Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I* FREj fi ffiW1 SUNNCIEÍÁGUR 3. MARft .1901 39 að tryggja bættan árangur í fiski- rækt og fiskivernd er mikilvægt að hætta öllum veiðum á blön- duðum stofnum og sérs- _ taklega að stöðva _ állar veiðar sem^ velja ákveðinn^ iiluta þess- ara stofna. Það er ekki hægt að hafa sömu nýt- ingarstefnu fyrir alla stofna til þess eru þeir of misvel eða illa í stakk búnir til að standa undir veiðum. Veiðar á laxi og göngu- silungi eiga því að tak- markast við þau svæði þar sem stofn- ar eru vel aðskildir. Á grandvelli áfburðagóðs skipulags sem á rætur að rekja til ársins 1933 hafa veiðifé- lögin lagt hundrað milljóna króna í ræktunarstarf sem nú á að krakka í. -Rétt er að benda á þá hættu sem fellst í sjóveiðum á göngusilungi, en þær hafa farið fram á viðkvæmum göngusvæðum laxins á leið sinni í heimaárnar. Því miður hefur allt sér að vera samið af sjóveiðibændum sem vilja hefna sín fyrir það að fá ekki að bijóta lög og reglur og ná sér niðri á heil- brigðu skipulagi. Þannig segir í skipulag á sjóveiðum á silungi ver- ‘ ið mjög ábótavant og erfitt hefur reynst að fá þá sem stunda þessai iðju að fara eftir settum reglum,/í merkja sín veiðarfæri, fylgja friðun- arreglum, gefa upp nauðsynlegar veiðiskýrslur svo nokkuð sé tínt til. Árekstrar undarfarinna ára og tíðar ákærur og skipulagsleysi benda ótv- írætt til þess að nú eigi íslendingar endanlega að banna allar slíkar veið- ar í sjó. Þá er rétt að árétta, að þeir sem unnið hafa að greinargerð með fram- komnu frumvarpi á Alþingi hafa gert það mjög óhönduglega. Þar era t.d. furðulegar hugmyndir um að afnema eðlileg friðunarákvæði, tak- marka löggæslu og að mismuna veiðibændum eftir því hvort veitt er í sjó eða fersku vatni og skapa sjó- veiðibændum sérstök forréttindi. -Frumvarpið ber greinilega með ^greinargerðinni sem fylgir frumvarp- inu að ekki séu lagðir nægilegir skattar á veiðiréttareigendur og er virðisaukaskatturinn tiltekinn sérs- taklega. Virðisaukaskatturinn er að sjálfsögðu á sölu á laxi og silungi svo og seiðum og allri ræktunarstarf- semi veiðifélaga. En hann er undan- þeginn á fasteignaleigu og leigu- gjöldin falla þar undir. Enda greiða veiðiréttareigendur háa hlunninda- skatta sem ekki er ástæða til að hækka. Þá er það furðulegt að vilja breyta fasteignasköttum á þennan veg og hegna mönnum sem vilja kaupa veiðileyfí, ferðast og njóta ís- lenskrar náttúra í stað þess að gera slíkt skattlaust utanlands. Ég legg til að þessu frumvarpi verði stungið undir stól,“ sagði Orri Vigfússon. SAMKVÆMISDANSAR Erum rétt að byrja Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson. FYRIR SKÖMMU fór kornungt danspar frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru til Englands og tók þar þátt í keppnum í Suður Amerískum dönsum. Þau heita Ingvar Þór Geirsson, 18 ára og Anna Sigurðardóttir 17 ára. Hann er Islands- meistari í slíkum dönsum, en hún er landsmeistari í svokölluðu „free style“. Er skemmst frá að segja,_að frammi- staða þeirra Ingvars og Önnu var með miklum ágætum og tókst þeim svo vel upp að þau eru þegar farin að hyggja að fleiri alþjóðlegum mót- um og stefna hátt. Morgunblaðið náði tal af Ing- vari og spurði hann um til- urð þátttöku þeirra Önnu. „Það má segja að það hafi bara hitt svona á. Við vorum á förum til Englands til þess að sækja tíma hjá færustu kennurum sem völ er á. Það vildi svo til að svokölluð UK-keppni var á dagskrá í Bournemouth, en það er næst stærsta danskeppni sem haldin er, mun sterkari og erfið- ari heldur en keppnin ef út í farið. Á undan keppni Ingvar og Anna svífa um dans- gólfið... voru tvö nokkurs konar upphitunarmót þar sem mörg af pörunum komu og kepptu. Þau voru bæði á Lundúnasvæðinu," sagði Ingvar. Og hvernig gekk þetta svo? „Okkur gekk ofsalega vel. Það er keppt í fimm lat- neskum dönsum og í fimm flokkum. Yngri flokkar þrír, „amatör“- og atvinnumannaflokkum. Við keppt- um í Ámatör-flokki sem gengur næst atvinnumanna- flokkinum að styrkleika. A báðum forkeþpnunum við öðru sætinu. Okkur gekk einnig mjög vel UK-mótinu þótt við enduðum aftar á merinni þar, var samkeppnin miklu harðari. En tilgangur- inn var að sjá hvar við stæðum og útkoman var bara góð.