Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐip SUNNUDAGUR 3. MARZ 199,1 FORMANNSKJOR í SJÁLFSTÆBISFLOKKNUM Einar Odtíur Kristjánsson lormaöur kjördæmisráðs Vestfjarða: Nú er afger- andi sigur mikilvægur Eg styð Þorstein sem formann og Davíð sem varaformann. Það er ósköp einfalt mál,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, formað- ur kjördæmisráðs Vestfjarða. „Eg hef varað við því að þessi uppákoma nú kunni að valda flokknum skemmdum enda hefur reynslan síðustu árþúsundin verið sú að illdeilum fylgir harmur og deilur innan flokka eru oftast hvað sárastar. Á hinn bóginn hafa kom- ið fram aðrir ágætismenn, sem segja mig hafa uppi stóryrði. Nú séu breyttir tímar. Kosning til formanns sé aðeins heilbrigð og formannskjörið fari fram í góð- semi sem og virðingu. Einn flokk- ur á íslandi hefur oftar en ekki viðhaft hinar ýmsu uppákomur við val á forystumönnum sínum. Sá flokkur heitir Alþýðuflokkur og ég er ekki alveg búinn að trúa því að saga hans sé sú fyrirmynd sem við ættum að fylgja. Og þeir menn, sem nú tala hvað mest um heil- brigði þess að fara í kosningar, eru þeir sömu og áttu þá ósk heit- asta að Þorsteinn Pálsson gæfist upp fyrir þeim baráttulaust." Einar Oddur segist trúa því að Þorsteinn muni sigra Davíð í for- mannsslagnum svo um muni. „Það er annars sama hvemig þessi kosning fer. Hún getur ekki verið annað en harmur fyrir flokkinn. í stað þess að eiga þessa ágætu menn báða áfram sem formann og varaformann, þá er verið að búa til þetta víti. Ég óttast ekki hvað síst að úrslitin fyrir Sjálf- stæðisflokkinn verði „Pyrrhosar- sigur“. Því skiptir höfuðmáli að sigur Þorsteins verði afgerandi," segir Einar Oddur. Garðar R. Sigurgeirsson íormaður kjördæmisráðs Austurlantís: Hefði viljað forystuna óbreytta tta framboð Davíðs kom mér mjög á óvart. Ég bjóst við að forystan yrði óbreytt með Þorstein sem formann og Davíð sem vara- formann því ég tel að sú forysta sé sterk og samkvæmt skoðana- könnunum hefur flokkurinn verið á hraðri uppleið undir forystu Þor- steins. Og með slíkri forystu tel ég að flokkurinn hafí átt mögu- leika á því að vinna mjög mikinn kosningasigur í komandi Alþingis- kosningum," segir Garðar R. Sig- urgeirsson, formaður kjördæmis- ráðs Austurlands. „Ég er engan veginn á því að verið sé að ota saman landsbyggð- inni annars vegar og borginni hinsvegar. Ég vil aldrei. leggja hlutina þannig upp. Reykjavík er höfuðborg allra íslendinga og Davíð hefur staðið sig mjög vel sem borgarstjóri. Ég hef alltaf reiknað með því að það kæmi að því að hann tæki við sem formað- ur flokksins. Mitt persónulega mat er hinsvegar það að Davíð hefði átt að bíða aðeins lengur. Hans tími er ekki kominn. Ég held að erfitt sé að spá um það hvort flokkurinn skaðist eitt- hvað á þessari uppákomu nú með tilliti til kosninga í vor. Óneitan- lega fær landsfundur meiri at- hygli en ella vegna komandi form- annskjörs og sú athygli getur al- veg eins orðið flokknum til fram- dráttar og hitt,“ segir Garðar. Sæmundur Kristjánsson lormaður kjördæmisráðs Vesturlands: Vorkunnsemi eða hæfni frambjóðenda Ef hlutimir skipast vel og menn eru sáttir eftir þennan slag, þá held ég að formannskosning verði aðeins til góðs fyrir flokkinn. Auk þess má búast við að flokkur- inn fái töluverða athygli á þeim stutta tíma, sem eftir er fram að