Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ -SUNNUDAGUR 3. MARZ 1901' 19 ROSSGÖTUM skilja þessar hreyfmgar. Kapp í efna- hagsmálum milli Japans, sem er á góðum vegi með að komast í risa- velda tölu, Evrópubandalagsins, sem er alltaf að verða sjálfbirgingslegra og drýgra með sig, og Bandaríkjanna mun ekki lengur verða takmarkað af öryggishagsmunum, sem hingað til hafa alltaf vegið þyngst á metun- um, þegar allt kom til alls. Samflæði þessara aðskildu straumkrafta mun einkenna hinn nýja tíma, sem bíður okkar handan við homið. Þetta verð- ur tími ringulreiðar, tími öngþveitis og uppnáms. Sá, sem ætlar að standa af sér holskeflur straumþungans, verður að breyta og lagfæra að veru- legu leyti hugsunarhátt sinn í sam- bandi við alþjóðamál. AFDRÁTTARLAUSAR ÁKVARÐANIR Þeir, sem fást við að móta stefnu Bandaríkjanna, standa nú frammi fyrir því að þurfa að taka afdráttar- lausar ákvarðanir í mörgum málum, sem enga bið þola: — Þeim verður að skiljast sú stað- reynd, að ekki er unnt að eiga við ' öll mál samtímis. Ameríka verður að fara að velja og hafna í verkefnum sínum. Hún verður að hafa fulla stjóm á auðsuppsprettum sínum og því, hvemig geta hennar er notuð. Hún verður að hafa slíkt taumhald á gerðum sínum, að trúverðugleiki hennar glatist ekki. Greina verður á milli þriggja stiga af hættuástandi. 1) Hætta, sem Bandaríkjamenn verða að vera reiðubúnir til þess að fást við einir, sé það nauðsynlegt. 2) Hætta sem þeir takast einungis á við í bandalagi með öðrum þjóðum. 3) Hætta, sem ógnar bandarískum hagsmunum ekki svo mjög, að hern- aðarleg afskipti séu réttlætanleg. — Þeir verða að endurskoða og endurmeta bandalagsstefnu sína og dreifa ábyrgð meðal bandaþjóða sinna á nýjan leik. Ríki, sem em í bandalagi við okkur, verða að skilja, að bandaríski herinn er ekki málalið- aflokkur á útleigukjömm. Hinar sér- stöku aðstæður við Persaflóa vom þannig vaxnar, að Bush átti engan kost annan en að taka óhæfilega mikla byrði áhættunnar á herðar bandarísku þjóðarinnar. Hlutfalisleg áhættubyrði Bandaríkjanna er of mikil. í framtíðinni mætti það vera almenn regla, að bandarískur herafli verði ekki sendur fram á vígvöllinn, nema til þess eins að beijast fyrir hveijum þeim málstað, sem við emm reiðubúnir að greiða fyrir sjálfir. Raunar finnst mér þetta vera ágæt skilgreining á bandarískum þjóðar- hagsmunum, meðan önnur betri er ekki fyrir hendi. Þeir, sem marka stefnu Bandaríkj- anna, verða að viðurkenna, að bygg- ing hinnar nýju heimsskipunar verð- ur ekki smíðuð samkvæmt bandar- ískri verklýsingu og bandarískum byggingakröfum. Bandaríkin geta ekki neytt skilningi á nauðsyn hnatt- rænnar samábyrgðar, samstöðu og samfélags allra manna, ofan í þjóðir heims, því að slíkur skilningur hefur aldrei þekkzt hjá þeim. Hann er ekki til. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn nú tækifæri til þess að skapa minni og afmarkaðri samfélög, sem byggj- ast á ósvikinni og einlægri tilfínningu fyrir sameiginlegu takmarki. Þess vegna er fijóasta hugmynd og fram- tak Bush-stjómarinnar í alþjóðamál- um ef til vill hin skapandi tilraun hennar til að stofna Fríverzlunar- svæði Vesturálfu, þó að það sé kannske minnst þekkt enn af athöfn- um hennar. Fyrstu ríkin í þessum fríverzlunarsamtökum eiga að verða Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. Nýjar metaskálar Þessi upptalning er lýsandi en ekki tæmandi. