Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 44

Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rit um mis- þroska og ofvirkni KRISTJÁN M. Magnússon sálfræð- ingnr hjá Reyni-ráðgjafastofu á Akureyri hefur tekið saman bækl- inga um ýmis mál sem varða börn og skóla. Bæklingurinn „Að breyta starfs- anda í bekk,“ inniheldur leiðbeining- ar um vinnu með „erfiða bekki“. I honum er m.a. gefið breitt yfirlit yfir áhrifsþætti þegar breyta þarf starfsanda í bekk. Bæklingurinn „Viðmiðanir um gæði kennslu nemenda með sérþarf- ir“, er þýðing og staðfæring á dönsk- um bæklingi sem breiður hópur fag- fólks samdi sem einskonar leiðarvísi um skipulagningu kennslu nemenda með sérþarfir. Bæklingurinn „Skilgreiningar á „misþroska", „ofvirkni" og öðrum greinarheitum um truflun á heila- starfsemi barna“ er samantekt á viðurkenndum viðmiðunum sem böm þurfa að uppfylla til að grein- ast misþroska eða ofvirk. Þessir þrír bæklingar eru skrifað- ir fyrir alla sem vinna við uppeldi, kennslu og umönnun, jafnt foreldra Skm fagfólk, að því er segir í frétta- tilkynningu. I október er að auki væntanleg bókin „Það eldist bara af sumum. Um langtímarannsóknir á misþroska og ofvirkni". Höfundur er Ánegen Trillingsgaard, sálfræðingur og lekt- or við Kaupmannahafnarháskóla. Bókin er skrifuð fyrir foreldra jafnt sem fagfólk. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Fáar konur í sveitarstj ómun Á VEGUM Skrifstofu jafnréttis- mála hefur verið gefin út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir úrslitum sveitarstjórnarkosninganna 1994 með tilliti til stöðu kvenna. Skýrsl- una vann Linda Blöndal, stjórn- málafræðinemi. í frétt frá Skrifstofu jafnréttis- mála segir að niðurstöður úttektar- innar sýni að síðustu sveitar- stjórnarkosningar geti ekki gefið tilefni til bjartsýni hvað varði auk- inn hlut kvenna í sveitarstjórnum. í fimmtu hverri sveitarstjórn á ís- landi sé engin kona. Konur séu aðeins fjórðungur sveitarstjórnar- manna. Þegar litið sé til stóru sveit- arfélaganna er hlutur kvenna rúmt 31% sem er sama hlutfall og eftir kosningarnar 1992. Það sé í fyrsta sinn síðan 1974 að ekki hefur orð- ið umtalsverð aukning á hlut kvenna í sveitarstjórnum. „Þá sýna niðurstöður skýrslunn- ar að karlar hafa verið að færa sig inn á svokölluð verksvið kvenna þ.e. málaflokka sem varða fræðslu og félagsmál og einnig umhverfis- mál. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að þessir málaflokkar hafa öðlast mun veira vægi nú en áður í kjölfar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Konum hefur aftur á móti ekki fjölgað í svokölluðum hefðbundnum karlanefndum. Þá ér vert að staldra við þá stað- reynd áð í aðeins 8% nefnda eru engir karlar en aftur á móti eru engar konur í 40% nefnda,“ segir í fréttatilkynningu. Helstu niðurstöður þessarar skýrslu verða kynntar á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem verður haldinn í Félagsheimili Sel- tjarnarness 29. og 30. ágúst nk. Skýrslan Konur í sveitarstjórn- um 1994-1998 er til sölu á Skrif- stofu jafnréttismála. Mikill vöxtur GREINILEGT er að sumarið hefur í heildina verið gott á norðanverðu landinu, mikill vöxtur þessa asparblaðs ætti að bera því vitni. Reyndar er málum svo háttað að í fyrra- sumar var höggvin ösp í garði einum á syðri brekkunni á Akureyri og komu upp frá henni hliðarsprotar, en það er tilraun plöntunnar til að bjarga sér þegar búið er að fella aðalstofninn. Olíklegt er að vöxtur blaða á venjulegu tré sé alveg eins mikiil sem í þessu tilfelli. ATVIMMU- AUGLÝSINGAR Sérverslun með tískuvörur fyrir ungt fólk, óskar eftir starfsfólki. Æskilegur aldur 18—24ára. Áhugasamir leggi inn um- sóknir á afgreiðslu Mbl. fyrir 2. sept., merkt: „GBB". TIL SÖLU Til sölu Hæstaréttardómar í vönduðu skinnbandi 1920—1978 og óinnbundnir frá 1978—1990. Einnig Þingvallamálverk frá 1958 eftir Gunn- laug Blöndal. Olía. Stærð 99x74. Olíumálverk frá Horni eftir Pétur Friðrikfrá 1968, 89x77. Upplýsingar í síma 551 4017 frá kl. 17.00 í dag og frá kl. 18.00 næstu kvöld. VMISLEGT Þjóðbúningar Tökum í umboðssölu notaða þjóðbúninga og búningasilfur, einnig stakar svuntur, slifsi og húfur. Antikhornið, Hafnarfirði, Fjarðargötu 17, sími 555 2890. