kvæntur Oddnýju Ingileif Sveinsdóttur og eignuð- ust þau fimm böni. Þau eru: Li(ja, f. 1956, gift Ólafi Björnssyni, Sólbjört, f. 1958, gift Baldri Frið- rikssyni, Jóna, f. 1960, gift Magnúsi Ingólfssyni, Sveindís Björk, f. 1963, gift Mána Sigfússyni. Drengur, andvana, f. 1976. Barnabörnin eru 12 talsins. Gunnar lauk prófi frá Samvinnuskólan- um á Bifröst árið 1953. Sama ár hóf hann störf hjá Kaup- félagi Vopnfirðinga en stofnaði f(jótlega eigin verslun og rak hana til ársins 1971. Árið 1972 hóf hann störf hjá Pósti og síma og starf- aði_þar samfleytt til ársloka 1996. Útför Gunnars fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Það var sorgarfregn sem barst hafðu þökk fyrir allt og allt. okkur hinn 25. ágúst. Eitt augna- (V. Briem.) blik virtist tíminn standa í stað, sættumst við aftur og urðum jafn- góðir vinir og áður. Einar var draumspakur mjög og hafði ég yndi af því að segja honum draumfarir mínar og leysti hann gjaman úr þeim ráðgátum, meðan hann gaf á garðann, eða þá að við tylltum okkur í heyið og létum hugann reika um ókunnar slóðir. Skyggn var hann og vissi nokk- uð frá sér, en það var með þá gáfu eins og aðrar sem Einar átti, að ekkert var honum fjær skapi en flíka henni - þó veit ég til þess að skyggnigáfa hans hefur orðið öðra fólki til mikillar hjálpar á háskastundu. Svo elskur var Einar vinur minn að dýram, að ær sínar þekkti hann allar með nafni og talaði til þeirra vinsamlega, ekki með tilgerðar- rómi eins og sumum hættir til, þá er þeir ræða við dýrin, heldur af stakri háttvísi og nærgætni. Ketti hélt Einar, fjöratíu talsins og bjó þeim heimili úti í fjósi, höndlaði handa þeim fískmeti og annað lostæti, og að auki snæddu þeir heilnæman fóðurbæti með kúnum. Svo fagrir vora þessir kett- ir og gljáandi á feldinn, að jafnfagra ketti hef ég aldrei augum litið fyrr eða síðar. Úti í fjárhúsum bjó villiköttur einn og vildi ekki eiga saman að sælda við hina kettina á bænum. Þetta var læða, viðskotaill nokkuð, en þýddist jafnan Einar, enda bar hann henni sjávarfang eins og öðr- um köttum. Læðan átti kunningja á næsta bæ, fress eitt mikið og frítt, sem varð tíðförult til hennar, og gaut hún kettlingum í fyllingu tímans. Höfðum við Einar þá mikla skemmtun af að færa móðurinni fískmeti, en þó sýndi hún klærnar ef við gerðum okkur dælt við af- kvæmi hennar. Fagurt var í Dalsseli þessa fjóra vetrarmánuði, sem ég dvaldi með þeim bræðrum og fannst mér mik- ið til um útsýnið þaðan. Af fjalls- brún steyptist fannhvítur foss, Vestmannaeyjar risu úr hafí, vetr- arsól tindraði á mjallhvítu hjami. Barngóðir vora þeir bræður svo unun var að sjá. Barnabörn mín komu iðulega til mín í Dalssel og urðu svo hænd að þeim, að þau vildu helst hvergi vera nema þar sem þeir vora - ýmist hjá Símoni úti í fjósi eða Einari úti í fjárhúsi. Lengri varð dvöl mín ekki í Dalsseli, þó þykir mér sem ég hafi þekkt Einar Oddgeirsson alla ævi, og nú þegar hann er horfinn sakna ég vinar í stað. Símoni Oddgeirssyni votta ég innilega samúð á þessari rauna- stundu. Guð blessi hann og minn- inguna um hjartfólginn bróður. Árnbjörg Hansen. spurningar vöknuðu og minningar um góðan mann birtust. Minning- ar sem í fyrstu tengjast búðinni hans. Þar var margt fallegt sem heillaði okkur krakkana og alltaf gaukaði hann einhveiju að okkur svo að við sóttumst eftir að koma þar. Síðar varð Gunnar vinnufélagi í símanum á sumrin. Þar kynnt- umst við ljúfum manni með mikia kímnigáfu. Þau sumur liðu hratt í jákvæðu andrúmslofti og sem flest verk urðu skemmtileg, sem var ekki síst honum að þakka. Við fóram saman í nokkrar veiðiferðir, laxar voru veiddir og sagðar sögur af veiðiferðum fyrri ára. Krakkarn- ir okkar hændust að honum. Þau fengu stundum að fara með í síma- túra og þá bauð hann þeim í nefíð sem þeim fannst stórsniðugt. Nú síðustu ár hefur fundunum farið fækkandi. Þó var alltaf spjall- að saman í tengslum við veiðiferð- ir í Hofsá, aðstæðumar metnar og hann gaf heilræði. Hann spáði jafnvel metveiði en síðan brosti hann að öllu saman og bauð í nef- ið. Við munum sakna góðs drengs. Ingu og fjölskyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð, þeirra er missirinn mestur. Systkinin frá Snæfelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.