Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 47

Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 47 ■ » I y I » » » ; I 8 J I I BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lefolii listsýning- á Eyrarbakka Frá Steingrími St.Th. Sigurðssyni: HANN heitir Halidór Forni og er úr Gaflarafirði. Hann er listamað- ur. Sýnir nú verk af ýms- um gerðum í Lefolii á Eyr- arbakka. Forni er list- menntaður, bæði af lífiriu sjálfu og af fimm ára menntadvöl í Normandí og París. Þessar myndir listamannsins sýna óvenju- legan karakter. Þær eru gæddar sérstöku viðmóti, sem lýsir sér í sérstakri birtu og ákveðnu formi. Enda ekki skrýtið, því maðurinn fór upphafiega til Frakklands til að læra að gera við gömul húsgögn, sem er sérstök list. Að hætti iista- gallería sýnir Forni aðeins tuttugu verk, sem er meginregla, þar sem kúltúr þrífst í sýningarhaldi. Högg- myndirnar eru grípandi og þær má ekki skýra nánar frekar en kvæði samanber það sem enskt stórskáld sagði: „A poem should not mean but be“ (kvæði á ekki að þýða held- ur að vera). Gamli Lefolii-andinn á Eyrar- bakka virðist endurlífgaður! STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON, listmálari og skáld. Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Of margir bíða eftir leig’uhúsnæði hjá Reykjavíkurborg' Frá Kristínu A. Árnadóttur: BORGHILDUR Antonsdóttir gagn- rýndi borgaryfírvöld harðlega í bréfi til Morgunblaðsins 24. ágúst. Hún er einstæð móðir með tvö börn, flutti heim til íslands í apríl og hefur ekki tekist að útvega sér og börnum sínum húsnæði. Borghildur hefur leitað án árangurs að húsnæði á hinum fijáisa leigumarkaði og jafnframt leitað til borgarinnar eftir félagslegu leiguhús- næði. Hún er afar ósátt við að fá þau svör hjá Reykjavíkurborg að þar sé biðtími eftir félagslegu leiguhús- næði tvö til þtjú ár. Borghildur virðist telja að þessi staða sé til komin vegna aðgerða eða aðgerðaleysis Reykjavíkurlistans. Þetta var hins vegar sá veruleiki sem við blasti þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjóm borgarinnar og er hluti viðskilnaðar Sjálfstæðisflokksins eft- ir áratuga stjórn Reykjavíkurborgar. Að mati núverandi borgaryfírvalda er þetta óviðunandi ástand. Þess vegna er nú verið að breyta félags- lega Ieiguíbúðakerfínu með það fyrir augum að það þjóni þeim tilgangi sínum að koma til móts við þá ein- staklinga og fjölskyidur sem ekki eru talin ráða við þau kjör sem bjóðast á almennum leigu- eða fasteigna- markaði. Um 1200 leiguíbúðir eru leigðar út á vegum húsnæðisdeildar Félags- málastofnunar. Að meðaltali voru keyptar um 20 nýjar íbúðir inn í kerfið árlega en sífellt lengdust bið- listamir engu að síður. Leigusamn- ingar voru ótímabundnir þar til árið 1995 en þá voru sett inn endurskoð- unarákvæði og farið að gera samn- inga til þriggja ára. Jafnframt var innheimtukerfið endurbætt til þess að koma í veg fyrir að margra ára húsaleiguskuldir héldu áfram að hlaðast upp hjá leigjendum. Mjög fáar íbúðir losnuðu á ári hveiju, enda vart við því að búast að fólk flytjist úr niðurgreiddu, tryggu húsnæði þótt hagur þess vænkist ef ekki er kallað eftir því. Fyrir vikið styttust biðraðir eftir húsnæði ekki þótt nýjar íbúðir bættust í kerfið á hveiju ári. Um síðustu áramót vom um 350 manns á biðlista eftir leiguhúsnæði. Um helmingur umsækjenda er ein- hleypir öryrkjar og einstæðir foreldr- ar um þriðjungur. Um 60% umsækj- enda búa á almennum leigumarkaði en um 20% búa hjá aðstandendum eða eru því sem næst húsnæðislausir. í vor var stofnað hlutafélagið Fé- Iagsbústaðir hf. sem tekur við um- sýslu og viðhaldi félagslegra Ieigu- íbúða Reykjavíkurborgar 1. septem- ber næstkomandi. Útreikningur hú- saleigu breytist þannig með tilkomu félagsins að krafist verður svokall- aðrar raunleigu fyrir íbúðir borgar- innar. Þeir sem ekki uppfylla skilyrði Félagsmálastofnunar til niður- greiðslu á leigunni munu greiða raun- leigu sem gerir það að verkum að aukin hreyfing mun skapast innan félagslega íbúðakerfisins og biðlist- amir styttast. Þetta tryggir einnig að niðurgreiðslur úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa nýtast þeim sem til er ætlast enda verður leigan áfram niðurgreidd til skjólstæðinga Félags- málastofnunar. Hinu nýja félagi er ætlað að annast allan rekstur fast- eignanna sem til þessa hefur verið sinnt á mismunandi stöðum í borgar- kerfinu. Þannig mun jafnframt nást aukin hagræðing og bætt þjónusta við leigutaka. Nýtt fyrirkomulag við rekstur leiguhúsnæðis hefur vonandi í för með sér að fólk í vanda þarf ekki að bíða svo árum skiptir eftir félags- legum íbúðum á vegum Reykjavík- urborgar. Einhvern tíma tekur að vinda ofan af þessu ástandi sem skap- ast hefur á liðnum árum og breyting- ar skila tilætluðum árangri. Það er því tæpast við því að búast að allir sem í vanda eru fái skjóta úrlausn sinna mála. En vonandi þurfa þeir sem þegar hafa beðið í tvö til þijú ár ekki að bíða annað eins. KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR, aðstoðarkona borgarstjóra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Ferdinand CHARLE5 TH0U6HT 'COUR LOVE LETTER UJAS JUNK MAIL50HETHREU) ITAWAV! HAMAHAHAHA'í YOU 5H0ULPN T BE LAU6HIN5,MARCIE.. YOU 5H0ULP BE FEELIN6 50RRY FORME H0LU5 THI5,5IR? 5EE? l'M FEELIN6 50RRY FOR YOU.. Kalli hélt að ástarbréfið frá þér væri ruslpóstur svo að hann fleygði því! Ha ha ha ha ha!! Þú ættir ekki að Hvernig híjómar hlægja, Magga... - þetta, herra? þú ættir að finna til Eg finn til með með mér. þér ... Ruslpóstur! Ha ha ha ha! Ég þoli þetta ekki... Jf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.