Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 18
18 MORGÚÍífe'LAÐIÐ SÚNNTJÐAGUft R!IARZ; 1^91 \ eftir Henry Kissinger Styqold með skýrt af- mörkuðum og takmörk- uðum tilgangi hefur aldrei verið að skapi Bandaríkjamanna. Þannig átti fyrri heims- styrjöldin að vera stríð til að binda enda á öll stríð, og hin síðari átti að vera upp- haf stöðugs Fróðafriðar undir eftir- litsauga hinna Sameinuðu þjóða. Nú er Persaflóastríðið réttlætt með svip- uðum orðum, sem eiga sér djúpan hljómgrunn í bandarískum erfðavenj- um. í ræðu þeirri, sem George Bush, Bandaríkjaforseti, flutti 16. janúar sl., þegar hann tilkynnti upphaf hern- aðaraðgerða gegn írak, lýsti hann tækifærinu, sem þjóðimar hefðu nú til þess að gera sér nýja heimsskip- an, byggja nýjan heim, „þar sem regla laga og réttar ræður gerðum þjóðanna", og „þar sem trúverðug samtök Sameinuðu þjóðanna geta notað sér friðargæzluhlutverk sitt, til þess að efna loforð og raungera sýn þeirra, sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar". Ég hef ekki dregið dul á mikla aðdáun mína á hæfni og þreki Bush forseta við að koma þessu bandalagi saman, en því miður getur hin nýja skipan heimsmála alls ekki látið hin- ar háleitu hugsjónir hans rætast. Ég dreg meira að segja í efa, að orð hans, svo þrungin fögrum vonum, lýsi því réttilega, sem í raun hefur verið að gerast í Persaflóamálunum. Enginn hefur orðað hina háleitu hugsjónastefnu Bandaríkjamanna betur en Woodrow Wilson [forseti 1913-1921], þegar hann reyndi að setja sameiginlegt markmið mann- kyns, sem hlyti að vera öllu yfírsterk- ara, ofar órólegu valdajafnvægi í heiminum, sem byggðist á síbreyti- legum bandalögum samheija og mótheija. Með orðum hans átti frið- urinn „ekki að vera kominn undir jafnvægi valdsins, heldur sameiningu valdsins ... Þjóðirnar munu verða ásáttar um það, að það skuli aðeins verða ein samsetning valds í veröld- inni, og það er sameinað vald allra gegn meingerðar- og misgerðar- manninum“. Samkvæmt þessari skoðun á framvinda alþjóðamála að fara eftir raunsæju og hlutlægu mati, eftir ákveðnum mælikvarða á hegðun; þ.e. ekki ósvipað því, þegar skýrum lagaákvæðum er framfylgt. Þess er vænzt, að allar þjóðir muni bregðast á sama hátt og sameigin- lega við sérhverri ögrun við alþjóð- lega reglu. Þær muni líta á meingerð- ina frá sameiginlegu sjónarhomi og fylkja sér allar saman til andstöðu við illvirkjann. Saga Þjóðabandalagsins eftir fyrri heimsstyijöld og saga Sameinuðu þjóðanna eftir hina síðari kæfðu þessar vonir manna. Það var engin söguleg tilviljun. Þótt sérhvert ríki hafí einhvem áhuga á og hag af því að taka þátt í útfærslu sameiginlegs varnarhugtaks, sem hægt er að skír- skota til í hjálparskyni, þegar ríkið sjálft þarf á því að halda, er viljinn til þess að taka nokkra áhættu með eigin hagi mjög breytilegur eftir ýmsum áhrifaþáttum. Þá má rekja til sögunnar, landafræðinnar og valdahlutfallanna á hveijum tíma. Með öðmm orðum: Sérþjóðlegir hag- munir hafa áhrif á viljann til þess að taka áhættu. Þannig var það í kalda stríðinu, að samtök hinna svo- kölluðu óháðu þjóða höfðu uppi há- vært orðaglamur um siðferðilega yfirburði sína, til þess að dulbúa út- spekúleraða reikningslist sína í al- þjóðamálum. Sú list fólst í því að fínna rétta staðsetningarpunktinn milli hinna tveggja heimsvelda, svo að hægt væri að hafa sem mest út f úr báðum. Hinir óháðu reyndu hvor- ugan aðilann að hrella, en einkum var þeim í mun að hafa þann þeirra góðan, sem þeir voru hræddir við. Þversögnin í þessari stjómlist allri var svo sú, að þeir freistuðu jafnan vinmæla við þann, sem þeim stafaði meiri ófriðarhætta af, þ.e^-sovézka björninn. EKKIVATNASKIL í SÖGUNNI Þó að næstum allir standi að baki ákvarðana Sameinuðu þjóðanna, munu sagnfræðingar að öllum líkind- um líta á Persaflóastríðið fremur sem sérstakt tilfelli en vatnaskil í sögu þjóðanna. Óvenjuleg uppsetning á kringumstæðum olli því, að allheijar- samkomulag náðist. Sovétríkin virt- ust vera að fara í hundana, sundurt- ætt af innanlandseijum og í sárri þörf fyrir útlenda aðstoð. Þau voru í engu standi til þess að fara að ríf- ast við Bandaríkin. Það þýðir samt alls ekki, að markmið Sovétríkjanna í Vestur-Asíu (Miðausturlöndum) eftir afstaðið Persaflóðastríð verði endilega hin sömu og markmið Bandaríkjanna. Vísast verða þau ekki einu sinni sambærileg, eða svo gæti fullt eins farið. Þó að Kínveijar séu á verði gegn sérhveijum hemaði á vegum gömlu heimsveldanna tveggja, þótti þeim þetta geysi-hag- legt tækifæri til notadijúgrar og hagnýtrar samstöðu með hinum nýju bandamönnum. Gagnrýni á fjölda- morðin á Torgi hins himneska friðar í Peking 3.