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, verður örðugasta við- fangsefni Bandaríkjamanna heim- spekilegs eðlis; þ.e. hvernig eigi að skilgreina hugtakið um lög og reglu í heiminum. Hingað til hefur mann- kynssagan aðeins sýnt okkur tvo vegi að alþjóðlegum stöðugleika: Yfirdrottnun eða valdajafnvægi. Bandaríkjamenn hafa hvorki efni á yflrdrottnun né löngun til hennar, því að hún samrýmist ekki lífsvið- horfum þeirra og lífsgildum. Þá erum við komnir aftur að hugmyndinni um valdajafnvægi, hugmyndinni, sem hefur verið svert og ófrægð af mörg- um hugsandi mönnum í andlegri sögu bandarísku þjóðarinnar. Vitaskuld er hægt að skilgreina hugmyndina burtu út í bláan busk- ann með því að gefa sér fyrirfram þá forsendu án raka, að árekstrar andstæðra hagsmuna muni ekki fyrirfinnast í framtíðinni. Fagnandi gengi ég fremstur í flokki mót fram- tíð slíkri, en ærið smáan stuðning finn ég við þess konar framtíðar- mynd, hvorki við að gaumgæfa mannkynssöguna né við að rýna í núverandi ástand heimsmála og reyna að skilgreina það, eins og ég hef gert hér að framan. Við sleppum ekki undan þeirri kaldhæðni örlaganna, að sigur okkar í kalda stríðinu hefur kastað okkur inn í nýjan heim, þar sem við verðum að hegða okkur samkvæmt gömlum vísdómsorðum og hagnýtum heilræð- um, einmitt hinum sömu og okkur hefur reynzt svo óþægilegt að þurfa að tileinka okkur í sögu okkar. Það, sem mörgum Bandaríkjamönnum þykir vera ógeðfelldast við hugtakið „valdajafnvægi", er hið augljósa sið- ferðilega hlutleysi, sem flestum hlýt- ur að sýnast felast í því. Því að fram- ar öðru snýst valdajafnvægi um það, hvernig hindra megi eina valdstöð eða valdasamsteypu í því að ná for- ræði yfir öðrum. Winston Churchill lýsti þessu svo: „í stefnu Englands er ekkert tillit tekið til þess, hver sú þjóð kunni að vera, sem sækist eftir yfirráðum í Evrópu. Við ákvörðun enskrar stefnu er einungis tekið mið af því, hver sé sterkastur í bili, og hver geti hugsanlega orðið drottn- andi harðstjóri. Þetta eru lögmál al- mennrar stefnumótunar, sem við fylgjum. Við eltumst ekki við bráða- birgða-úrræði, sem ráðast af tilvilj- anakenndum kringumstæðum eða því, sem okkur fínnst þóknanlegt eða vanþóknanlegt. ..“ Þeir, sem framfylgja slíkri stefnu, eiga fáa, varanlega óvini og fáa, varanlega vini. Þeir myndu forðast að dæma írak að eilífu óhæft til þátttöku í siðuðu samfélagi. Frekar myndu þeir reyna að koma á jafn- vægi meðal stríðandi aðilja, sem hafa deilt frá því að sögur hófust. Sam- keppni þeirra er jafngömul vitaðri mannkynssögu. Reynt yrði að finna hið mjóa mundangshóf milli íraks, Irans, Sýrlands og annarra ríkja á svæðinu. I Norð-austur-Asíu yrði reynt að viðhalda jafnvægi milli Kínaveldis, Japanseyja og Sovétríkj- anna. Gömlu Evrópu hefur brugðizt jafnvægislistin í bili eftir fall sumra kommúnistaríkja og hrumleika ann- arra. Staða hinna nýju metaskála á evrópsku voginni mun fara eftir því, hvemig niðurstaðan af innanlands- deilum í Sovétríkjunum verður, og einkum eftir getu þeirra og hæfni til að halda áfram að gegna sögulegu hlutverki Rússlands í Evrópu. Þarf ekki vigtarmann í alla þessa vigtun? Sámur frændi getur ekki lengur tekið að sér verkið einn sam- an; hann yrði að hafa samverka- menn; og í sumum tilvikum gæti hann kosið að koma ekki nálægt vogarstöngunum. En hann verður að eiga sér mælikvarða til að leggja dóm á það, hver séu forgangsverk- efni hans. Samt er það ein af þversögnunum, að engin þjóð er í betri aðstöðu til þess að leggja þarfa hönd á smíði nýja heimsregluhússins en einmitt hin bandaríska. Hún er samheldin og samloðandi innbyrðis. Efnahagslíf hennar er ónæmara og betur varið fyrir utanaðkomandi áhrifum en flestra annarra. í fyrirsjáanlegri framtíð verður hernaðarleg geta hennar mest og hæfust. Vandi henn- ar er verðið, sem hún geldur fyrir velgengni sína: Sigur