Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 31
MORGUN[BLAÐIE> ATVIIMiMA/RAÐ/SMÁ áUNNpj£GUR 3. MARZ 1991 31 l AUGLYSINGAR Umboðsaðili Norskt fyrirtæki óskar eftir umboðs-/ dreif- ingaraðila á íslandi. Viðskiptasvið okkar er að þróa og markaðssetja rafeindaskynjara í samvinnu við tæknimenn tryggingafyrir- tækja. í framhaldi af rannsóknum okkar, höfum við sett á markað á Norðurlöndum rafhlöðuknúinn reykskynjara, sem slegið hef- ur í gegn. Við leitum eftir fyrirtæki með víðtæk og gróin sambönd og góða dreifingar- aðstöðu. Stórmarkaðir, bensínstöðvar og tryggingafyrirtæki eru helstu viðskiptavinir okkar. Enska eða eða eitt Norðurlandamál skilyrði. Vinsamlega skrifið til, ICAS AS, P.O. Box 14, Bygdoey, 0211 Oslo 2, Norge. •V*. AVON á íslandi leitar að sölufólki AVON snyrti- og hreinlætisvörurnar, sem eru rómaðar fyrir gæði og hafa verið seldar um heim allan í áratugi, eru eingöngu seldar milliliðalaust til notenda. AVON á íslandi leftar að sölufólki um Sand allt til að selja vörurnar beint til viðskiptavina. Hér er kjörið tækifæri fyrir fólk til að auka tekjur sínar með vinnu utan hefðbundins vinnutíma. Há sölulaun í boði. Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum, þá láttu okkur vita og við höfum samband. AVON á íslandi, pösthólf9160, Fosshálsi 27, 110 Reykjavík. Þjóðleikhúsið óskar að ráða í eftirtalin störf: Leikhúsritari. Starfið felur í sér ritstjórn leik- skrár, fjölmiðlatengsl, umsjón með bóka- safni, kynningarstarf í tengslum við sýningar o.fl. Markaðsstjóri. Starfið felur í sér yfirstjórn markaðsmála leikhússins, þ.m.t. það sem lýtur að áhorfendatengslum, kynningarstarfi, miðasölu og auglýsingamálum. Umsækjendur í bæði þessi störf þurfa að hafa reynslu, sem nýtist á þessu sviði og hafa brennandi áhuga á leiklist. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, fyrir 9. mars nk. ÞJÓDLEIKHÖSIÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR í REYKJAVÍK Hjúkrunarfræðingar Tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsu- gæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, eru lausar frá 1. mái nk. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skal skila til starfsmanna- stjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Bar- ónsstíg 47, fyrir kl. 16 miðvikudaginn 20. mars nk. Stjórn heilsugæslu Vesturbæjarumdæmis. éeS HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR í REYKJAVÍK Heilsugæslulæknir Staða læknis við Heilsugæslustöðina Álfa- bakka 12 er laus frá 1. júní 1991. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, skal skila til starfsmanna- stjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Bar- ónsstíg 47, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. apríl nk. Stjórn heilsugæslu Austurbæjarumdæmis syðra. FWrjOF C X, l-O ININC ,-MÍ Vantar þig vinnu? Við leitum nú að fólki í eftirtalin störf: 1. Símavarsla/ritari. Hjá stóru framleiðslu- fyrirtæki. Um er að ræða fullt starf, vinnu- tími frá kl. 9-17. Einhver vélritúnar-og ri- tvinnslukunnátta nauðsynleg. Æskilegur aldur 30-45 ára. 2. Almenn heimilisstörf, 70% starf á mjög litlu barnaheimili. Umjón með þvotti og fatn- aði, umönnun og afleysingar í eldhúsi. Vinnutími frá kl. 8-14 virka daga og aðra hvora helgi. Æskilegur aldur 35-50 ára. Ábendi, Engjateigi 9, sími 689099. Opið frá kl. 9-12 og 13-16. Saumakonur Óskum eftir að ráða nú þegar eða sem fyrst vanar saumakonur. Góð laun. Góð vinnuað- staða. Upplýsingar veitir Þórdís Haraldsdóttir í símum 45800 eða 45287. Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Matvælafræöingur Fyrirtæki í gosdrykkjaiðnaði í borginni vill ráða matvælafræðing eða aðila með sam- bærilega menntun eða sérhæfða menntun, er tengist hinum mismunandi sviðum mat- vælaframleiðslu til fjölbreyttra framtíðar- starfa. Æskilegt að viðkomandi hafi ekki of mikla starfsreynslu. Hér er um að ræða gott fram- tíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Af sérstökum ástæðum er umsóknarfrestur til kl. 16.30 miðvikudaginn 6. mars. CtUÐNI TÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Athugið! Ert þú að leita að góðum starfsmanni? Staldraðu þá hér við, því ég er einmitt að leita að áhugaverðu og krefjandi starfi í sum- ar eða jafnvel framtíðarstarfi. Ég er 28 ára, með stúdentspróf, góða þýsku- og spænsku- kunnáttu. Er að flytjast heim eftir 8 ára dvöl erlendis og bíð spennt eftir að komast út á íslenska vinnumarkaðinn. Margt kemur til greina. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „H-3733". Skrifstofustarf Starf skrifstofumanns hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er laust til umsóknar. Starfið er m.a. fólgið í ritvinnslu og öðrum almennum skrifstofustörfum. Laun samkv. kjarasamn- ingi Reykjavíkurborgar. Umsóknir skulu berast Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, fyrir 10. mars nk. á sérstökum eyðulöðum, sem fást hjá starfs- mannastjóra Reykjavíkurborgar, Austur- stræti 16. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Þjónusta við útgerðina Traust fyrirtæki, sem selur útgérðarvörur, vill ráða mann til starfa. Starfið felst í: - Sölu á rekstrarvörur til útgerðar - Lagervinnu - Þjónustu við erlend fiskiskip. Við leitum að manni sem hefur: - Víðtæka þekkingu á veiðarfærum - Reynslu af sjómennsku - Haldgóða dönskukunnáttu. Skriflegar umsóknir leggist inn á auglýsinga- deild Morgunblaðsins fyrir 15. mars merktar: „Z - 8668“. n BORGARSPÍTALINN Aðstoðarlæknar Tvo reynda aðstoðarlækna (súperkandidata) vantar á skurðlækningadeild. Stöðurnar veit- ast til eins árs, önnur frá fyrsta júní en hin frá fyrsta júlí 1991. Umsóknarfrestur er til 27. mars næstkom- andi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildar- innar, Gunnar Gunnlaugsson. Húkrunarfræðingar - sjúkraliðar Geðeild auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Arnarholt, Kjalarnesi og deild A-2. Arnarholt: 2 langlegudeildir fyrir geðsjúklinga og 1 end- urhæfingadeild. Unnið er á 12 tíma vöktum. Rútuferðir í sambandi við vaktir frá Hlemmi. Skipulögð aðlögun. A-2: Bráðamóttökudeild með 31 rúmi. Unnið er á 8 tíma vöktum. Skipulögð aðlögun. Öflug fræðslustarfsemi. Leitið nánari upplýsinga hjá hjúkrunarfram- kvæmdastjóra geðdeildar, Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur, í síma 696355. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.