Morgunblaðið - 30.08.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.08.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 15 Rauð áskriftarröð 6 tónleikar Vinsælustu einleikskonsertar tónlistarsögunnar. Gul áskriftarröð 6 tónleikar Voldug hljómsveitarverk. Græn áskriftarröð 4 tónleikarar Aðgengileg og sígild tónlist fyrir alla. Jónas Ingimundarson kynnir hljómsveitina og tónverk þessara tónleika. Skemmtun - fræðsla - upplifun Frikir kj.Hi i Reykj.nuk Guðsþjónusta kl. 14.00. Skráning í safnaðarferð 6. september stendur yfir á skrifstofu safnaðarins. Góður árangur hjá Skógrækt- arfélagi Stykkishólms Stykkishólmi - Skógræktarfélag Stykkishólms var stofnað fyrir 50 árum. Undanfarin ár hefur mikið verið starfað á vegum félagsins und- ir stjórn Sigurðar Ágústssonar frá Vík. Sigurður hefur umsjón með skógræktarfélaginu í 24 ár en á undan honum var Guðmundur Bjarnason í forystusveit félagsins. Skógræktarsvæði félagsins eru 5 þ.e. í Grensási í Stykkishólmslandi, Tíðás, Laugás og Setberg í Saura- landi pg í Vatnsdal í Drápuhlíðar- íjalli. í Vatnsdal var hinn forni Sel- skógur sem sagt er frá í Eyr- byggju. Innan skógræktargirðinga eru um 100 ha og er helmingur af því svæði í Vatnsdal. Árlega eru gróðursettar frá 2.500 upp í 17.000 plöntur. Mest var gróðursett árið 1990 þegar skógræktarátakið Landgræðsluskógar hófst. Trén á elstu svæðunum hafa dafnað vel og eru stærstu trén um 10 metra há. I sumar hefur verið unnið m.a. við að lagfæra aðstöðuna í skóg- ræktinni í Grensási. Kurlað hefur verið mikið af tijám sem falla til við grisjun og kurlið notað í göngustíga. Aðstaðan í Grensási er orðin mjög skemmtileg. Þar er hægt að grilla og setjast við borð í skógarlundum og er tilvalið fyrir Hólmara að ganga þangað með nestið sitt á góðum sumardögum og njóta þess að vera í fallegu umhverfi. Frá árinu 1988 hefur Skógrækt- arfélagið tekið á móti erlendum ferðamönnum sem hafa komið hér við í skipulögðum ferðum og gróð- ursett tré í landi félagsins. Að með- altali hafa komið árlega um 500 erlendir gestir. Laugardaginn 23. ágúst var bæj- arbúum boðið að skoða skógræktar- svæðið í Grensási. Þar tók á móti gestum Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Is- lands, ásamt forystufólki Skógrækt- arfélags Stykkishólms. Þar var gest- um kynnt starfsemi félagsins og sá árangur sem félagið hefur náð í skógrækt. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SIGURÐUR Ágústsson frá Vík hefur sljórnað starfi Skógræktar- félagsins í 24 ár. Hér er hann á myndinni í skógarreit félagsins í Grensási við Stykkishólm ásamt Guðmundi Þór Guðþórssyni sem unnið hefur með honum undanfarin ár. S/oná&fr ó ö/áim/ Ný þjónusta fyrir skotveiðimenn á Austurlandi Skipuleggur veiðidaga í samráði við landeigendur NÝR eigandi sem tók við Hótel Blá- felli á Breiðdalsvík fyrr í sumar býð- ur nú í haust nýja þjónustu fyrir skotveiðimenn: Að skipuleggja fyrir þá veiðidaga í samráði við bændur jafnframt því sem hann býður gist- ingu. Vilhjálmur H. Waltersson, hót- elstjóri, segir mikilvægt að skipu- leggja sókn í gæs og ijúpu og því hafi hann ákveðið að bjóða þessa þjónustu. Segir hann að stjórna þurfi skotveiðum á sama hátt og laxveið- um. „Þá vita menn hvað búið er að veiðast, hvort veitt hefur verið á iandinu deginum áður og þar fram eftir götunum því nauðsynlegt er að hvi'la landið öðru hveiju," segir Vil- hjálmur. Hann fær úthlutað leyfum hjá bændum þegar menn hafa samband við hann og skipuleggur veiðiskap- inn. Hann segir hægt að stunda gæsa- o g ijúpnaveiðar bæði í Breiðd- al og Berufirði en íjúpnaveiðitíminn byijar 15. október. Vilhjálmur er nú að skipuleggja fyrir menn sem hafa óskað eftir veiði í lok september. Eru það íslend- ingar en á næsta ári á hann von á erlendum veiðimönnum sem stund- uðu laxveiðar í Breiðdalnum í sumar og sýndu líka áhuga á skotveiði. Viihjálmur hefur stundað skot- veiði í nærri tvo áratugi og segir að menn séu að koma auga á að ekki borgi sig að ofhlaða veiðilöndin. Áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands er skipt í fjórar raðir eftir litum regnbogans, til að minna á að hljómsveitin leitast við að flytja tónlist sem spannar ailt litasvið tónbókmenntannna. SinfóníuKljómsveion \of« óðu1" Skrifstofa Sinfónfuhljómsveitar íslands Háskólabíói við Hagatorg Sími 562 2255, fax 562 4475 Veffang: www.sinfonia.is Ofeíáf c/cuf Al. 70-74/ Áskrifendur fá allt að 25% afslátt af miðaverði,sem jafngildir því að fá fjórðu hverja tónleika frítt. í dag er síðasta tækifærið fyrir áskrifendur að endurnýja áskrift að sætunum sínum. Almenn sala áskriftarskírteina hefst á mánudaginn. Þú getur notað símann Handhöfum greiðslukorta er gefinn kostur á að hringja í síma 562 2255, gefa upp númer á kortinu og vitja skírteinanna síðar eða fá þau send í pósti. Einnig er boðið upp á léttgreiðslur og greiðslukortasamning um mánaðarlegar greiðslur fyrir þá sem þess óska. Upphafstónleikar Hinir sívinsælu upphafstónleikar verða í Háskólabíói 11. 12. og 13. september. Hljómsveitarstjóri: Keri Lynn Wilson. Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Mozart, Puccini, RachmaninofF, Lehar og Ravel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.