kosningum. Eins og stendur finnst mér úrslitin geta orðið mjög tvísýn. Á hinn bóginn á ég ekki von á hörðum kosningaslag," seg- ir Sæmundur Kristjánsson, form- aður kjördæmisráðs Vesturlands. „Ég held að framvindan fari eftir því hvernig málið snýst í höndum stuðningsmanna þeirra tveggja manna, sem í framboði eru — hvort vorkunnsemi við nú- verandi formann verði látin ráða ríkjum eða hvort slagurinn standi um það hvor frambjóðandinn sé hæfari í formannsembættið. Ég hef ekki trú á því að flokkurinn tapi fylgi í komandi Alþingiskosn- mgum vegna formannskjörsins nú. Ég myndi halda að kjörið verði frekar til þéss að styrkja flokkinn ef mehn komast frá þessu eins skynsamlega og þeir geta sem ég reyndar treysti þeim báðum til,“ segir Sæmundur. Sæmundur segist hafa mjög ákveðna skoðun á því hvern hann muni styðja í formannssætið á landsfundi. Hann vilji samt ekki gefa sína afstöðu í því efni að svo stöddu. „Ég hlakka til að mæta á landsfund og er viss um að þetta mun fara vel. Ég hafði áhyggjur af því á síðasta landsfundi að menn yrðu í sárum eftir varaform- annsslag þeirra Davíðs og Frið- riks, en þar var aðdáunarvert hvernig Friðrik tók á málunum.“ Sigurður B. ðjörnssan lormaður kjör- dæmisraðs Norðurlands eyslra: Þetta er ein- faldlega lýð- ræði að er nú einfaldlega lýðræði að kjósa á milli manna og ég sé ekkert athugavert að það sé gert ■ núna. Ég geri ráð fyrir því sjálf- Einar Oddur Kristjánsson Sigurður B. Björnsson Saldur Guðlaugsson lormaður íull- trúaráðs sjállstæðislélaganna: ENGINN SJÁLF- KJÖRINN BALDUR Guðlaugsson form- aður Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavik var spurður um viðhorfið til for- mannskjörs í flokknum við bessar aðstæður annars vegar og hins vegar um persónulegu afstöðu sína. Hann svaraði því þannig: 1 Ég var í fyrstu þeirrar skoð- I ■ unar að fínna yrði einhveija leið til þéss að afstýra því að til kosninga kæmi á landsfundi milli þeirra Davíðs og Þorsteins. Ekki var það þó vegna þess að ég hafí talið að Sjálfstæðisflokkur- inn myndi skaðast af í bráð eða lengd, því það óttast ég ekki, heldur réðu persónulegar ástæð- ur. Annars vegar þótti mér ómögulegt til þess að vita að þessir vinir og samheijar sem nú leiða Sjálfstæðisflokkinn í málefnalegri samstöðu skyldu ekki ná að gera út um þessi mál sín á milli. Og hins vegar vildi ég gjarnan sem vinur þeirra beggja komast hjá því að velja á milli þeirra. En ég hefi skipt um skoðun. Þótt þeir Þorsteinn og Davíð séu í dag ótvíræðir forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, á það ekki að vera í þeirra verkahring að skipta með sér hlutverkum. Og ekki er sjálfgef- ið áð hlutverkaskipan sem einu sinni hefur verið komið á eigi að halda til frambúðar. Ekki getur víst nema einn maður i einu setið á formannsstóli í Sjálf- stæðisflokknum. En það er eng- inn sjálfkjörinn til þess starfs. Baldur Guðlaugsson Það er ekki einungis réttur, held- ur beinlínis skylda fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hveiju sinni að leggja á það kalt og yfírvegað mat hver sé best til þess fallinn í Ijósi aðstæðna og viðfangsefna á hveijum tíma að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Það verður víst ekki hjá því komist í kosningum á milli tveggja manna, að þegar annar sigrar þá verður hinn undir. Ég tel á hinn bóginn afar mikilvægt að það gleymist ekki í þeirri kosningabaráttu sem í hönd fer næstu daga milli þeirra Þorsteins og Davíðs, að þótt annar hvor hljóti að bíða lægri hlut í for- mannskjöri, þá felst ekki í því að sá hinn sami njóti ekki trausts landsfundarfulltrúa. Þeir Þor- steinn og Davíð njóta nefnilega báðir víðtæks trausts sjálfstæð- ismanna um allt land og þess er eindregið vænst að þeir verði báðir áfram í fremstu víglínu flokksins. Vonandi gleymir því enginn í hita leiksins. 