“ Svo þið hyggið á frekari erlenda þátt- töku? „Já. Sko, ég er búinn að æfa þetta í rúm fimm ár, en Anna er nýbyijuð. Hún hefur verið jafn íi í djassballet, en aðeins 7 mánuði í sam- kvæmisdönsum. Hún er vægast sagt stórefnileg og má segja að við séum rétt að ná okkur á strik því við eigum eftir að ná miklu betri samæfingu sem kemur aðeins með mikilli ástundum á löngum tíma. Það eina sem gæti sett strik í reikninginn er kostnaður, en það er hrikalega dýrt að taka þátt í mót- um erlendis. Englandsævintýrið kostaði okkur Ónnu til dæmis 400.000 krónur og við vitum ekki enn hvernig við förum að því að fjármagna næsta áhlaup, sem er stórmót, það stærsta, í Black- pool í mai og hugs- anlega annað mikið mót á ítal- íu nokkru eftir það,“ svarar Ingvar. Stund milli stríða. HUSBYGGINGAR „Gamla versló“ breytt í lúxusíbúðir Gamla verslunarskólahúsið á Grundarstíg er hús sem flestir Reykvík- ingar sem komnir eru til vits og ára kannast við, enda hafa hlut- verk þess í gegn um tíðina verið æði fjölbreytileg, allt frá því að vera heldra fólks setur, til þess að vera menntastofnun í áratugi og til þess að vera athvarf glæpamanna og eiturlyfjaneytenda. Nú er verið að snúa öllu við þar innanstokks og framtíðarhlutverk þessa gamalfræga húss verður að hýsa fjölskyldur. Vélafræðingur nokkur að nafni Finnur Gíslason er nefnilega að innrétta þar lúxusíbúðir og er langt kominn. Kerfið fór þó langt með að stöðva þennan eld- huga, en eftir að hafa talað við „rétta“ menn, liðkaðist umrætt kerfi bara töluvert. Athafnamaðurinn Thor Jensen byggði þetta mikla hús árið 1918 og var húsið hugsað sem fjöl- skylduhús Thors-ættarinnar. í Reykjavíkurbókum Páls Líndal er þess getið, að Haukur, Kjartan og ÓLafur Thors hafi búið þar. Finnur segir að það sýni ríkidæmi Thors á þeim tíma, að drengirnir hafi búið á miðhæðunum tveimur, þjónustu- fólkið á efstu hæðinni, en á neðstu hæðinni hafi eingöngu verið geymslur. 1931 eignaðist Verslun- arskólinn húsið og var þar rekið menntastofnun allt til vetursins 1985-86, en skólinn flutti í Ofan- leyti 1. Fór húsið þá í sölu og festi hlutafélag nokkuð kaup á því og stóð til að gera það allt upp og breyta í gistihús. Ekki gekk það upp sem skyldi og áður en varði hreiðruðu ógæfumenn þar um sig svo kirfilega að hverfið var í meira og minna uppnámi í fast að tvö ár. Loks var það innsiglað og hreinsað út og í hlaðið reið fyrrgreindur Finnur Gíslason. Það var haustið 1989 og hyllir nú loks undir endan- legar breytingar. „Ég er með 8 íbúðir í húsinu og veglega sameign. Eftirspurnin eftir íbúðunum er gífurleg og ég gæti verið búinn að selja þær allar fyrir löngu. Gallinn er bara sá, að þetta er dýrt fyrirtæki og ég hef ekki getað neglt niður afhendingartíma þar til nú. Bankar hafa tekið mér illa er ég hef borið mig upp við þá og hefur mér þótt það heldur furðu- legt. Ef þetta væri nýtt hús í bygg- ingu væri hljóðið annað. En þetta er sterkt og vel byggt hús auk þess sem það á sér merka sögu og er orðið gamalt. Ég get alveg sagt það, að það fór ekki að rætast úr með fyrirgreiðslu fyrr en ég fór „ beint til Davíðs Oddssonar borgar- stjóra og rakti raunir mínar. Hann sagði eins og skot að það væri stór- mál að ljúka þessu verki og greiddi götu mína. Ég hefði átt að leita til hans fyrir löngu,“ segir Finnur. En sem stendur eru þijár íbúðir seldar og verða þær afhentar kaupendum í apríllok. Morgunblaðið/kga Finnur stendur fyrir utan bygginguna: Við húsið hefur verið bætt svöl- um og nokkrum kvistum á efstu hæðinni og utan á það á eftir að koma stiga- hús. Breytingamar tiltölulega litlar að utan, en þeim mun meiri að innan. Alfonso Vilallonga og CabaretRose ^íkvöldkl. 21.00m Söngur stemming - stíll Alfonso Vilallonga leikur og syngur fyrir kaffigesti í dag Eöffli|)¥ 1NL IB®NP€0=<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.