hennar í kalda stríðinu hefur getið af sér nýjan heim, sem krefst leiðréttingar á venjubundnum hugtökum. En þetta gjald fyrir góðan árangur er verð, sem flestar aðrar þjóðir myndu öf- unda hana af að fá að greiða. Höfundur var utanríkisráðherra Bandaríkjanna 1973-1977. TILLAGA BAIMDARÍKJAFORSETA UM NÝJA SKIPAN HEIMSMÁLA VERÐUR EKKI FRAMKVÆMD EFTIR BANDARÍSKRI VERKLÝSINGU reikna með því, að nokkru sinni síðar verði hægt að finna færa leið til þess að endurtaka það. Mikilvægt er, að menn geri sér grein fýrir því að yfirburðir Banda- ríkjanna geta ekki haldizt. Hefði Saddam Hússein hertekið Kúveit tveimur árum síðar, hefðu fjárfram- lög bandaríska þingsins til varnar- mála verið orðin svo lítil, að stórkost- legur hemaður handan hafs hefði verið óhugsandi. Bandarískt efna- hagslíf getur heldur ekki endalaust staðið undir hnattrænni íhlutunar- stefnu, þar sem Bandaríkin verða nánast alein að skerast i leikinn til að skakka hann, hveiju sinni sem mönnum fínnst þörf á því. Munum, að Bandarikjamenn hafa orðið að óska eftir fjárframlagi erlendis frá, að upphæð fimmtíu milljarða — 50.000.000.000 — Bandaríkjadala, til þess að geta haldið hemum úti, svo að gagni komi. Héðan af munu Bandaríkjamenn ekki verða í aðstöðu til þess að leggja fram megnið af hernaðarmættinum, sem heimurinn þarfnast hveiju sinni, í öryggisleið- angra langt frá heimkynnum þeirra. Þess vegna skyldu hvorki Bandaríkj- amenn né aðrar þjóðir skilja hugtak- ið um nýja heimsskipan þeim skiln- ingi, að núverandi aðgerðir við Pers- aflóa og framkvæmd bandamanna- samstarfsins þar verði sáttmála- bundin heimsregla til langframa. Menn mega ekki halda, að það sem þeir sjá núna, sé líka framtíðin; stofn- sett eftirherma nútímans til fram- búðar. NÝ HEIMSSKIPAN Allar hugleiðingar um nýja heims- skipan verða að hefjast á því að at- huga, að hvaða leyti hún muni verða frábrugðin kalda-stríðstímunum. í kalda stríðinu klofnaði heimurinn aðallega milli austurs og vesturs. Hin hugmyndafræðilega barátta leiddi að mestu til sameiginlegs skiln- ings á hættunni, ógninni, sem heim- urinn horfðist í augu við. Svo var að minnsta kosti í hinum iðnvæddu lýðræðisríkjum, sem framleiða 72% af heimsframleiðslunni. Hemaðar- legir og lengst af einnig tæknilegir yflrburðir Bandaríkjanna mótuðu sameiginlega vamarstefnu þessara ríkja. Kjörorð þeirra, um að hvert væri öðra háð efnahagslega, var meira en orðið eitt; það varð raunver- uleikinn sjálfur. Framtíðarheimurinn, sem við mjökumst inn í, verður miklu flókn- ari veröld. Átök um hugmyndafræði- leg efni þjóðfélagskipunarinnar verða fásénari, og stórlega dregurúr hættunni af kjarnorkustyijöld við Sovétríkin. Aftur á móti veit enginn, hvemig sovézku herstjórninni mun takast að hafa eftirlit og umsjón með kjarnorkuvopnabúram sínum, verði miklir umbrotatímar uppreisna og upplausnar í landi hennar. Annars staðar í heiminum verða staðbundin átök líklega mun algengari Qn nú er þegar, og þau munu einnig verða miklu mannskæðari, þegar nýtizku vopnatækni er höfð í huga. Fall vest- urhluta sovézka heimsveldisins í Mið- og Austur-Evrópu og lauslegri sam- tenging ríkja innan NATO hefur or- sakað meiri meting og samkeppni milli þjóða og þjóðarbrota en sézt hefur allt frá dögum fyrri heimsstyij- aldar. í hinum gömiu nýlendum, sem fengið hafa frelsi, hafa nýir þjóðfé- lagskraftar komið fram, hver á fætur öðrum; þ.e. öfgahópar ofsatrúar- og bókstafstrúarmanna. í hinum iðn- væddu lýðræðisríkjum, þar sem þegnarnir búa við þægilegt hóglífi, jafnvel í notaiegri sjálfumgleði, gengur mönnum mjög báglega að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.