2. Ég hef þegar gert upp við Sigríður A. Þórðardóttir mig hveijum ég greiði atkvæði í formannskjöri á landsfundi. Sem formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík tel ég hins vegar ekki rétt að taka opinbera afstöðu, og álít raunar að þess hefðu fleiri í svipuðum trúnaðarstöðum mátt gæta. Þar að auki er ég þeirrar skoðunar að þessa kosningabaráttu eigi ekki að heyja í fjölmiðlum. Um verður að ræða persónulega ákvörðun hvers og eins lands- fundarfulltrúa í leynilegri at- kvæðagreiðslu, en ekki uppgjör andstæðra fylkinga. Sigríður flnna Þórðardðttir, formað- ur Sambantís sjállstæðiskvenna: SÝNIR STYRK Það sýnir styrk Sjálfstæðis- flokksins að hann hefur í for- ustusveit svo ágæta menn sem Þorstein Pálsson og Davíð Davíð Stefánsson Oddsson, svaraði Sigríður Anna Þórðardóttir er hún var spurð um viðhorfið til for- mannskjörs í flokknum við þessar aðstæður og í annan stað um afstöðu hennar sjálfr- ar. Og hún heldur áfrarti: IÉg viðurkenni, að ég hefði ■ kosið að ekki þyrfti að koma til formannskjörs núna, en ber fullt traust til sjálfstæðismanna, að sú kosning sem framundan er skaði flokkinn í engu þegar upp er staðið heldur þvert á móti styrki hann og efli. Það varðar vissulega miklu hveijir veljast til forystu í Sjálfstæðis- flokknum, en mestu þó að flokks- menn séu einhuga um stefnu hans til heilla fyrir land og þjóð. 2. Ég kýs að hafa hér enga spádóma uppi en ég þykist viss um að það verður hart sótt af beggja hálfu. Ég leyfi mér hins vegar að vona að jafnvel þó menn komi móðir úr þessum leik, verði þeir ósárir. Að formannskjöri loknu skipt- ir öllu að flokkurinn standi sam- einaður og tvíefldur að baki for- ystufólki sínu og hefji þannig baráttu til stórsigurs í kosning- unum í vor. Savíö Stelánssun lormaður SUS: LÝÐRÆÐ- ISLEGAR REGLUR Davíð Stefánsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, gaf eftirfarandi svör, þegar hann var spurður um viðhorf til væntanlegs for- mannskjörs í flokknum við þessar aðstæður annars vegar og hins vegar um hans per- sónulegu afstöðu: 1 Viðhorf mín til þessa kjörs *■ rétt fyrir landsþing hljóta að mótast að einhveiju leyti af því hversu skammt er til kosn- inga. Ljóst er að mörgum líkar ekki hvemig þetta ber að. En fyrst þetta mál var komið svo mikið í umræðuna er betra að ganga hreint til verks. Lýðræðis- legar reglur gera ráð fyrir kosn- ingu um forustu sjálfstæðis- manna. Ég lít svo á að þarna séu tveir hæfir foringjar á ferð. Það er gæfa okkar og styrkur að hafa slíka forustu. Mér finnst báðir kostir góðir. 2. Mín persónulega afstaða er að ég ætla að kjósa Þorstein Pálsson. En ég ætla að láta landsfundarfulltrúana um að ákveða sjálfir og hafa sem minnst áhrif á hvað þeir gera. Ég tek fram að ég hefi þessa skoðun sem einstaklingur og landsfundarfulltrúi, en tala ekki sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.