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, fimmtudagínn 4. september nk. kl. 10.00 á neðangreindum eignum: Burstabrekka, Ólafsfirði, þinglýst eign Stofnlánadeildar landbúnaðarins en talin eign Haforku ehf., gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Aðalgata 32, Ólafsfirði, þinglýst eign Konráðs Þ. Sigurðssonar, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Kirkjuvegur 13, Ólafsfirði, þinglýst eígn Ragnars Þórs Björnssonar og Kamillu Ragnarsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Páls-Bergsgata 3, Ólafsfirði, þinglýst eign Stíganda hf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Ægisbyggð 6, Ólafsfirði, þinglýst eign Sigurðar G. Gunnarssonar og Hólm- fríðar Jónsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild. Ólafsfirði, 27. ágúst 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson. Uppboð Uppbod munu byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafs- firði, fimmtudaginn 4. september nk. kl. 10.00 á neðangreindum eignum: Aðalgata 32, Ólafsfirði, þinglýst eign Konráðs Þ. Sigurðssonar, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Kirkjuvegur 13, Ólafsfirði, þinglýst eign Ragnars Þórs Björnssonar og Kamillu Ragnarsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóöur ríkisins. Páls-Bergsgata 3, Ólafsfirði, þinglýst eign Stíganda hf„ gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Ægisbyggð 6, Ólafsfirði, þinglýst eign Sigurðar G. Gunnarssonar og Hólm- fríðar Jónsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins.'húsbréfadeild. Ólafsfirði, 27. ágúst 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson. UPPBOQ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 3. september 1997 kl. 15.00 á eftirfarandi eignum ■ Bolungarvík: Hjallastræti 41, þingl. eigandi Sigurgeir Steinar Þórarinsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins húsbréfadeild. Hólsvegur 6, þingl. eigendur Gunnar Sigurðsson og Hlédís Sigurb. Hálfdánardóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Þuriðarbraut 7, e.h., þingl. eigandi Brynja Ásta Haraldsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður rikisins, húsbréfadeild og sýslumaðurinn í Bolungarvík. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 29. ágúst 1997. Jónas Guðmundsson. ATVINNUHÚSNÆÐI Borgarnes Til sölu er verslunar- og iðnaðarhúsnæði, 170 m2, við aðalgötu bæjarins. Nánari upplýsingar veittar í símum 421 2420 og 896 1764. HÚ5NÆÐI ÓSKAST Leiga — kaup Fjársterkur aðili óskar eftir 600-1000 lager- húsnæði á jarðhæð með góðu aðgengi sem næst miðbæ Reykjavíkur. Bæði kaup og leiga á húsnæðinu kæmi til greina. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. septem- ber, merkt: „Rvk — 4445". Húsnæði 1500—2500 fm Heildverslun óskar eftir húsnæði til kaups eða leigu sem næst Sundahöfn. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 6. septem- ber, merkt: „Sundahöfn — 4450". SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERDAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Sunnudagur 31. ágúst: Kl. 08.00 Álftavatn v. Fjalla- baksleið syðri. Ný ferð um geysifagra fjallaleið. Verð kr. 3.000. Kl. 08.00 Þórsmörk, dagsferð. Stansað I 3—4 klst. I Þórsmörk- inni. Verð kr. 2.700. Kl. 10.30 Kolviðarhóll - Hell- isskarð — Hengladalsá. 5. áfangi í 70 km göngunni á Heng- ilssvæðinu. Gengnir um 10 km í hverjum áfanga. Berjaferð fellur niður. Mæting og brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Miðar í rútu. Slóð heimasíðu Ferðafélags- ins: http://www.skima.is/fi/ Þarftu að létta þig í dag er það staðreynd að mikill meiri hluti fólks í vestrænu þjóð- félagi er of þungt og oft alvar- lega mikið of þungt sem getur haft slæmar afleiðingar á heilsu fólks. Við í Sjálfefli viljum að- stoða þá sem eiga við slíkt að stríða og takast á við vandann með þeim með hnitmiðuðum námskeiðum og stuðningshóp- um með eftirliti og aðstoð. Á mánudagskvöldið n.k. (1. sept- ember) kl. 20:30 verður kynning- arkvöld á þeim leiðum sem eru í boði. Nokkrar leiðir eru í boði — gjald- töku haldið í lágmarki. Sérstak- lega viljum við bjóða þá vel- komna sem þurfa að léttast um 40 kfló eða meira. Sér- stakir lokaðir hópar verða fyrir þó sem tilheyra þeim hópi. Fullur trúnaður. Umsjónar- menn verða m.a. matarráðgjafi, næringarráðgjafi ásamt fleirum. Hugleiðslukvöld í kvöld kl. 20.30 Þá byrjum við af fullum krafti eftir sumarfri. I kvöld leiðir Kristín Þor- steinsdóttir. Allir velkomnir. Aðg. kr. 350. Dagsferðir sunnudaginn 31. ágúst: Baula. 8. áfangi í fjallasyrpunni. Árganga. Gengið með Norðurá frá Grábrókarhrauni. Boðið er upp á berjaferð samhliða göngu. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ kl. 9.00. Laus sæti í aukaferðir á Fimmvörðuháls 13.—14. sept. og 27.-28. sept. Gengið með Skógá i Fimm- vörðuskála og gist. Næsta dag er gengið í Bása. Skráning þátttakenda á skrif- stofu Utivistar. Afgreiðslu- tími frá kl. 12.00—17.00 alla virka daga. Heimasíða: centrum.is/utivist Bænahringur Bænahringur verður á mánudög- um kl. 20:30, hefst mánudaginn 8. september. Umsjónarmaður: Guð- mundur Sigurðsson. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.