-4. júní 1989 og hugmynd- afræðilegur ágreiningur mátti sökkva í djúp gleymskunnar, því að valdshöfðingjar í Kína álíta stjórnina í Washington geta veitt þeim aðstoð við framkvæmd hinnar staðföstu ákvörðunar þeirra um að sporna við forræðishlutverki annarra en sjálfra þeirra í Asíu, hvort sem er Sovét- manna eða Japana. Andstæðar tilfinningar toguðust á í bijóstum franskra stjómvalda: Þau höfðu þungar áhyggjur af viðbrögð- um hinna fímm milljóna múhameðs- trúarmanna, sem setzt hafa að í Frakklandi sjálfu; ótti við að tefja sífellda leit þeirra að háum stóli virð- ingar og forgangs handa Frakklandi í augum Arabafurstanna lagðist þungt á hug þeirra; og loks þráðu þau að hafa tenginguna við Banda- ríkin áfram órofna, skyldi martröð þeirra um uppvakið og endurrísandi Þýzkaland ætla að verða að veru- leika. Þetta sálarstríð fór þannig á endanum, að í þetta skipti tókst frönskum stjórnvöldum í bili að ráða bót á tvíveðrungnum með því að fall- ast á skoðun Bandaríkjamanna. Með öllu væri þó óraunhæft að rugla þess- ari ákvörðunartöku af hagkvæmnis- ástæðum saman við heimspekilega yfírvegaða skuldbindingu af siðferði- legum ástæðum. Meðal fastafulltrúa í Óryggisráði Sameinuðu þjóðanna voru það einvörðungu hinir brezku, sem raunverulega höfðu sömu skoð- un á málinu og hinir bandarísku. Persaflóaríkin og Saudi-Arabía sáu, að hér var um líf eða dauða að tefla fyrir þau. Þau gerðu sér miklar grillur út af því, til hvferra megin- reglna væri skírskotað, til þess að réttlæta varðstöðu um tilveru þeirra. Hafez Assad, forsetinn í Sýrlandi, hafði í raun barizt við Saddam Húss- ein upp á líf og dauða um langt skeið. Sú orrusta hófst tíu árum áður en Persaflóastríðið skall á. Ekkert er líklegra en sá bardagi haldi áfram, sitji Saddam enn á valdastóli eftir stríðslok. Hvað um Egyptaland? Þeir, sem réðu Nflardal, stríddu við drottn- arana í Meðalfljótalandi (Mesapót- amíu) fjögur þúsund árum áður en kenningin um sameiginlegt öryggi var fundin upp. Stríð milli Persa og Araba eru miklu nýrri af nálinni eft- ir mælikvarða sögunnar í Miðaustur- löndum: Það eru ekki nema 2.000 ár síðan þau hófust. Þess vegna mun íran styðja samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en aðeins þangað til írak er orðið nægilega veikburða að mati Persa. Þá er líklegt, að Persar haldi áfram sögulegri eftirsókn sinni eftir herradæmi á Persaflóasvæðinu, Iran til handa, með því að þiýsta fyrst á brottför Banda- ríkjamanna. Meginreglan eða lögmálið um sameiginlegt öryggi var ekki einu sinni látið gilda um alla í núverandi stríðL Einn var undan skilinn. Það var Israeisríki. Svo að segja allir gátu náð samstöðu um að brýna fyr- ir ísraelum að notfæra sér ekki eðli- legan rétt til sjálfsvamar, sem öllum ríkjum er áskilinn í sjálfri stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Þessum næst- um einróma hvatningum um að bera ekki hönd fyrir höfuð sér var beint til þeirra, þrátt fyrir gersamlega til- efnislausar árásir íraka með eld- flaugum á óbreytta borgara í ísrael. Þjóðir heims sýnast smeykar um, að Arabar ijúfi annars trúnað við núver- andi bandamenn sína og hlaupi yfir í herbúðir andskota þeirra. Þá nefni ég hér til sögunnar tvö atriði, sem auðvelduðu myndun þessá heimsbandalags. Ekki ér hægt að búast við því, eða reikna með því, að þau endurtaki sig; sízt samtímis, eins og nú hefur gerzt. HLUTUR SADDAMS OG FORYSTA BANDARÍKJANNA Fyrra atriðið 'er hin einstaka manngerð Saddams Hússeins, við- bjóðsleg og banvæn. Nakin valdbeit- ing og tilefnislaus ofbeldisárás á aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins fór á undan rán- um og rupli, gíslatöku saklauss fólks og svívirðilegri meðferð á óbreyttum borgurum. Þar á undan hafði heimur- inn orðið vitni að stríði með eitur- gasi gegn landsmönnum Saddams sjálfs, þegnum hans heima fyrir, sem voru á annarri skoðun en honum gott þótti. Ekki er líklegt, að annar árásaraðili í framtíðinni höfði með svo ótvíræðum hætti til andúðar Henry Kissinger heimsbyggðarinnar. Síðara atriðið er sjálft lykilatriðið: Forysta Bandaríkjanna. Hið ein- staka, persónulega samband, sem Bush Bandaríkjaforseta hefur tekizt að koma á við aðra leiðtoga í heimin- um, á mikinn þátt í myndun banda- lagsins undir bandarískri forystu. Telja má fullvíst, að án þessa hlut- verks Bandaríkjanna, hefðu leiðtogar heimsins komizt að annarri niður- stöðu um það, hvernig taka ætti á vandanum. Ekkert af þessu segi ég til þess að draga úr mikilvægi hins einstaka árangurs stjómarinnar í Washington við að koma þessu bandamannaliði á fót. Ég segi þetta aðeins til þess að vara menn við því að halda eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.